Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997
MORCUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eigendur tryggðrar vöru í Víkartindi
Krafa um ábyrgð
gæti leitt til
hærri iðgjalda
, Morgunblaðið/Þorkell
BÓKAUNNENDURNIR Magnús, Aron, Bryndís og Díana Rut.
Rithöfundar lesa fyrir leikskólabörn
Sögustund í Skeijafirði
RÚNAR Ármann Arthúrsson rithöfundur segir Fíladeildinni í
Skeijakoti söguna um Ingilín í máli og myndum.
MARGRÉT Kjartansdóttir, eigandi
húsgagnaverslunarinnar Míra á vöru
í fjörutíu feta gámi sem losaður var
úr Víkartindi um síðustu helgi. Var-
an, húsgögn, var tryggð en Margrét
kveðst eiga von á því að krafa út-
gerðar og tryggingafélags Víkar-
tinds um ábyrgð tryggingafélaga á
kostnaði vegna björgunar leiði til
hækkunar iðgjalds.
Margrét er ósátt við viðskipti sín
við Eimskip. Hún hefur undir hönd-
um bréf frá skipafélaginu frá 20.
mars þar sem segir að félagið sjái
um að flytja vöru hennar til Reykja-
víkur. „Reyndar fæ ég meiri fréttir
úr fjölmiðlum um þessa fyrirhuguðu
flutninga en frá Eimskipafélaginu.
Upplýsingagjöfin er lítil sem engin,“
sagði Margrét. Hún kveðst telja að
varan sé að mestu leyti í lagi enda
sé gámurinn óskemmdur.
„Ég er búin að bíða núna í fimm
vikur eftir vörunni. Mér var ekki
gerð grein fyrir því þegar ég saindi
um fraktina við Eimskip að mér
bæri að greiða björgunarlaun ef eitt-
hvað færi úrskeiðis. Eimskip gerir
kröfu um að við greiðum farmgjöld-
in og uppskipunargjald. Þeir eru
ekki áþyrgir fyrir því að skila vör-
unni. Ég efast um að nokkrum detti
í hug þegar þeir greiða fleiri hund-
ruð þúsund krónur í farmgjöld að
flutningsaðilinn sé ekki ábyrgur fyr-
ir því að skila vörunni til eiganda
og að farmtaki þurfi að greiða björg-
unarlaun," sagði Margrét.
Tryggingarfélag hennar, Sjóvá-
Almennar, ábyrgist þann hluta og
segir Margrét að þegar hún keypti
FLUTNINGUR á gámum úr Víkar-
tindi hófst um miðjan dag í gær.
Ekki er talið að takist að flytja alia
gámana, sem losaðir voru af skipinu
um helgina, tii Reykjavíkur fyrr en
í dag. Þeir verða fluttir á athafna-
svæði Eimskips í Sundahöfn. Þar
verða þeir að öllum líkindum opnað-
ir í dag að viðstöddum vátryggjend-
um og eigendum varningsins.
Verið var að setja fyrsta gáminn
á pall við skipshiið um ijögurleytið
í gær og var ráðgert að flytja hann
til Þykkvabæjar þar sem átti að setja
hann á pall annars flutningabíls. I
það minnsta tveir bílar voru notaðir
við_ flutningana í Háfsfjöru.
í gær tókst að losa einn skemmd-
an gám af þilfari í stefni skipsins.
í honum var sekkjavara og virtist
sem varan væri að mestu óskemmd.
Unnið var að því að skekkja aftasta
krana skipsins til að undirbúa losun
gáma úr lest. Hins vegar þótti ekki
ráðlegt að opna lestar skipsins til
trygginguna hafi henni verið tjáð
að skilmálarnir væru aðeins til
reynslu.
„Mér var sagt að ef það yrði mik-
ið tjón myndu þeir hækka iðgjaldið,"
sagði Margrét.
Uppskipunargjaldið
fellt niður
Hún kveðst hafa mátt þola hand-
vömm af hálfu Eimskips áður. Inn-
flutningur hennar á húsgögnum
hófst í fyrra. í einni af fyrstu send-
ingunum tæmdu starfsmenn Eim-
skips í Rotterdam gáma hennar og
settu vöruna í aðra gáma með þeim
afleiðingum að mikill hluti vörunnar
skemmdist og hlaust af nokkur
hundruð þúsund króna tjón.
„Ég fékk Eimskip til þess að
greiða mér tjónið svo tryggingarnar
hækkuðu ekki. Eimskip gekkst inn
á það að endingu sem mér skilst að
sé mjög óvanalegt. Bæturnar fékk
ég á þeim forsendum að Eimskip
hefur ekki leyfi til þess að opna inn-
siglaða gáma. Enginn hefur leyfi til
þess nema eigandi og tollvörður.
