Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MIIVINIIMGAR MORGUNBLAÐIÐ HULDA GUÐMUNDSDÓTTIR + Hulda Guð- mundsdóttir fæddist á ísafirði 3. nóvember 1913. Hún Iést á hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð 26. mars síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Guðmundur Árnason, f. 1883, d. 1986, og Una Magnúsdóttir, f. 1895, d. 1975. Systk- _ini Huldu eru Magn- ús, flugstjóri, hans kona Agnete Sim- son, Margrét, hjúkr- unarkona, hennar maður Loftur Júlíusson, skipstjóri, látinn, Gunnlaugur, póstfulltrúi, hans kona Jónína Nielsen, lyúkrunar- kona, Guðríður, bankafulltrúi, hennar maður Einar Gunnar Einarsson, lögfræðingur, látinn, þau skildu. Hulda giftist 3. júní 1939, eftir- lifandi eiginmanni sinum, Hjálm- ari Guðmundssyni, skipstjóra, f. 14. janúar 1914, og eignuðust þau þijú börn sem eru 1) Gunn- laugur, f. 1938, starfsmaður Farsælu lífshlaupi tengdamóður minnar er lokið. Síðastliðin þrjú ár höfðu veikindi hennar verið að áger- ast og andlát hennar kom því að- standendum ekki á óvart. Söknuður fjölskyldunnar eftir missi hjartfólg- ins ástvinar er þó mikill, ástvinar sem ávallt var hægt að treysta á og ávallt bar hag fjölskyldu sinnar ofar eigin hagsmunum. Hulda fædd- ist og ólst upp á ísafirði og var elst fímm systkina. Hún minntist æsku- ára sinna á ísafirði ávallt með hlýju Vg þar var lagður grunnur að þeim lífsgildum sem hún hélt í heiðri alla ævi. Hún fluttist ung til Reykjavíkur og hóf skömmu síðar nám í hjúkrun og lauk því árið 1938. Hulda gekk að eiga Hjálmar Guðmundsson skip- stjóra árið 1939 og bjuggu þau lengst af í Reykjavík en síðar í Kópa- vogi. Vafalaust hefur hún oft átt andvökunætur fyrstu búskaparár þeirra, er hún var ein heima með ungan son þeirra en eiginmaðurinn í siglingum yfír Atlantshafíð á við- sjárverðum tímum seinni heimsstyij- aldarinnar. Stríðinu lauk og fjöl- skyldan stækkaði því Hjálmari og Huldu fæddist annar sonur og síðar dóttir. Hjálmar hætti sjómennsku, -hóf vinnu í landi og þau komu sér upp nýju heimili á Kjartansgötu 1 í Reykjavík þar sem börnin ólust upp og þaðan sem Hulda átti sínar bestu minningar. Þarna kynntist ég henni fyrst er ég fór að venja komur mín- ar þangað tii að hitta Sjöfn dóttur þeirra. Hún lagði metnað sinn í að búa fjölskyldu sinni gott heimili og bar það ætíð vott snyrtimennsku hennar og reglusemi. Hún ríkti þar á sinn Ijúfa hátt, var sættirinn þeg- ar í odda skarst og huggarinn þeg- ar á móti blés og nutu þess bæði börn hennar og barnabörn. Hulda starfaði sem hjúkrunarkona á Land- spítalanum um eins árs skeið árið 1938 en helgaði sig síðan uppeldi . barna sinna næstu 20 árin. Hún starfaði síðan á Vífílsstaðaspítala frá árinu 1958 til 1984 að hún hætti störfum 70 ára að aldri. Það ævistarf sem hún valdi sér, að hlúa að og hjúkra sjúkum var ! samræmi Sérfræðingar í blómaskrcvtingum v ió <>II tækifæri IB blómaverkstæði INNA«. Gerplu í Kópavogi, hans kona er Guðný Andrésdóttir, f. 1939, starfsm. Rolf Johansen og co. Þau eiga tvö börn og tvö barnabörn. 2) Gylfi, f. 1944, dáinn 1994,prentari, hans kona er Vera Snæ- hólm, f. 1946, þroskaþjálfi. Þau eiga tvær dætur og tvö bamabörn, einn- ig eignuðust þau son sem þau misstu nokkurra daga gamlan. 