Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Mikið er lagt upp úr þægindum í grunnbúðunum á Everest-fjalli Geng-u yfir djúpar sprungur Khumbu Everest-faramir eru búnir að koma upp öðr- um búðum í 6.100 metra hæð. Áður þurftu þeir að fara yfír hrika- legan Khumbu-skrið- jökulinn. í honum em sprungur sem em allt að 10 metrar á breidd og margir tugir metra á dýpt. VIÐ lögðum af stað kl. 6 í morgun og var stefnan sett upp Khumbu-ísfallið og upp í búðir 2. Eftir um klukkutíma gang komum við að fyrstu sprungunum sem brúaðar voru með stigum. Við höfðum æft okkur áður í að skríða yfír stigana en ákváðum nú að karlmannlegra væri að reyna að labba yfir þá á mannbroddunum. Við vorum óöruggir yfir fyrstu stigana en eftir því sem stigunum fjölgaði batnaði tækni okkar og á endanum hægðu stigamir lítið á okkur, þrátt fyrir að sumar sprungurnar væru margir tugir metra á dýpt og allt að þrír til fjórir stigar væru bundnir saman til að ná á milli sprungubarmanna. Leiðin var stórfengleg og þræðir hún fram og aftur um jökulinn og endar í um 26 m slútandi jökulstáli þar sem búið er koma fyrir löngum stiga svo hægt sé að komast upp.“ Þetta er lýsing íslensku Everest- faranna á ferðinni yfir Khumbu- skriðjökulinn. „ísfallið er enn stór- kostlegra en við höfðum gert ráð fyrir. Veröldin þama er mögnuð. Sprungurnar í jöklinum eru allt upp í 10 metra breiðar og algeng breidd er 5-8 metrar," sagði Bjöm Ólafs- son, einn leiðangursmanna, í sam- tali við Morgunblaðið. Bjöm sagði að ferðin upp hefði gengið vel. Hún hefði tekið rúmlega fjóra klukkutíma. Hann sagðist finna það að íslendingamir byggju yfir mikilli reynslu af göngu við þessar aðstæður því að aðrir leiðang- ursmenn hefðu verið að fara þessa ferð á 8-10 tímum. Leiðangursmenn sendu stærstan hluta farangursins á und- --------------- an sér til Nepal í fimm Hljómflutn- tunnum. Tafir urðu á toll- ingstækin afgreiðslu tunnanna og mikid notuð þær fóru því síðar af stað en þeir vonuðust eftir. Pyrstu tvær tunnumar komu til FJALLGÖNGUMENNIRNIR nota álstiga til að komast yfir sprungurnar í Khumbu-skriðjöklinum. Sumar sprungurnar eru svo breiðar að binda þarf stigana saman til að þeir nái yfir. í fjallið á föstudagsmorgun. Við reiknum með að sofa í öðmm búðum í þijár nætur. Það ræðst af veðri og aðstæðum hvað við fömm hátt í þessum áfanga. Það hefur snjóað talsvert í fjallinu að undanfömu, en við ætlum okkur að koma upp þriðju búðum í 6.500 metra hæð og förum svo aftur niður í gmnnbúðir," sagði Bjöm. Lífið í búðunum í pistli Everestfaranna, sem finna má á alnetinu (http://www.mbl. is/everest), fjalla þeir m.a. um lífið í grunnbúðunum. „Nú er nokkuð um liðið síðan við komum hingað í gmnnbúðir' og lífið hér er að komast í fastar skorður. Hér em gmnnbúðir kallaðar Base Camp á öllum tungumálum, allt frá indónesísku og japönsku til norsku (og jafnvel íslensku í ógáti). Gmnn- búðir eru staðsettar rétt neðan við Khumbu-ísfallið sem steypist úr Vesturdal á milli Everest og Nuptse 1.000 m niður og myndar þar Khumbu-skriðjökulinn sem nær 15-20 km niður eftir dalnum. Búð- imar standa því á jökli. Yfírborðið er óslétt og mikið um hæðir og lægð- ir en það sem setur fyrst og fremst svip á svæðið er gijótið, stórir og litlir steinar sem þekja búðasvæðið og gera það að verkum að engu er líkara en tjaldað sé í urð. Það er því mikil vinna að gera hér tjald- stæði, bæði þarf að ryðja burt gijóti og líka að höggva stalla í ísinn. Til þess dugir ekkert minna en haki og skófla. Það er mikið álag á lungun að reyna svo mikið á sig þegar aðlög- unin er ekki fullkomin. Það er líka vita vonlaust að þeirra í gær og þeir vonast eftir að hinar komi í dag. Poki með orku- dufti í annarri tunnunni hafði spmngið og duft dreifst í bækur, fatnað, sólaráburð og