Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Berlín. Reuter. LEIÐTOGI þýzka alþýðusambands- ins (DGB), Dieter Schulte, hvatti vinnuveitendur og stjórnvöld til samvinnu við um að draga úr at- vinnuleysi. Um leið sýna nýjar tölur að lítið dró úr atvinnuleysi í marz. Schulte benti á við setningu „leið- togafundar" um atvinnumál að haft gæti alvarlegar afleiðingar ef átak- ið mistækist. Gott tækifæri til sam- vinnu hefði farið í súginn þegar hugmyndir stjómarinnar um banda- lag til að tryggja atvinnu hefðu siglt í strand fyrir ári. Schulte gaf í skyn að DGB og aðildarfélögin væru fús til að gera aðra tilraun til samstarfs við vinnu- veitendur og stjórnmálamenn og kvað málamiðlun nauðsynlega. Hann sagði að stefna stjórnar- innar í skattamálæum, aukin ríkis- útgjöld og aukið avinnuleysi mundu auka ríkishalla til aldamóta og ef til vill leiða til þess að Þjóðverjar fengju ekki aðild að sameiginlegum gjaldmiðli 1999. Dieter Hundt, leiðtogi þýzka vinnuveitendasambandsins, tók undir gagnrýni Schulte og kenndi stjórn Helmuts Kohls að miklu leyti um atvinnuleysið. Einkum hefði ekki verið efnt loforð um lækka kostnað af almannatryggingarkerf- inu, sem bitnaði á vinnuveitendum. Samkvæmt opinberum tölum fækkaði Þjóðverjum án atvinnu um 15.000 í 4.30 milljónir í marz. Sam- kvæmt leiðréttum tölum fækkaði atvinnulausum í febrúar í fyrsta skipti síðan í apríl 1996. OPINBERAR sjónvarpsstöðvar í Þýzkalandi hafa hleypt af stokkun- um nýrri „Fönix“ upplýsingarás, sem mun marka upphaf nýs frétta- sjónvarps án fréttaskýringa. Fönix verður meðal annars með beinar útsendingar frá þinginu í Þýzkalandi og höfuðborgum ann- arra Evrópulanda líkt og C-SPAN rásin í Bandaríkjunum. Ólíkt CNN fréttasjónvarpinu og sambærilegri þýzkri stöð, N-TV, verða blaðamenn Fönix í aukahlut- verki. Atburðir verða sýndir í heild og áhorfendum verður látið eftir að dæma. „Fréttir verða settar fram á annan hátt,“ sagði Fritz Pleitgen, yfirmað- ur Westdeutsche Rundfunk (WDR) og brautryðjandi nýju rásarinnar. 16 tímar á sólarhring Sjónvarpað verður í 16 tíma á sólarhring og að sögn Pleitgens verður hún öðruvísi en aðrar frétta- stöðvar. „Þetta er ekki ný fréttarás, þetta er upplýsingarás" sagði hann. „Við viljum sýna áhorfendum atburði á þann hátt að þeir geti sjálfir mynd- að sér skoðanir á mönnum og mál- efnum." í Fönix verða þingumræður, vís- indaráðstefnur og aðrir atburðir sýndir í fullri lengd. „Við munum ekki flytja fréttir á 15 mínútna fresti, það sem ég kalla skyndibitafréttir. Við hugsum ekki um áhrif og skoðanir heldur upplýs- ingar,“ sagði Klaus Radke, annar tveggja framkvæmdastjóra Fönix. Fönix er verkefni tveggja helztu opinberu sjónvarpsstöðvanna í Þýzkalandi — ARD og ZDF — og við stöðina munu starfa 68 frétta- menn og tæknimenn. Kostnaðurinn hefur ekki verið látinn uppi, en stöð- in verður fjármögnuð með áskrift- argjöldum áhorfenda opinberu sjón- varpsstöðvanna og engar auglýs- ingar verða fluttar. Fyrsta útsending rásarinnar var frá athöfn, sem fór fram þegar Roman Herzog Þýzkalandsforseti var sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við háskóla í Tókýó. Á næstu dögum verður sýndur heimildarþáttur um Bill Gates, sjónvarpað frá þýzka stjórnlagadómstólnum að störfum og sýnt verður frá kosningabarátt- unni í Bretlandi og verkalýðsráð- stefnu í Berlín. Stöðin er að ganga frá samstarfs- samningi við C-SPAN um sýningar á þriggja tíma Evrópudagskrá bandarísku rásarinnar og um sam- eiginlega dagskrá sem á að gera þýzkum og bandarískum áhorfend- um kleift að hringja og láta í ljós álit sitt á dagskránni. Credit Suisse á leið á alnetið Ziirich. Reuter. CREDIT SUISSE hyggst taka upp bankaþjónustu á alnetinu, fyrstur hinna þriggja stóru banka í Sviss, samkvæmt blaðafréttum. Blaðið Sonntags Zeitung hermir að nýja þjónustan muni gera viðskiptavinum kleift að athuga reikningsstöðu, greiða reikninga eða kaupa og selja hlutabréf. Blaðið segir að Credit Su- isse hafi bersýnilega náð tök- um á tækni til að koma í veg fyrir að ókunnugir geti séð upplýsingar, sem fari milli við- skiptavina og bankans. Saab semur við Airbus