3) Sjöfn, f. 1946, hennar maður er Sigurjón Arnlaugsson, tannlæknir. Þau eiga tvö börn. Hulda fluttist til Reykjavíkur 16 ára gömul, hóf seinna nám í hjúkrun og iauk því árið 1938. Þá vann hún um tíma á Landspít- alanum en helgaði sig síðan heimili sínu og börnum þar til hún hóf störf á Vífilsstaðaspítala 1958 þar sem hún starfaði til ársjns 1984. Útför Huldu hefur farið fram í kyrrþey. við þá eðlisþætti í fari hennar að geta gefið öðrum af sjálfri sér án þess að krefjast nokkurs á móti. Starfíð veitti henni augljóslega mikla lífsfyllingu og hún lagði sig alla fram í því. Það kom yfir hana ákveðin reisn þegar hún var komin í búninginn sinn sem hún reyndar hugsaði alla tíð um sjálf og gætti þess að væri ávallt bæði stífaður og hreinn. Einnig minnist ég þess sérstaklega að alltaf virtist mér hún koma ánægð heim að vinnu lok- inni. Við Sjöfn bjuggum í mörg ár á neðri hæð í húsi tengdaforeldra minna og voru samskipti okkar því óhjákvæmilega mjög náin á þeim tíma. Slíkt sambýli gæti auðvitað falið ! sér ýmsar hættur, en aldrei bar þar þó skugga á. Börnin okkar urðu því þannig þeirrar gæfu að- njótandi að fá að alast upp í stórfjöl- skyldu þar sem afi og amma voru alltaf við höndina enda leituðu þau óspart þangað. Síðustu tvö æviár sín dvaldi tengdamóðir mi'n á hjúkr- unarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún naut þeirrar umhyggju o g aðhlynningar sem hún hafði áður veitt öðrum. Ég kveð hana með söknuði og þökk fyrir svo ótal margt er hún gaf mér og bið að Guð gefi Hjálmari tengdaföður mínum styrk í sorg hans. Sigurjón Arnlaugsson. Móðuramma mín, Hulda Gunn- laug Guðmundsdóttir, er látin. Það er undarlegt til þess að hugsa, að þessi kona sem átt hefur svo stóran þátt í lífi mínu skuli vera farin og komi aldrei aftur. Ég var ekki nema þriggja vikna gömul þegar amma byijaði að gæta mín á meðan mamma var í vinnunni. Ég var afar lítið ungbarn og þótti ömmu ég lítil og viðkvæm. En hún leysti það starf af hendi með sömu ástúð og um- hyggju og hún sýndi afa, börnum sínum, barnabörnum og öðrum þeim sem henni þótti vænt um. Ótal margar minningar þustu um huga minn þessa síðustu daga sem ég átti með ömmu minni. Margar litlar minningar sem virðast í fyrstu hversdagslegar en eru í raun svo dýrmætar. A uppvaxtarárum mínum bjó ég ásamt foreldrum mínum í kjallaranum hjá ömmu og afa á Fögrubrekkunni. Samgangurinn á milli hæða var mikill og oft mátti vart á milli sjá, hvort við Sjonni bróðir ættum heima á efri hæðinni eða þeirri neðri. Stundum þótti mömmu nóg komið og bað okkur um að gefa ömmu og afa næði til að vera ein. Ekki þurfti að líða meira en klukkustund frá því við sáumst síðast þar til afi bankaði á hurðina hjá okkur og spurði „er fólk í straffí hér?