Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 35 létt. Þú fylgdist með og hélst þræð- inum á undraverðan hátt jafnvel svo að er ég kvaddi þig síðast, viku fyrir andlátið, fannst mér þú vera að ganga í endurnýjun lífdaganna. Svo kom lokahöggið. Rómverska ljóðskáldið Virgill segir einhverstaðar: „Lífið er of stutt fyrir alla og ekki hægt að endurtaka það“. Astkærri vinkonu þinni, Ólöfu Sigurlásdóttur, færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Vertu sem best kvaddur gamle svend. Þú varst drengur góður. Þinn vinur Vignir Einarsson (Viggi). Það er komið að leiðarlokum, minn kæri vin. Þú sem varst orðinn svo góður af þínum veikindum og hafðir smátt og smátt fengið meiri styrk. En svo kom síðasta áfallið og j)að varð þér ofviða. Eg kynntist Hadda fyrir um sjö árum. Bjó þá hjá móður minni og náði því að kynnast honum vel. Oft sátum við heima við er mamma var á vakt og spjölluðum saman um líf- ið og tilveruna. Þá kom vel í ljós hve mjög hann var inni í öllu, ekkert var honum óviðkomandi og hann vissi nánast um allt. Enda var hann duglegur að afla sér upplýsinga, las öll blöð, sá alla fréttatíma og rölti auk þess oft á milli bókabúða til að kaupa erlend tímarit. Hafði hann gaman af að sýna mér eitthvað sem ég hafði aldrei heyrt um. Haddi var vel gefinn og einnig góður starfskraftur og listfengur. Það sá ég best er ég kom til hans fyrir ekki löngu. Þá bað hann mig um að ná í gamlar úrklippumöppur sem hann geymdi upp í skáp. Þær höfðu að geyma nánast allan hans feril sem prentari og útlitshönnuð- ur, mörg merki og auglýsingar sem hann hafði hannað af listfengi fyrir ýmis fyrirtæki. Þetta sýndi hann mér stoltur mjög og er ég þakklát- ur fyrir að fá innsýn í hans atvinnu og hæfileika sem prentara. Efa ég ekki að hans starfskraftar hafi ver- ið vel metnir meðan heilsan leyfði. En það sem mér fannst mest um vert, var hans góða hjartalag og gildismat á lífinu sjálfu. Hann var eiginlega of góður fyrir þennan heim. Aldrei hallmælti hann neinum eða öfundaðist út í annað fólk, held- ur hvatti til dáða eða samgladdist því. Þrátt fyrir erfið veikindi og fötlun, þá sást Haddi aldrei kvarta eða barma sér yfir hlutskipti sínu. Hann tók því af æðruleysi og jafn- aðargeði og lét hveijum degi nægja sína þjáningu. Jafnlyndari manni hef ég ekki kynnst. Vissan um kom- andi kvöld og helgar með mömmu nægði honum og veitti ómælda ánægju. Hann naut þess að sitja í rólegheitum með mömmu og veita sér vel bæði í mat og drykk. Missir mömmu er mikill enda voru þau einstakir vinir og hann var hennar líf og sál og góður vinur. Haddi sagði líka oft við mig hversu dýr- mæt sér þætti hennar aðstoð og félagsskapur og var ávallt mjög umhugað um hana. Þung er sorg mömmu og ég bið algóðan Guð að styðja hana og styrkja á þessum erfiðu tímum. Ég kveð þig nú, kæri vinur, með þessum fátæklegu orðum og ég veit að þér líður vel þar sem þú ert nú. Hafi ég lært eða tileinkað mér eitthvað af þínum góðu mannkost- um og gæsku, tel ég mig vera betri mann fyrir vikið. Þín verður sárt saknað. Hvíl í friði. Þinn vinur, Viðar. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Elsku Haddi minn, hafðu þökk fyrir allt, guð geymi þig. Þín, Ólöf. AIJÐUNN ÞORSTEINSSON + Auðunn Þor- steinsson var fæddur á Blöndu- ósi 1. nóvember 1917. Hann lést á heimili sínu 31. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Þorsteins Bjarnasonar kaup- manns á Blönduósi og konu hans, Mar- grétar Kristjáns- dóttur. Systkini Auðuns, er upp komust, eru Sigríð- ur, nú látin, og Kristján búsettur í Reykjavík. Hinn 7. janúar 1950 kvæntist Auðunn Svövu Kristjánsdóttur frá Kirkjubóli í Korpudal í Önundarfirði. Hún er dóttir hjónanna Kristjáns Björns Guð- leifssonar og Ólínau Ólafsdótt- ur. Auðunn og Svava eignuðust tvö börn. Þau eru 1) Kristján, f. 21.7. 1949. Kona hans er Anna Fríða Bernódusdóttir og eiga þau fjögur börn, Auðun, f. 30.5. 1973, Svövu, f. 22.3. 1975, Ragnheiði, f. 7.9. 1979 og Þór- unni, f. 6.12. 1983. 2) Margrét, f. 20.6. 1952. Maður hennar er Konráð Þórisson og eiga þau þijú börn, Fifu, f. 18.12. 1974, sambýlismað- ur hennar er Pétur Þór Sigurðsson og eiga þau einn son, Hlyn Þór, f. 8.11. 1996, Hrönn, f. 22.8. 1980 og Svavar, f. 14.9. 1988. Auðunn lærði húsgagnasmíði á húsgagna- verkstæði Friðriks Þorsteins- sonar í Reykjavík og starfaði þar við iðn sína meðan verk- stæðið starfaði og í framhaldi af því hjá Jakobi og Jóhannesi þar til verkstæðið var lagt nið- ur. Síðast starfaði Auðunn hjá Blikksmiðjunni Vogi í Kópa- vogi. Utför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Tengdafaðir minn, Auðunn Þor- steinsson, var af mörgum ástæðum eftirminnilegur maður. Auk þess að vera greindur og skemmtilegur var hann vei menntaður, því eftir að hann lauk iðnskólaprófi var hann sífellt að bæta við þekkingu sína. Fyrir utan ljósmyndun voru tungu- mál, bókmenntir og listir aðal- áhugamál hans. Auðunn var þægilegur í um- gengni, barngóður og hjálpsamur og þannig fyrirmyndar tengdafaðir og afi. Hann hafði þó skoðanir á flestum málum og hafði með hægð- inni mikil áhrif á fólkið í kring um sig. Hjá barnabörnunum fann hann inn á áhugasvið hvers og eins og kenndi einu að meta klassíska tón- list en öðru að meta myndlist eða fagurbókmenntir. Auðunn var vandvirkur fagmað- ur við smíðarnar og fannst oft of miklu fórnað í gæðum til að gera nútímahúsgögn sem ódýrust. Hann skilur víða eftir sig minnisvarða um vandað handverk sitt, allt frá rúmi okkar hjóna til bókahillna á Bessa- stöðum. Ég kem til með að sakna Auðuns sárlega af mörgum ástæðum og þá ekki síst kímnigáfunnar, sem var einhvern veginn „gráköflótt" ef svo má að orði komast. Það er margs að minnast frá meira en tuttugu ára kynnum. Við fyrstu kynni tók hann mér strax vel og þagði um þá skoðun sína að hár niður á bak væri aðeins ætlað kvenfólki. Mikið var hann samt feg- inn þegar hárið styttist um helm- ing. Meðan við bjuggum á Húsavík heimsóttu þau hjónin okkur á hveiju sumri og veiðiferðir okkar á trillu og ferðalög um náttúruperlurnar í kring eru enn ljóslifandi í minning- unni. Eins er um heimsókn þeirra til okkar í Bergen þar sem við upp- lifðum saman vorið, með fjöllum, tröllum og blómstrandi ávaxta- tijám. Það voru forréttindi að fá að njóta samvista við Auðunn Þorsteinsson og ég kveð hann með söknuði og þökk. Um leið votta ég tengdamóð- ur minni mína dýpstu samúð. Auðunni var illa við að þurfa að liggja á spítala fjarri ástvinum sín- um. Það var því ljós í myrkrinu að honum skildi gert kleift að vera heima til hinstu stundar. Það hefði hins vegar aldrei verið mögulegt ef heimahlynningar Krabbameins- félagsins hefði ekki notið við. Við aðstandendur sendum því fórnfúsa fólki, sem þar vinnur, okkar bestu kveðjur með innilegu þakklæti fyrir ómetanlega aðstoð. Konráð Þórisson. Okkur langar til að minnast þín, elsku afi. Það er svo margt sem kemur