Gámarnir komu frá Indlandi, Indó-
nesíu og Mexíkó og Eimskip ætlaði
að spara sér gámaleigu með því að
skipta um gáma í Rotterdam."
Systir Margrétar átti einnig vöru
um borð í Víkartindi en hún hafði
ekki keypt tryggingu. Hennar gám-
ur fór í sjóinn fyrsta daginn eftir
strandið. í gámnum var fatnaður að
verðmæti um tvær milljónir króna
sem ekki fæst bættur. „Uppskipun-
argjaldið var hins vegar fellt niður,“
sagði Margrét.
að hefja losun vegna stórstreymis.
Sýslumaður Rangárvailasýslu
hefur óskað eftir • því að Eimskip
taki að sér flutning á gámum, sem
hífðir hafa verið úr Víkartindi, til
Reykjavíkur. Verða þeir fluttir á
athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn
og opnaðir í viðurvist fulltrúa toll-
stjóra og Könnunar hf., sem er hlut-
laus skoðunaraðili.
„Eimskip hefur lagt áherslu á það
við eigendur skipsins, tryggingafé-
lag og yfirvöld hérlendis, allt frá
strandi Víkartinds 5. mars, að björg-
unaraðgerðum verði hraðað," segir
í frétt frá félaginu. „Gámarnir sem
þegar eru komnir á land verða komn-
ir til Reykjavíkur í kvöld eða á morg-
un. Félagið hefur samband við þá
sem eiga vörur í umræddum gámum.
Að beiðni sýslumanns verða vörur
ekki afhentar fyrr en eigendur þeirra
hafa sett tryggingu vegna hugsan-
legrar hlutdeildar í björgunarkostn-
aði.“
Barnabókavika Félags
íslenskra bókaútgef-
enda stendur nú yfir
undir yfirskriftinni Bók
er barna gaman. Barna-
bókahöfundar munu
lesa fyrir börn í tugum
leikskóla í vikunni og
meðal þeirra sem fengið
hafa heimsókn eru
krakkarnir í Skerjakoti.
UPPI er fótur og fit á leikskólan-
um Skerjakoti - það er kominn
gestur. Börnin í Fíladeildinni
hreiðra um sig á gólfinu og fylgj-
ast grannt með hverri hreyfingu
hans, þegar hann seilist ofan í
skjalatöskuna sína og raðar stafla
af bókum á borðið fyrir framan
sig. „Hvað heitirðu?" spyr einhver
og litlu andlitin eru ein augu.
„Rúnar Ármann Arthúrsson,"
svarar gesturinn góðlátlega um
hæl.
Því næst fær gesturinn sér
sæti og gerir nánari grein fyrir
sér. Hann skrifar bækur. „Hvern-
ig bækur?“ er þá spurt og svarið
lætur ekki á sér standa. Hann
skrifar bækur fyrir krakka. „ Að-
allega þó fyrir aðeins stærri
krakka en ykkur sem þið getið
lesið seinna,“ útskýrir hann. Þá
skrifar hann líka bækur fyrir full-
orðna krakka!
En gesturinn er einnig með
bækur eftir aðra en sjálfan sig í
farteskinu, meðal annars mann
sem hann sýnir Fíladeildinni
mynd af. „Jónas Árnason," gellur
þá í einum í hópnum, sem reynist
heita Aron. „Jæja, þú getur lesið
nafnið," segir gesturinn svolítið
undrandi. „Já, Aron lærði að lesa
af mjólkurfernum," útskýrir
Díana Sigurðardóttir leikskóla-
stjóri. Mjólk er góð!, eins og þar
stendur.
Friðrik kóngur
Þá er komið að lestrinum en í
því skyni er gesturinn fyrst og
fremst kominn. Þar sem hann
hefur lítið skrifað fyrir krakka á
leikskólaaldri velur hann bók sem
„annar maður skrifaði fyrst á
dönsku en hann skrifaði svo aftur
á íslensku, þar sem íslensk börn
lesa ekki dönsku". Bókin heitir
Ingilin úr borginni og er með
myndum en bækur með myndum
eru bestar, er það ekki? „Júúúúú,"
lýkur Fíladeildin sundur einum
munni.
