Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 56
•43YUNDAI HÁTÆKNI TIL FRAMFARA m Tæknival SKEIFUNNI 17 SIMI550-4000 • FAX550-4001 MORGUNBLAÐID, KRINGLAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBUjXÉNTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Samkeppnisráð setur margþætt skilyrði fyrir stofnun Flugfélags Islands Flugleiðir hætta við sameiningu að óbreyttu EKKERT verður af sameiningu inn- anlandsflugs Flugleiða og Flugfé- lags Norðuj'lands undir merkjum Flugfélags íslands hf. að óbreyttu vegna strangra skilyrða Samkeppn- isráðs fyrir sameiningunni. Innan- landsflugið verður áfram hluti af Flugleiðum að óbreyttum skilyrðum og hefur félagið þegar hafið undir- búning að nýjum rekstrar- og þjón- ustuáætlunum. f Samkeppnisráð ákvað á fundi sínum í síðustu viku að setja marg- þætt skilyrði fyrir sameiningunni í þeim t.ilgangi að vernda virka sam- keppni í áætlunarflugi innanlands. í ákvörðun ráðsins er m.a. kveðið á um að stjórnarmönnum og starfs- mönnum Flugleiða og dótturfélaga þess ásamt starfsmönnum fjölda annarra fyrirtækja í tengslum við félagið sé óheimilt að taka sæti í stjórn Flugfélags íslands. Skulu öll viðskipti milli Flugleiða og Flugfé- lags Islands vera eins og um við- skipti milli óskyldra aðila sé að ræða. Þá eru sett ströng skilyrði varð- andi samstarf Flugfélags íslands og Flugleiða um svonefnt vildar- kerfi. Ef Flugleiðir heimila Flugfé- lagi íslands að tengjast vildarkerfi sínu skal jafnframt heimila keppi- nauti í innanlandsflugi að taka þátt í vildarkerfinu á sambærileg- um kjörum, óski hann þess. Skorður settar við frímiðahlunnindum Flugleiðum er ennfremur óheim- ilt að veita starfsmönnum Flugfé- lags íslands hlunnindi sem starfs- menn Flugleiða njóta t.d. afsláttar- og frífarseðla nema keppinautum standi slík hlunnindi til boða. Ýmis skilyrði eru sett varðandi áætlunarleiðir, tíðni og aðstöðu á flugvöllum. Þannig er Flugfélagi íslands t.d. óheimilt að auka ferða- tíðni sína í áætlunarflugi fram til 1. júlí árið 2000, ef tilgangur auk- innar ferðatíðni er að hamla sam- keppni frá núverandi eða tilvonandi keppinautum. Að mati Fiugleiða er útilokað að sætta sig við þá stjórnunarlegu íhlutun sem felst í ákvörðun Sam- keppnisráðs. Fram kemur í frétt félagsins í gær að áætlaður rekstur Flugfélags íslands nemi tveimur milljörðum króna og fjárfesting í félaginu nemi rúmlega fjórum millj- örðum. Flugleiðir beri ábyrgð á þessum rekstri að tveimur þriðju hlutum gagnvart um 5 þúsund hlut- höfum, en fái ekki að stjórna félag- inu. Það væri ábyrgðarleysi að sætta sig við þetta skilyrði og óveij- andi gagnvart því fólki sem lagt hefur fé í rekstur Flugleiða. „Kemur úr hörðustu átt“ „Mér finnst það koma úr hörð- ustu átt ef Samkeppnisstofnun ger- ir hvort tveggja með afskiptum sín- um að koma í veg fyrir hagræðingu í flugrekstri hér innanlands og tak- marka frelsi manna til að vinna að bættri þjónustu," sagði Halldór Blöndal samgönguráðherra í gær þegar leitað var álits hans á ákvörð- un Samkeppnisráðs. ■ Skilyrði/28-29 Loðskinn lækka um 10% LOÐSKINN lækka í verði á uppboði sem nú stendur yfir í danska upp- boðshúsinu í Kaupmannahöfn. Mikill hluti íslenskra loðdýrabænda selur þar framleiðslu sína. Uppboði á refaskinnum er lokið í Kaupmannahöfn og lækkuðu þau um 10% frá síðustu uppboðum. Skinnin fóru á um það bil 4.000 kr. hvert en í september, í lok síðasta sölutímabils, voru þau komin upp í 8-9 þúsund krónur. Arvid Kro, fram- kvæmdastjóri Sambands íslenskra loðdýrabænda, segist ekki hafa skýr- ingar á því að skinnin hafi lækkað í verði. I lok siðasta tímabils hafi verið spáð áframhaldandi góðu verði. Heimsframleiðslan hefur hins vegar aukist og eitthvert hik verið á kaup- endum í Rússlandi og Austurlöndum. Minkaskinnin virðast standa bet- ur, þau hafa ekki lækkað eins mikið að undanförnu. Uppboði á þeim var ekki lokið í Kaupmannahöfn í gær en það sem seldist fór á um 2.000 kr. stykkið sem er um 10% lækkun frá síðasta uppboði. ^ Samheiji stærsta félag landsins Hlutabréfin hækka um 50% VIÐSKIPTI með hlutabréf í Sam- heija hf. fóru í