Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
+ Hallgrímur
Tryggvason
fæddist á Akureyri
16. maí 1936. Hann
lést 1. apríl á Land-
spítalanum í
Reykjavík. Foreldr-
ar hans voru
Tryggvi, skipstjóri
á Akureyri, f. 15.
mars 1897, d. 9.
apríl 1968, Hall-
-T grímssonar bónda í
Höfðahverfi, Indr-
iðasonar, og kona
hans, Pálína, f. 7.
febrúar 1896, d. 3.
nóvember 1968, Tryggvadóttir
bónda á Kolgrímsstöðum í
Eyjafirði Pálssonar.
Hallgrímur kvæntist ekki og
átti ekki afkomendur. Síðustu
árin átti hann sér góða vin-
konu, Ólöfu Signrlásdóttur,
ættaða frá Vestmannaeyjum.
Hallgrímur hóf prentnám í
POB á Akureyri 1. október
1953 og tók sveinspróf i setn-
ingu 1. október 1957. Hann sótti
námskeið í setningu í Lands-
delsskolen í Alaborg 1957 og
innritaðist 1961 í London
Ég man það áreiðanlega rétt að
í þá daga hafi verið sólskin og gott
veður ef ekki logn öll sumur á
Akureyri og á veturna óslitið skíða-
færi með einstaka stórhríð eins og
þær áttu að vera, glórulausar, með
krapi í Laxá og skyldugu rafmagns-
leysi. Þá voru líka skólamálin vafn-
ingalaus og við hittumst, árgangur-
inn, í Barnaskóla Akureyrar, í upp-
'"hafi skólagöngu og vorum saman
upp frá því til unglingsára er leiðir
tóku að greinast eftir að gagn-
fræðaskóla lauk. Svoleiðis var þetta
hjá okkur sem fyrst horfðumst í
augu við heiminn árið 1936. Af
Eyrinni, Brekkunni, Innbæ og
Miðbæ kom hópurinn í deigluna að
fá á sig form og mótun til að tak-
ast á við alvöruna þegar þar að
kæmi. í þessum hópi var rauðhærð-
ur, státinn strákur af Eyrinni, hvat-
ur og snarhuga, Haddi. Hann var
upp frá því eins og „rauður“ þráður
í hvunndeginum hjá okkur og eink-
um var hann þó þar sem ævintýra
var að vænta og ef þau gáfu sig
ekki fram var hann einatt reiðubú-
' inn að stofna til þeirra með eðlis-
lægu, græskulausu glaðlyndi og
fjöri.
Þegar til okkar spyrst næst, ungs
fólks, að hasla sér völl, eru sumrin
stundum ögn vætusamari og ein-
staka hregg um vetur en æskufjör-
ið óspillt.
Haddi haslaði sér snemma völl
sem bókagerðarmaður, prentari og
Iistrænn hönnuður, lengi í POB þar
sem hann ólst upp í listinni. Gekk
hnarreistur og kvikur um götur
Akureyrar með dálítið rótlaust
skaplyndi listamanns. Áfram hrók-
ur alls fagnaðar, sjarmör og gleði-
maður, en órór og dálítið einn í
heiminum þrátt fyrir allt, rótlaus,
gleðin ekki alltaf samferða í glaum-
inn. Síðan yfirgaf hann okkur hér
fyrir norðan og var floginn suður
yfir fjöll að stunda iðn sína á ýms-
um vinnustöðum og samverustund-
um fækkaði nema í einstaka kaup-
staðarferðum eða heimsóknum
hans norður sem voru þó stopular.
En alltaf var dálítillar hátíðar að
vænta þegar við hittumst.
Hann kunni ekki alls kostar að
lifa hefðbundnu lífi, hann Haddi,
honum var ekki sýnt um að eignast
það sem öðrum finnst ómissandi.
Hann gerði sér ekki far um að safna
að sér hlutum eða festa sér eignir,
fannst tími og peningar betur nýtt-
ir þar sem stofna þurfti til ævintýra
og hafði þá í engu breyst frá því
forðum daga.
Það var okkur, sem til hans hugs-
uðum stundum, léttir þegar við
fréttum að hún Olöf væri komin til
sögunnar, þau búin að endurnýja
School of Printing
and Graphic art.
