Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Samningur við Mitsubishi um kaup á vélasamstæðu Nesjavallavirkjunar Tímamót í virkjanasögxi Reykjavíkurborgar Morgunblaðið/Golli FRÁ undirritun samnings Reykjavíkurborgar við Mitsubishi um kaup á vélasamstæðu fyrir Nesja- vallavirkjun. Við borðið sitja Alfreð Þorsteinsson, formaður stjórnar Innkaupastofnunar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarsljóri og Takatoshi Ishida frá Mitsubishi Corporation í Tokyo. Unglingsstúlkur stálu bifreið og struku Yeltu bíln- um og fóru í felur SAMNINGUR vegna kaupa á véla- samstæðu í Nesjavallavirkjun af Mitsubishi Corporation var undirrit- aður í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær. Samningurinn hljóðar upp á 1.336 miiljónir króna, sem eru 76,1% af kostnaðaráætlun. Reykjavíkurborg hefur farið fram á að kærumeðferð hjá fjármálaráðuneytinu vegna kæru umboðsmanns Sumitomo á máls- meðferð í útboðinu verði hætt. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri sagði eftir undirritunina að þetta væri einhver stærsti samning- ur um einstök innkaup sem Reykja- víkurborg hefði gert og að með hon- um væru mörkuð tímamót í virkjana- sögu borgarinnar. Jafnframt væri náð mikilvægum áfanga í atvinnu- málum borgarinnar. Raforkusala hefst 1. okt. 1998 Drög að samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og Landsvirkj- unar lágu fyrir í desember sl. Gert er ráð fyrir allt að 60 MW raforku- vinnslu og stefnt að því að afhending raforku frá fyrri 30 MW vélasam- stæðunni hefjist 1. október 1998 og frá þeirri síðari 1. janúar 1999. Fyrst um sinn fer öll orkan til stóriðju en 1. mars 2001 hefst salatil Rafmagn- sveitu Reykjavíkur og frá 2008 til 2018 skiptist orkusalan til helminga milli Rafmagnsveitunnar og stóriðju. Umsókn um virkjanaleyfi er nú til meðferðar í iðnaðarráðuneytinu og standa vonir til þess að það fáist innan tíðar. Jafnframt þessu er unn- ið að stækkun varmaorkuversins á Nesjavöllum úr 150 MW í 200 MW og eru áætluð verklok þess hiuta í okt. 1997. Tilboð í byggingu nýs stöðvarhúss að Nesjavöllum voru opnuð 2. apríl sl. og átti Ármannsfell hf. lægsta tilboðið, 347.968.000 kr., sem er um 74% af kostnaðaráætlun. Þá voru opnuð tilboð í 132 kV rofabúnað virkjunarinnar og var iægsta tilboðið frá Elin Hoec High Voltage, 62.150.829 kr. en kostnaðaráætlun var 105.000.000 kr. Yfirferð tilboð- anna er ólokið. Að sögn Aifreðs Þorsteinssonar, formanns stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, hefjast framkvæmdir við stöðvarhúsið í apríllok. Deilt um lögsögu fjármálaráðuneytisins Borgarstjóri benti á að jafnt til- boðin í stöðvarhúsið sem og í véla- samstæðuna gæfu ekki tilefni til að óttast þá þenslu sem spáð hefur verið. „Ef þensluástand væri komið værum við væntanlega að sjá tals- vert hærri tölur og þ.a.l. dýrari virkj- un og ekki eins arðbæra og við get- um gert okkur vonir um nú.“ Eftir að fyrir lá tillaga frá Inn- kaupastofnun Reykjavíkurborgar um að taka tilboði frá Mitsubishi kærði umboðsmaður japanska fyrir- tækisins Sumitomo, sem átti lægra tilboð í vélasamstæðuna, málsmeð- ferðina til fjármálaráðuneytisins og hefur kærunefnd útboðsmála málið nú til athugunar. Deilt hefur verið um hvort íjármálaráðuneytið hafi lögsögu í málinu. „Að því gefnu að fjármálaráðu- neytið hafi yfirleitt lögsögu í málinu - sem við teljum raunar ekki - þá hefur það lögum samkvæmt rétt til að stöðva framkvæmdir fram að þeim tíma þegar samningur er kom- inn á milli bjóðanda og verkkaupa, en eingöngu fram að þeim tíma,“ segir borgarstjóri. „Eftir að komið er að mati á tilboðum er það ekki ráðuneytisins að skipta sér af því, ráðuneytið getur aldrei sagt verk- kaupa að hann skuli taka einu til- boði fremur en öðru.