fyrsta sinn fram á Opna tilboðsmarkaðnum í gær. Fimm sölur áttu sér stað, í tveimur tilfellum voru seld hlutabréf á genginu 13,75 og í þremur tilfell- um á genginu 13,0. Heildarvið- ^skipti dagsins voru upp á rúma eina milljón króna. Miðað við sölugengi hlutabréfa í Samheija í nýafstöðnu hlutafjár- útboði, þar sem bréfin voru seld á genginu 9,0, hækkuðu þau um 50% í viðskiptum gærdagsins. „Þetta gefur vísbendingu en menn geta samt kannski ekki beinlínis byggt á þessum tölum því viðskiptin eru það lítil og menn vilja sjá meiri viðskipti áður en hægt er að segja til um hvert verðið verður á eftir- markaðinum, hvort það stöðvast við 13, hækkar eða lækkar, um það er erfitt að segja með svona lítil viðskipti,“ segir Sigurður Sig- urgeirsson forstöðumaður Lands- bréfa á Norðurlandi. Lítið framboð en mikil eftirspurn Segir Sigurður þetta vísbend- ingu um að menn hafi væntingar til félagsins og bendir á að lítið af bréfum Samheija sé komið í sölu en eftirspurn mikil. „Þetta er þó kannski sú hækkun sem menn bjuggust við en hún kemur fram í einu stökki og þess vegna er erf- itt að segja hvað gerist í framhald- inu,“ sagði Sigurður einnig. Markaðsverðmæti Samheija er um 18 milljarðar króna miðað við gengi bréfanna í þessum viðskipt- um. Er þá Samheiji orðinn stærsta félag landsins en markaðsverð- mæti Eimskips er rúmir 16 millj- arðar króna. 'Grunur um undanskot frá aflagjaldi til hafna GRUNUR leikur á að hafnir lands- ins verði af umtalsverðum tekjum, sem skipta tugum milljóna króna árlega. Astæðan fyrir því að þessi mál eru komin upp nú er að bæjar- félag á Suðurnesjum lét ráðgjaf- arfyrirtæki gera úttekt á höfn -J**bæjarins vegna endurskipulagn- ingar á starfsemi hafnarinnar og kom þá í ljós allnokkur mismunur á aflaverðmæti og raunverulegu skilaverði til útgerða, en aflagjald til hafna á að reiknast sem 1% af aflaverðmæti upp úr sjó. Viðkomandi bæjarfélag hefur jj.sent Hafnarsambandi sveitarfé- laga erindi þess efnis, að það beiti sér fyrir aðgerðum þar sem þessi mál verði rannsökuð ofan í kjölinn og mun sambandið að líkindum taka málið upp við Fiskistofu í vik- unni. Krafa er gerð um að raun- verulegt aflaverðmæti liggi fyrir áður en aflagjald er reiknað eða að aflagjöld verði miðuð við meðal- verð á fiskmörkuðum hvers mán- aðar. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er hér um sameig- inlegt vandamál hafna allt í kring- um landið að ræða. ■ Hafnirnar hlunnfarnar/lB Morgunblaðið/Jón Svavarsson ÁBURÐINUM landað í Þorlákshöfn. Við lestina standa þeir Garðar Halldórsson hjá KÁ, sem kaup- ir hluta af farminum, og Kjartan Már Friðsteinsson og Þorsteinn V. Þórðarson hjá Isafold. Fyrsti áburðarfarmurinn FLUTNINGASKIP á vegum Áburð- arsölunnar ísafoldar ehf. kom með fullfermi af áburði til Þorlákshafnar í gær. Er þetta fyrsti umtalsverði innflutningurinn frá því áburðar- innflutningur var gefinn fijáls fyrir tveimur árum. í skipinu sem kom í gær eru 1.700 tonn af áburði og annað skip kemur með 1.500 tonn til Hafnar- fjarðar í næstu viku, að sögn Þor- steins Þorvaldssonar sölustjóra ísa- foldar. Þorsteinn stofnaði Áburðarsöl- una ísafold fyrir rúmum tveimur árum. Fyrirtækið er með umboð fyrir áburðarverksmiðjuna _ Zuid- Chemie í Hollandi. Hefur ísafold boðið í áburðarkaup Landgræðsl- unnar en ekki fengið þrátt fyrir að vera með lægsta tilboð, að sögn Þorsteins, og er unnið að því að fá önnur ríkisfyrirtæki til að bjóða út áburðarkaup sín. Áburður hefur ekki verið fluttur inn á vegum fyrir- tækisins fyrr en nú. Bananasalan hf., fyrirtæki sem garðyrkjubændur eiga að stærstum hluta, keypti fyrr á þessu ári meiri- hlutann í Áburðarsölunni ísafold og bindur Þorsteinn vonir við að með því hafi félagið fengið nauð- synlegan bakhjarl til þess að ná til sín góðum hluta af markaðnum. Stefnt er að innflutningi 4-6 þúsund tonna í ár en það er um 10% af markaðnum. Áburðarverksmiðjan í Gufunesi hefur hingað til setið ein að markaðnum, nema hvað Kaupfé- lag Héraðsbúa á Egilsstöðum hefur flutt inn smávegis af áburði frá Danmörku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.