Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 11
FRÉTTIR
Ef [?ú tukur tílboðinu inn.in
»10 daga færðu ökummtilug*í
Mikka mús-tööku að rjjöf.
vagna Reykjavíkur stækkuð. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins voru breytingarnar samþykktar
á húsfélagsfundi í júlí í fyrra, gegn
mótmælum eiganda söluturns, sem
rekinn er á 1. hæðinni. Byggingar-
nefnd Reykjavíkur veitti leyfi fyrir
framkvæmdum.
Eigandi söluturnsins hefur kært
breytingamar á húsinu, meðal ann-
ars á þeim forsendum að samþykkt
húsfélagsins standist ekki lög.
Skúlagarður hf. er að stærstum
hluta í eigu Framsóknarflokksins,
en einnig eiga margir flokksmenn
í félaginu.
Morgunblaðið/Ásdís
BIÐSTÖÐ strætisvagna Reykjavíkur á 1. hæð Hafnarstrætis 20.
Félagsbú-
staðir hf.
stofnaðir
BORGARRÁÐ samþykkti í gær
að stofna hlutafélag, Félagsbústaði
hf., um eignarhald, rekstur, við-
hald, fjármálaumsýslu og þjón-
ustuumsýslu vegna leiguhúsnæðis
borgarinnar. Samþykkt var að
Reykjavíkurborg væri heimilt að
leggja félaginu til allt að tíu millj-
óna króna stofnfjárframlag til
greiðslu nauðsynlegs undirbún-
ings- og stofnkostnaðar.
Samþykktin var gerð að feng-
inni tillögu starfshóps borgar-
stjórnar um sölu borgareigna. Mat
starfshópsins er að undirbúningur
fyrir að færa rekstur leiguhús-
næðis borgarinnar til sérstaks fé-
lags sé nægilega langt kominn til
að stofna félagið formlega. í grein-
argerð með tillögu starfshópsins
kemur þó fram að enn sé margt
óunnið. Þannig sé t.d. fyrirkomu-
lag húsaleigubótakerfisins í endur-
skoðun.
Þeir verst settu
verði jafnsettir
Gert er ráð fyrir að rekstur fé-
lagsins verði fjárhagslega sjálfbær
og að um 20% af matsverði leigu-
húsnæðis borgarinnar verði lagt
félaginu til í formi hlutafjárfram-
lags borgarinnar. Félagið á að yfir-
taka formlegan rekstur leiguhús-
næðisins strax í sumar, enda er
stefnt að formlegri stofnun þess
síðar í þessum mánuði.
Árni Sigfússon, oddviti Sjálf-
stæðisflokksins í borgarstjórn,
samþykkti tillögu starfshópsins
með þeim fyrirvara að tryggt yrði
að umræddar breytingar og fjár-
magnskostnaður vegna þeirra
leiddu ekki til hækkunar á leigu
fyrir leigjendur, sem byggju við
félagslega erfiðar aðstæður.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavík-
urlistans bókuðu að ein af forsend-
unum fvrir breyttu rekstrarformi
leiguíbúðanna væri að þeir, sem
væru verst settir fjárhagslega og
félagslega, væru jafnsettir eftir
sem áður.
SKEMMTILEC MIKKA MUS-TASKA FYLGIRMEÐ I KAUPBÆTI
#1
Disneykubburinn er íífandi og
fjölbreyttur bókakúbbur fyrir böm.
beir sem jerast félajar \nnan 10
daja fá tvær vandaðar oq
skemmtilegar aevintýrabækur frá
Walt Disney, ásamt blaði klúbbsins
Gáska, á aðeinsllllllli
-
WfA m,
'nmm ii«*.
Disneykubburinn opnar börnum töfrandi
asvintýraheim og hver bók veitir þeim
ótaldar ánaegjustundir. Tryggðu barninu
ff?ínu góðar baskur og tösku að gjöf.
AS
5iminn er 550 3000
VAKA-HELGAFELL
SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK
Breytingar á Hafnarstræti 20 kærðar til umhverfisráðuneytis
Ráðherra víkur sæti
vegua eignaraðildar
GUÐMUNDUR Bjarnason um-
hverfísráðherra hefur ákveðið að
víkja sæti er ráðuneyti hans úr-
skurðar í kærumáli vegna breyt-
inga á 1. hæð hússins Hafnar-
stræti 20. Félagið Skúlagarður,
sem er að hluta í eigu Framsóknar-
flokksins, átti stóran hlut í húsinu
er ákvörðun var tekin um breyting-
arnar. Guðmundur átti einnig lítinn
hlut í félaginu sjálfur. Skúlagarður
hefur síðan selt hlut sinn í húsinu,
en flokksskrifstofa Framsóknar-
flokksins er starfrækt þar.
Guðmundur hefur tilkynnt for-
sætisráðherra að hann muni víkja
sæti í málinu. Beiðni hans um að
annar ráðherra verði fenginn til
að taka sæti hans þegar úrskurðað
verður í því var rædd á fundi ríkis-
stjórnarinnar í gær. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins var
ekki gengið formlega frá málinu
en líklegt er að Þorsteinn Pálsson,
dóms- og kirkjumálaráðherra,
verði seturáðherra í málinu.
Breytingar voru nýlega gerðar
á 1. hæð hússins Hafnarstræti 20
og biðstöð fyrir farþega Strætis-