fleira. Tals- verður tími fór því í að þvo og hreinsa búnaðinn. í dag halda sherpamir, sem em innfæddir aðstoðarmenn leiðangurs- manna, trúarhátíð sem vestrænu fjallgöngumennimir fylgjast með. „Það kemur munkur frá einu klaustri sherpanna og blessar allt og farið verður með bænir. Við tök- um þátt í þessu og föram síðan upp vegna þess að þá eiga menn minni möguleika á að komast upp og svo hitt að í yfir 5.000 m hæð er líkam- inn mun lengur að ná sér eftir veik- indi en við sjávarmál. Góður matur hreinsa tjaldstæðið alveg af gijóti og egghvassir smá- steinar eiga það til að stingast í gegnum botninn á tjaldinu og sprengja loftdýnurnar okkar. Við höfum verið að bæta aðstöð- una hér undanfarna daga. Hér var risið eldhústjald og lítið matar- og samkomutjald þegar við komum. Við settum svo upp svefntjöldin, sem em öll tveggja manna vetrartjöld, í hólunum í kring. Hér er risið tjald með fmmstæðri sturtu og kamar- tjald. Hreinlæti er mjög mikilvægt hér sem annars staðar. Það er mikil- vægt vegna þess að menn mega helst ekki verða veikir hér. Bæði Við borðum þrisvar á dag, morg- unverður er kl. 7-8, hádegisverður er kl. 12 og kvöldverður er kl. 18.30. Þessir tímar breytast fyrir þá sem eru að fara upp í fjall en þeir leggja af stað á tímabilinu 4-6. Maturinn er góður. Áður en evrópski maturinn fór að koma hingað í smáskömmt- um, því hann lenti í tollavandræðum eins og dótið okkar, náðu snilling- amir í eldhústjaldinu samt að galdra fram frábæran mat úr fábreyttu hráefni. Núna er hins vegar allt til alls hér og varla til sú matartegund sem ekki er hægt að fá nema sæl- gæti sem ekki á fulltrúa hér. Mikil- vægt er að drekka mikið, því mikill vökvi tapast við aukna öndun. Því em hér alltaf sneisafullir brúsar af heitu tei, bæði hvítu og svörtu, heitt sítrónuvatn með sykri, orkusafí og kaffi. Hér í búðunum er lítil rafstöð, sem notuð er til lýsingar og hleðslu á hinum ýmsu rafeindatækjum svo sem talstöðvum, símum og tölvum og öðmm búnaði sem þarf til að koma pistli af þessu tagi heim á Frón. Ekki má þar gleyma ferða- hljómflutningstækjunum í matar- tjaldinu en það er sífellt umræðuefni hvaða diskur eigi að fara í þau næst. Reyndar komumst við að því eftir að við vomm búnir --------- að steikja tvo straum- breyta að litla Hondan okkar sem ekki lætur mik- ið yfir sér framleiddi 370 V en ekki 220 V eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer getum við snúið okkur að sólarork- unni. Þægindin nauðsynleg Menn undrast kannski hversu mikið er á sig lagt að hafa þægind- in svona mikil. Á því em tvær skýr- ingar. Sú fyrri er að menn em lengi að heiman og varla hægt að ætlast til að búið sé við frumstæðustu úti- leguskilyrði allan tímann. Hin skýr- ingin og sú mikilvægari er að fjall- göngumennirnir leggja mikið á sig hér ofar í fjallinu og koma oft ör- magna niður, lystarlitlir og hvíldar- þurfi. Það tekur langan tíma að ná upp þreki aftur í þessari hæð og þá skiptir öllu máli að allar aðstæður og matur séu þannig að menn hress- ist fljótlega, bæði líkamlega og ekki síður andlega. Það er líka hætt við að ef ekki er hægt að hlakka til þess í kulda, roki og súrefnisleysi ofar í fjallinu að komast í eitthvað betra í gmnnbúðum, að menn hreinlega gefist upp og fari heim. Skjálfa í svefnpokunum Veðrið hefur verið heldur leiðin- legt síðan við komum. Hér er oft bjart fram eftir morgni en svo fer að þykkna upp og svo snjóar gjam- an seinni partinn. Veturinn er ekki búinn, en vorið nálgast og þá vænk- ast okkar hagur. Hitastigið skríður ekki upp fyrir frostmarkið á daginn og fer niður í 15-20 stiga frost á nóttunni. Við emm því orðnir lang- eygir eftir fjallabúnaðinum okkar, vetrarsvefnpokunum, dúnúlpum og dúnbuxum. Þangað til það kemur látum við okkur hafa það að sofa í