Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR GJÖRIÐ svo vel, forsetinn ætlar að sýna ykkur eiginhandaráritun hr. Jeltsíns sem honum tókst að næla sér í á Helsinki fundinum . . . Góðar væntingar í Kjósinni ÞAÐ ER helst í Varmá sem frost og umhleypingar á víxl hafa ekki komið í veg fyrir jafna og góða veiði. Hér kasta menn flugu fyrsta veiðidaginn, 1. apríl síðastliðinn. TAKIST félagsskap veiðiréttar- eigenda við laxveiðiár við Faxa- flóa í samvinnu við laxakvótasjóð Orra Vigfússonar að kaupa upp netaveiðiréttindi Kúludalsár við utanverðan Hvalfjörð má búast við því að það muni koma laxveiði- ám í næsta nágrenni til góða strax í sumar. Einkum má reikna með því að veiði glæðist í Laxá í Kjós. Jón Gíslason, formaður Veiðifé- lags Laxár í Kjós, sagði í samtali við Morgunblaðið að um 2.500 laxar hefðu veiðst í lagnir Kúlu- dalsár og um 3.500 til viðbótar í lagnir Innra-Hólms, sem er skammt frá Kúludalsá, á síðasta sumri og þó merkingar hafi sýnt fram á að geysilegur fjöldi veiddra laxa væri úr hafbeitarstöðvum þá væri það mat fiskifræðinga að það væru laxar úr flestum eða öllum ám við Faxaflóa í afla umræddra jarða. „Okkur hefur verið sagt að hlutur Laxár í Kjós geti verið allt ÚTVARPSSTJÓRI og formaður útvarpsráðs telja ekki ástæðu til aðgerða vegna kvörtunarbréfs Ólafs Skúlasonar biskups yfir þætti Spaugstofunnar laugar- dagskvöldið fyrir páska þar sem málið sæti nú opinberri rannsókn sem sakamál. Biskup bar fram kvörtun vegna meints guðlasts í þættinum og sendi hann afrit af bréfinu til ríkissaksóknara. í bréfi Péturs Guðfinnssonar útvarpsstjóra til biskups segir að 1.000 laxar í heildarafla á borð við þann sem var síðasta sumar. Veiðin í ánni hefur verið brokk- geng síðustu sumur og síðasta sumar var slakt. Það hefði munað um þessa 1.000 laxa, já, þó við hefðum aðeins fengið helminginn af þeim. Við bindum því miklar vonir við að það takist að kaupa upp netalagnirnar," sagði Jón. m.a. að þar sem málið sé komið í hendur ríkissaksóknara sem fyr- irskipað hafi sakamálameðferð telji hann ekki rétt að láta neitt það frá sér fara sem gæti valdið þeim réttarspjöllum sem saka- málameðferð kunni að sæta. í bréfi formanns útvarpsráðs til biskups kemur fram að útvarpsráð telji ekki ástæðu til sérstakra að- gerða eða ályktunar af hálfu ráðs- ins vegna málsins enda sætti það opinberri rannsókn. Merkja sjóbirting Fiskifræðingarnir Jóhannes Sturlaugsson og Magnús Jóhanns- son hjá Veiðimálastofnun halda áfram merkingarverkefni sínu á sjóbirtingi í Fitjaflóði í Grenlæk nú í vor, en rannsóknirnar, m.a. með mæli- og slöngumerkingum sjóbirtinga, hafa staðið síðustu ár og miða að því að afla sem mestra upplýsinga um lífshlaup birtingsins með tilliti til skynsamlegrar nýt- ingar stofnsins. „Við verðum við Fitjaflóð síð- ustu helgina í apríl og næstu helgi eftir ef aðstæður eru slæmar og okkur tekst ekki að klára dæmið. Þetta er minna í sniðum en áður af fjárhagsástæðum, en mikilvægt að geta haldið athugunum áfram,“ sagði Jóhannes í samtali við Morg- unblaðið. Með mælimerkjum hafa þeir félagar fundið m.a. út hversu djúpt sjóbirtingur kafar í sjónum, við hvaða hitastig hann gengur úr fersku vatni í sjó og öfugt o.m.fl. nýtilegt. Eins og áður munu áhugasamir stangaveiðimenn úr röðum stangaveiðifélagsins Ar- manna aðstoða þá Magnús og Jó- hannes með því að veiða sjóbirting- ana á agnhaldslausar flugur. Kvörtun biskups vegna Spaugstofunnar Engar aðgerðir vegna opinberrar rannsóknar Nýr formaður Kvenréttindafélags Islands Vil starfa með konum úr öll- um flokkum Sigríður Lillý Baldursdóttir Kvenréttindafélag íslands var stofnað árið 1907. „Félag- ið hefur starfað í 90 ár og látið sig varða málefni líð- andi stundar, þótt rauði þráðurinn hafi verið sá að gæta stjórnmálalegra rétt- inda kvenna.