Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 21 ERLENT Þrír fyrrverandi varnarmálaráðherr- ar Bandaríkjanna gefa út yfirlýsingn Andvígir stað- festingu efna- vopnasáttmála Washington. Reuter. ÞRÍR fyrrverandi varnarmálaráð- herrar Bandaríkjanna gáfu í gær út yfirlýsingu þess efnis, að alþjóð- legur sáttmáli um bann við fram- leiðslu, geymslu og beitingu efna- vopna brjóti að þeirra mati í bága við bandaríska hagsmuni. Leggja þremenningarnir til, að öldungadeild Bandaríkjaþings staðfesti því ekki' sáttmálann. Ráðherrarnir þrír eru James Schlesinger, sem fór með varnarmál í stjórnum Richards Nixons og Ger- alds Fords, Donald Rumsfeld, sem sat í stjórn Fords, og Caspar Wein- berger, varnarmálaráðherra Ronalds Reagans. Þessir þrír áhrifamiklu repúblikanar gáfu út yfirlýsingu sína er þeir voru kallaðir fyrir utanríkis- málanefnd öldungadeildarinnar, en mikil togstreita er nú í gangi milli stjórnar Bills Clintons Bandaríkja- forseta og íhaldssamra repúblikana í öldungadeildinni um efnavopna- sáttmálann. Þessi afstaða þremenninganna var þó þegar kunn. Þeir rituðu grein um málið í Washington Post fyrir skömmu, þar sem segir: „ [Efnavopna- sáttmálinn] mun líklega leiða til þess að Bandaríkin og bandamenn þeirra verði berskjaldaðri, ekki ör- uggari, fyrir efnavopnaárásum. Hann gæti vel haft í för með sér að útbreiðsla getu til framleiðslu efnavopna í heiminum muni aukast í stað þess að dragi úr henni. Við værum því betur settir með því að eiga ekki aðild að honum,“ skrifuðu þremenningarnir. Formaður utanríkismálanefndar- innar, Jesse Helms, fer fremstur í flokki þeirra sem beijast gegn stað- festingu sáttmálans á Bandaríkja- þingi, en til þess að af henni verði þarf atkvæði tveggja þriðju hluta allra öldungadeildarþingmanna. At- kvæðagreiðsla um staðfestinguna fer hins vegar fyrst fram eftir að utanríkismálanefndin hefur ákveðið að taka málið á dagskrá þingsins. Hótanir ganga á víxl Trent Lott, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, ítrekaði í gær að flokksmenn hans vildu binda stað- festingu sáttmálans mörgum skil- yrðum, sem demókratastjórn Clint- ons yrði að uppfylla. Tom Daschle, þingleiðtogi demókrata, endurnýjaði hótun um að stífla alla starfsemi öldungadeildarinnar unz efnavopna- sáttmálinn yrði tekinn á dagskrá. Ef Bandaríkin hafa ekki staðfest sáttmálann fyrir 29. apríl verða þau útilokuð frá þátttöku í alþjóðlegu eftirliti með framkvæmd hans. 161 þjóð hefur fram að þessu undirritað sáttmálann, en aðeins hluti þeirra staðfest hann. ísland var meðal 130 þjóða sem undirrituðu sáttmálann í París fyrir meira en fjórum árum, en Alþingi hefur ekki staðfest hann enn. Reuter Kosningakexi dreift í Sofíu BÚLGARIR ganga til kosninga á laugardag í næstu viku og búist er við að Bandalag lýðræðisafl- anna (SDS) beri þá sigurorð af sósíalistum. Bandalagið stóð fyrir 30 daga mótmælum gegn stjórn sósíalista í janúar og febrúar og knúði fram myndun bráðabirgða- stjórnar sem verður við völd fram yfir kosningar. Stefan Sofianski, forsætisráð- herra bráðabirgðastjórnarinnar, hvatti í gær flokksbræður sína í SDS til að vera ekki of sigurviss- ir í kosningabaráttunni. Hann sagði að stjórninni hefði tekist að afstýra skorti á brauði og elds- neyti, komið á efnahagslegum umbótum og samið um aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. A myndinni eru sígaunabörn að biðja um kex, sem útdeilt var á kosningafundi Bandalags lýðræð- isaflanna í útborg Sofíu í gær. Lítil kjörsókn á