Eftir heimkomuna
starfaði hann víða
að iðn sinni og tók
meðal annars að sér
útlitsteikningar á
dagblaðinu Mynd í
Reykjavík og mun
þá vera fyrsti mað-
ur hér á landi til að
gera fullkomnar
vinnuteikningar að
uppsetningpi dag-
blaðs. Haustið 1964
ferðaðist Hallgrim-
ur um Bandaríkin
og kynnti sér verkalýðsmál,
prentskóla og prentsmiðjur í
boði bandarískra aðila. Stundaði
1969-70 nám í Folkstone School
of Art í Englandi. Námsgrein
Graphic design. Hallgrímur tók
á sínum tíma allnokkuð af
fréttaljósmyndum. Þá teiknaði
hann allnokkuð af félagsmerkj-
um, meðal annars Félags bóka-
gerðarmanna og Olfusborga,
svo eitthvað sé nefnt.
Útför Hallgríms verður gerð
frá Fossvogskirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 15.
gömul kynni og var nú ef til vill
kominn tími til að Haddi hægði
aðeins ferðina og hugsaði til rólegra
sæludaga og festu í daglegu lífi
sínu, dálítið líkara því sem við hin
höfðum stofnað til. Þeir urðu alltof
fáir þessir sæludagar. Heilsan brást
fyrir nokkrum árum og allt breytti
um svip. Þá átti hann til allrar ham-
ingju Olöfu og hún reyndist honum
sá bakhjarl sem þurfti.
Við skólasystkinin frá því í gamla
daga fyrir norðan þegar sólskinið
var endalaust kveðjum góðan dreng
með söknuði um leið og við þökkum
honum ótaldar gleðistundir. Ást-
vinu hans, Ólöfu Sigurlásdóttur,
sendum við innilegar samúðar-
kveðjur, með þökk og aðdáun.
Kristinn G. Jóhannsson.
Hallgrímur Tryggvason var
gleðimaður og fagmaður. Titlaði
ég hann stundum prentlistamann
á bréfum mínum frá Sveije. Haddi
hafði ekta kúnstnærlegan sans
fyrir prentverki. Gilti það jafnt um
útlit sem uppsetningu bóka, blaða
og tímarita. Átti einnig við um
arkitektúr og hönnun almennt,
þ.e.a.s. umhverfisskipulag (oft
sárgrætilegan skortinn á slíku) og
byggingar allar. Kannski ekki síst
upplit þeirra og viðmót, ásjónuna,
hið innra og ytra samræmi, enda
Hallgrímur húmanisti í raun og
sann. Því miður varð oft minna
úr hreinræktaðri fagkunnáttu
Hallgríms en efni stóðu til sökum
brauðstrits og skemmtanahalds og
eins og eðlislægum skorti á metn-
aði fyrir eigin hönd og óhjákvæmi-
legum olnbogaskotum í þeirri til-
veru sem nú er farið að kalla fá-
keppni og er iítt geðslegur sleiki-
brjóstsykur. Fellur þar ekki öllum
flís við rass og var HT ósköp lítið
fyrir slík ullabjökk gefinn. Bágt á
ég með að svo mikið sem ímynda
mér að hann hafi átt sér nokkurn
óvin drengurinn sá. Framkoma
hans og fas með þeim hætti. Hann
gerði mönnum oftar en ekki greiða
án þess að spyija að greiðslu.
Enda Haddi seint talinn til pen-
ingamanna. Honum hélst alla tíð
frekar lauslega á reiðufé, eða fór
amk. fijálslega með það, sbr.
drekkum í dag, iðrumst á morgun!
En hann hafði eðlislægan áhuga
á faginu og framhaldsmenntaði sig
m.a. í Bandaríkjunum, Danmörku
og á írlandi. Þar átti hann frænd-
um að mæta á mýmörgum krám
og púbbum í rauðbirknu bræðra-
lagi, enda Haddi gæddur því sérís-
lenska írska svipmóti, og sagði
hann mér oft frá þeirri veru og
fór vel með. HT var príma ljós-
myndari og einn þeirra frumheija
sem tóku þátt í tilrauninni um
Mynd snemma á viðreisnartíman-
um. Vann hann þar að fyrstu ná-
kvæmu útlitsteikningum dagblaðs
á íslandi, þ.e.a.s. Dagblaðsins
Mynd. Skoðuðum við oft alskyns
ljósmyndir saman, bæði hans eigin
og annarra, og var það gaman og
fróðlegt í senn. Ekki var síður gam-
an að ræða við Hadda um málaral-
ist, grafík og teikningar. Hann
hreifst af Gauguin og suðurhafs-
konum hans. Hallgrímur var og
ágætur íslenskumaður og næmur
prófarkalesari. Enda vel að sér um
margt. Tilheyrði þeirri kynslóð sem
hafði bæði áhuga á og eitthvurt
vit á flestu á milli himins og jarð-
ar. Eðlisgreindur maður. Slíkir kar-
akterar gerast æ sjaldséðari nú.