upp í hugann þegar við hugs- um til þín. Við lítil að sniglast í kring- um þig á verkstæðinu á Bergstaða- strætinu eða Bestó eins við kölluðum það, þar sem þú leyfðir okkur að fylgjast með þér við vinnuna og leika okkur. Þegar við urðum eldri þá var alltaf gott að koma til ykkar ömmu og læra því þú gast kennt okkur svo mikið, þú varst svo vel að þér í tungumálum og reyndar í öllum málum. Við gátum alltaf talað sam- an um allt milli himins og jarðar og alltaf fékkstu okkur til að hugsa um viðfangsefnið frá öllum hliðum. Þú varst svo framsýnn og oft á undan þinni samtíð í hugsun og tali. Þú varst svo áhugasamur um ljósmynd- un og bíla og þú hafðir svo mikla þekkingu á þessum hlutum. Það var oft gaman að sitja hjá þér í risinu þegar þú sagðir okkur sögur frá því þegar þú varst ungur á Blönduósi og kenndir okkur á öll verkfærin þín og að fá að fylgjast með vinnubrögð- um þínum sem voru svo vandvirk og fáguð. Þér fannst alltaf svo gam- an að fá okkur í heimsókn, þú vildir alltaf fylgjast með því hvernig okkur gengi í þvl sem við vorum að gera. Þegar þú varst orðinn veikur lástu helst aldrei I rúminu, þú varst alltaf frammi, búinn að raka þig og klæða með aðstöð ömmu sem stóð við hlið þína öll veikindin, vék ekki frá þér. Þær eru svo margar minningarnar sem við geymum um þig. Elsku afí, við erum svo þakklát fyrir að fá að hafa þig svona lengi hjá okkur og fyrir allt sem þú hefur kennt okkur og gert fyrir okkur. Við erum þakklát fyrir að hafa feng- ið að njóta síðustu krafta þinna I þessu lífi. Við söknum þín en trúum því samt að þér líði betur á þeim stað sem þú ert á núna. Elsku amma, guð styrki þig og veri með þér. Auðunn og Svava. Nú verðum við vlst að kveðjast, afi minn. Hversu stór hluti þú varst af mínu lífi sést einna best á fyrstu setningunni sem ég sagði : „Aja búddi“ (afi úti). Varla leið sá dagur sem ég dveldi ekki hjá þér og ömmu á „Bestó“. Þar fylgdist ég með þér smíða húsgögn og þú hjálpaðir mér að smíða dúkkusófa úr tveim spýt- um. Aldrei varðstu þreyttur á að hlusta á masið I mér og svara enda- lausu spurningaflóðinu. Afi minn hætti aldrei að bæta við sig þekkingu og var minn helsti ráð- gjafi I mörgu. Hann var málamaður, ias bækur á dönsku og ensku og jafnvel þýsku. Þótt hann væri ekki langskólagenginn þá gat hann hjálp- að mér með ensku verslunarbréfm og stílana og gat betur bjargað sér á þýsku en ég. Afi var vel að sér I bókmenntum, benti mér á ýmis bók- menntaverk sem vert var að lesa og síðustu árin ræddum við mikið um ljósmyndun, sem var sameiginlegt áhugamál okkar. Hann var alla tíð mikill áhugamaður um ljósmyndir og tók Ijöldann allan af fallegum myndum. Afi hafði gaman af því að hlusta á fallega tónlist og þar var klassísk tónlist og óperur I miklu uppáhaldi. Hann var heimakær mað- ur, blíður og örlátur og vildi allt gera fyrir íjölskylduna. Þegar ég flutti að heiman bauðst hann til að hjálpa mér að pússa kryddhillu I nýja heimilið þrátt fyrir veikindin sem voru farin að hijá hann. Hann afi minn var mjög gamansamur maður og hann átti það til að koma með hnyttin tilsvör alveg fram á síð- asta dag. Elsku Auðunn afi, á svona stundu minnist ég allra góðu daganna sem við áttum saman. Mér er minnis- stæður dagurinn sem við komum með Hlyn litla I fyrsta skipti I heim- sókn. Þú sast með hann I fanginu og talaðir um hversu skær og falleg augu ungbörn væru með. Ég veit að við komum öll til með að sakna þín mjög