Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. METNAÐUR ER UNDIRSTAÐAN ALÞJÓÐLEGUR heilbrigðisdagur Sameinuðu þjóðanna, 7. apríi sl., var tileinkaður baráttunni gegn smitsjúkdómum. Fáum dögum fyrr var samþykkt hér á landi ný rammalöggjöf, sem færa á sóttvarnir til nútíma horfs. Reyndar hefur okkur íslendingum tekizt vel upp í baráttunni gegn smitsjúkdómum. Nægir að minna á árangur okkar í baráttunni gegn berklum, sem fyrr á tíð voru landlægir og nánast þjóðarböl. Sú barátta var leidd af Sigurði heitnum Sigurðssyni berklayfirlækni og fleiri heilbrigðisfrömuðum. Hettusótt er og nær horfin og svip- aða sögu er að segja um mislinga og rauða hunda. I fréttaskýringu hér í blaðinu í gær segir frá áherzlubreyt- ingu í íslenzkum berklaforvörnum. Berklaprófum í grunnskólum landsins hefur verið hætt. í þeirra stað verður hert eftirlit með börnum innflytjenda frá heimshlutum þar sem berklar og fleiri smitsjúkdómar eru enn algengir. Þessi áherzlubreyting er sögu- leg tíðindi og undirstrikar með öðru þann árangur, sem náðst hefur. Berklar,_sem voru landlægir hér, hafa nánast verið kveðnir í kútinn. Ástæða er til að fagna þeim stórkostlega árangri. En forvarna og varúðar verður áfram þörf. Alþjóðaheilbrigðis- stofnunin hvetur þjóðir heims til að efla sóttvarnir. Þrátt fyrir góðan árangur þar sem bezt hefur til tekizt herja farsóttir víða um heim á líðandi stundu. Það á við um gamalkunna smitsjúk- dóma, berkla, barnaveiki, heilahimnubólgu, kóleru o.fl. Að auki eru nýir og áður óþekktir sjúkdómar komnir til sögunnar, al- næmi, lifrarbólga C, kúariða og ebólaveiki. Stórbættar sam- göngur heimshorna á milli auka á smithættu og þörfina á sótt- vörnum. Því ber að fagna nýrri rammalöggjöf um fyrirkomulag sóttvarna hér á landi, sem afgreidd var frá Alþingi fyrir fáum dögum. En sízt af öllu megum við gleyma því að rannsóknir vísinda- manna eru grundvöllur að þeim árangri sem náðst hefur. Við leggjum of lítið kapp á slíkar rannsóknir og setjum í þær of litla fjármuni. Við eigum góða vísindamenn, sumir hafa staðið sig vel á alþjóðavettvangi. En metnaður okkar í þessum efnum mætti vera meiri. Við eigum að búa íslenzkum vísindamönnum betri skilyrði en hér eru. Og við eigum ekki að sætta okkur við að íslenzkir vísindamenn komist ekki hingað heim vegna metn- aðarleysis, lélegs aðbúnaðar og fjárskorts. Það á ekki heldur að ráðast af duttlungum stjórnmálamanna hvert þeim fjármun- um er beint, sem lagðir eru til vísindarannsókna. Við eigum sjálf að rækta undirstöðu þeirra framfara sem verða í læknavísindum og heilsugæzlu. Grundvöllurinn hefur verið lagður, t.a.m. á Keldum með erlendri aðstoð. Við eigum að setja metnað okkar í að reisa mikilvæga vísindastarfsemi á þessum grunni, ekki sízt í tengslum við háskólann þar sem margt hefur verið vel gert. Einkunnarorð Háskóla íslands eru í fullu gildi. MIKILVÆGUR ÁFANGI í JAFNRÉTTISBARÁTTU YFIRLÝSING Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, um að á kjörtímabilinu verði feðrum tryggður sjálfstæður réttur til fæðingarorlofs, er ánægjuefni. Til þessa hafa karlar ekki átt sjálfstæðan rétt til orlofs til að vera með nýfæddum börnum sínum, heldur hefur réttur þeirra verið afleiddur af rétti konu þeirra. Þannig fær faðir ekki greiðslur í fæðingarorlofi nema móðirin hafi tekið hluta þess út. Af ummælum forsætisráðherra má ráða að í fyrstu verði aðeins stigið stutt skref og feðrum t.d. tryggður réttur til hálfs mánaðar orlofs vegna barnsfæðingar. Engu að síður yrði slíkt mikilvægur áfangi í jafnréttisbaráttunni. Margir feður, sem kysu gjarnan að leggja meira af mörkum við umönnun ungra barna sinna, eiga þess fáa kosti að taka sér orlof til þess. Annars vegar er réttur þeirra samkvæmt lögum og kjarasamningur lítill eða enginn. Hins vegar er launa- munur kynjanna svo hróplegur hér á landi að fjölskyldan tapar oftast nær meiri tekjum ef faðir kýs að annast börn og heimili en ef móðir gerir það. Ein forsenda þess að raunverulegt jafn- rétti ríki í þessum efnum er því að launamunurinn á vinnumark- aðnum verði jafnaður, en um leið er það