Haiti Washington. Reuter. KOSNINGAR voru á Haiti á sunnu- dag og fóru þær vel og heiðarlega fram að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins. Kjörsókn var hins vegar mjög lítil. Kosið var um níu sæti af 27 í öldungadeild þingsins á Haiti, tvö í neðri deild og 700 sæti í sveitar- stjórnum og voru fjórar milljónir manna á kjörskrá. Engar tölur hafa verið birtar um kjörsókn en hún var afar lftil. Segja þeir, sem með fylgd- ust, að þannig hafi almenningur mótmælt áframhaldandi fátækt og erfiðleikum þrátt fyrir, að lýðræðis- lega kjörin stjórn hafi tekið við af herstjórninnni. Skref aftur á bak Nicholas Bums, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, vildi ekki gera mikið úr lítilli kjörsókn og sagði, að kosningarnar hefðu verið mikilvægt skref á lýðræðisbrautinni. Einn bandarísku eftirlitsmannanna sagði þó, að kosningarnar hefðu ver- ið skref aftur á bak og ýmsir gagn- íýndu öryggisgæslu haitísku lögregl- unnar. Mikið er í húfi fyrir Bandaríkja- stjórn, að vel takist til á Haiti enda hrakti hún herforingjastjórnina burt og kom kjörnum forseta, Jean Bertrand Aristide, til valda. LISTIR STARFSLIÐ dagblaðsins Newsday fagnar eftir að tilkynnt var að blaðið hefði unnið Pulitzer-verðlaunin fyrir fréttaflutning af því þegar flugvél flugfélagsins TWA fórst skömmu eftir flugtak í New York í fyrra. Wynton Marsalis fær Pulitzer-verðlaunin New York. Reuter. JASSTONLISTARMAÐURINN Wynton Marsalis hlaut Pulitzer- verðlaunin í ár. Tilkynnt var um verðlaunahafa á mánudags- kvöld. Þetta var í fyrsta skipti í 80 ár sem verðlaunin hafa verið veitt starfandi jass- eða bluestón- Iistarmanni. Arið 1965 hafnaði Pulitzer-nefndin tilnefningu Dukes Ellingtons, sem risið hef- ur hæst í hinni svoköliuðu klass- ísku tónlist Bandaríkjamanna. Marsalis fékk verðlaunin fyrir þriggja klukkustunda langa óratoríu fyrir jasshljómsveit, sem ber heitið „Blood on the Fields“ og fjallar um afrískan konung, sem er hnepptur í ánauð. í flokki skáldsagna hlaut Ste- ven Millhauser verðlaun fyrir bók sína „Martin Dressler: The Tale of an American Dreamer". Ljóðskáldið Lisel Mueller fékk verðlaun fyrir ljóðabókina „Alive Together: New and Selected Poems og verðlaun fyr- ir bækur almenns eðlis hlaut Richard Kluger fyrir bókina „Ashes to Ashes: America’s 100- Year Cigarette War. Verðlaun fyrir ævisögur hlaut írsk-banda- ríski rithöfundurinn Frank McCourt fyrir „Angela’s Ashes: A Memoir" og í flokki sagnfræði- rita voru verðlaunin veitt Jack N. Rakove fyrir bókina „Original Meanings: Politics and Ideas in the Making of the Constitution". Verðlaunin í blaðamennsku fyrir innlendar fréttir voru veitt blaðamönnum Newsday i New York fyrir umfjöllun um það þegar flugvél flugfélagsins TWA fórst undan Long Island í fyrra. Wall Street Journal fékk verð- laun fyrir skrif um baráttuna gegn alnæmi og uppgötvun lyfja- blöndu til að halda sjúkdómnum í skefjum. John F. Burns, blaðamaður Reuter Tónlistarmaðurinn Wynton Marsalis var meðal þeirra, sem tilkynnt var á mánudag að fengju Pulitzer-verðlaunin. The New York Times, fékk verð- launin fyrir erlend fréttaskrif öðru sinni, í þetta skiptið fyrir umfjöllun um valdatöku Tale- bana í Afganistan. Engin verðlaun voru veitt fyr- ir leikrit og enginn blaðamaður fékk viðurkenningu fyrir að fjalla um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í fyrra. Að sögn Pulitzer-nefndarinnar uppfyllti ekkert leikrit kröfur hennar. Það hefur gerst 14 sinnum frá 1917 að verðlaunin hafa ekki