“ - Hver eru brýnustu baráttumál félagsins um þessar mundir? „Kvenréttindafélagið hefur hingað til sett sér dagskrá hálft til eitt ár fram í tímann. Línurnar verða lagðar á fundi stóru stjórnarinnar 15. þessa mánaðar en ég get ímynd- að mér að sveitarstjórna- kosningarnar næsta vor verði tilefni einhverra að- gerða af hálfu félagsins og að við látum til okkar taka í undirbúningi þeirra. Þá er ég að tala um konur úr öllum flokkum því engir sigrar munu vinnast í jafnréttisbarátt- unni öðruvísi en að sækja að úr öllum áttum. Það er engin patent- lausn til en viljinn er fyrir hendi í þjóðfélaginu hjá stjórnmála- mönnum og öllu hugsandi fólki til þess að auka jafnréttið. Til þess þurfum við nota allar hug- myndir og alla krafta og mér finnst spennandi að starfa í Kven- réttindafélaginu með konum úr öllum áttum.“ - Hver er munurinn á stöðu íslenskra kvenna og kvenna í nálægum löndum? „Við berum okkur gjarnan saman við Norðurlönd og ef litið er á stjórnmálin eru konur hlut- fallslega færri í sveitarstjórnum og á þingi. Það er ekki einfalt að meta almenna _ stöðu kvenna í þjóðfélaginu. íslenskar konur hafa sýnt að þær þora, geta og vilja og þjóðir í kringum okkur sjá fyrir sér mjög sterkar konur á íslandi. Konur hér hafa fram- kvæmt hluti sem konur víða ann- ars staðar láta sig ekki dreyma um að geta gert. Eg nefni sem dæmi kvennaverkfallið 1975, kjör Vigdísar Finnbogadóttur fyrir 17 árum og Kvennalistann. Þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna gerði árið 1995 úttekt á stöðu kvenna í heiminum. Þegar formleg réttindi kvenna, til dæm- is lagaleg, möguleikar til mennt- unar og heilbrigðisþjónusta, eru tekin sérstaklega er Island fremst allra þjóða. Hins vegar er ekki sömu sögu að segja um raunveru- lega stöðu íslenskra kvenna í þjóðfélaginu, þar erum við ekki efst á blaði. Því þarf að vinna að og þótt erfitt sé að breyta lögum og reglum er enn erfiðara að breyta viðhorfum til kvenna og gera jafn- rétti að sjálfsögðum h!ut.“ - Er endanlegt markmið ekki að gera félagið óþarft? „Hugsanlega verður einhvern tíma hægt að gera Kvenréttinda- félagið að skemmtiklúbbi sem ekki þarf að beijast fyrir réttind- um. En ég tel að réttindasamtök og mannréttindahreyfingar þurfi ávallt að vera á varðbergi og gæta þess að ekki komi bakslag. Kvenréttindafélagið þarf að vera sýnilegt í samfélaginu." - Hefur eitthvað áunnist í jafnréttismálum undanfarin ár? „Þegar Peking-ráðstcfnan var undirbúin sat ég fundi með ýms- ► SIGRÍÐUR Lillý Baldurs- dóttir fæddist 8. júní 1954 á Flateyri. Hún lauk BS-prófi í eðlisfræði frá Háskóla Islands árið 1980 og sumarnámskeiði í uppeldis- og kennslufræði frá sama skóla árið 1981. Hún var gestafræðimaður við Harvard- háskóla árið 1991 og lauk MSc- prófi í vísindasögu og visinda- heimspeki í janúar 1994 frá Háskóla íslands. Sigríður Lillý var varaþingkona Kvennalist- ans 1987-91, í ritnefnd Veru 1988-90, í stjórn UNIFEM á ís- landi frá 1989 og formaður frá 1991. Hún starfaði í utanríkis- ráðuneytinu frá nóvember 1994 fram í ágúst 1996 og sá meðal annars um undirbúning stjórn- valda fyrir ráðstefnu Samein- uðu þjóðanna um málefni kvenna í Peking. I ágúst 1996 tók Sigríður Lillý við starfi skrifstofustjóra í félagsmála- ráðuneyti. Þá var hún valin for- maður Kvenréttindafélags Is- lands til tveggja ára 18. mars síðastliðinn. um félagasamtökum og komst að raun um að ýmislegt hafði breyst. Þar töluðu konur á miðjum aldri um sína reynslu og ég gerði mér betur grein fyrir að tilvera kvenna var allt önnur fyrir fáeinum ára- tugum en hún er í dag. Það er ekki langt síðan að fór að teljast sjálfsagt að konur gengju menntaveginn. Hins vegar má bæta við að í jafnréttisbaráttunni hefur því löngum verið haldið að konum að lykillinn að jafnrétti felist í menntun. Nú eru konur jafnvel íjölmenn- ari en karlar í sumum útskriftarárgöngum frá HÍ en þegar þær koma út í þjóðfélagið með sína menntun er engu líkara en skipt hafi verið um skrá. Mér finnst konur líta öðruvísi á sjálfar sig en áður, sem auðvit- að skiptir mjög miklu máli. Ungar stúlkur í dag, 25-30 ára, eru miklu brattari en áður. Þær biðj- ast ekki afsökunar á tilveru sinni. Þarna er á ferðinni viðhorfsbreyt- ing sem kemur til af störfum Kvenréttindafélagsins og jafn- réttisbaráttunni. Við megum ekki leggja upp með það að við séum minnimáttar og einhvers konar undirmálsfólk sem þarf að passa upp á. Við þurfum að bjóða okkur fram sem fullgilda og sterka ein- staklinga, fjársjóð sem þjóðfélag- ið má ekki vera án.“ Formleg rétt- indi kvenna mest á íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.