dúnsumarpokunum, sem gefnir era upp fyrir 10 stiga frost. Það er ekk- ert annað en að skjálfa sér til hita. Við fömm snemma í háttinn, um 20 og vöknum kl. 7 nema þegar farið er upp í fjall. Þegar klifrarar em hér í gmnnbúðum líður dagurinn við lestur, stúss í kringum búnað og aðstöðu, skriftir og ófáir tímar fara í að horfa upp í ísfallið hér rétt fyrir ofan. Þar er mannskepnan lítil og öfluga sjónauka þarf til að eygja hvað þar er að gerast. Því —----------------- miður sést hátindur Ever- Átta leiðangr- est ekki héðan úr búðun- ar á leið á um- Hann er hulinn sjón- Everest um ves*-uröxl Everest sjálfs. Hér er hins vegar mjög gott útsýni yfir Nuptse, ísfallið eins og áður segir auk ótal annarra tinda hér í kring. Hér er líka fjölskrúðugt mannlíf, því hér á svæðinu em a.m.k. 8 leiðangr- ar á Everest auk 2ja-3ja á Lhotse. Það væri auðvitað skemmtilegast að hafa fjallið alveg fyrir okkur en um það er ekki að ræða því hæsta fjall heims er takmark sem margir, bæði einstaklingar og þjóðir, hafa sett sér og því margir um hituna. En við hugsum ekki um það. Öll einbeitingin beinist að því að leysa þau verkefni og erfiðleika sem upp koma í okkar leiðangri og komast, ef guð og gæfan lofar, á toppinn." Hermaður dæmdur fyrir árás ákonu BANDARÍSKUR hermaður á fertugsaldri var dæmdur til þriggja ára fangelsisvistar í bandarísku herfangelsi á mánudag fyrir herdómstóli, fyrir afbrot sem hann framdi meðal annars hér á landi. Hann var einnig lækkaður í tign, úr stöðu liðþjálfa niður í stöðu óbreytts, auk þess sem hann verður rekinn úr herþjón- ustu með skömm þegar fang- elsisvist hans lýkur. Lögmaður sá sem sat í for- sæti dómsins kom hingað til lands frá Bandaríkjunum en aðrir dómarar voru tilnefndir úr röðum varnarliðsins. Þvinguð til meinsæris Maðurinn var fundinn sekur um að hafa þvingað íslenska konu sem kærði hann fyrir lík- amsárás, til að fremja mein- særi þegar réttað var yfir hon- um fyrir um ári. Þá breytti hún framburði sínum að hans undirlagi, með þeim afleiðing- um að hann var ekki sakfelld- ur. Hann var einnig sakfelldur fyrir að hafa hundsað skipanir yfirmanns síns um að halda sig frá umræddri konu, að hóta henni þrívegis og ráðast á hana með líkamsmeiðingum tvívegis. Hann var hins vegar sýknaður af fjómm öðrum kærum um árás á hendur kon- unni. Maðurinn var í tygjum við íslensku konuna, sem er á þrí- tugsaldri, en þegar brestir komu í það samband beitti hann hana fyrrgreindum hót- unum og ofbeldi. Dæmdur fyrir framhjáhald Hermaðurinn var kvæntur og hlaut einnig dóm í fyrradag fyrir að hafa haldið fram hjá konu sinni. Samkvæmt banda- rískum herreglum er framhjá- hald refsivert, á þeim forsend- um að geti hermaður ekki ver- ið trúr maka sínum sé óvíst að hann geti verið trúr yfir- boðurum sínum og landi. Maðurinn var dreginn fyrir bandarískan herdómstóll sam- kvæmt ósk bandarískra yfir- valda, sem óskuðu eftir lög- sögu yfir honum þegar kærur konunnar komu fram í dags- ljósið. Reikna má með að dóm- urinn sem hann hlaut í fyrra- dag sé mun þyngri en hefði verið réttað yfír honum hjá íslenskum dómstól. Fastafulltrúi í Strassborg SVEINN Björnsson sendiherra mun taka við störfum fasta- fulltrúa íslands hjá Evrópu- ráðinu í Strassborg um næstu mánaðamót af Sverri Hauki Gunnlaugssyni, sendiherra í París. Sverrir Haukur gegnir áfram störfum sendiherra í París með tilheyrandi umdæm- um. Ákveðið hefur verið að setja á stofn íslenzka fastanefnd í Strassborg, en til þessa hefur sendiherrann í París verið fastafulltrúi hjá Evrópuráðinu, auk þess sem sendierindreki hefur verið á staðnum. Stofnun fastanefndar teng- ist því að ísland tekur við for- mennsku í ráðherranefnd Evr- ópuráðsins árið 1999 og vara- formennsku á næsta ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.