um A3XX Stokkhólmi. Reuter. SAAB flugvélaverksmiðjurnar í Svíþjóð og Airbus flugiðnað- arsamsteypan hafa undirritað viljayfirlýsingu um rannsókn- arþátt A3XX þotuáætlunar- innar. „Við verðum með frá byij- un,“ sagði talsmaður Saab. „Tilgangur okkar er að gerast fullurgildur aðili. Exxon og GE efst á blaði New York. Reuter. EXXON Corp. og General Electric Co. eru efst og jöfn á lista tímaritsins Forbes um fremstu fyrritæki Bandaríkj- anna. Skrá Forbes nær til 500 fremstu fyrirtækja Bandaríkj- anna og er þeim raðað eftir sölu, hagnaði og markaðsvirði. Tilboð í CompuServe? Washington. Reuter. AMERICA Online kannar til- boð í keppinaut sinn, beinlínu- þjónustuna CompuServe, að sögn blaðsins Washington Post. Microsoft kaupir WebTV Networks Las Vegas. Reuter. MICROSOFT kveðst hafa samþykkt að kaupa einkafyrir- tækið WebTV Networks Inc. fyrir um 425 milljónir dollara. VIÐSKIPTI Um fimmtán þúsund færri atvinnulausir í Þýzkalandi í marzmánuði Nýs átaks krafizt gegn atvinnuleysi Tilkynning um almennt skuldabréfaútboð og skráningu á Verðbréfaþingi íslands EIMSKIP Hf. Eimskipafélag íslands kt. 510169-1829 Pósthússtræti 2,101 Reykjavík Útboðsfjárhæð: 600.000.000 kr. Útgáfudagur: 10. apríl 1997 Sölutímabil: 10. apríl -1. september 1997 Skuldabréfin bera fasta vexti 5,75%, Ávöxtunarkrafa á hverjum tíma er miðuð við 40 punkta álag (0,40%) á hagstæðustu kaupkröfu í spariskírteini ríkissjóðs 1. flokk D 1993 (SPRIK93/1D10) á Verðbréfaþingi íslands. Skuldabréfin eru verðtryggð skv. vísitölu neysluverðs. Grunnvísitala 178,4. Skuldabréfin verða skráð á Verðbréfaþingi íslands með auðkenninu SKEIM97/1A. Nálgast má útboðs- og skráningarlýsingu hjá Búnaðarbankanum Verðbréf sem jafnframt er söluaðili skuldabréfanna. BÚNAÐARBANKINN VERÐBRÉF Hafnarstræti 5 155 Reykjavík Sími 525 6050 Fax 525 6099 THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýzkalands á þaki hins gamla flugmálaráðuneytis nazista, sem verður aðsetur þýzka fjármála- ráðuneytisins þegar þýzka sljórnin fiyzt til Berlínar frá Bonn 1999. Þýzkt upplýs- • * mgasjonvarp Köln. Reuter. Eiga umhverfisvernd og ___________haqvöxtur samleið?________________________________ Frances Caimcross, blaðamaður og fynverandi ritstjóri umhverfismála (senior editor) hjá THE ECONOMIST, hefur á undanfömum árum valdð milda athygli fyrir nýstídeg og fensk svör við umdeildum spumingum á borð við: Stendur krafan um aukinn hagvöxt í vegi árangursríkrar umhverfisvemdar? Á atvinnulífið raunhœfa samleið með kröfum umhverfisvemdarsinna? Ceta fyrirtreki sýnt „grœnarí' gróða og stjómvöld „grænarí' hagvöxt ÁN þess að slakað sé á kröfunni um arðsemi og hagkvæmni? IÍMHMFISRÁBU1YT1B GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG iSLANDS Orlög Fokker virð- ast endanlega ráðin Amsterdam. Reuter. ÖRLÖG Fokker flugvélaverksmiðj- anna virðast endanlega ráðin, því að einn aðila að viðræðum um björg- unaraðgerð hefur dregið sig í hlé og jafnvel skiptaráðendur segja að nú virðist ógerningur að koma fyrir- tækinu aftur á réttan kjöl. Hollenzka verkfræðifyrirtækið Stork, eigandi arðvænlegrar við- halds- og varahlutadeildar Fokker, greindi frá því að það hefði tilkynnt hollenzka ríkinu, Deleye fjárfesting- arhópnum og skiptaráðendum að það væri ekki iengur bundið af vilja- yfirlýsingu síðan í marz um hugsan- lega endurreisn Fokker. Malaysíumenn brugðust „Skiptaráðendur Fokker hafa nú komizt að þeirri niðurstöðu að möguleikar á því að hefja aftur rekstur séu ekki fyrir hendi,“ sagði Stork. Með viljayfiriýsingunni átti að móta sameiginlega afstöðu í samn- ingaviðræðum við ríkisstjórn Mal- aysíu, sem virtist sýna áhuga á björgun Fokker í síðasta mánuði. Að sögn skiptaráðenda kveðst Stork hafa dregið sig í hlé vegna þess að fjárfestingararmur mala- ysíska ríkisins, Khazanah Nasional Berhad, hafi ekki viljað ábyrgjast nægilegan fjárstuðning. Unnið hefur verið við nokkrar óafgreiddar pantanir í verksmiðju Fokker nálægt Amsterdam, en flest- ir faglærðir starfsmenn hættu fyrir löngu. Smíði þriggja síðustu flug- véla Fokker er að mestu lokið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.