HT hannaði nokkrar bókakápur og
plötuumslög (ætli sumir innvígðir
kannist ekki við BJátt oní blátt frá
„comebackplötu“ Óðins Valdimars-
sonar) og firmamerki (logo). Dæmi
um eitt frábært slíkt er merki Fé-
lags bókagerðarmanna og vel við
hæfi að Hallgrímur skyldi vinna
samkeppnina um akkúrat það
merkið. HT fylgist með í faginu
og var meðvitaður um stöðu stéttar
sinnar og tók stundum virkan þátt
í félagsmálum og því sem til fram-
fara horfði. Haddi mundi eðli máls-
ins samkvæmt fyrr eftir mér en
ég eftir honum og enginn hefur
sagt Kerstinu betur frá sokka-
buxnaárum mínum á Eyrinni, um-
hverfí þar og andrúmslofti, en
Haddi. Hann útskýrði í fám drátt-
um fyrir henni hvurskonar villimað-
ur ég var frá fyrstu stundu. Allt
mjög blátt áfram. Hvurki ýkjur né
vífílengjur. Ekki langt sunnan úr
Hríseyjargötu í Eyrarveg til þess
að gera og aðeins rúmt árið á milli
míns elsta bróður Vignis og Hall-
gríms. Fannst mér á stundum eins
og ég hefði „erft“ Hadda eftir
Vigga. Margar ánægjulegar minn-
ingar á ég frá sílgrænum grasvell-
inum á Akureyri þegar úrvalsliðið
var upp á sitt besta. Ég nýbúinn
að smúlla mér í stúkuna, sólríkur
sunnudagur og ÍBA að leika við
Val eða KR. Seinni hálfleikur og
HT fyrir aptan syðra markið með
myndavélina á lofti. Birtust þær
myndir hans og aðrar í Degi. Hall-
grímur var lítið fyrir boltaíþróttir
þó hann hafi kannski verið staðinn
að einhveijum spretthlaupum á
yngri árum. Um leið og ég komst
á Sjallaaldurinn síðsumars 1970
var HT reiðubúinn á barnum uppi
til vinstri við tröppurnar með rauða
teppinu og bauð mér upp á marg-
faldan Cuba Libra. Við vissum hvur
af öðrum alla tíð. Helst að nokkurt
hlé yrði á árunum fyrir, um og
eftir sjötíuogfimm þegar við reykt-
um ekki alveg sama tóbakið og fjar-
Iægðumst hvur annan einnig í land-
fræðilegum skilningi. Haddi kvaddi
Akureyri í árslok sjötíuogeitt og
gleymi ég aldrei því burtfararteiti,
þá var allt lagt undir! Áttum við
HT margar ánægjustundir í Hafn-
arstræti 100 en hann Ieigði þar
herbergi með glugga gegnt porti
og Skipagötu. Ekki síst sumariði
sjötíuogeitt þegar ég vann stundum
í götusópinu hjá Pálma heitnum
bindindisfrömuði og blaðasala. Þá
var oft gott að skola kverkarnar á
laugardögum eftir hádegi við aðal-
götu bæjarins, þetta sirka á þriðju
hæð. Hefðum við HT víst seint
verið taldir númer eitt, tvö eða
þijú í Stórstúkunni. Þetta var á
þeim árum þegar KEA-barinn var
og hét en Sjálfstæðishúsið einn als-
heijarsamkomustaður bæjarbúa
frá átján ára aldri og upp úr. Seinna
gisti ég Hallgrím nokkrum sinnum
þegar hann bjó að Gaukshólum í
Breiðholtinu með frábæru útsýni
yfír Sundin blá og stóran hluta
Reykjavíkur. Man ég að við lit-
greindum einu sinni reykinn úr
Áburðarverksmiðjunni hárná-
kvæmlega. einn laugardagsfyrri-
part. Og víst er að björgunarhring-
urinn hans Hadda hýsti margar
skrautlegar eiginhandaráritanir.
Eigum við Kerstin einnig bjartar
minningar frá Islandsdvöl 1980
þegar við bjuggum hjá Hadda
nokkra sólarhringa miðsumars og
lá þá leiðin m.a. í Skálafell með
dýrindisútsýni yfir Esjuna, í Holly-
wood og Þórskaffi og að sjálfsögðu
oft á Hótel Borg. Alltaf í leigubíl-
um. Kvartaði Grímur nokk yfír
vegalengdinni upp í Breiðholti því
hann tók helst ekki nema leigubíl
þangað þegar komin var búðarlykt
af honum. Kunni þá ekki lengur
við sig í strætó. Reyndar voru báð-
ir þannig lundaðir á stundum að
við hefðum hæglega getað tekið
taxa hringinn í kringum landið ef
því var að skipta. Man ég eftir
mörgum ágætum bíltúrum okkar,
m.a. til Keflavíkur og líka innblásn-
um rúntum um Akureyri, undir
fyrirsögninni „ekið um bæinn“.
