Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 41
H—
FRÉTTIR
Tryggingar hækki
vegna launabóta
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi ályktun frá sambands-
stjórnarfundi Sjálfsbjargar, lands-
sambands fatlaðra:
„Sjálfsbjörg getur ekki látið þau
skilaboð átölulaus sem fram komu
í utandagskrárumræðu á Alþingi
4. apríl sl. Jóhanna Sigurðardóttir
ræddi þar um kjaramál lífeyrisþega
og samkvæmt fréttum svaraði Ein-
ar Oddur Kristjánsson henni á eft-
irfarandi hátt: „Það má ekki ger-
ast nú, þegar betur árar efnahags-
lega, að ríkið fari að gera ailt fyr-
ir alla alls staðar“.
í tengslum við nýlegar yfirlýs-
ingar forsætisráðherra og fjár-
málaráðherra ítrekar Sjálfsbjörg
það sjónarmið, að þær launabætur
sem um semst í yfirstandandi
kjarasamningum komi að fullu til
hækkunar á greiðslum almanna-
trygginga til lífeyrisþega.
Fundurinn telur að bilið milli líf-
eyrisþega og launamanna hafi
breikkað verulega í síðustu al-
mennu kjarasamningum. Ekki er
hægt að láta það átölulaust að lit-
ið sé á framfærslu öryrkja á annan
hátt en almennra launamanna.
Aðbúnaður öryrkja er í mörgu til-
liti verri en annarra þjóðfélags-
hópa. Þeir þurfa oft og tíðum að
bera umframkostnað sem af fötlun
þeirra leiðir án þess að nokkurt
tillit sé til þess tekið varðandi kjör
þeirra.
Sjálfsbjörg fagnar samkomulagi
milli félagsmálaráðuneytisins og
Sambands íslenskra sveitarféiaga
um verkefni á sviði ferlimála fatl-
aðra.
Sjálfsbjörg hefur lengst af unnið
mikið starf í ferli- og aðgengismál-
um, enda telja samtökin það eitt
hið mikilvægasta svo hreyfihaml-
aðir komist úr einangrun til eðli-
legs lífs.
Samtökin hvetja öll sveitarfélög
landsins til að taka þátt í verkefn-
inu og huga að því, að gott að-
gengi er nauðsynlegt fyrir hreyfi-
hamlaða og nýtist jafnframt öðrum
íbúum sveitarfélagsins. Sjálfsbjörg
mun fylgjast grannt með fram-
vindu mála.“
Reynir á að ríkis-
fjármálin verði í lagi
Morgunblaðinu hefur borist eftirfar-
andi yfirlýsing frá Einari Oddi Krist-
jánssyni alþingismanni vegna frétta-
tilkynningar Sjálfsbjargar:
„í fréttatilkynningu sem mér hef-
ur borist frá Sjálfsbjörg, landssam-
bandi fatlaðra, 5. apríl 1997 segir:
„í fréttatilkynningu frá Sjálfsbjörg,
landssambandi fatlaðra, 5. apríl
1997 segir: „Sjálfsbjörg getur ekki
látið þau skilaboð átölulaus sem
fram komu í utandagskrárumræðu
á Alþingi í gær 4. apríl. Jóhanna
Sigurðardóttir ræddi þar um kjara-
mál lífeyrisþega og samkvæmt frétt-
um svaraði Einar Oddur Kristjáns-
son henni á eftirfarandi hátt: „Það
má ekki gerast nú, þegar betur árar
efnahagslega, að ríkið fari að gera
allt fyrir alla alls staðar."
Þar sem öll efnisatriði í fréttatil-
kynningunni eru röng skal tekið
fram eftirfarandi:
Utandagskrárumræða á Alþingi
4. apríl var ekki að frumkvæði Jó-
hönnu Sigurðardóttur heldur var
málshefjandi Margrét Frímannsdótt-
ir. Umræða var ekki um kjaramál
lífeyrisþega sérstaklega heldur um
almenn áhrif nýgerðra kjarasamn-
inga.
í tveggja mínútna pistli sem ég
flutti við þessa umræðu hvatti ég
til þess að farið væri varlega í ríkis-
fjármálum, taldi vítin verða til varn-
aðar, sagði orðrétt:
„En það er ástæða til að minnast
þess að mjög oft höfum við haft
tækifæri til þess, íslendingar, að
ganga vel í efnahagsmálum en þá
hefur það yfirleitt verið þannig að
það eru ríkisíjármálin og mistök í
þeim sem hafa leitt til þess að heild-
arstefna í efnahagsmálum hefur öll
farið út og suður, hin góðu áform
aðila vinnumarkaðarins, forustu
launþega og annarra hafa farið út
og suður, kaupmátturinn hefur farið
niður en ekki upp.
Það eru fjölmörg dæmi þess, og
ég held að það sé ástæða til þess
núna að rifja það upp vegna þess
að það er staðreynd - það þarf sterk
bein til að þola góða daga. Nú reyn-
ir mjög á það á næstu misserum að
ríkisíjármálin verði í miklu lagi, það
verði passað upp á það að þau fari
nú ekki út og suður eins og svo oft
áður. Menn fari ekki að leika þann
gamla leik að gera ailt fyrir alla
alls staðar og alltaf. Það er upphaf-
ið að ógæfunni, var löngum, og mun
verða það þannig áfram ef við förum
þá leið. Því skulum við fara varlega
í ríkisfjármálum því þannig getur
Alþingi stuðlað að því að kjarabótin
nái hámarki og við þurfum þess.“
Um leið og ég óska Sjálfsbjörg
allra heilla í framtíðinni vonast ég
jafnframt til þess að landssamband
fatlaðra beri gæfu til þess í framtíð-
inni að láta ekki plata sig til að setja
fleiprur og vitleysu í fréttatilkynn-
ingar sínar.“
Germanskur
uppruni
DR. Þórhallur Eyþórsson málfræð-
ingur heldur fyrirlestur á vegum
Islenska málfræðifélagsins í Lög-
bergi, st. 101, í dag kl. 16.15.
Fyrirlesturinn nefnist: „Germ-
anskur uppruni norrænnar setn-
ingagerðar" og íjallar um ýmis
setningafræðileg einkenni í nor-
rænu máli að fornu, svo sem stöðu
sagnar í fyrsta eða öðru sæti i setn-
ingu, neitun með sagnorðum og
mismunandi stöðu nafnorða og for-
nafna. Með samanburði við önnur
forngermönsk mál, t.d. gotnesku,
fornensku og fornháþýsku, mun
Þórhallur gera grein fyrir þróun
norrænnar setningagerðar frá
frumgermönsku og sýna fram á að
með aðferðum nútímasetningafræði
er unnt að endurgera setningar á
eldri málstigum á svipaðan hátt og
hljóð- og beygingakerfi tungumála.
Frekari lækkun skipa-
farmgjalda verði könnuð
HALLDÓR Blöndal samgönguráð-
herra og kona hans, Kristrún Ey-
mundsdóttir, fóru í opinbera heim-
sókn til Grænlands dagana 27.-31.
mars í boði Peters Grönvolds Samu-
elsens, atvinnu- og samgönguráð-
herra Grænlands.
„Það er pólitískur áhugi á því
að styrkja samvinnu íslands og
Grænlands innan ferðaþjónustunn-
ar og í viðskiptalífinu til þess að
bæta samgöngur milli landanna
sem er forsenda fyrir nánari sam-
vinnu og viðskiptum þeirra á milli,“
segir í sameiginlegri yfírlýsingu
ráðherranna.
„Ráðherrarnir hafa gert sam-
komulag um að kannaðir verði
möguleikar á frekari lækkun skipa-
farmgjalda milli íslands og Græn-
lands til þess að greiða fyrir flutn-
ingum og gera þá ódýrari. Græn-
lenska landsstjórnin hefur sam-
Ályktun SUF
MORGUNBLAÐIÐ hefur borist eft-
irfarandi ályktun sem stjórn Sam-
bands ungra framsóknarmanna
samþykkti á stjórnarfundi í Reykja-
vík 6. apríl:
„Stjórn SUF skorar á dómsmála-
ráðherra að banna embættisfærslur
opinberra starfsmanna í heitum
pottum á sundstöðum í Reykjavík.
Biskupinn yfir íslandi hefur stað-
fest í útvarpsviðtali að sr. Þórir
Stephensen og ríkissaksóknari noti
sundstaði til að skipuleggja aðför
að tjáningarfrelsinu. Vert er að
minna á í þessu tilefni að umrædd-
ur ríkissaksóknari hefur áður kært
ungan mann og fengið dæmdan til
greiðslu sektar og til að greiða sr.
Þóri fébætur vegna ærumeiðandi
ummæla.
í ljósi þessa telja ungir framsókn-
armenn fulla ástæðu til að efast
um boðleiðir og forgangsröðun hjá
ríkissaksóknara."
þykkt að á þessu vori verði áfram
unnið að því að lækka skipafarm-
gjöld milli íslands og Grænlands
með því að þau verði 80% af farm-
gjöldunum milli Grænlands og Dan-
merkur. Ef í ljós kemur að fyrir
því eru efnahagslegar forsendur
mun Peter Grönvold Samuelsen
samgönguráðherra eftir samkomu-
lagi við Royal Arctic Line leggja
fyrir landsstjórnina tillögur um
frekari lækkun á farmgjöldum milli
íslands og Grænlands.
Loks eru ráðherrarnir Peter
Grönvold Samuelsen og Halldór
Blöndal sammála um nauðsyn þess
að sú samvinna á sviði ferðamála
sem efnt hefur verið til með SAM-
IK-samkomulaginu verði efld. Þeir
leggja áherslu á að efna til nýrra
vinabæjartengsla til að efla og auka
samskipti þjóðanna," segir enn-
fremur.
Borges og ís-
lenskar forn-
bókmenntir
FÉLAG íslenskra fræða boðar til
fundar með Sigrúnu Á. Eiríksdóttur,
lektor í Skólabæ, Suðurgötu 26, í
kvöld, miðvikudagskvöldið 9. apríl,
kl. 20.30. Hún nefnir erindi sitt.
Borges og íslenskar fornbókmenntir.
Sigrún er lektor í spænsku við
Háskóla íslands. í erindinu verður
íjallað um viðhorf Borges til Snorra
Sturlusonar og frásagnaraðferðar í
Heimskringlu og íslendingasögum,
einnig verður sagt frá skoðun hans
á kenningum í dróttkvæðum en um
þær skrifaði hann ianga ritgerð árið
1933. Jafnframt þessu verður bent
á ákveðna þætti í hans eigin verkum
sem vísa í forníslenskar bókmenntir,
einkum varðandi kenningar og
vangaveltur Borges um tungumálið
og möguleika þess til að tjá marg-
breytilegan veruleikann.
Éftir framsögu Sigrúnar verða
almennar umræður. Fundurinn er
öllum opinn.
Dead Sea Apple
með tónleika
HLJÓMSVEITIN Dead Sea Apple
heldur tónleika á skemmtistaðnum
Astró miðvikudaginn 9. apríl kl. 22.
Á tónleikunum mun hljómsveitin
leika efni af síðustu plötu sinni
ásamt því að frumflytja nýtt efni.
Tónleikarnir eru liður í undirbúningi
hljómsveitarinnar fyrir tónleikaferð
til New York 15. maí nk.
Athugasemd
frá Félagi eldri
borgara
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi athugasemd frá Félagi
eldri borgara í Reykjavík og ná-
grenni.
í framhaldi af aðvörun formanns
Þroskaþjálfafélagsins í sjónvarpi
nýlega þarf stjórn Félags eldri borg-
ara í Reykjavík og nágrenni (FEB)
að koma á framfæri upplýsingum.
Undanfarið höfum við fregnað að
hringt sé til félaga okkar og ann-
arra eldri borgara af ótilgreindum
aðilum og látið í það skína,_að hringt
sé á vegum félags okkar. Álítur fólk
að það sé verið að rukka inn félags-
gjald FEB, en félagið innheimtir
ekki félagsgjöid með símhringing-
um. Boðin er allskonar þjónusta, sú
sama og við veitum, fyrir sama ár-
gjald og er hjá okkur.
Félag eldri borgara í Reykjavík
og nágrenni vinnur alhliða að hags-
munamálum eldri borgara, jafn-
framt því að veita aðstöðu til fjöl-
þætts félagslífs.
Lýst eftir vitnum
RANNSÓKNARDEILD lögreglunn-
ar í Reykjavík lýsir eftir vitnum að
umferðaróhappi sem gerðist á
Reykjanesbraut undir Elliðaárbrú
sunnudaginn 30. mars síðastliðinn,
laust eftir miðnætti.
Þá var fólksbifreið af gerðinni
Mercedes Bens 500, dökkblárri að
lit, ekið á steypustólpa. Þeir sem
kynnu að hafa séð aðdraganda
óhappsins eru beðnir um að hafa
samband við lögreglu.
Kynning á námi
við Gautaborg-
arháskóla
FULLTRÚAR frá Gautaborgarhá-
skóla standa fyrir kynningu á námi
við skólann í dag, miðvikudaginn
9. apríl, kl. 10-14, 2. hæð í aðalbygg-
ingu Háskóla Islands.
Gautaborgarháskóli veitir einum
íslenskum stúdent styrk tili að
stunda nám við skólann. Nánari
upplýsingar veitir Upplýsingastofa
um nám erlendis, Neshaga 16.
SMAAUGLYSINGAR
FELAGSLIF
□ Glitnir 5997040919 I 1 Frl.
I.O.O.F 9 = 1784971/2 = S.r.
I.O.O.F. 7 = 17804098/2 = 9.0
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00
Skyggnilýsingafundur
Miðlarnir Ingibjörg Þengils-
dóttir og Margrét Hafsteins-
dóttir halda sameiginlegan
skyggnilýsingafund í kvöld, mið-
vikudagskvöldið 9. apríl, kl. 20.3C
á Sogavegi 69 (sal Stjórnunar-
skólans). Húsið opnað kl. 19.30.
Aðgangseyrir kr. 1.000.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANOS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 9. apríl
kl. 20.30
Myndakvöld í Mörkinni 6 frá
Grænlandi og Færeyjum
Myndakvöldið er helgað næstu
nágrönnum okkar, sem sannar-
lega er þess virði að kynnast.
Fyrir hlé mun Jón Viðar Sigurðs-
son jarðfræðingur sýna myndir
og segja frá ferð sl. sumar um af-
skekktar slóðir á norðvestur
Grænlandi. Sagt verður frá
gönguferð um eyjuna Nuugaat-
siaq, sem er norðan við Uum-
mannaq og einnig siglingu norð-
ur til veiðimannaþorpsins Kull-
orsuaq sem er 900 km norðan
við heimskautsbaug. Eftir hlé
sýnir Ágúst Guðmundsson jarð-
fræðingur myndir víða að frá
Færeyjum, bæði frá dvö! sinni
þar á síðastliðnu sumri og frá ár-
inu 1983. Góðar kaffiveitingar
hléi. Verð 500 kr. (kaffi og með-
læti innifalið).
Ferðafélagið efnir til gönguferð-
ar á Suður-Grænlandi 8.-17. júl
og Færeyjaferðar 4.-12. júní.
Myndasýningin er þó ekki tengd
þeim ferðum. Upplýsingablöð á
skrifstofunni.
Minnum á heillaóska- og
áskriftarlista vegna afmælis-
rits Ferðafélagsins, Ferðabók
Konrads Maurers. Athugið að
það nægir ein skráning fyrir
hjón.
Sunnudagur 13. apríl kl. 13.
Valhúsahæð-Suðurnes
(afmælisganga 1. ferð).
....SAMBAND ÍSLENZKRA
yaZir KRISTNIBOÐSFÉLAGA
Kristniboðssalurinn,
Háaleitisbraut 58.
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðs
félags karla verður i kvöld kl
20.30. Helga Magnúsdóttir syng
ur. Happdrætti. Benedikt Arnkels
son flytur hugleiðingu.
Allir hjartanlega velkomnir.
Ulf Ekman
á Islandi
Ulf Ekman sam-
koma í Fíladelfíu JPF Ip
i kvöld kl. 20.00.
Allir hjartanlega
velkomnir!
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
MÖRKINNI 6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 9. apríl kl.
20.30
Myndakvöld frá Grænlandi
og Færeyjum
Myndakvöldið er helgað næstu
nágrönnum okkar sem sannar-
lega er þess virði að kynnast.
Fyrir hlé mun Jón Viðar Sigurðs-
son jarðfræðingur sýna myndit
og segja frá ferð sl. sumar um af-
skekktar slóðir á norðvestur
Grænlandi. Sagt verður frá
gönguferð um eyjuna Nuugaats-
uaq sem er norðan við Uum-
mannaq og einnig siglingu norð-
ur til veiðimannaþorpsins Kull-
orsuaq sem er 900 km norðan
við heimskautsþaug. Eftir hlé
sýnir Ágúst Guðmundsson jarð-
fræðingur myndir víða að frá
Færeyjum, bæði frá dvöl sinni
þar á síðastliðnu sumri og frá ár-
inu 1983. Góðar kaffiveitingar
hléi. Verð 500 kr. (kaffi og með-
læti innifalið).
Ferðafélagið efnir til gönguferð-
ar á Suður-Grænlandi 8.-17. júl
og Færeyjaferðar 4.-12. júní.
Myndasýningin er þó ekki tengd
þeim ferðum. Upplýsingablöð á
skrifstofunni.
Minnum á heillaóska- og áskrift-
arlista vegna afmælisrits Ferða-
félagsins, Ferðabók Konrads
Maurers. Athugið að það nægir
ein skráning fyrir hjón.