Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 39 HARALDUR ÁGÚST SNORRASON -I- Haraldur Ágúst ■ Snorrason fæddist í Reykjavík 30. september 1913. Hann lést 31. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Jórunn Álfsdóttir, f. 19.8. 1888 á Vestri-Loftsstöðum í Gaulverjabæjar- hreppi (af Bergs- ætt), og Snorri Magnússon, f. 4.9. 1884 í Efstabæ í Garði. Haraldur missti föður sinn 9.02. 1921 og fór þá til hjón- anna Páls Jónssonar og Stein- unnar Einarsdóttur á Vorsa- bæjarhóli í Gaulveijabæj- arhreppi og var þar til ferming- araldurs 1927. Alsystkini Har- aldar voru þrjú, öll látin, og hálfsystkini sjö, börn Jórunnar og Ingimars Kristins Jónsson- ar. Af þeim lifa nú fjögur: Mar- grét Eyrún, Kristín Jóna, Karl Guðmundur og Inga Guðrún. Haraldur kvæntist 20. nóv. 1937 Jóhönnu Fanneyju Ólafs- dóttur, f. 1.4. 1917 á Sellátra- nesi í Rauðasandshreppi (af Kollsvíkurætt), d. 31.8. 1994. Þeirra börn eru fjögur: Ólafía Kristrún, f. 18.3. 1938, Adolf Steinar, f. 5.8. 1939, Lilja, f. 6.3. 1951, og Fjóla, f. 1.6. 1954. Þá eignaðist Haraldur einn son fyrir hjónaband, Pál Gunnar, f. 3.4. 1935. Barnaböm Harald- ar eru 16 og barnabarnabörn 15. Þau Haraldur og Jóhanna bjuggu tæpa tvo áratugi á Hverfisgötu 90 en fluttu árið 1958 í eigin íbúð í Gnoðarvogi 28 þar sem þau áttu heima til æviloka. Haraldur vann lengi við húsgagna- bólstrun í Stálhús- gögnum við Skúla- götu og húsamálun í hjáverkum. Hann lauk sveinsprófi í málaraiðn 1959 og vann síðan mest við þá iðngrein þar til hann fótbrotnaði illa i vinnuslysi árið 1970 þannig að taka varð af honum fótinn tveimur árum síðar. Eftir það vann hann til eftirlaunaaldurs mest við baðvörslu í íþróttahúsum við skóla Reykjavíkur en fékkst þó alltaf lítillega við húsamálun meðan þrekið leyfði. Haraldur var áhugamaður um íþróttir og þá einkum knatt- spyrnu. Hann vann sjálfboða- starf fyrir knattspyrnudeild Þróttar og Knattspyrnusam- band íslands og fyrir það var hann sæmdur gullmerki KSÍ. Þá spilaði hann brids í tóm- stundum bæði heima og að heiman og átti marga spilafé- laga. Eftir lát Jóhönnu bjó Harald- ur einn í íbúð sinni í Gnoðar- vogi 28, þar til hann var fluttur í Landspítalann í febrúar á þessu ári. Þar greindist hann með illkynja sjúkdóm sem leiddi hann til dauða. Haraldur verður jarðsunginn í Langholtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. „Jörðin gefur ykkur ávöxt sinn, og ykkur mun ekkert skorta, ef þið kunnið að taka á móti gjöfum henn- ar. Með því að deila rétt gjöfum jarðarinnar, fáið þið auð og alls- nægtir. En ef þið deilið ekki af kærleika og réttsýni, verða sumir ágjarnir og aðrir svangir.“ (Kahlil Gibran). í dag fylgjum við afa okkar til grafar. Þegar komið er að þessum tíma- mótum, leitar hugur okkar til baka. Margt bærist innra með okkur og efst er þakklætið fyrir gjafir hans. Líkt og lesa má í Spámanninum um ávöxt jarðar má segja um afa okkar að hann hafi ætíð séð til þess að okkur skorti ekkert. Með því að þiggja gjafir hans vorum við ekki eingöngu ánægðir, afi var ekki síður glaður að fá tækifæri til þess að gefa. Afi var að eðlisfari ekki ræðinn maður, en hann var samt alltaf til- búin að svara spurningum okkar. Hann vílaði ekki fyrir sér að út- skýra hlutina fýrir okkur og við vissum að hann hafði sjálfurgaman af því. Fyrir það erum við þakklátir. Nú eru kaflaskil í lífi okkar allra, stundirnar með afa eru liðnar. Við vitum að nú er hann kominn til ömmu og amma hefur tekið á móti honum eins og henni var lagið. Elsku afi. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Páll Ágúst, Jóhann Fannar og Guðni Birkir. Með örfáum línum vil ég kveðja Harald, tengdaföður minn. Kynni okkar hófust fyrir tæpum þremur áratugum er við Lilja, dóttir hans, hófum sambúð. Hann vann þá við húsamálun og sinnti áhugamálum sínum, knattspyrnu og brids, í tóm- stundum og varð ég þess fljótlega var að þar gekk hann ekki hálfur til verks. Snemma árs 1970 varð Haraldur fyrir því óhappi að fót- brotna við vinnu sína. Brotið hafð- ist illa við þannig að eftir tveggja ára stríð varð að taka af honum fótinn fyrir neðan hné. Þetta hafði mikil áhrif á Harald og varð m.a. til þess að hann lagði tómstunda- mál sín og þá einkum knattspym- una á hilluna. Þá réðst hann í að taka bílpróf og eignast bíl. Það gerði hann til þess að vera sjálf- bjarga um að komast til og frá vinnu og alla aðdrætti. Eftir að bíll- inn kom til ferðaðist Haraldur tölu- vert og var ætíð ólatur að snúast fyrir fjölskyldu sína og vini. Haraldur var ekki margmáll um æsku sína en þó duldist ekki að föðurmissirinn og að þurfa að fara til vandalausra tæplega átta ára mun hafa orðið honum þungt áfall. Eftir fermingu árið 1927 varð hann að vinna fyrir sér sjálfur og standa á eigin fótum. Það mun að vísu ekki hafa verið óalgengt á þeim árum og kynslóð Haraldar, sem nú er að hverfa af vettvangi, man tímana tvenna og bjó við aðstæður sem ungir íslendingar nútíðar ættu trúlega erfitt með að sætta sig við. Eitt einkenni Haraldar var hversu mikla áherslu hann lagði á að skipu- leggja vel allt það sem hann tók sér fyrir hendur. Gjafir voru keypt- ar löngu fyrir tilefni og ferðalög, s.s. til útlanda, skipulögð af ná- kvæmni með löngum fyrirvara. Undirbúningur ferðar var honum því ekki síður gleðigjafi en ferðin sjálf. Aldrei varð ég þess var að bæk- ur og bókmenntir skipuðu háan sess hjá Haraldi. Þó var það ein bók sem hann hafði á mikið eftir- læti og ráðlagði mér að lesa. Hún var eftir enskan höfund og fjallaði um almúgamann sem missti konu frá ungum syni. Allt lífsstarf mannsins tók mið af því að sonur hans hlyti sem best uppeldi og ör- ugga framtíð. Þau markmið náðust og sagan endaði vel. Mér er ekki grunlaust að sárindi Haraldar yfir föðurmissi hafi að nokkru mótað afstöðu hans til þessarar bókar. Viðhorf hans til afkomenda var einnig hið sama og föðurins í sög- unni, þeim vildi hann ætíð liðsinna. Þess naut ég sem tengdasonur hans og einnig kona mín og börn okkar, þau Össur, Sóley og Harald- ur Örn. Fyrir þetta og öll ánægju- leg samskipti á liðnum árum þökk- um við að leiðarlokum. Björn Pálsson. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) í dag er við kveðjum Halla afa rifjast upp margar góðar minningar um hann. Það sem ber hæst er hve gjafmildur hann var. Alltaf var nóg til, í skúffunni var alltaf eitthvert góðgæti til og hún var opnuð í hvert sinn sem komið var í heimsókn. Ef honum fannst maður ekki borða nóg þá rétti hann eitthvað svona í nesti. Er farið var í eldhúsið að fá sér kaffisopa var nóg af gosi eða ís í ísskápnum, það gátu allir fengið eins mikið og þeir vildu. Þetta er það sem allir muna vel eftir. Enginn fór svangur úr Gnoðó. Er ég var stelpa man ég eftir fjölskylduboðun- um á gamlárskvöld. Þótt húsnæðið væri ekki stórt þá komust allir fyr- ir og fór vel um alla. Borðið var dekkað inni í herbergi, það svignaði undan kræsingunum eins og alltaf. Ölinu var raðað á borðið og afi var með upptakarann og sá til að allir fengju sína ölflöskuna hver. Gestgjafahlutverkið átti vel við hann. Hann spilaði mikið á spil og lagði einnig oft kapal og þegar ég legg kapal er það ævinlega einhver þeirra sem hann kenndi mér. Afí