Þegar ég kom mér loks til þess
1983 að gefa út mitt fyrsta kver
á eigin kostnað reyndist Haddi mér
innanhandar öðrum fremur. Hann
bað mig bara að útvega sér litla
plastplötu í Hafborg og glæra 100-
kerta peru og svo „útsetti" hann
kverið reglustrikulaust á rúm-
stokknum hjá sér. Þá fluttur í
Skipholtið. Honum líkaði vel við
titilinn blátt áfram. Bæði hélt hann
mikið upp á bláa litinn og var sjálf-
ur óskaplega blátt áfram maður.
Hann hjálpaði mér líka með Söng-
leik fyrir fiska fjórum áður síðar.
Þá fluttur í Hátúnið. Drakk ég nú
te og ölkelduvatn og meira haft
fyrir hlutunum á áreynslulausari
hátt en fóstursonurinn Albín teikn-
aði fiska í gríð og erg á kápuna í
sveitinni í Vopnafirði. Þykir mér
vænt um að Haddi komst þó til
Færeyja fyrir vikið. Hann vann
nebbnilega samkeppni um merki
Landssambands íslendinga í Sví-
þjóð einhveijum misserum síðar.
Hafði þar yfirburði. Þykir mér
notalegt til þess að vita að þann
bréfhaus HT er að finna í hveijum
einasta íslandspósti. Reyndar
hafði Haddi líka nokkra hönd með
í bagga varðandi útlit minnar víð-
förlu verðlaunabókar, Tehúss ág-
ústmánans, sem Almenna bókafé-
lagið sáluga gaf út fyrir réttum
fimm árum. Þannig streyma minn-
ingarnar fram þegar ég hugsa til
míns gamla og góða vinar. Flestar
frekar ljósleitar og jarðneskar með
sannbreysku yfirbragði, svona í
stíl við þann gula og gulbrúna lit
sem Haddi kaus svo oft á frakka
sína, skó, buxur, jakka og peysur.
Á háskólaárunum í Lundi gékk ég
stundum í helvíti mögnuðum
grænum jakka með gráum röndum
sem Grímur hafði lætt að mér
uppi í Gaukshólum. Sumarið 1992
varð Haddi fyrir heilablóðfalli sem
batt hann við hjólastól síðustu
æviárin og skerti sjón hans og
talfæri verulega. Hann gat tam
ekki lesið eftir það en hlustaði því
meira á hljóðbækur og útvarp. Án
Ólafar Sigurlássdóttur hefði hann
aldrei lifað af það áfall. Amk hefði
ævi hans orðið mjög svo önnur og
á mun verri veg og kaldranalegri.
Umhyggja Ólafar og ást hennar á
Hallgrími var einlæg og ómæld
og aldrei talin eftir. Það var uppör-
vandi að fylgjast með því úr fjar-
lægðinni og ekki síður þegar ég
var uppi á Islandi. Samband okkar
Hadda með reglubundnum hætti
og hann átti alltaf kalt gos handa
mér. Eða ís. í fyrrasumar fóru þau
Ólöf í mjög vellukkaða ferð til
Þýskalands og var einstaklega
gaman að hlusta á Hadda segja
frá þeirri reisu, svo á undan sem
á eftir. Mér finnst þetta fráfall svo
ótímabært. Haddi var á góðu róli,
temmilega bjartsýnn og að mestu
í deginum og það skemmtilegasta
af öllu var athyglisgáfa hans: hann
hafði bæði augu og eyru hjá sér
og var í raun alltaf að braggast
andlega. Fór tam sí og æ fram í
lestri og tali. Barngóður var hann
og hafði gaman af Ólínu Jónu og
ég hlakkaði til að sýna honum fjör-
fiskinn Jónatan Mána. Ég hugsaði
sjaldan um dauðann og Hallgrím
í einu og held að HT sæll hafi
ekki haft miklar áhyggjur af héð-
anför í sjálfu sér og reyndar mjög
eðlilegt að við skyldum ekki ræða
dauðann mjög mikið því Haddi var
HALLGRIMUR
TRYGGVASON
á sinn bóhemíska hátt alltaf maður
dagsins og stundarinnar.
Och hade barnasinnet kvar hela
sitt liv svo maður skjóti að sænsk-
unni. Skaparinn verndi þig og blessi
í sorginni, Ólöf mín. Éyrarpúkinn
Jói með ljósið í róunni...