ein forsenda þess að litið verði á konur og karla sem jafngilda starfskrafta, sem eiga rétt á sömu launum, að kynin skipti jafnar með sér verkum á heimilinu. Jafnréttisbaráttan þarf því að fara fram á báðum vígstöðvum jafnt. Davíð Oddsson segist þeirrar skoðunar að á næstu árum eigi að lengja fæðingarorlof og færa fyrirkomulag þess til þeirr- ar áttar, sem gerist í hinum norrænu ríkjunum. Slíkt er mikil- vægt, bæði út frá jafnréttissjónarmiðum og út frá hagsmunum og velferð ungra barna, sem þurfa á nánum tengslum við báða foreldra sína að halda. Morgunblaðið tekur undir það með for- sætisráðherra, að hér er um mikilvægan hluta velferðarkerfis- ins að ræða. Skilyrði sett til vernd- ar virkri samkeppni Samkeppnisráð setti ströng skilyrði fyrir samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flug- félags Norðurlands í þeim tilgangi að vemda virka samkeppni í áætlunarflugi innanlands. Þar hefur sérstaka þýðingu skilyrði um að hvorki stjómarmenn, starfsmenn, lögmenn né ráðgjafar Flugleiða megi taka sæti í stjóm Flugfélags íslands. SAMKEPPNISRÁÐ sam- þykkti á fundi sínum á föstudag í síðustu viku hin afdrifaríku skilyrði fyrir samruna Flugfélags Norðurlands hf. og innanlandsflugs Flugleiða undir nafni Flugfélags íslands hf. Sett voru skilyrði um viðskipti Flugleiða og Flugfélags íslands, afskipti Flug- leiða af stjórnun Flugfélagsins, ákvæði í hluthafasamningi, vildar- kerfi, farseðlaskipti, hlunnindi starfs- manna, aðstöðu á flugvöllum, áætl- unarleiðir og ferðatíðni. Tildrög málsins eru þau að Sam- keppnisstofnun barst tiikynning þann 6. febrúar sl. frá Flugleiðum um samrunann og hófst athugun á málinu þann 17. febrúar, Frumnið- urstöður voru kynntar þann 21. mars sl. og kom þar fram það mat sam- keppnisyfirvalda að í hluthafasam- komulagi Flugfélags Norðurlands og Flugleiða frá 5. febrúar fælist samr- uni í skilningi samkeppnislaga. Í ljósi mikillar markaðshlutdeildar hins sameinaða félags, yfirburðastöðu Flugleiðasamstæðunnar o.fl. var talið að samrunninn væri andstæður markmiði samkeppnislaga og því til- efni til að grípa til íhlutunar á grund- velli 18. greinar laganna. Bent var á að þessi frumniðurstaða gæti breyst ef athugasemdir og skýringar málsaðila gæfu tilefni til. Í 18. grein laganna segir m.a. að telji Samkeppnisráð að samruni fýr- irtækja eða yfirtaka fyrirtækis á öðru fýrirtæki leiði til markaðsyfir- ráða þess, dragi verulega úr sam- keppni og sé andstæð markmiði laga þessara geti ráðið ógilt samruna eða yfírtöku sem þegar hafi átt sér stað. Samkeppnisráð geti einnig sett slíkum samruna eða yfírtöku skilyrði sem verði að uppfýlla innan tilskilins tíma. Segjast ekki hafa verið í beinni samkeppni Flugleiðir andmæltu eindregið skilningi samkeppnisyfírvalda og bentu m.a. á að ekki drægi úr sam- keppni á markaðnum sem neinu máli skipti. Flugleiðir og Flugfélag Norðurlands hefðu ekki staðið í beinni samkeppni sín í milli nema að afar takmörkuðu leyti milli Reykjavíkur og Húsavíkur. Nánast samtímis þeim samruna sem hér um ræddi tækju gildi á markaðnum nýj- ar flugmálareglur Evrópusambands- ins um innanlandsflug sem leiddu til algerrar opnunar markaðarins fyrir evrópsk flugfélög. Vakin var athygli á því að áætlun- arflug innanlands hafí átt erfitt upp- dráttar á undanförnum árum. Tap hafi verið viðloðandi þennan rekstur en flugrekstraraðilar hafi bætt sér það upp með innbyrðis „niðurgreiðsl- um“ úr öðrum rekstrarþáttum, svo sem leiguflugi og millilandaflugi. Með hinu nýja fyrirkomulagi verði komið í veg fyrir að innanlandsflugið yrði greitt niður með tekjum af milli- landaflugi Flugleiða hf. Auk þess að gera markaðinn gagnsærri ætti það að hafa verulega jákvæð áhrif á sam- keppni. Ennfremur bentu Flugleiðir á að helsti keppinautur flugsins væri bif- reiðar, annarsvegar einkabifreiðar og hins vegar vöruflutningabifreiðar. Vegakerfið ætti eftir að batna til muna t.d. vegna einstakra fram- kvæmda eins og Hvalfjarðarganga og brúunar Gilsfjarðar. Nauðsynlegt að vernda virka samkeppni í greinargerð Samkeppnisráðs er bent á að samanlögð markaðshlut- deild