var kominn á efri ár er hann tók bílpróf, og er hann keypti sér nýjan bíl í annað sinn, fékk hann mig til að sækja hann í umboðið og hann vildi endilega að ég væri nokkra daga á honum. Þvílíkt traust sem hann sýndi mér, en þannig var hann. Hann spurði bara hvort væri ekki gott að keyra bílinn? Er við bjuggum erlendis og komum heim í jólaleyfi vildi hann endilega lána okkur bílinn, hann hefði ekkert við hann að gera. Aldurinn færðist yfir afa og þegar við hjónin urðum fer- tug og hann kominn yfir áttrætt, lét hann sig ekki vanta í veisluna og hafði mjög gaman af, talaði fólk um hve mikið þrek hann hafði og ánægju af. Það sama átti við er elsti sonur okkar fermdist. Þá var hann í smóking af langafa sínum og í ræðunni þakkaði hann afa sín- um fyrir lánið á fötunum. Á síðast- liðnu ári fór heilsu hans að hraka en það var reglulega ánægjulegt að hafa hann hjá okkur á aðfanga- dag sl. Eftir áramót hrakaði heilsu hans enn meira, eftir að hann greindist með illkynja sjúkdóm er leiddi hann til hinstu hvílu á skömm- um tíma. Að leiðarlokum vil ég og mín fjölskylda þakka allar samveru- stundir og vináttu með honum. Nú vitum við að amma tekur á móti honum og að hann er hvíldinni feg- inn. Hinsta kveðja, Björk Tryggvadóttir. Hann afi minn er dáinn, þessi orð heyrði ég að kvöldi mánudags- ins 31. mars sl. Upp í hugann flugu óteljandi minningar af Halla afa eins og við kölluðum hann. Falleg- ar minningar sem ég mun aldrei gieyma. Minningar sem ég mun varðveita í hjarta mínu til æviloka af yndislegum afa. Ég bið góðan Guð að geyma þig, hann veit að ég var ekki tilbúinn að missa þig. Þú dvaldir hér skemur en ég vildi. En ég veit í hjarta mínu, að þér líður betur núna. Alltaf var maður velkominn í Gnoðarvoginn til afa og ömmu, alltaf gat maður fengið eitthvað gott þar. Ég man svo vel eftir því þegar maður kom í Gnoðó, þá lumaði afi alltaf á appelsíni, kóki eða öðru góðgæti og amma á kleinum eða rúgbrauði með kæfu. Ég minnist þess svo vel að afi var alltaf boðinn og búinn að gera hluti fyrir mann ef hann gat. Elsku besti afi minn, þú skilur eftir stórt skarð í hjörtum barna- barna þinna sem aldrei verður fyllt. En við getum huggað okkur við fallegar minningar af yndislegum afa. Elsku afi, mig tekur það mjög sárt að þú sért farinn. Ég hélt að ég hefði verið undir það búinn að kallið kæmi eftir veikindi þín, en eftir öll tárin sem féllu þegar ég frétti að þú værir dáinn, þá veit ég að svo var ekki. Elsku Halli afi, þakka þér fyrir allt sem þú hefur fyrir mig gert, þú munt alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég mun aldrei gleyma þér. Guð blessi minningu þína. Feijan hefur festar losað, farþegi er einn um borð. Mér er ljúft af mætti veikum mæla fáein kveðjuorð. Þakkir fyrir hlýjan huga, handtak þétt og gleðibrag, þakkir fyrir þúsund hlátra, þakkir fyrir liðinn dag. (I.Har.) Þórir Tryggvason. Nú kveð ég hann langafa minn hinstu kveðju. Já, hann Halla afa eins og við barnabarnabömin köll- uðum hann alltaf, afann sem alltaf átti appelsín í gleri í ísskápnum og eilítið sælgæti í skúffunni sinni við skrifborðið. Ég minnist þess enn þegar við fómm upp í Gnoðarvog til að heimsækja hann, hann var alltaf með púsluspil í vinnslu, og nokkur hengd upp á vegg, já, púslu- spilin hans Haralds, ég hjálpaði honum með nokkur af þeim og naut þess út í ystu æsar. Ég vill þakka afa fyrir lánið á smókingnum, sem ég fermdist í, og ég verð að segja það, að það var heiður að fá að klæðast honum. Svo kom afi til mín í fermingarveisluna, þrátt fyrir að heilsan fór versn- andi, ég man enn þá eftir