“. Þegar ég hugsa til baka þá hafði amma ótrúlega mikla þolin- mæði gagnvart mér. Ég var eins og húsbóndahollur hundur, elti hana eins og skuggi hvert sem hún fór. Ég fann það þó ávallt að ég var velkomin. Ég sat yfír henni á meðan hún straujaði föt, eldaði matinn, þvoði á henni bakið í baðinu og fylgdist með með þegar mamma setti í hana rúllur. Síðan settist ég hjá henni á meðan hún lét hárið þorna í þurrku. Ég hafði sérstaklega gaman af því að fylgjast með því þegar hún tók sig til fyrir vinnuna. Hún straujaði og sti'faði hjúkrunar- sloppana sína, setti næluna sína og hjúkrunarúrið upp. Ég fékk meira að segja að koma með þegar afí keyrði hana í vinnuna á Vífilsstöð- um. Eitt þótti mér þó allra mest varið í. Það var þegar ég fékk að sofa á milli hennar og afa í rúminu þeirra. Oft lá ég vakandi á milli þeirra og tímdi ekki að fara að sofa, mér þótti svo gott að vera hjá þeim. Amma var alltaf einstaklega myndarleg húsmóðir. Það var alltaf hreint hjá henni og ég man varla FRIÐRIK SIGTR YGGSSON + Friðrik Sig- trj'ggsson fædd- ist í Kumblavík á Langanesi 18. febr- úar 1919. Hann lést 30. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigtryggur Heiga- son og Guðbjörg Friðriksdóttir. Frið- rik var þriðji í röð- inni af sex systkin- um. Alsystkini hans voru: Kristrún, Helga, Olgeir, Val- gerður og Sigtrygg- ur. Hálfsystir Frið- riks var Svava Jóhannsdóttir og uppeldissystir hans var Aðal- heiður. Eftirlifandi systur Frið- riks eru Kristrún, Helga, Svava og Aðalheiður. Árið 1946 fluttist Friðrik til Keflavíkur. Árið 1960 kvæntist hann Birnu Jóns- dóttur, f. 7. septem- ber 1924, d. 30. maí 1996, og eignuðust þau þrjú börn. Þau eru: Birgir, f. 18. nóvember 1952, kvæntur Hildi Mar- íu Herbertsdóttur og eiga þau fjórar dætur; Guðbjörg, f. 2. nóvember 1956, gift Hólmkeli Gunn- arssyni og eiga þau tvö börn; Sigtrygg- ur, f. 29. október 1959 og á hann eina dóttur. Friðrik var sjómaður og vann alla tíð við þau störf sem tengd- ust sjósókn. Útför Friðriks fer fram frá Keflavikurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Skóhmirðustíg 12, a horni Bcrgstaðastrætis, smii 551 ‘>090 Elsku afí Fíi, ' Nú ert þú farinn héðan til betri staðar. Við erum vissar um að þú ert umvafinn kærleik og fegurð þar sem þú ert nú, fyrir öll þín góðu verk. Það er einstakt hve mjög þú lést þér umhugað um velferð þinna nánustu en í skuggann féll alltaf hvernig þér sjálfum leið. Elskulegi afí okkar. Þú kvaddir þessa jarðvist á svo yndislegan hátt þegar þú varst að huga að leiðinu hennar ömmu á páskadagsmorgun. Við vitum að á engan annan hátt hefðir þú frekar viljað fara héðan. Nú eruð þið amma saman á ný. Við munum hve sár þinn söknuður var eftir henni. Við trúum því að allt eftir ullarsokkum eða vettlingum sem amma ekki pijónaði. Þegar mamma og bræður hennar voru börn, pijónaði amma seint á kvöldin í frístundum sínum eftir að hafa sinnt heimili og börnum allan dag- inn. Amma gerði oft grin og sagði að við barnabörnin hefðum á henni matarást. Þetta var ekki að ástæðu- lausu því þau voru ófá skiptin sem ég borðaði hjá henni. Amma átti alltaf nóg til af öllu. Hún var dugleg við að baka og ef ekki voru til kök- ur voru bakaðar pönnukökur. Oft gekk illa hjá henni að safna í bunka af pönnukökum, því ég sat við hlið- ina á eldavélinni og borðaði þær jafn- óðum. Myndarskapur og umhyggja ömmu birtust ekki síst í starfí henn- ar sem hjúkrunarkona. Hún var virt af samstarfsfólki sínu og sjúklingum þótti vænt