“ Á hinn bóginn segir borgarstjóri ljóst að menn eigi rétt á að sækja mál sín fyrir dómstólum, telji þeir að á sér sé brotið, en þá eigi að fara eftir hefðbundnum dómstóla- leiðum en ekki gegnum fjármála- ráðuneytið. í versta falli gæti borgin þurft að greiða fjársektir, sem að mati borgarstjóra næmu þeim kostn- aði sem bjóðandi hefur haft af því að senda inn tilboðið. ÞRJÁR unglingsstúlkur, tvær af meðferðarheimilinu Bakkaflöt í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði og ein sem dvaldist að Laugahvammmi á sama stað, struku á mánudagskvöld og hafa verið í felum síðan. Þær tóku bíl heimilisins traustataki nyrðra en för þeirra endaði utan vegar skammt frá Borgarnesi. Það- an komust þær til Reykjavíkur og leitar lögreglan þeirra nú. Mikið skemmd og mannlaus Snemma á mánudagsmorgun til- kynnti starfsmaður á vistheimilinu um hvarf stúlknanna og bifreiðarinn- ar, og var lögreglan á Blönduósi beð- in um að svipast um eftir þeim og bílnum. Síðdegis sama dag tilkynnti bifreiðarstjóri hjá Sæmundi í Borgar- nesi um bifreið er lægi mikið skemmd og mannlaus utan vegar í Borgar- firði. Kom í ljós að um bifreið vist- heimilisins var að ræða. Á mánudagskvöld var óskað eftir að auglýst væri eftir stúlkunum og leiddi sú eftirgrennslan í ljós að stúlk- urnar höfðu farið með Akraborginni til Reykjavíkur. Hafði farþegi þar greitt fyrir þær fargjaidið, þar sem þær voru illa á sig komnar, kváðust hafa lent í umferðarslysi en lögreglan á staðnum ekki viljað liðsinna þeim. Aðfaranótt þriðjudagsins handtók lögreglan í Reykjavík stúlku í húsi á Þórsgötu sem hefur staðið mann- laust og verið athvarf fyrir útigangs- fólk um nokkurt skeið. Stúlkan er vinkona einnar þeirra sem struku af Bakkaflöt. Neitaði að segja frá Við yfírheyrslur kvaðst hún vita að vinkona sín hefði komist til borg- arinnar ásamt stöllum sínum og hefði hún meiðst á baki þegar bifreiðin, sem þær stálu valt. Hún sagði að vinkona sín hefði sofnað við stýrið og velt bifreiðinni. Ekki viidi hún segja hvar vinkonan væri niðurkomin og gisti hún í fangageymsium í fyrrinótt. Stúlkurnar þijár sem struku eru frá Reykjavík. Tvær þeirra eru sex- tán ára en sú þriðja fimmtán ára. Islensk stúlka yngsti frambjóðandi í sveitarstjórnakosningum á Grænlandi Finnst gaman að berjast TUTTUGU og fimm ára íslensk stúlka, Inga Dóra Guðmundsdóttir, hefur verið í framboði fyrir grænlenska flokkinn Sium- ut í bæjar- og sveitarstjórnakosningum sem haldnar voru á Grænlandi í gær. Hún var yngsti frambjóðandinn í kosningun- um, og var úrslita að vænta seint í gær- kvöldi eða í morgunsárið. Inga Dóra bauð sig fram í Nuuk, þar sem um 13 þúsund manns búa, en kosning- ar fara þannig fram að ekki eru haldin prófkjör, heldur er frambjóðendum list- anna raðað í stafrófsröð. Kjósendur velja síðan einn frambjóðanda og sá sem fær flest atkvæði er efstur á lista flokks síns. Nú verður hins vegar í fyrsta sinn leyfi- legft að greiða eingöngu flokki atkvæði sitt, treysti menn sér ekki til að gera upp á milli frambjóðenda. Fjórir flokkar bjóða sig fram í Nuuk og er annar Islendingur þar i framboði, Árni Guðnason smiður, fyrir Atassut-flokkinn. íslendingarnir tveir hafa þó ekki att kappi saman í kosn- ingabaráttunni, sökum þess að Árni hefur verið