Jóhann árelíuz.
Haddi minn. Þú ert þá farinn á
feðranna fund. Lífsgöngunni sem
hófst á Eyrinni á Akureyri fyrir
rúmum sextíu árum er lokið. Eyr-
arpúkar vorum við báðir tveir en
höfðum lengi vel lítt saman að
sælda. Ég sparkaði bolta öllum
stundum en þú lékst Harrison Dill-
ard á hlaupabrautinni. Ég í KA, þú
í Þór.
Kynni tókust ekki fyrr en þú
hafðir lokið landsprófi einu ári á
undan mér enda árinu eldri. Ein-
hvern daginn urðum við af tilviljum
samferða niður Strandgötuna og
er við kvöddumst fyrir utan Hrís.
6 sagðirðu: „Á ég ekki að lána þér
glósur frá því í fyrra?“ Þar sýndir
þú mér fyrst þinn innri mann fullan
af greiðvikni, hugulsemi og hlýju.
Upp frá því vorum við kunningj-
ar. Þú hafðir að loknu landsprófi
hafnað þeirri sjálfsögðu leið (að
margra mati) að ganga MA-veginn.
í staðinn hófst þú prentnám í POB.
Var það lífsþorstinn eða hvað? Var
nokkur ástæða til að liggja yfir lat-
ínuskruddum með Alþýðuhúsið
handan við hornið? Bráðger maður-
inn með ólgandi írskt blóð í æðum.
Tilbúinn í slaginn og hann tókstu
svo sannarlega. Enda var hann írsk-
ur snillingurinn Óskar Wilde sem
sagði: „Ég get staðist allt nema
freistingar.“
Vinir urðum við um tvítugt og
mörg árin milli tvítugs og þrítugs
hittumst við nánast daglega. Margt
var brallað, sprellað og spekulerað.
Lífsnautnamaður varstu. Maður
samveru og samræðu. Lífsgleðin
mögnuð. Einstakur húmoristi og
vífinn varstu, það fór ekki leynt.
Þú vildir svo sannarlega lifa lífínu
lifandi. Oftast líka líf í kringum
þig. Fagurkeri og smekkmaður og
einstaklega athugull. Ekkert var
þér óviðkomandi. Fannst fegurðina
jafnt í því smáa sem stóra.
Á kvöldgöngu upp Strandgötuna
með stórbrotna sýn yfir lognbjartan
Pollinn og upp yfír bæinn gat fugl-
inn í fjörunni eða fótspor í sandi
orðið þér mótív og yndisauki.
Varðst enda prýðis ljósmyndari með
næmt auga, frumlegur og kröfu-
harður. Hagur varstu í þinni grein,
prentlistinni og ekki síður skyldum
greinum. Síieitandi að nýjungum
og fjölbreytni. En bókamerkið góða
dagaði uppi.
Manstu er við sátum með Helga
magra á Klöppunum eftir vornætur-
stund með Bakkusi og nutum tign-
arlegs sólrissins við Ijörðinn eina,
fjörðinn okkar. Þá gat nú andinn
komið yfir menn, ekki síst ef enn
leyndist dreytill í glasi.
Engum hefi ég kynnst lundbetri
né ljúfari. Oft vildi nú kastast í
kekki öls við teit en að þú ættir
hlut að máli, það var af og frá.
Örlátur varstu og óspar á fé. Efnis-
hyggja fannst ekki í þinni orðabók.
Eftir situr þó ríkust í huga minning-
in um þitt andlega ríkidæmi sem
þú miðlaðir svo óspart af.
Engin áttir þú afkvæmin en börn
og unglingar áttu hug þinn og löð-
uðust að þér. Ógleymanleg er hún
mínum börnum heimsóknin til Exc-
eter og ekki síður okkur Aðalbjörgu
fimmtugsafmælisveislan í Barbican
Center í London. I þessu forljóta
steinsteypuferlíki fannst þú nota-
iega veitingastofu sem skrýddist í
tilefni dagsins og hver forláta rétt-
urinn rak annan. Þú áttir staðinn.
Með árunum fækkaði samveru-
sundunum. Ég á Blönduósi, þú í
Reykjavík. Það var hörmuleg grá-
glettni örlaganna, að þegar þú varst
kominn heill í höfn hjá sómakon-
unni Ólöfu Sigurlásdóttur, sem var
þér svo kær, þá skyldi fyrsta högg-
ið ríða. Þau urðu fleiri og síðustu
árin varstu bundinn hjólastól að
mestu.
En lífið hélt áfram og lundin jafn-