innanlandsdeildar Flugleiða og FN sé 90% ef miðað sé við tekjur af áætlunarflugi og rúm 90% ef mið- að sé við fjölda farþega í áætlun- arflugi. Fyrirtæki með slíka markaðshlutdeild hafi óumdeilanlega markaðs- yfirráð. Með samrunanum fækki þeim keppinautum sem verið hafi á markaðn- um og því sé hætta á að verulega dragi úr virkri samkeppni í áætlunar- flugi innanlands. „Þegar horft er til afnáms sérleyfa verður að líta svo á að samruninn hafi það í för með sér að frekari lík- ur séu á því að áætlunarflug verði enn meiri fákeppnismarkaður en ella hefði orðið. Leiða má að því rök að í slíkri markaðsgerð muni FÍ verða leiðandi í verðlagningu og önnur flugfélög muni fylgja þeirri verðlagn- ingu í stað þess að stunda verðsam- keppni.“ Þá segir ennfremur að samruninn hafi í för með sér samkeppnisleg áhrif sem að öllu jöfnu myndu kalla á ógildingu. „Samkeppnisráð telur hins vegar að aðstæður á markaðn- um fyrir innanlandsflug séu með þeim hætti að unnt sé með setningu skilyrða að draga verulega úr þeim samkeppnishömlum sem af samrun- anum stafa og auðvelda aðgang nýrra aðila að markaðnum. Því sé ekki nauðsynlegt að grípa til ógild- ingar í máli þessu.“ Þá segir: „Nauðsynlegt er að setja samruna FN og innanlandsdeildar Flugleiða margþætt skilyrði í þvf skyni að vernda virka samkeppni í áætlunarflugi innanlands og gera nýjum aðilum kleift að komast inn á markaðinn. Þannig verður m.a. að tryggja stjórnunarlegt sjálfstæði FÍ og sjá til þess að yfirburðastaða Flug- leiðasamstæðunnar sé ekki nýtt til þess að raska samkeppni.“ Stjórnarmenn mega ekki vera háðir Flugleiðum Samkeppnisráð setti það skilyrði fyrir samrunanum að öll viðskipti milli Flugleiða og Flugfélags íslands skuli vera eins og um viðskipti milli óskyldra aðila væri að ræða. Skal t.d. leigugjald eða söluverð flugvéla sem Flugfélag ís- lands greiðir Flugleiðum ekki vera undir markaðs- verði þannig að um niður- greiðslur sé að ræða. Þá var í öðru lagi sett ítarlegt skilyrði varðandi stjórnun félagsins. Stjórnarmenn eða starfsmenn Flug- leiða og dótturfélaga þess, annarra en Flugfélags íslands, eða þeir sem í störfum sínum eru háðir Flugleið- um, skulu ekki sitja í stjórn Flugfé- lags íslands. Lögmenn Flugleiða eða þeir sem sinna reglubundið hags- munagæslu 'og/eða lögfræðilegum ráðgjafarstörfum fyrir félagið og endurskoðendur þess, þ.e. þeir sem fást við endurskoðun reikningsskila félagsins og annarra fjárhagsupplýs- inga, auk þeirra sem veita félaginu reglubundið ráðgjöf á þessu sviði, teljast verulega háðir félaginu. Stjórnarmenn eða starfsmenn fé- laga, annarra en Flugfélags íslands, sem Flugleiðir eiga meira en 1% beina eign eða 10% óbeina eign í, svo og stjórnarmenn og starfsmenn félaga sem eiga meira en 1% beina eign eða 10% óbeina eign í Flugleið- um skulu ekki sitja í stjórn Flugfé- lags íslands. Sé um stjórnunartengsl að ræða á milli viðkomandi fyrirtækja skulu stjórnarmenn og starfsmenn félaga sem Flugleiðir eiga meira en 1% óbeina eign í, svo og stjórnarmenn og starfsmenn félaga sem eiga meira en 1% óbeina eign í Flugleiðum ekki sitja í stjórn Flugfélags íslands. Ekki má skuldbinda hluthafa í þriðja lagi var það skilyrði sett að felld verði úr hluthafasamningi grein sem skuldbindur hluthafa til að beina viðskiptum sínum til Flug- félagsins á gildistíma samningsins, þegar um er að ræða verkefni á starfssviði félagsins enda sé verð og þjónusta sambærileg og hjá öðrum aðilum. Samskonar skuldbinding átti að gilda um verkefni er ___________ Flugfélagið vísar til ann- Bifr< arra flugrekenda, en þar . . .. eiga Flugleiðir að hafa for- e gang, enda sé um sam- naut keppnishæf verð að ræða. “ Þá setur Samkeppnisráð það skil- yrði að felld verði úr hluthafasamn- ingi grein um að Flugfélaginu sé ekki heimilt að hefja flug til nýrra áfanga- staða i áætlunarflugi með farþega, vörur og póst nema ákvörðun verði tekin um það í stjórn Flugfélags Norð- urlands og að minnsta kosti fjórir stjórnarmenn greiði því atkvæði. Markaðshlut- deild yrði rúmlega 90%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.