gleði- svipnum sem var á honum, þegar hann sá mig í smókingnum, og svo sá maður auðveldlega hve mikið hann naut sín í veislunni. Þegar ég fór upp á spítala til þess að sjá hann í síðasta sinn, sá ég hve illa honum leið og mér leið skringilega, líkt og ég fyndi að brátt myndi tilvist hans á jörðinni Ijúka, svo seinna um daginn frétti ég að hann væri allur. Trúarinnar traust og styrkur tendrar von í döpru hjarta. Eilífðin er ekki myrkur, eilífðin er ljósið bjarta. (Helgi Sæmundsson). Ég vil að lokum þakka langafa fyrir samfylgdina. Tryggvi Björgvinsson. Við sem ólumst upp í Knatt- spyrnufélaginu Þrótti á fyrstu ára- tugum þess, sjáum nú á bak einum af máttarstólpum félagsins á þeim tíma. Manni sem gaf allan sinn tíma fyrir félagið og virtist alltaf hafa tíma og áhuga á að gera allt það sem hann var beðinn um fyrir Þrótt og meira en það. Mikið uppeldislegt gildi er það fyrir börn og unglinga að hafa feng- ið tækifæri til að taka þátt í starfí og leik Knattspyrnufélagsins Þrótt- ar á þessum ánim, það er ómetan- legt, því gerir maður sér betur og betur grein fyrir eftir því sem árin líða. Á þessum árum tíðkaðist það ekki að hugsa um laun fyrir þá vinnu er látin var í té fyrir íþróttafélög, allt var lagt fram af áhuga og ekki spurt um hvað það kostaði. Það var lærdómsríkt að taka þátt í söfnun muna á hlutaveltur er haldnar voru í Listamannaskál- anum, raða þeim upp og afgreiða. Koma upp sölutjöldum 17. júní og vinna í kring um það. Taka á móti erlendum íþróttafélögum er heim- sóttu okkur. Fara í keppnisferðir innan- og utanlands sem voru meiri- háttar ferðalög er okkur fannst á þeim tíma, öllu þessu stjórnaði Har- aldur Snorrason á sinn rólega og yfirvegaða hátt, ekki voru það læt- in. Ef eitthvað óvænt eða erfiðleikar komu upp var það leyst og hann flautaði lítinn lagstúf á meðan. Vafalaust hefur það mikla starf er Haraldur innti af hendi fyrir Knattspymufélagið Þrótt komið nið- ur á heimili hans, en hans ágæta eiginkona Jóhanna Ólafsdóttir lét það að minnsta kosti aldrei í Ijós en í mörg ár þvoði hún búninga okkar strákanna og var alltaf vel tekið á móti okkur á Hverfisgötunni og síð- ar f Gnoðarvoginum er við komum með þá óhreina og náðum í þá hreina. Haraldur var kosinn í stjóm Knattspymufélagsins Þróttar 1950, sá hann lengi vel um fjármál félags- ins. Formaður var hann kosinn 1960. Hann sat í stjórn Knatt- spyrnuráðs Reykjavíkur og stjóm Knattspymusambands íslands fyrir hönd Þróttar um árabil. Öll þessi miklu störf innti hann af hendi með miklum dugnaði og samviskusemi og með því mikla jafnaðargeði er einkenndi hann alla tíð. Við Þróttarar eigum Haraldi Snorrasyni mikið að þakka fyrir alla hans fórnfýsi, dugnað og fyrir þá fyrirmynd er hann sýndi með fram- komu sinni og starfi fyrir Knatt- spyrnufélagið Þrótt. Fyrir hönd Þróttara sendi ég börnum hans og ættingjum innileg- ar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðjón Oddsson. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlý- hug við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og lang- afa, PÁLS GUÐLAUGSSONAR, Miðkoti, Dalvík. Sérstakar þakkir færum við starfsstúlkum Dalbæjar, heimili aldraðra, fyrir einstaka umönnun og hlýju. Jón H. Pálsson, Sesselía Guðmundsdóttir, Hafsteinn Pálsson, Fílippía Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför bróður okkar og frænda, TlTTi —fflff KRISTINS TH. HALLGRÍMSSONAR frá Reykhúsum. \ -Jk 'm' Sérstakar þakkir til starfsfólks Kristnesspítala •. h: . f ’ fyrir góða umönnun. Æ ' . Í .M** ' ' Systkini og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.