Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 33
HILDUR HARPA
HILMARSDÓTTIR
+ Hildur Harpa
Hilmarsdóttir
lést af slysförum
hinn 1. apríl síðast-
liðinn. Hún var
fædd á Blönduósi
hinn 2. apríl 1991.
Hildur Harpa var
dóttir Þórhildar
Gísladóttur, f. 23.
júlí 1971 og Hilm-
ars Þórs Davíðsson-
ar, f. 24. október
1967, en hann lést
af slysförum 22.11.
1991.
Foreldrar Hilm-
ars Þórs eru Bóthildur Hall-
dórsdóttir og Davíð Sigurðs-
son, þau eru búsett á Blöndu-
ósi. Systkini Hilmars Þórs voru
Ljósberinn
Ljósberinn ljúfi, litla jurtin prúða'
vaggar skrautskúfi, skín í daggarúða.
Ilminn sæta áttu eins í lífi og dauða,
liljan ljósrauða.
(Ólína Andrésdóttir)
Með örfáum línum langar okkur
að kveðja litlu vinkonu okkar, Hildi
Hörpu, sem kölluð var burt frá okk-
ur svo skyndilega. Þú komst hingað
til okkar fyrir tæpum þremur árum
með fallega brosið þitt og hýru aug-
un. Þú gafst okkur svo mikið og frá
þér stafaði svo mikil útgeislun. Þú
varst svo ljúf og góð og allir vildu
vera með þér. Við erum þakklát fyr-
ir að hafa fengið að kynnast þér og
fyrir þær stundir sem við áttum sam-
an. Við söknum þín sárt en minning-
ar ylja. Góður Guð geymi þig, elsku
vinkona, og styrki mömmu þína og
aðstandendur í sorg þeirra.
Starfsfólk og börn,
Leikskólanum Efstahjalla.
Að kveðja þig um kaldan dag,
þú káta litla stúika,
sem varst að syngja lífsins lag
og leika þér með gleðibrag.
Það er þvílíkt reiðarslag,
það orðin ekki túlka.
m
Sú frétt sem ég fékk hinn 1. apríi
sl. kom sem elding af heiðskírum
himni beint í hjartastað þegar Siggi
hringdi í mig og sagði mér að Hild-
Sigurður, tvíbura-
bróðir hans, Hall-
dór Rúnar, Anna
Kristín, Guðmund-
ur Reyr, lést ungur,
og yngstur er Guð-
mundur Reyr.
Foreldrar Þór-
hildar eru Vilborg
Víglundsdóttir og
Gísli Albertsson,
þau eru búsett í
Kópavogi. Systkini
Þórhildar eru Arn-
dís, hálfsystir, og
alsystkini Víglund-
ur, Albert, Birgir
og Guðrún Ósk.
Utför Hildar Hörpu fer fram
frá Hjallakirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 15.
ur Harpa, litli augasteinninn í fjöl-
skyldunni, hefði látist í bílslysi um
morguninn. Hún var á leið heim í
Kópavog með mömmu sinni, frá því
að eyða páskunum með afa, ömmu
og fjölskyldu sinni á Blönduósi.
Litla lúsin okkar, eins og Bóta
amma hennar kallaði hana alltaf,
fæddist 2. apríl 1991, sannkallaður
gleðigjafi fyrir foreldra hennar, Þór-
hildi Gísladóttur og Hilmar Þór Dav-
íðsson og fyrir alla aðra í fjölskyld-
unni. Það var svo auðvelt og gaman
að fá hana til að brosa og hjala, hún
var svo sætt barn að það var hrein
unun.
Hildur Harpa var ekki mjög göm-
ul þegar hræðilegt áfall dundi yfir
hana og mömmu hennar er hún
missti pabba sinn í sjóslysi í Grinda-
vík 22. nóvember 1991, hún var þá
aðeins fárra mánaða. Þar var stórt
skarð höggvið í líf þeirra mæðgna
og í líf okkar allra í fjölskyldunni.
En að það skyldi nokkurn tímann
hvarfla að okkur að litla stúlkan
yrði tekin úr höndum móður sinnar
og okkar allra er hrollköld stað-
reynd. Hvers vegna er lífið svona
harðneskjulegt? Hvers vegna þurfti
að taka litlu stúlkuna frá okkur? Það
er ekki nokkur ieið að skilja þetta
og við fáum engin svör.
Þórhildur mín, þú þurftir að taka
á öllu þínu þegar Hilli dó. Nú þarftu
að taka á öllu þínu og miklu, miklu
meira en það. Við samhryggjumst
þér meira en orð fá lýst og óskum
MINNINGAR
þess heitt og innilega að þú hafir
kraft til að standast þessar þolraun-
ir og að þú öðlist hamingju og birtu
í lífi þínu aftur. Það er örlítil huggun
í þessari djúpu sorg og söknuði að
vita það að nú er Hildur litla komin
í faðminn á ástkærum föður sínum,
ég vil trúa því að hann hafi tekið á
móti henni með útbreiddan faðminn
og veiti henni nú skjól og hlýju eins
og móðir hennar gerði áður.
Elsku Hildur okkar, við og frænd-
systkin þín viljum þakka þér fyrir
dýrmætar stundir í þínu stutta lífí.
Minningamar um þig og pabba þinn
munum við geyma sem gull í hjörtum
okkar.
Elsku Þórhildur, Bóta, Davíð, Vii-
borg og Gísli og aðrir aðstandendur,
megi alit hið góða fylgja ykkur og
æðri máttur styrkja í þessari miklu
og þungu sorg.
Minning hennar lifir.
Minning skín um eilífð skær
hún skín í okkar harmi.
Þú hlóst við ölium ein í gær
og augun lýstu, stjömur tvær.
Þú sefur rótt, þú sefur vær,
þú sefur á fóðurarmi.
(JH)
Arís, Sigurður, Jón Elvar,
Snævar Njáll og Amanda Mist.
Elsku hjartans Hildur Harpa okk-
ar. Vissulega er erfitt að trúa því
að þú hafír yfirgefið þennan heim
aðeins sex ára gömul. Síminn
hringdi og okkur var sagt að þið
mæðgur hefðuð lent í bílslysi og þú
værir dáin en mamma mín slösuð.
Lífshlaup þitt þaut í gegnum huga
okkar. Þú varst tæplega átta mán-
aða gömul þegar faðir þinn fórst
með Eldhamri GK. Fjölskyldan var
vart búin að jafna sig eftir það áfall
þegar þetta reiðarslag dynur yfir.
Sem betur fer eigum við bjartar og
fallegar minningar um þig, yndislega
stúlkan okkar. Efst í huga okkar er
þegar við fórum fyrir Skagann í
fyrra og hrúturinn stangaði Hilmar
Þór litla frænda þinn, þá varst þú
fljót til hjálpar þó hjartað þitt væri
ekki stórt. Eins brosum við í gegnum
tárin að því þegar þú varst að reyna
að plata okkur og mömmu þína og
senda Hilmar Þór til ömmu Bótu svo
þú gætir sofið hjá Gumma frænda
þínum, en þið voruð jafngömul og
miklir mátar, sem endaði þannig að
þú fórst sátt til afa og ömmu af því
að við vorum að koma eftir þijá
daga til Reykjavíkur í sex ára af-
mælið þitt. Þið mæðgur hafið átt svo
stórar þátt í lífí okkar á okkar
stærstu stundum og finnst okkur
mjög óraunverulegt að þú eigir ekki
eftir að koma til okkar framar. Við
trúum því að þér líði vel hjá föður
þínum. Sagt er að þeir deyi ungir
sem guðirnir elska.
Við biðjum algóðan Guð að styrkja
og vernda móður þína, afa þína og
ömmur og aðra sem þig elska.
Halldór, Jórunn, Hjalti,
Guðmundur og Hilmar Þór.
Hildur Harpa var blíð og góð eins
og er sagt um gleðigjafa. Allt vildi
hún gera fyrir alla. Af hvetju varð
hún ekki stór? Af hveiju fékk hún
ekki að fara í skóla til að læra? Hún
hefði orðið merkiskona. Dugleg
stúlka var Hildur Harpa.
Kjartan Þór Kristgeirsson.
Ég mun aldrei gleyma þeim degi
þegar stoltur faðir hringdi í mig og
lét mig vita að fædd væri lítil stúlka
og að þeim mæðgum heilsaðist vel.
Ekki grunaði mig þá að Hildur
ætti aðeins eftir að lifa í sex ár; en
þessi sex ár gáfu mér og öllum sem
hana umgengust mikla gleði.
Hildur var mjög kát, lítil stúlka
og það sem gat komið uppúr henni
þegar hún var að velta einhveiju
fyrir sér gat oft verið skondið.
Eggerti syni mínum og Hildi kom
mjög vel saman og voru afar góðir
vinir og aldrei stríddi hún honum né
lét hann finna að hann væri eitthvað
öðruvísi en aðrir. Eggert á eftir að
sakna Hildar Höipu mikið og biður
Guð og englana að gæta hennar.
Elsku Hildur, þú kvaddir þennan
heim mjög snögglega og skildir eftir
þig stórt skarð. Það sem huggar
mig nú er vissan um það að pabbi
þinn, sem farinn var á undan þér,
hefur tekið á móti þér með opinn
faðm.
Elsku Þórhildur mín, ég á engin
nógu sterk orð til að lýsa því hve
ég finn til með þér, ég bið algóðan
Guð að hugga þig og reyna að fá
þig til að skilja tilganginn með öllu
því sem hann hefur lagt á þig síð-
ustu fáein ár og færa þér einhveija
huggun harmi gegn.
Hulda.
Litla skógarmúsin mín sem hafði
svo mikinn áhuga á dýrum og blóm-
um. Það er ótrúlegt að þú, svona
lítil, værir svona meðvituð um nátt-
úruna, en það sást best á því hvern-
ig sambandi ykkar mæðgna var
háttað, það einkenndist af umhyggju
og ástúð. Þú varst alltaf að spyija
mig hvenær ég gæti kennt þér á
skíði, en sjálfsagt mun sú stund
renna upp að ég hitti þig og þá klár-
um við það sem við áttum eftir ógert.
Elsku Hildur Harpa, þú kvaddir
þetta líf allt of fljótt, þessi sex ár
sem þú lifðir gáfu mér mikið meira
en orð fá sagt.
Elsku Þórhildur og aðstandendur,
megi guð vaka yfir ykkur á þessum
erfiðu stundum.
Dóttir, í dýrðar hendi
Drottins, mín, sofðu vært,
hann, sem þér huggun sendi,
hann elskar þig svo kært.
Þú lifðir góðum Guði,
í Guði sofnaðir þú,
í eilífum andarfriði
ætíð sæl lifðu nú.
(H. Pétursson)
Þín l-~
Sigurbjörg.
Hvert örstutt spor var auðnuspor með þér,
hvert andartak er tafðir þú hjá mér
var sólskinsstund og sæludraumur hár,
minn sáttmáli við guð um þúsund ár.
(H.L.)
Þessar ljóðlínur stórskáldsins eru
eins og sérstaklega samdar um hana
Hildi Hörpu. Öll börn eru gleðigjaf-
ar. En Hildur Harpa var alveg sér-
stakur gleðigjafi. Indæl, kát og hress
og huggun svo margra sem áttu um
sárt að binda þegar Hilli pabbi henn-
ar lést þegar hún var sjö mánaða
gömul. Þeir tímar voru erfiðir en hún
vakti von og gleði og var augasteinn
svo margra. Það er óskiljanlegt
hversvegna við fáum ekki notið sól-
skins hennar lengur. Ailtaf glöð,
brosmild og átti framtíðina fyrir sér.
Hildur Harpa bjó við einstakt at-
Iæti hjá mömmu sinni sem lét hana
í forgang fyrir öllu öðru. Þar sem
Þórhildur var, þar var Hildur Harpa.
Þær mæðgur héldu sérstaklega góðu
sambandi við alla ættingja og vini
og skipti þá búseta ekki máli. Bros-
andi og keikar voru þær mæðgur
ætíð þegar við hittumst og áttum-.
við margar góðar og skemmtilegar
stundir saman, bæði norðan og sunn-
an heiða.
Elsku Þórhildur, orð fá ekki lýst
þeim harmi sem við öll erum slegin,
en hugsanir okkar eru hjá þér, henni
og honum. Megi algóður Guð styrkja
þig í framtíðinni og veita þér hugg-
un.
Vinir skiljast ætíð alltof fljótt,
ástarkveðjur sárt á vörum brenna.
Kertaljósin litlu hafa í nótt
látið, okkar vegna, tár sín renna.
(Tú Mú)
Bogi, Helga og Kjartan Þór.
KRISTJÁN ATLI
SIG URJÓNSSON
+ Kristján Atli
Sigurjónsson
var fæddur á Sveins-
eyri í Dýrafirði hinn
29. október 1944.
Hann lést á heimili
sínu á Þingeyri ann-
an dag páska, 31.
mars síðastliðinn.
Kristján Atli var
annar í röð fimm
barna hjónanna Sig-
uijóns Hákonar
llaukdals Andrés-
sonar, f. 5. mars
1916, d. 21. október
1996, og Ástu Krist-
ínar Guðjónsdóttur, f. 30. ágúst
1916, d. 13. apríl 1995. Systkini
Kristjáns Atla eru Sólvcig Arn-
fríður, f. 5. febrúar 1941, Ólafía
Sigríður, f. 23. apríl 1950, Andr-
és Sigurður, f. 15. júní 1953, og
Elínborg Guðjóna, f. 18. nóvem-
ber 1958.
Hinn 19. ágúst 1967 kvæntist
Kristján Atli Jónu Olsen, f. 28.
maí 1947. Þau
skildu. Foreldrar
hennar voru Kaja og
Jón Klement Olsen í
Færeyjum. Kristján
og Jóna eignuðust
tvær dætur. Þær eru
Kaja Klementina, f.
1. júní 1968, og Ásta
Signhildur, f. 6. jan-
úar 1970. Dóttir
Ástu er Linda
Margreta, f. 26. sypt.
1993. Kaja og Ásta
búa i Þórshöfn í
Færeyjum.
Mestan hluta ævi
sinnar var Kristján Atli sjómaður
á Þingeyri, en starfaði í nokkur
ár í fiskbúð í Reykjavík og á
svínabúi á Vatnsleysuströnd.
Kristján Atli hafði ætíð mikinn
áhuga á brids. Einnig voru stang-
og skotveiðar honum hugleiknar.
Kristján Atli verður jarðsung-
inn frá Þingeyrarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum mágs míns Krist-
jáns Atia Siguijónssonar. Okkur var
illa brugðið er við fréttum að Stjáni
væri dáinn, langt fyrir aldur fram.
Síðustu tvo áratugi bjó hann með
foreldrum sínum á Þingeyri, og á
tveimur árum höfum við misst þau
öll þrjú yfir móðuna miklu. Það er
eins og tómarúmið hafi náð yfir-
höndinni.
Það var alltaf gaman að koma á
heimili tengdaforeldra minna, því
þar var væntumþykjan í fyrirrúmi.
Þar tók Stjáni alltaf á móti okkur
með þessari yndislegu hjartahlýju,
og aldrei fékk maður að fara fyrr
en Stjáni var búinn að tína til ein-
hver reiðinnar býsn af harðfiski og
öðru góðgæti. Þá eru minnisstæð
sumarkvöidin fögur, þegar við spil-
uðum vist fram á rauða nótt.
Löngu áður en ég tengdist fjöl-
skyldunni og kynntist Stjána, hafði
hann veikst af berklum, eða þegar
hann var um tvítugt. Á Vífilsstöðum
kynntist hann konuefni sínu, Jónu
Olsen frá Færeyjum. Stjáni læknað-
ist, þau giftust og eignuðust tvær
dætur, Kaju og Ástu. En Stjáni og
Jóna skildu þegar stelpurnar voru
litlar og mæðgurnar fluttu úr landi.
Þó var ætíð góð vinátta milli Stjána
og Jónu. En maður fann það oft hve
honum þótti sárt að hafa misst þessa
sólargeisla frá sér. Að sama skapi
geislaði Stjáni af gleði þegar von
var á stelpunum í heimsókn.
Elsku Kaja og Ásta, missir ykkar
er mikill. Við munum sárt sakna
Stjána og geyma allar minningarnar
uin góðan dreng í hjarta okkar.
Þórður.
Það syrti skyndilega yfír annan dag
páska þegar okkur bárust þær sorg-
legu fréttir að elskulegur frændi okk-
ar og móðurbróðir, Kristján Atli, hefði
kvatt þennan heim mjög sviplega. Við
sem höfðum átt svo yndislega bjarta,
rólega og góða hátíðisdaga áður.
Hátíð sem við minnumst með vissum
trega og líka ineð gleði. Minnumst
krossfestingar Jesú og upprisu.
Það er hræðilega erfitt að setjast
niður og skrifa minningarorð um
yndislegan frænda okkar, því að
engin orð fá iýst því hvernig hann
var. Það er erfitt að hugsa sér þá
staðreynd að við fáum aldrei að sjá
hann aftur. Aldrei aftur að heyra
rödd hans og hlátur, aldrei aftur að
finna fyrir lífsgleði hans og vera í
návist hans. Lífið virðist stundum
vera svo óréttlátt. Af hveiju þurfti
hann að fara, hann sem átti eftir
að upplifa svo margt? Við sem ætl-
uðum að fara til Færeyja með honum
að heimsækja dætur hans, Kaju og
Ástu, og dótturdóttur, Lindu, og
ferðast um eyjarnar með þeim. Þeg-
ar við hugsum um Stjána frænda
dettur okkur strax í hug glaðværð
hans og hlátur. Það var oft svo gam-
an í kringum hann. Hann hafði svo
oft skemmtilegar sögur að segja,
enda var stutt í glensið og létta
stríðni sem við tókum ríkan þátt í.
Stjáni frændi bjó með afa og
ömmu sl. 22 ár á Vallargötu 29.
Þegar við komum til þeirra, sem var
daglega og stundum oft á dag, þá
var útbreiddur faðmur og mikið
kossaflens eins og tíðkast hjá fjöl-
skyldunni allri, tekin fram nammi-
skál eða góði harðfiskurinn, því hann
verkaði alltaf svo góðan harðfisk.
Það var líka sama hvað hann tók
sér fyrir hendur, það var alltaf vel
unnið og snyrtilegt, því hann hafði
snyrtimennsku í fyrirrúmi. Hann var
svo mikið með okkur og mömmu og
pabba. Við vorum svo mikið í sveit-
inni okkar. Hann kom alltaf í fjár-
húsin á vorin að fylgjast með sauð-
burðinum og í heyskapinn á sumrin
að tína saman baggana og koma
þeim í hlöðu þegar við vorum að
hirða, svo að ekki sé nú minnst á
smalamennskuna á haustin. Þá var
nú líf og fjör og virkilega gaman.
En, við trúum því að Guð hafi tekið
hann til sín og ætlað honum æðra
verk að vinna og að góðir ástvinir
hafi tekið á móti honum þar.
Skarðið er stórt sem höggvið hef-
ur verið sl. 2 ár, eða frá því að
amma dó 13. apríl 1995 og afi síðan
21. okt. 1996. Og núna Stjáni frændi
31. mars 1997. Við spyijum enn og
aftur hvers vegna þurfti að vera
svona stutt á milli þeirra allra, en
við fáum ekki svar. Trú okkar er
að þar sem þau voru svo samrýnd
sé Guð að sameir.a þau á ný með:^.
nýjum vérkum fyrir hvert og eitt.
Við ætlum ekki að rifja upp starf-
sævi Stjána Atla, það látum við aðra
sjá um. Við biðjum algóðan Guð að
taka hann að sér og vernda, styrkja
alla sem um sárt eiga að binda. Sér-
staklega biðjum við Guð að styrkja
dætur hans, Kaju og Ástu, og dóttur-
dótturina, Lindu, vinkonu hans og
móður dætra hans, Jónu, þeirra er
sorgin sárust. Góðut- Guð gef þú öll-
um ástvinum hans styrk. Blessa þú
minningu elsku frænda, við munum
geyma hana í hjarta okkar.
$*•■
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Knn kærleikur i verki var gjöf, sem gieymist eigi
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér.
(Ingibj. Sig.)
Guð blessi ykkur öll.
Brynhildur Elín og Sigríður
Guðrún Kristjánsdætur.