mikið. Guð blessi þig, afi minn. Fífa. Nú hefur þú kvatt þennan heim, elsku afi minn, og nú líður þér vel. Þegar söknuðurinn kemur hugsar maður fyrst og fremst um hversu vel þér líður nú. Já, elsku afi, ég man hvað það var gott að sitja I fanginu þínu þeg- ar ég var lítil og þú gerðir „Fagur, fagur fiskur I sjó“ við höndina mína. Eða þegar ég fór með þér upp I ris og þú sýndir mér öll verkfærin þín, sem mér fannst svo ótal mörg og alltaf var það eitthvað nýtt sem þú varst að laga eða smíða. Þú varst svo flinkur I höndunum enda hús- gagnasmíðameistari. Stundum þeg- ar ég kom í heimsókn til ykkar ömmu og þú varst órakaður léstu skeggbroddana kitla þegar þú kysst- ir mann og svo fórum við fram I eldhús, ég til að horfa á þig raka þig. Ekki máttir þú vera órakaður þegar við vorum I heimsókn. Já, afi, þú hafðir alltaf svo mikla trú á manni. Þú sagðir alltaf: „Þú getur þetta vel.“ Þú hughreystir svo að maður hafði langtum meira sjálfs- öryggi eftir að hafa talað við þig eða verið hjá ykkur ömmu. Já, ég man svo vel eftir því þegar ég kom I fyrsta sinn með hann Bjarna minn I heimsókn til ykkar ömmu. Mér þótti svo vænt um að . sjá hvað ykkur samdi vel og hvað þið gátuð spjallað um allt mögulegt. Hvað þú baðst alltaf vel að heilsa honum og þá sérstaklega I síðasta sinn sem ég talaði við þig. En ekki hugsaði ég einu sinni til þess að þetta væri I síðasta skiptið sem ég myndi tala við þig. Já, minningarnar eru margar og góðar en ég kem þeim ekki öllum fyrir á blaði. Ég geymi þessar minn- ingar I hjarta mínu og gleðst yfir þeim og að hafa fengið að hafa þig svona lengi hjá mér. Ég kveð þig nú, en ég veit að þú ert alltaf hjá »» okkur. Þín, Ragnheiður. Það var gaman þegar ég fór upp á ioft með afa mínum og við vorum oft að smíða saman þar. Hann fór stundum út I búð og keypti handa mér snúð. Svo fórum við að spila. Stundum spiluðum við Ólsen-Óisen og skemmtum okkur báðir vel. Hann afi minn var alltaf svo góð- ur við mig og ég horfi alltaf á hill- una sem hann smíðaði og gaf mér, áður en ég fer að sofa á kvöldin. Ég sakna hans mjög mikið. Svavar Konráðsson. *> Það er svo skrítið, maður gerir sér ekki grein fyrir því hve sárt ég sakna þín. Þú varst alltaf þar til staðar þegar mig vantaði svar við spurningum mínum. Þú ert búinn að kenna mér mikið á þessari stuttu ævi sem ég er búin að lifa og það er sárt að hugsa til þess að þú get- ir ekki frætt mig meira um lífið, en allt tekur enda um síðir. Nú hefur þú kvatt þennan heim og þú mátt, vera stoltur af því hve góður afi þú ' hefur reynst mér, en ég mun aldrei gleyma þér, elsku afi, eða góðu minningunum um þig. Þórunn Kristjánsdóttir. + Elskuleg móðir okkar, LÁRA LÁRUSDÓTTIR frá Heiði á Langanesi, til heimilis í Borgarnesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness að morgni 8. apríl. Böm hinnar látnu. Elsku maðurinn minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ANTONY LEIFUR ESTCOURT BOUCHER, lést af slysförum 5. þessa mánaðar. Anglea Boucher, Áslaug Boucher, Peter Boucher, Kathrene Boucher, Alice Kristín Boucher. + Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, SÍGRIÐUR Á. FINNBOGADÓTTIR, Dalbraut 20, sem lést á Hrafnistu, Reykjavík, 4. apríl, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 11.apríl kl. 10.30. Sveinn Guðnason, Ingibjörg Sveinsdóttir, Gísli Skarphéðinsson, Sigríður Gísladóttir, Sveinn Gislason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.