verið veitt fyrir leikrit. Erró sýnir „konur í fullu fjöri“ Gautaborg. Morgunblaðid. GALLERI Galax í Gautaborg opn- aði sýningu á verkum Errós að lista- manninum sjálfum viðstöddum laugardaginn 5. apríl sl. Á sýning- unni sem hann nefnir „Les Femmes Fatales" eru 35 stórar myndir og 80-100 litlar myndir. „Þetta er nú bara smásýning, hluti af syrpu,“ sagði Erró í viðtali við Hallfríði Sig- urðardóttur í Dvergasteini (útvarpi Sænsk-íslenska félagsins í Gauta- borg) og gaf m.a. svohljóðandi lýs- ingu á verkunum og vinnu sinni við yrkisefnið örlagadísir: „ ... Þetta eru konur í fullu fjöri, líflegar og ferskar. Syrpurnar verða yfirleitt þannig til að ég geri eina, tvær og þijár myndir, byrja á syrpu og svo liggur þetta niðri. Ég vinn við að safna efni í mörg ár. Svo fer syrpan á stað af sjálfu sér. Það eru tíu ár síðan ég byijaði á þessari syrpu. Fólk er orðið vant því að ég vinni í syrpum og mér finnst það miklu skemmtilegra, það hefur þann kost að ég get skipt um efni þegar ég vil, farið inn í hér um bil hvaða efni sem er . ..“ Erró talar frekar um skopmynda- stíl en popplist. „Þessi skopmynda- stíll eins og hann er kallaður, ef maður vill fara svo langt þá má segja að hann sé mjög líkur skreyt- ingum fornsagnann.a íslensku. Það eru svartar teikningar, flatir fletir. Stíllinn er líkur þessum sem mér finnst passa mjög vel við tuttugustu öldina.” Sýningin „Les Femmes Fatales“ sem er sölusýning, kom til Gauta- borgar frá Stokkhólmi og næsti sýningarstaður verður væntanlega í Málmey að rúmum mánuði liðnum. Þetta er í annað sinn á tveim árum sem Erró sýnir í Gautaborg. Ræðis- maður íslendinga, Bertil Falck, vígði sýninguna með kynningu á Ólafsvíkingnum sem fór utan árið 1958 og sem fyrir löngu gerðist hvað alþjóðlegastur íslenskra lista- manna, sem stendur með annan fótinn í Bangkok og hinn um víða veröld. Harpa Árnadóttir hlýtur lof sænskra gagnrýnenda Harpa Árnadóttur, heldur um þessar mundir sína fyrstu einkasýn- ingu í Gautaborg og sýnir 14 mál- verk í „hvítu“, sjö stór og sjö minni. Sýningin hefur hlotið mjög jákvæða dóma listrýnenda. í umfjöllun Gautaborgarpóstsins skrifar Gunilla Grahn-Hinnfors m.a. að í því sem við fyrstu sýn virðist hvítt, komi „sporin" fljótt í ljós. Myndmálið er „sprungur, hrukkur, óhreinindi og litlar tærar litaslettur. Allt eftir því hvernig dagsljósið liðast um rýmið, uppgöt- var maður ný lög málverkanna. Þau minna á húð, jarðskorpu, marmara, pergament. Þrátt fyrir naumhygg- inn blæ, er ekki að finna nein ein- kenni naumhyggjunnar. Striginn er mettaður sögu og frásagnarsveig- um.“ En „Augað nægir ekki“ eru nið- urlagsorð listrýnandans, sem bendir á að sýning Hörpu opni manni innri sýn sem um leið kallar á aðra skynj- un en þá sem með augunum einum gefst. I Sænska Dagblaðinu lýsir Márt- en Castenfors sýningunni sem heimi íhugunar og lýkur umsögn sinni svo: Árnadóttir boðar bersýnilega hið hægfara, íhugandi og krefjandi og það sem gefið er í skyn, fremur en sagt, er skyndilega klófest innri stemming: krosssprungin mann- eskjuleg staða sem, úr vissri fjar- lægð, er haldið saman með næmu, hljóðu og fallegu myndmáli. Harpa, sem býr og starfar í Gautaborg, útskrifaðist frá Mynd- lista- og handíðaskólanum árið 1993 og lauk tveggja ára námi frá listaskólanum Valand í Gautaborg árið 1995. Það er „Mors Mössa“ (Húfan hennar mömmu) við Husar- gatan í Gautaborg sem sýnir verk Hörpu Árnadóttur en sýningunni lýkur 13. apríl næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.