Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
Hvert mundir þú
ferðast eftir að
hafa unnið rúmlega
44 miiljónir í
Víkingalottóinu?
ATH! Aðeins 20 kr. röðin
V I K I N G A
L#TT#
Til mikils að cinna!
Alla miövikudaga fyrir kl. 16.00
MYNDBÖND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP
QUENTIN Tarantino ætlar
aftur að setjast í leikstjóra-
stólinn.
Tarantino með
nýja kvikmynd
► QUENTIN Tarantino ætlar loks
að leikstýra kvikmynd aftur í fullri
lengd en enginn mynd hefur kom-
ið frá honum síðan „Pulp
Fiction" árið 1994. Taran-
tino hefur rætt við Samuel
L. Jackson, Pam Grier og
Bridget Fonda um að leika
aðalhlutverkin í kvikmynd
byggðri á skáldsögu El-
more Leonard „Rum
Punch“. Óstaðfestar fréttir
herma að Sylvester Stallone
hafi einnig sýnt áhuga á að
leika í myndinni.
Vinnutitill myndarinnar er
„Jackie Brown“. Saga Leon-
ards er um gleðikonu og
tryggingarábyrgðarmann
sem lenda upp á kant bæði
við yfirvöld og glæpamenn
þegar þau reyna að komast
yfir góss vopnasala nokk-
urs.
Skáldsagan gerist á
Flórída og Bahama-eyjum
en Tarantino hefur í
hyggju að sviðsetja mynd-
ina á æskustöðvum sínum í
South Bay í Los Angeles.
MYNDBÖNP
Dansatriðin best
Dómsmáli
Sidneys
Pollacks vísað
frá í Dan-
mörku
► BANDARÍSKI kvikmynda-
íeikstjórinn, Sidney Pollack
kærði danska ríkissjónvarpið
fyrir að sýna stytta og endur-
unna útgáfu af mynd sinni,
„Three Days of the Condor",
árið 1991. Leikstjórinn héltþví
fram að listrænn orðstír sinn
hefði orðið fyrir tjóni og fór fram
á 15.600 dollara í skaðabætur.
Dönsku dómararnir samþykktu
að listrænn réttur Pollacks hefði
verið vanvirtur en sögðu að orða-
lag samningsins við danska sjón-
varpið fyrirgerði rétti leikstjór-
ans. Málinu var þess vegna vísað
frá.
Samtök danskra leikstjóra,
stéttarfélag evrópskra leikstjóra
og bandarísku samtökin, Artists’
Right Foundation, studdu öll
Pollack. „Three Days of the
Condor“ var gerð fyrir breiðtjald
en þegar hún var sýnd í danska
sjónvarpinu fór hún í gegnum
svokallað „pan and scan“-ferli
sem sker myndramma niður um
helming. Þetta ferli endurvinnur
myndir þannig að það sem er í
jaðri rammans hverfur og útlit
myndar breytist að öðru leyti.
Kvikmyndagerðarmenn studdu
Pollack af því að þeir vilja fá
lagavernd gegn því að kvikmynd-
ir séu endurunnar á þennan hátt
fyrir sjónvarp.
Vantar þig
VIN
að tala við?
Til að deila með
sorg og gleði?
VINALÍNAN
561 6464 • 800 6464
f (■!■)“) öll kvöld 20 - 23
Fatafellan
(Stripte ase)
Eggjandi spcnnumynd
★ ★
Framleiðandi: Castle Rock Enter-
tainment. Leikstjóri: Andrew Berg-
man. Handritshöfundur: Andrew
Bergman eftir sögu Carl Hiaasen.
Kvikmyndataka: Stephen Gold-
blatt. Tónlist: Howard Shore. Dans-
höfundur: Margurite Pomerhn
Derricks. Aðalhlutverk: Demi
Moore, Armand Assante, Ving Rha-
mes og Burt Reynolds. 112 mín.
Bandaríkin. Castle Rock Ent./Skíf-
an 1997. Útgáfudagur: 2. apríl.
Myndin er bönnuð börnum yngri
en 16 ára.
ERIN er gift geðveikum manni. Hún
missir starf sitt, og forræðið yfir
barni sínu. Hún fær sér vinnu sem
fatafella, og þegar þingmaður nokk-
ur fellur fyrir henni, sér hún þar
möguleika til að geta endurheimt
barnið, en það verður þó ekki auð-
velt. Myndin er frekar misheppnuð,
og stafar það helst af misræmi í
leikstjórn og handriti. Höfundur
virðist ekki hafa getað ákveðið
hvers konar mynd hann var að gera,
Ast og skuggar
(OfLove and Shadows) ★ ★
Stolt Celtic - liðsins
(Celtic Pride) ★ ★ 'h
Töfrandi fegurð
(Stealing Beauty) -k-k-k
Eyja Dr. Moreau
(The Island ofDr. Moreau) k 'h
í hefndarhug
(Heaven ’s Prisoner) ★ 'h
Skriftunin
(Le Confessional) kkkk
Margfaldur
(Multiplicity)-k k 'h
Hættuleg ást
(Sleeping With Danger) k
Draumar og brimbretti
(Blue Juice)-k k
Draumurinn um Broadway
og allan heildar-
svip vantar á
hana. Myndin
hefði geta orðið
fyndin, og virðist
■Burt Reynoids í
hlutverki þing-
mannsins vera
inni á þeirri línu.
Hann verður þó
heldur fíflalegur
og lítt trúanleg persóna. Fleiri per-
sónur eru heldur ýktar, og er Erin
sú eina sem er nokkurn veginn eðli-
leg, þótt geislabaugurinn hennar sé
aðeins of stór. Demi Moore leikur
hana á dramatískum nótum, og
þótt hún sé ekki mjög góð leikkona
er hún ansi liðtæk sem fatafella.
Myndinni verður að segja til hróss
að dansatriðin mörg hver eru ansi
góð, og vafalaust best heppnaði
hluti myndarinnar. Ving Rhames
er tískuleikari um þessar mundir,
og er ágætur í sínu hlutverki, en
því miður leikur hann alltaf sama
karakterinn. Þótt titill myndarinnar
og efni veki áhuga margra er mynd-
in frekar ófrumleg, og sker sig eng-
an veginn út úr öðrum bandarískum
meðalmyndum.
Hildur Loftsdóttir.
(Manhattan Merengue)
í nunnuklaustri
(Changing Habits) ★ ★
Morðstund
(A Time to Kill)k ★ ★
íbúð Joe
(Joe’s Apartment) k'h
Alaska
(Alaska) k k
Tryggingasvindl
(Escape Clause) ★ ★ 'h
Drápskrukkan
(The KillingJar)k 'h
Stóra blöffið
(The Great White Hype)k k
Hin fullkomna dóttir
(The Perfect daughter)k 'h
Englabarn
(Angel Baby)k ★ 'h
MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU