Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ JÓN HALLDÓRSSON + Jón Halldórsson fæddist á Stó- rólfshvoli í Hvol- hreppi í Rangár- vallasýslu 11. októ- ber 1918. Hann lést á heimili sínu 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Halldór Teits- son, f. 16.7. 1886, d. 26.1. 1967, bóndi á Stórólfshvoli, síð- ar sjómaður í Hafn- arfirði, og kona hans frú Ingibjörg Jónsdóttir, húsmóð- ir, f. 3.12. 1891, d. 20.3. 1954. Halldór og Ingibjörg eignuðust sex börn, þau eru: Jón, f. 11.10. 1918, kvæntur Ásdísi Vídalín Kristjánsdóttir. f. 1918, d. 28.8. 1992. Vilborg, f. 1922, gift Baldri Krisljónssyni, f. 1909, Elías, f. 1922, - d. 19.9. 1990, kvæntur Þuríði Gísladóttur, f. 1919, Guðrún, f. 1923, gift Gunnlaugi Jónssyni, f. 1920, d. 29.1. 1980, Þorbjörg, f. 1926, d. 1985, gift Karli Hafsteini Gunnlaugssyni, f. 1925, d. 1996, og Þorgrímur, f. 1927, kvæntur Þuríði Þórarinsdóttur, f. 1932. Hinn 21.4. 1945 kvæntist Jón Ásdísi Vídalín Kristjánsdóttur, húsmóður, f. 3.12. 1918, d. 28.8. 1992. Foreldrar hennar voru Kristján Vídalín Brandsson, sjómaður, f. 12.6. 1881, d. 3.12. 1941 og kona hans Guð- ríður Guðbjörg Víd- alín Þorláksdóttir, húsmóðir, f. 22.5. 1881, d. 1.7. 1974. Jón og Ásdís eignuðust tvo syni. 1) Kristján Vídalín, kvæntur Guðrúnu Sigríði Sævarsdótt- ur og á hann fjögur börn. 2) Halldór, kvæntur Steinunni Þórjónsdóttur, og á hann tvö börn. Einnig ól Jón upp Elínborgu Lárusdóttur, dóttur Ásdísar frá fyrra hjónabandi. Var hún gift Jóni Vali Jenssyni, og á hún þrjú börn. Barnabarnabörn eru sex talsins. Jón stundaði sjómennsku frá unga aldri. Starfaði síðan sem dyravörður í Hafnarbíói í ellefu ár ásamt húsgagnabólstrun sem varð hans ævistarf. Jón var umfangsmikill frímerkja-, mynt- og póstkortasafnari og vann til margra verðlauna heima sem erlendis. Hann var einn af stofnendum íþróttafé- lagsins Hauka í Hafnarfirði. Útför Jóns fer fram frá Grensáskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Þegar ástvinur deyr, er eins og heimurinn hljóðni; tíminn stendur kyrr, hugsanir leita á mann. Með Jóni Halldórssyni er fallinn „4rá góður maður og gegn, öllum hugljúfur sem til hans þekktu. Frá því að við kynntumst 1973, þegar við Elínborg stjúpdóttir hans hófum samleið okkar, hef ég ævinlega mætt vinsemd af hans hálfu, hjálp- semi og hlýhug sem aldrei bar skugga á. Fólki sínu hefur hann verið eins og akkeri sem treysta mátti að væri alltaf til staðar, þar til nú, þegar þessi vinnufúsi öðling- ur lýtur í lægra haldi fyrir lögmáli lífs og dauða. Jón var alinn upp við kröpp kjör í stórum systkinahópi og byrjaði snemma að taka til hendi, bæði til lands og sjávar. Hann var í sveit mörg sumur, það var á þeim dögum þegar strákar eins og hann gátu verið sendir alla leið úr Grímsnesi til Reykjavíkur fótgangandi. Afi hans, Jón Jónsson á Vindási á Rangárvöllum, var honum kær, en ungir sem aldnir urðu að taka þátt í brauðstriti lífsins. Ásamt nokkrum vinum sínum ákvað Jón að setja á stofn íþróttafé- lag í Hafnarfirði; fengu þeir séra Friðrik Friðriksson til að gefa sér góð ráð, hvað hann og gerði, hafði þá sjálfur stofnað knattspyrnufé- lagið Val. Nýja félagið fékk nafnið Haukar, og þótt piltarnir væru fáir, lét sr. Friðrik þau orð falla, að ein- hvern tímann gæti félagið þeirra orðið stærra en stóri bróðir - og reyndist þar forspár. En Jón var bundinn við sveitastörf á sumrin og gat því síður gefið sig að íþrótt- unum en löngun hans stóð til. Jón hóf snemma sjómennsku, fyrst á bátum og seinna á togurum, eins og aðrir vaskir menn á þeim árum. Hafði hann frá mörgu að segja úr siglingum og saltfisktúr- um, af veiðum við viðsjálustu að- stæður og svaðilferðum sem ekki voru heiglum hentar, m.a. þegar skip hans, togarinn Garðar, fórst á stríðsárunum og færri voru sem komust af en fórust; héldu þeir sem björguðust félagsskap fram á síð- ustu ár. Og einhver hlífiskjöldur hefur verið yfir Jóni þegar hlut- kesti eitt réð því, að hann fór ekki út með togaranum Rán, sem hvarf með öllum mannskap í hafið. Und- arleg atvik tengdust þessum at- burðum, sem bentu til þess að hér væri giftudijúgur maður undir hul- inni verndarhendi. Seinna fór Jón að vinna í landi, lengst við bólstrun, og rak þá eigið verkstæði við Vatnsstíg. í því sér- staka andrúmslofti vinnugleði og iðjusemi, sem þar ríkti, var tekið á móti manni með bros og brandara á vör, meðan hann hélt áfram að strengja sín áklæði og „skjóta“ í sína sófa. Þótt hann væri ekkert að slá um sig og gengi hávaðalaust fram í lífinu, var hann karlmenni, óvílinn við kulda og erfiði og dug- legur að draga björg í bú. Jón var sá gæfumaður að eign- ast lífsförunaut, Ásdísi Vídalín Kristjánsdóttur, sem var honum svo ómissandi sáiufélagi og það var eins og hann væri með hálfan hug við þennan heim eftir fráfall hennar 1992. Ásdís var barnfæddur Hafnfirð- ingur eins og Jón, falleg kona og margt vel gefið til munns og handa, orðheppin með afbrigðum (en frá- sagnagáfu foreldranna hefur Hall- dór sonur þeirra tekið eftir þeim svo að ekki verður um villst). Hún var skörungur í heimilishaldi og við öll tækifæri, ekki síst þegar stórfjöl- skyldan kom saman á hátíðarstund- um, þá var jafnan farið til Jóns og Dísu; þangað leita menn sem þeir vita að þeir eiga góðs að bíða. Eftir- sjá Jóns eftir Ásdísi var átakanleg, við vissum að hann vitjaði leiðis hennar tvisvar á dag í langan tíma eftir fráfall hennar, á hvaða árstíð sem var og gaf með þeim eftir- minnilega hætti þögulan vitnisburð um tryggðabönd þeirra, sem sagði meira en nokkur orð. Tvo syni eiguðust þau, Kristján og Halldór, en fyrir átti Ásdis dótt- urina Elínborgu, sem ólst upp með + Pálína Theod- órsdóttir var fædd á Bæjarskeij- um í Miðneshreppi " 29. maí 1921. Hún lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 20. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Theódór Ein- arsson bóndi og sjó- maður á Bæjarskeij- um, f. 2.7. 1894, d. 8.5. 1983, og Vigdís Bjarnadóttir hús- freyja, f. 2.9. 1893, d. 5.2. 1969. Pálína var einkadóttir foreldra sinna. Foreldrar og systkini Theodórs hafa flest búið í Miðneshreppi, Sandgerði. Faðir Vigdísar var Bjarni Magnússon, steinsmiður í Reykjavík, f. 2.10. 1851 í Suð- urkoti í Grímsneshreppi í Ár- nessýslu, d. 31.5. 1928 í Reykja- ^ vík. Foreldrar hans voru Magn- ús Vigfússon bóndi, f. 26.9. 1823, í Fíflholtshjáleigu í V- Landeyjahreppi, d. 19. ágúst 1896, Guðmundssonar, f. 1788 í Fíflholtshjáleigu. Kona Magn- úsar, Vigdís Bjarnadpttir, f. 1815 í Holtakotum í Úthlíðar- sókn, dóttir Bjarna Einarssonar ' bónda í Holtakoti, f. í Vatns- leysu 1780, og konu hans Vigdísar Hall- dórsdóttur, f. í Vatnsleysu 1776. Móðir Vigdísar var Sólveig Sigurðar- dóttir, f. 6.7. 1868 í Reykjavík, d. 3.9. 1949 á Bæjarskerj- um í Miðneshreppi í Sandgerði, þar sem hún bjó síðustu árin hjá Vigdísi dóttur sinni. Sól- veig var af Ef- ferseyætt, dóttir Sigurðar Jónsson- ar, bónda og sjó- manns í Móakoti í Reykjavík, f. 1824 í Reykjavík, d. 2.4. 1890. Sigurður var sonur Jóns Gissur- arsonar, f. 1795, sonar Gissurar vaktara Magnússonar, f. 1770, d. 1846, sonar Magnúsar Helga- sonar, Effersey, d. 1785, og konu hans Sigríðar Gissurar- dóttur. Útför Pálínu fór fram í kyrr- þey frá Hvalsneskirkju 29. mars. Fyrstu kynni mín af Pálínu frænku minni urðu þegar ég var um sex ára gömul og send í sveit til föðursystur minnar Vigdísar, móður Pálínu. Ég var hjá þeim á Bæjarskeijum á sumrin fram að fermingaraldri og var alltaf eins og ein af fjölskyldunni. Við Pálína rifj- uðum oft upp á seinni árum þá gömlu góðu tíma. Pálína var sex árum eldri en ég og fékk það hlut- verk að líta eftir mér fyrst um sinn, meðan ég var að venjast umhverf- inu. Pálína skemmti sér oft vel og hló að því þegar ég, borgarstelpan, kom fyrst til Bæjarskerja og steig út úr mjólkurbílnum með háalvar- legan svip og hatt ofan í augu. Pálína var ekki lengi að hressa upp á frænku sína úr borginni. Pálína giftist Bergi Vigfúsi Sig- urðssyni, sem lést fyrir nokkrum árum, og var hann verkstjóri hjá Miðnesi hf. Þeim varð níu barna auðið, sjö stúlkna og tveggja drengja, en tvær dætur þeirra eru látnar. Páh'na og Bergur voru mjög sam- hent hjón og var reglusemin höfð þar í fyrirrúmi. Meðan Pálína var að koma stóra barnahópnum upp hefur sólarhringurinn oft verið langur. Þó heyrði ég aldrei kvörtun- artón frá henni. Pálína var greind kona og lék allt í höndum hennar. Það var mjög ánægjulegt að heimsækja þau hjón- in, Pálínu og Berg, og var alltaf slegið á létta strengi og glaðværð í heiðri höfð. Pálína naut þess síð- ustu árin að vera í nálægð barna og barnabarna sinna. Blessuð sé minning hennar. Meg- ir þú hvíla í friði. Edda I. Vikar. PÁLÍNA THEODÓRSDÓTTIR þeim. Jón var henni eins og elsku- legur faðir, gerði aldrei upp á milli þeirra systkinanna, enda kallaði hún hann pabba sinn. Barnabörnin eru orðin níu, öll mannvænleg, og samhent voru þau Jón og Dísa að sinna þeim og veita þeim allan þann stuðning og alúð sem þau gátu. Börnin voru yndi þeirra og ánægja og ekki til það afabarn sem hann hossaði ekki á kné sér. Einhver vernd hefur verið yfir þessari fjöl- skyldu á Njálsgötu 86, því ef ein- hvern tímann virtist koma upp áhyggjuefni, þá snerist það allt til góðs, til meiri farsældar en bestu vonir stóðu tii. Þegar aldurinn fór að færast yfir og börnin löngu komin að heiman, keyptu Jón og Dísa sér sumarbú- stað í fallegri brekku í landi Eilífs- dals í Kjós og nefndu hann Sunnu- hlíð. Þar fengu þau útrás fyrir sköp- unargleði sína og athafnaþrá við ræktun, jafnt á jarðávöxtum sem fallegum blómum og tijágróðri, með dyggri aðstoð eldri sonar þeirra, Kristjáns Vídalíns, sem er lærður skrúðgarðyrkjumeistari. Jón var gjarnan að dytta að einu og öðru og Dísa að hlynna að blómum eða við sínar fallegu hannyrðir. Þar áttu þau og við öll margar ánægju- stundir, tókum í spil á kvöldin og undum okkur úti sem inni í kyrrð náttúrunnar. Heima við sinnti Jón tómstund- um, kom sér upp fágætu frímerkja- safni, sérhæfði sig m.a. í póst- stimplum og vann til verðlauna á sýningum innanlands og utan. Fé- lagsmenn úr Félagi frímerkjasafn- ara munu heiðra minningu hans við útförina, ásamt fulltrúum Hauka úr Hafnarfirði. Önnur tómstunda- iðja Jóns var póstkortasöfnun, hann átti eitt mesta safn landsins í þeirri grein, og var til hans leitað af sagn- fræðingum, rithöfundum og dag- blöðum til efnisöflunar. Safninu kom hann fyrir í smekklegum möppum, flokkuðum eftir mynd- efni, og var það afar fróðlegt um landshætti og merka sögustaði, raunar merkur þáttur í íslenskri menningarsögu. Jón kunni að njóta gæða lífsins, en ekki síður að deila þeim með öðrum, hann var glaður gjafari, óeigingjarn framar flestum sem ég hef kynnst. „Fyrirgefðu þetta lítil- ræði,“ átti hann þá til að segja í hógværð sinni, en það sem skipti meira máli var, að hann virtist aldr- ei of upptekinn til þess að geta gefið manni tíma sinn og athygli. Hafði þá gjarnan á takteinum glett- in tilsvör, krydduð sögubrotum af sérkennilegum atvikum sem hann rataði í á lífsleiðinni og skemmtileg- um lýsingum á togaralífinu. „Sestu niður og segðu mér allt sem þú veist!“ var eitt viðkvæða hans, og svo var farið að spjalla, og ijúkandi kaffi og veitingar fram boðnar. í tvo áratugi þekkti ég Jón skegglausan með öllu, en á síðustu árum lét hann sér vaxa myndarlegt alskegg sem gerði hann enn afa- legri og tígulegri í senn. Reyndar var þetta sama skegglag og afi hans og nafni í Vindási var með, og naumast tilviljun. Þótt ég sé fjarvistum af landinu, er ég með hugann við Jón og kveð hann með þakklátum huga fyrir að hafa átt hann að sem vin. Sambúð- arslit okkar dóttur hans breyttu þar engu um, hann hélt áfram að taka mér fagnandi með kossi, eins og ekkert hefði í skorist. Hann hefur verið mér og mínum allt sem einn faðir, tengdafaðir og afi getur ver- ið. Hlýja hans, hjálpsemi, jákvætt lífsviðhorf, yfirlætislaus nálægð hans, uppörvandi, góðleg röddin, allt þetta fylgir manni ásamt góðum minningum. Páskarnir eiga að minna okkur á, að Kristur er konungur dýrðar- innar og „frumgróði“ þeirra sem upp munu rísa til eilífs lífs. Jón Halldórsson átti örugglega heita trú við rót hjarta síns, en taldi sig ekki sjá glögglega hvernig eitt væri rétt- ara en annað í fullyrðingum mis- munandi trúarstefna, var kannski ljósara en mörgum öðrum hve lítið við í raun og veru vitum um höfund þessa heims. En móttækilegur hef- ur hann verið fyrir hulda krafta hans í veröldinni, nógu auðmjúkur til að leggja sjálfan sig undir til að samverka með hjálparanda hans. Trú okkar þekkist af verkunum. Ég er þess fullviss, að þessi góði maður hafi mátt ala með sér þá von að fá að upplifa „það sem auga sá ekki og eyra heyrði ekki, það sem ekki kom upp í huga jiokkurs manns: allt það sem Guð hefur fyr- irbúið þeim, sem elska hann“. Jóns Halldórssonar verður lengi minnst og nærvistar hans saknað. En í sorginni skulum við ekki gleyma því sem hann skilur eftir sig: Hann kenndi okkur hvað það er að vera sönn manneskja; gaf þannig af umhyggju sinni og góð- vild, að það hjálpar okkur til að meta okkur sjálf og finna hjá okkpr hvöt til að reynast öðrum vel. Ég get ekki óskað barnabörnum hans annars betra en að mega líkjast afa sínum í þessu. Öllum syrgjendum votta ég samúð mína. Jón Valur Jensson. Á föstudaginn langa kveikti ég á kerti fyrir afa minn eftir að mér hafði verið sagt að hann væri dá- inn. Menn segja að hann hafi nú verið orðinn svo gamall og kannski búinn að lifa nógu lengi. Hann hafði líka alltaf saknað hennar Dísu ömmu svo mikið sem dó fyrir tæp- um fimm árum. En ég sakna líka Dísu ömmu og afar eiga að vera gamlir og góðir menn, svona rétt eins og afi minn var. Mér fannst hann alltaf vera eins og ég man eftir honum fyrst. Eina breytingin var sú að hann lét sér vaxa skegg. Þegar honum fannst skeggið verða orðið nógu fínt, svona eins og það var á afa hans, þá pantaði hann tíma hjá ljósmyndara og lét taka mynd af okkur saman. Afi var sérstaklega hress og skemmtilegur maður. Hann var svo jákvæðir og bjartsýnn gagnvart öllu og öllum. Hann var eins og ein af björtu stjörnunum á himninum, sem ég horfi svo oft dáleiddur upp til. Hann veitti birtu alveg eins og þær. Einhvern veginn bjóst ég við því að hann yrði hér alltaf hjá mér og að við ættum eftir að spjalla miklu oftar saman og fara oftar í bíó saman. Hann gaf sér alltaf góð- an tíma til að hlusta og gefa góð ráð. Hann var sannkallaður afi sem ég er virkilega stoltur af að hafa átt og veit að margir geta öfundað mig af. Afi, þú hafðir alltaf frá svo mörgu áhugaverðu og skemmtilegu að segja. Allar frásagnir þínar urðu svo lifandi þannig að ég sá þær ljós- lifandi fyrir mér. Alveg eins og í ævintýri. Ævintýri sem þú byijaðir að segja mér frá þegar ég var lítill drengur á Vatnsstígnum þar sem ég sat í fanginu á þér og þú drakkst kaffið þitt með miklum púðursykri út í og dásamaðir kaffið. Þegar kaffið var næstum búið í bollanum eða varla neitt eftir nema botnfallið af sykrinum þá var komið að mér að þiggja síðasta dropann. Þér fannst ég nefnilega vera svo stór og duglegur drengur að ég ætti kaffi- eða sykurdropann skilið. Við sögðum hátt „ahh“ og hlógum svo karlmannlega á eftir um leið og þú klappaðir mér á kollinn og sagðir: „Litli glókollurinn hans afa síns.“ Það er svo erfitt að sætta sig við að nú sé ævintýrið á enda. Að því hafi lokið á pálmasunnudag þegar þú komst í ferminguna mína og við hittumst í síðasta sinn. Hins vegar er ég glaður yfir öllum þeim góðu minningum sem ég á um þig og Dísu ömmu. Ég man þegar við spil- uðum á spil saman við eldhúsborðið á Njálsgötunni og hlógum dátt þeg- ar við unnum Dísu ömmu, þótt hún mætti svindla. Ferðirnar í sumarbú- staðinn voru skemmtilegar þar sem lækurinn rennur í gegnum landið. Lækurinn sem við sátum við og hlustuðum á og ég fékk að busla í. Þar ræktuðuð þið landið svo fal- lega og settuð niður tré handa mér árið sem ég fæddist. Tré sem þið kölluðuð „tréð hans Sævars" og ég vökvaði í sífellu með vatni úr lækn- um sem ég sótti í litlu garðkönn-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.