fjarverandi. Var meinað að fara í framboð Inga Dóra er nemandi í háskólanum í Nuuk og hefur búið í Grænlandi með stutt- um hiéum um þrettán ára skeið. Hún er íslenskur ríkisborgari og er óheimilt að bjóða sig fram til landsþingsins af þeim sökum, en vegna þess hversu lengi hún hefur búið í landinu má hún bjóða sig fram í sveitarstjórnakosningum. Hún þurfti þó að beita hörðu til að fá því fram- gengt. „Baráttan er búin að vera hörð og ekki síst hjá mér, því ég hafði aðeins fjóra daga til framboðsins. Mér var stillt upp af flokknum en þegar kjörskráin kom fram 18. mars, var ég ekki á henni. Þrem- ur dögum seinna var mér sagt að ég gæti ekki farið í framboð því ég hefði ekki búið nægilega lengi í landinu sam- fellt. Þá fór ég auðvitað með málið fyrir heimastjórnina og 2. apríl tóku þeir ákvörðun um að ég mætti bjóða mig fram, þannig að tíminn hefur verið af skornum skammti," segir Inga Dóra. Útlend nöfn eru sjaldséð sjón á fram- boðslistum á Grænlandi, að sögn Jens Bronden, ritstjóra Gronlandsposten. Þrír útlendingar bjóða sig fram í kosningunum nú, Árni, Inga Dóra og einn Færeyingur. Enginn Dani er í framboði þar. Raunar segir Bronden Grænlendinga ekki líta á Ingu Dóru sem útlending, móðir hennar sé grænlensk, Benedikta Þorsteinsson ráðherra í landsstjórninni, hún tali grænlensku og búi í Nuuk. Inga Dóra kveðst ætla að sækja um danskan ríkisborgararétt í náinni framtíð til að geta boðið sig fram á landsvísu 1999. Hún hefur um eins árs skeið verið formaður ungliðahreyfingar Siumut-flokksins í INGA DÓRA í flugfreyjubúningi Flug- leiða, en hún sótti námskeið á vegum fyrirtækisins hér á iandi fyrir skömmu. Nuuk og hafa samherjar hennar þar lagt dijúgt af mörkum til að tryggja henni brautargengi. Tók tæknina í þjónustu sína Meðal annars hefur veggspjöldum henni til stuðnings verið dreift sem víðast og auglýsingum útvarpað, en öðrum fram- bjóðendum hugkvæmdist ekki að beisla tæknina á þennan hátt. Mikið er í húfi og róðurinn þungur, enda bjóða sautján manns fram fyrir Siumut-flokkinn í Nuuk, þar af 3-4 ung- menni sem eru í framboði í fyrsta skipti. Álíka margir eru í framboði fyrir hina flokkana. Siumut-flokkurinn, flokkur jafnaðarmanna, hefur verið í stjórn frá fyrstu þingkosningunum árið 1980. Hann er með meirihluta í Nuuk, og borgarstjór- inn, Agnethe Davidsen, er úr Siumut. Atassut er fijálslyndur flokkur og á tvo af sex fulltrúum í heimastjórninni. Þriðji flokkurinn, Inuit Ataqatgiit, er til vinstri við hina tvo. „ Allir flokkarnir vilja að tekið sé á húsnæðisvandanum í Nuuk, sem er mjög slæmur, en einnig eru barnaskólarnir mikið hitamál enda of smáir og þarfnast lagfæringa. Þá er tekist á um hvernig tómstundastarfi fyrir börn og unglinga verður háttað. Fólk kýs frekar persónur en flokka, þá frambjóðendur sem það treystir og það má greina mikinn vilja til breytinga og að reyna nýtt fólk. Siumut- flokkurinn er við völd í Nuuk og spurning- in er hvernig atkvæðin falla,“ segir Inga Dóra, þegar Morgunblaðið ræddi við hana í gærdag, en kjörstöðum átti að Ijúka klukkan 20 að staðartíma. Vill vekja unga fólkið „Nuuk er þakinn veggspjöldum og stemmningin er svo góð að halda mætti að jólin væru komin. Ég skemmti mér konunglega, enda finnst mér gaman að rífa kjaft þyki mér eitthvað þess virði að beijast fyrir því eða gegn. Ég vil að yngri kynslóðin vakni betur og verði sjálfstæð- ari, því að til að þjóðin geti orðið sjálfstæð þurfa einstaklingarnir að vera það.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.