Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 42
42 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TTL BLAÐSINS Dýraglens Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Ljóska Tillitsleysi og leti! Frá Guðrúnu Þorláksdóttur: HVER kannast ekki við það að þurfa að fara og kaupa inn. Fæst- ir hafa þó gaman af því en það er nú svo með okkur mannfólkið eins og aðrar dýrategundir að við þurfum að borða til þess að lifa og til þess að lifa þurfum við að borða. Einn góðviðrisdag nú ný- lega uppgötvaði ég með hryllingi að ísskápurinn var tómur og ég var því nauðbeygð til þess að fara og kaupa inn. Þar sem ég ætlaði að kaupa talsvert svo ég þyrfti ekki að fara fljótt aftur ákvað ég að fara á bílnum, sem ég reyni nú að nota sem allra minnst á meðan lappirnar á mér virka ennþá. Leiðin lá í stórmarkað og er þangað var komið sá ég að mikið var að gera þar sem bílastæðin voru þéttsetin að undanskildum þeim sem voru í u.þ.b. 150 m fjar- lægð frá inngangi verslunarinnar. Ég sá mér þar leik á borði og lagði í eitt þeirra. Það tók mig örstutta stund að ganga að versluninni og var ég nokkuð ánægð með það, þar sem ég sá allnokkra bíla hring- sóla í halarófu á planinu í leit að bílastæði nógu nálægt þannig að fólkið í bílunum þyi-fti örugglega ekki að ganga meira en 10 skref að versluninni. Þegar ég átti eftir smáspotta sá ég að bíl hafði verið lagt upp á gangstéttarkant og ég tók eftir því að í glugga bílsins var blátt merki rneð mynd af hjólastól. Áttaði ég mig þá á því að í þejm bíl hafi verið fötluð persóna. Ég varð nú eiginlega svolítið hissa og furðaði mig á því að bílnum skyldi vera lagt þarna, en ekki lengi. Þegar mér varð litið í átt að versluninni sá ég að í tveimur bílastæðum, sem eru merkt fötluðum og staðsett alveg við innganginn, voru einnig bílar. Er ég gekk að þeim sá ég að í gluggum hvorugs þeirra voru þessi bláu merki. Ég átti ekki til orð. Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi? Er fólk virkilega svona tillitslaust að það leggur í stæði merkt fötluðum? Mér dettur nú helst í hug að þetta fólk sé svo feitt vegna ofáts og leti að þ_að eigi erfitt með að hreyfa sig. Ég vorkenni þessu fólki og finnst að það ætti að skammast sín fyrir að hegða sér svona og ætti aðeins að hugsa sinn gang. Einnig dettur mér í hug fólk sem stundar sundlaugarnar og tek ég sem dæmi Laugardagslaug. Ég fer nú ósjaldan þangað en það bregst ekki að alltaf skulu vera bílar á umferðareyjum og gangstéttum við laugina þóyy ótal mörg stæði séu Iaus. Ég efast um að það fólk sem leggur þessum bílum fari í sund til að synda, spurning er hvort það kemst yfirleitt alla leið, gefist ekki bara upp i búningsklefunum! Ég spyr bara: Hvað er eiginlega að gerast í þessu þjóðfélagi? Hvem- ig væri að fólk sýndi nú aðeins meiri tillitssemi við náungann? Hvernig væri að fólk færi nú að átta sig á því að fæturnir eru til þess að ganga á en ekki til að stíga á einhverja pedala í vélknúnum ökutækjum í tíma og ótíma? Viljum við virkilega búa í stórborg þar sem mengun er stórvandamál og tillits- leysi við náungann er daglegt brauð? Það er ekki svo slæmt að hugsa stundum um aðra en sjálfan sig. GUÐRÚN ÞORLÁKSDÓTTIR, Langholtsvegi 158, Reykjavík. Skortur á umburðarlyndi Ferdinand Smáfólk Jæja þá, ég er farinn í skól- ann ... sé þig síðdegis Ef þú vilt fara í Kringluna þá eru lyklarnir í sendiferðabíln- um... WE KN0W5 I CAN'T 5EE OVER THE 5TEERIN6 WHEEt.. Hann veit að ég get ekki séð upp fyrir stýrið... Frá Moshe Okon: EIN AÐALÁSTÆÐA þess að ég hef alvarlega ihugað að yfirgefa heimaland mitt, ísrael, og setjast að á Islandi er gífurlegur skortur á umburðarlyndi í heimalandi mínu, sem kemur m.a. fram í því að gyð- ingum er meinað að ganga í hjóna- band með kristnum einstaklingum, en einnig í heftingu tjáningarfrels- is, bæði í orðum og listum. Mér var því mjög brugðið þegar ég heyrði að á íslandi komið þið fram á sama hátt — að þrýstingur frá trúuðum einstaklingum hafí fengið því framgengt að sýningu myndarinnar The Last Temptation of Christ“ var aflýst í sjónvarpi. Ég verð víst að endurskoða af- stöðu mína. MOSHE OKON, Bröttuhlíð 10, Mosfellsbæ. AUt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upp'.ýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda biaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. RAÐAUGLÝSINGAR HÚSIMÆÐI ÓSKAST Húsnæði óskast Ríkissjóður leitar eftir kaupum á u.þ.b. 300 fm skrifstofuhúsnæði á Neskaupstað. Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, afhend- ingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár- málaráðuneytisins, Arnarhváli, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl 1997.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.