Þegar krakkarnir hafa hlýtt á
gestinn segja frá Ingilín, Sveini
Eiríki, Friðriki kóngi, Kúti og
öllum hinum hefjast líflegar um-
ræður. Gesturinn skýrir eitt og
annað út fyrir áheyrendum sín-
um, svo sem að klár sé annað
nafn yfir hest og að hesturinn,
Friðrik kóngur, sé nefndur í höf-
uðið á manni sem var einu sinni
kóngur í Danmörku. Það þykir
krökkunum nokkur tíðindi.
Síðan er orðið laust. „Við erum
líka búin að skrifa sögu,“ segir
þá einhver. „Nú,“ segir gesturinn,
„um hvað er hún?“ „Hún er um
Gústa kúst sem festist í tyggjói
og brennir sig á sígarettu," er
svarað. „Gústi kústur er alltaf að
sópa og gera hreint en við erum
að læra að hugsa um landið,“
bætir Díana leikskólastjóri við en
krakkarnir eru nýkomnir úr
heimsókn í Sorpu, þar sem þeim
var sýnt hvernig flokka á rusl.
Upp frá þessu líður samveru-
stundin hins vegar undir lok enda
er eirðarleysi eitt helsta einkenni
lítilla sála - þær vilja fara að leika
sér. Gesturinn þakkar fyrir ágæt-
ar undirtektir og hefur á orði að
krakkarnir hafi verið áhugasam-
ir, miðað við þyngd textans sem
var lesinn. Áður en hann hverfur
á braut syngur Fíladeildin síðan
fyrir hann um krummann í hlíð-
inni - vísu sem hún er nýbúin að
læra.
Þegar gesturinn er farinn gefa
fjórir krakkar, þau Aron, Díana
Rut og Magnús sex ára og Bryn-
dís fimm ára, sér tíma til að
spjalla við blaðamann sem fylgst
hefur með úr fjarska. Þykir þeim
gaman að skoða bækur? „Já,“
segir Aron sem verður fyrstur
fyrir svörum, „en mér finnst samt
skemmtilegra að lita.“ Hin þrjú
segjast líka hafa gaman af að
skoða bækur.
Díana leikskólastjóri skýtur því
inní að í Skerjakoti sé lögð
áhersla á að halda tryggð við
bókina og tvær sögustundir séu á
degi hveijum. En skyldi vera les-
ið fyrir krakkana heima? „Já,
mamma les stundum fyrir mig á
nóttunni," segir Magnús og ljóm-
ar í framan. Díana leikskólastjóri
telur á hinn bóginn líklegra að
hann eigi við kvöldin. Hin þrjú
staðfesta einnig að lesið sé fyrir
þau heima.
Turtles og Alladín
En hvað er lesið? „Turtles,"
svarar Aron röggsamlega. „Það
er uppáhaldsbókin mín.“ Bryndís
er hrifnust af Pocahontas en
Alladín er í mestum metum hjá
Díönu Rut og Magnúsi. „Jæja,“
hugsar blaðamaður, „hvað varð
um Hjalta litla og Árna í Hraun-
koti?“
Díana leikskólasljóri segir
reyndar að líkast til séu það kar-
akterarnir, frekar en bækurnar
sjálfar, sem heilli unga fólkið í
þessu tilfelli en erlendar teikni-
myndahetjur eru, svo sem flestum
er kunnugt, mun betur markaðs-
settar en persónur í íslenskum
barnabókum. Máli sínu til stuðn-
ings bendir Bíana á, að bækurnar
sem lýóti mestrar hylli í Skeija-
koti séu flestar íslenskar. Er nafn
Sigrúnar Eldjárn þar efst á blaði
og nefnir leikskólastjórinn bækur
á borð við Langafi drullumallar,
Bé tveir og Axlabönd og bláberj-
asaft. Þá standi Einar Askell allt-
af fyrir sínu, auk þess sem bók
Bubba Morthens, Rúmið hans
Árna, hafi slegið í gegn í fyrra.
Að svo mæltu eru fjórmenning-
arnir ungu þotnir enda hafa þeir
í mörg horn að líta. Samkeppnin
um athygli ungviðisins harðnar
líka stöðugt - tæknin hefur rutt
sér til rúms í þeirra veröld, eins
og okkar sem eldri eru. Af þess-
ari heimsókn verður hins vegar
ekki ráðið að bókin eigi undir
högg að sækja - þvert á móti
virðist hún, sem fyrr, lifa góðu
lífi.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
EIMSKIP byijaði í gær að flytja gáma úr Vikartindi til Reykja-
víkur og verða vörur úr þeim afgreiddar þegar eigendur hafa
lagt fram tryggingu vegna hugsanlegs björgunarkostnaðar.
Byrjað að flytja
gáma til Reykjavíkur