um hana. Það kom oft fyrir að sjúklingar báðu sérstaklega um að amma sinnti þeim. Nokkrir þeirra ortu meira að segja ljóð til hennar. En amma var hógvær kona og ekki mikið fyrir það að bera þessa velgengni sína á torg. Ég leit mikið upp til ömmu og lengi vel ætlaði ég að verða hjúkrunarkona eins og hún. Hún sagði mér oft frá því þeg- ar hún var ung og fylgdist með hjúkrunarnemunum á Landspítalan- um ganga um spítalalóðina. Hún var alveg viss um að þetta var það sem hana langaði til að gera. Ég er þess fullviss að hún hefði ekki getað fund- ið starf sem hentaði henni betur. Hún var hjúkrunarkona af Guðs náð. Við systkinin bjuggum ásamt for- eldrum okkar í Bandaríkjunum í nokkur ár. Amma og afí komu nokkrum sinnum í heimsókn og urðu þá einatt fagnaðarfundir. Þess á milli töluðum við oft saman síma og pakkarnir frá íslandi með blöðum, sælgæti og slíku voru ófáir. Verst þótti mér að missa af fjölskyiduveisl- unni sem amma töfraði ávallt fram á jólunum. Þær eru hefð sem móðir mín hefur haldið við síðan amma veiktist og ég mun vonandi taka við. Ungur frændi minn hafði af því miklar áhyggjur um síðustu jól hver ætti að búa til aspargussúpuna hennar langömmu þegar Sjöfn frænka gæti ekki lengur gert hana. Þegar ég varð eldri varð amma mín ekki bara amma heldur líka vin- kona. Hún hafði þann hæfileika að láta kynslóðabilið hverfa og hafði gaman af því að segja mér frá lífs- reynslu sinni. Hún gerði oft grín og bað mig um að segja sér kjaftasög- ur, hún myndi hvort sem er gleyma þeim og gæti því ekki kjaftað frá. Þessar stundir með ömmu minni eru mér ómetanlegar. hafi sinn tilgang og að þú hafír mikið að starfa og undirbúa þar sem þú ert nú. Minningin um góðvild þína og lítil- læti mun alltaf lifa með okkur. Við þökkum þér fyrir allt það sem við höfum lært af þér. Vaktu, minn Jesú, vaktu í mér. Vaka láttu mig eins í þér. Sálin vaki, þá sofnar líf, sé hún ætíð í þinni hlíf. (H. Pétursson.) Þínar sonardætur, María Rut og Anna María. Elsku afí minn. Nú ertu kominn í himnaríki, í himnaríki þar sem ég veit að þér líður svo vel. Ég mun aldrei gleyma hvernig þú fórst frá okkur. Það var svo fallegt hvernig þú kvaddir. Það var páskadagsmorg- unn og sólin skein svo þjart, þú hef- ur sennilega vaknað eldsnemma við þessa indælu sól og klætt þig í þitt fínasta til þess að fara að hlúa að gröf ömmu minnar. Þennan morgun svaf ég svo vel, skyndilega var ég vakin til þess að koma fram að tala við prestinn. I rauninni áttaði ég mig ekkert á hvað hafði gerst. En síðan þegar ég steig mín fyrstu skref inn í stofuna sá ég að allir voru ekki eins og þeir eru vanir að vera, allir voru svo leiðir. Ég settist niður hjá hinum. Ég mun aldrei gleyma því þegar presturinn sagði við mig: „Afí þinn dó í morgun, hann kvaddi við gröf ömmu þinnar." Tárin runnu niður kinnarnar og þau ætluðu aldr- Fyrir nokkrum árum greindist amma með alzheimer. Þegar litið er til baka voru mörg teikn á lofti um að eitthvað bjátaði á hjá ömmu löngu áður en sú greining fékkst. Sjúk- dómurinn varð samt smátt og smátt augljósari. Sárt þótti mér að sjá að amma mín, sem alltaf hafði.verið svo myndarleg húsmóðir, átfi orðið erfitt með að sinna heimilinu. Hún átti jafnvel erfítt með að taka á móti gestum því hún treysti sér ekki til að taka til kaffi og leggja á borð. Þetta var tímabil sem var mjög erf- itt fyrir ömmu. Hún gerði sér grein fyrir því að hún var veik en gerði samt sitt besta til að láta sem ekk- ert væri. Afí stóð við hlið hennar eins og klettur og reyndi að hjálpa henni eins og hann gat. Það kom þó að því að erfítt var að hafa ömmu heima allan daginn. Hún fékk dag- vistun á Hlíðarbæ þar sem hún var í tvö ár. Að lokum fór svo að amma fluttist á Sunnuhlíð í Kópavogi þar sem hún dvaldist síðustu tvö ár ævi sinnar. Kunnum við fjölskyldan starfsfólkinu á Hlíðarbæ og Sunnu- hlíð bestu þakkir fyrir ástúðlega umönnun. Alzheimer sjúkdómurinn náði smám saman yfírhöndinni á meðan amma var á Sunnuhlíð. Sjúk- dómurinn varð þess valdandi að hún fjarlægðist okkur hægt og rólega. í raun er hægt að lýsa þessu ferli sem langri kveðjustund. Þessari kveðju- stund lauk miðvikudaginn 26. mars. Mér þótti vænt um að geta verið hjá ömmu minni síðustu stundir hennar þar til yfir lauk. Þó var svo margt sem mig hefði langað að segja henni en gat það ekki. Mér þykja þessi orð mín sem ég hef skrifað hér helst til fátækleg. Það eru ein- faldlega ekki til nógu sterk orð til að lýsa því hversu mjög ég elskaði ömmu mína og dáðist að henni. Ég ætla samt að reyna að koma þakk- læti mínu í orð. Elsku amma mín, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Takk fyrir að hafa elskað mig. Takk fyrir að hafa verið amma mín. Vort líf er svo rikt af ljóssins þrá, að lokkar oss himins sólarbrá, og húmið hlýtur að dvína, er hrynjandi geislar skína. Vor sál er svo rík af trausti og trú, að trauðla mun bregðast huggun sú. Þó ævin sem elding þjóti, Guðs eilífð blasir oss móti. Vort hjarta er svo ríkt af hreinni ást, að hugir gegnum dauðann sjást. - Vér hverfum og höldum víðar, en hittumst þó aftur - síðar. (Jóhannes úr Kötlum.) Ingibjörg. ei að stoppa, því þetta var svo sárt að heyra. Elsku afí minn, þú veist að það var sárt að heyra sannleikann því aðeins eru tíu mánuðir síðan amma yfírgaf okkur. Afí minn, mér fínnst ég hafa misst svo mikið, en núna veit ég að þér líður betur því núna ertu ekki einmana, nú ertu í faðmi ömmu en það var það sem þú hafðir óskað mest. Nú ertu farinn frá mér en þó þú sért farinn þá veit ég vel að þú fórst eins og þú vildir fara. En auðvitað hittumst við aftur því auðvitað er líf eftir dauðann. Elsku besti afi minn, ég vil þakka þér allar þær stundir sem við áttum saman, líka þær stundir sem ég átti með henni elsku ömmu minni sem mér þótti líka svo vænt um. Ég mun geyma þessar minningar í hjarta mínu til æviloka, þar til ég hitti ykkur á ný. Góði guð, viltu geyma þau og varðveita. Nú hljómi lofsöngslag frá lífsins hörpu’ í dag, því rósin lífsins rauða er risin upp af dauða. Vor lofgjörð iinni eigi á lífsins sigurdegi. Burt synd og hjartasorg! Ég sé guðs friðarborg og lífsins lindir streyma, þar lífið sjálft á heima. Því linnir lof mitt eigi á lífsins sigurdegi. (Bj. Jónsson.) Þitt barnabarn, Ásta Kristín Hólmkelsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.