Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 11 FRÉTTIR Ef [?ú tukur tílboðinu inn.in »10 daga færðu ökummtilug*í Mikka mús-tööku að rjjöf. vagna Reykjavíkur stækkuð. Sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- ins voru breytingarnar samþykktar á húsfélagsfundi í júlí í fyrra, gegn mótmælum eiganda söluturns, sem rekinn er á 1. hæðinni. Byggingar- nefnd Reykjavíkur veitti leyfi fyrir framkvæmdum. Eigandi söluturnsins hefur kært breytingamar á húsinu, meðal ann- ars á þeim forsendum að samþykkt húsfélagsins standist ekki lög. Skúlagarður hf. er að stærstum hluta í eigu Framsóknarflokksins, en einnig eiga margir flokksmenn í félaginu. Morgunblaðið/Ásdís BIÐSTÖÐ strætisvagna Reykjavíkur á 1. hæð Hafnarstrætis 20. Félagsbú- staðir hf. stofnaðir BORGARRÁÐ samþykkti í gær að stofna hlutafélag, Félagsbústaði hf., um eignarhald, rekstur, við- hald, fjármálaumsýslu og þjón- ustuumsýslu vegna leiguhúsnæðis borgarinnar. Samþykkt var að Reykjavíkurborg væri heimilt að leggja félaginu til allt að tíu millj- óna króna stofnfjárframlag til greiðslu nauðsynlegs undirbún- ings- og stofnkostnaðar. Samþykktin var gerð að feng- inni tillögu starfshóps borgar- stjórnar um sölu borgareigna. Mat starfshópsins er að undirbúningur fyrir að færa rekstur leiguhús- næðis borgarinnar til sérstaks fé- lags sé nægilega langt kominn til að stofna félagið formlega. í grein- argerð með tillögu starfshópsins kemur þó fram að enn sé margt óunnið. Þannig sé t.d. fyrirkomu- lag húsaleigubótakerfisins í endur- skoðun. Þeir verst settu verði jafnsettir Gert er ráð fyrir að rekstur fé- lagsins verði fjárhagslega sjálfbær og að um 20% af matsverði leigu- húsnæðis borgarinnar verði lagt félaginu til í formi hlutafjárfram- lags borgarinnar. Félagið á að yfir- taka formlegan rekstur leiguhús- næðisins strax í sumar, enda er stefnt að formlegri stofnun þess síðar í þessum mánuði. Árni Sigfússon, oddviti Sjálf- stæðisflokksins í borgarstjórn, samþykkti tillögu starfshópsins með þeim fyrirvara að tryggt yrði að umræddar breytingar og fjár- magnskostnaður vegna þeirra leiddu ekki til hækkunar á leigu fyrir leigjendur, sem byggju við félagslega erfiðar aðstæður. Borgarráðsfulltrúar Reykjavík- urlistans bókuðu að ein af forsend- unum fvrir breyttu rekstrarformi leiguíbúðanna væri að þeir, sem væru verst settir fjárhagslega og félagslega, væru jafnsettir eftir sem áður. SKEMMTILEC MIKKA MUS-TASKA FYLGIRMEÐ I KAUPBÆTI #1 Disneykubburinn er íífandi og fjölbreyttur bókakúbbur fyrir böm. beir sem jerast félajar \nnan 10 daja fá tvær vandaðar oq skemmtilegar aevintýrabækur frá Walt Disney, ásamt blaði klúbbsins Gáska, á aðeinsllllllli - WfA m, 'nmm ii«*. Disneykubburinn opnar börnum töfrandi asvintýraheim og hver bók veitir þeim ótaldar ánaegjustundir. Tryggðu barninu ff?ínu góðar baskur og tösku að gjöf. AS 5iminn er 550 3000 VAKA-HELGAFELL SÍÐUMÚLA 6, 108 REYKJAVÍK Breytingar á Hafnarstræti 20 kærðar til umhverfisráðuneytis Ráðherra víkur sæti vegua eignaraðildar GUÐMUNDUR Bjarnason um- hverfísráðherra hefur ákveðið að víkja sæti er ráðuneyti hans úr- skurðar í kærumáli vegna breyt- inga á 1. hæð hússins Hafnar- stræti 20. Félagið Skúlagarður, sem er að hluta í eigu Framsóknar- flokksins, átti stóran hlut í húsinu er ákvörðun var tekin um breyting- arnar. Guðmundur átti einnig lítinn hlut í félaginu sjálfur. Skúlagarður hefur síðan selt hlut sinn í húsinu, en flokksskrifstofa Framsóknar- flokksins er starfrækt þar. Guðmundur hefur tilkynnt for- sætisráðherra að hann muni víkja sæti í málinu. Beiðni hans um að annar ráðherra verði fenginn til að taka sæti hans þegar úrskurðað verður í því var rædd á fundi ríkis- stjórnarinnar í gær. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var ekki gengið formlega frá málinu en líklegt er að Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra, verði seturáðherra í málinu. Breytingar voru nýlega gerðar á 1. hæð hússins Hafnarstræti 20 og biðstöð fyrir farþega Strætis-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.