Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ una sem þið Dísa amma gáfuð mér. Pjölskylduboðin á Njálsgötunni voru alltaf jafn skemmtileg. Þar sem kræsingarnar hennar Dísu ömmu voru frábærar, sérstaklega pönnukökurnar, og fjörið mikið. Þar var spjallað, spilað, hlegið og leikið sér þótt plássið væri ekki mikið. Þú og Dísa amma voruð á þönum. Þú á hlaupum upp á háalofti eftir meira gosi, ís, ávöxtum og fleira góðgæti. Allar áttu að fá nóg að borða og öllum átti að líða vel enda fór maður alltaf saddur og ánægður frá ykkur. Eftir að Dísa amma dó þá snérist þetta við þannig að þá komst þú alltaf reglulega til okkar í Barmahlíðina og fórst héðan sadd- ur og ánægður eins og á pálma- sunnudag þegar við kvöddumst í síðasta sinn með góðu faðmlagi og knúsi. Elsku afí, við Ásdís systir, pabbi og mamma þökkum þér fyrir allar þær samverustundir sem við höfum átt og þá ást og hlýju sem þú gafst okkur. Við vonumst til að einhvers staðar sé hún Dísa amma til að taka á móti þér. Litli glókollurinn þinn, Sævar Vídalín Kristjánsson. Það er sunnudagur og ég bíð við dymar, nú hlýtur afi að fara koma. Það líður ekki á löngu þar til að hurðin opnast og inn gengur besti afi í heimi. „Sæll, elsku nafni minn, ertu tilbúinn?" Auðvitað var ég til- búinn, ég hafði verið tilbúinn í eina viku, eða allt frá því að afí kom síðast og sótti mig til þess að fara með mig I sunnudagsgöngutúrinn. Við fórum alltaf sama rúntinn, nið- ur að Tjöm að gefa öndunum, það- an lá leiðin að Gamla Magna sem var við höfnina og svo enduðum við í kaffi hjá ömmu Dísu. Svona gekk þetta viku eftir viku og ár eftir ár, aldrei fengum við afi leiða á að fara í þennan sunnudagsgöngutúr. Það er margt sem við afi höfum gert saman í gegnum tíðina, mér er þó sérstaklega minnisstætt þegar afi fór með mig sjö ára gamlan í utanlandsferð til Danmerkur, þar áttum við nafnarnir stórkostlegar stundir saman, stundir sem ég kem aldrei til með að gleyma, enda gerði afi þessa ferð að ferðinni minni, ferð þar sem ég fékk að stjórna hvað yrði gert og hvenær það yrði gert. Oft höfum við síðan rætt um þessa ferð og alltaf vorum við sam- mála um það að þessi ferð hefði verið eins og draumur, svo vel skemmtum við okkur báðir. En árin liðu og ég og afi áttum margar ógleymanlegar stundir saman. En það má segja að fyrir rúmum þremur árum hafi komið nýr kafli í lífið hjá mér og honum elsku afa mínum, því þá eignaðist ég lítinn dreng, Agnar Smára Jóns- son. Agnar Smári fæddist 11. október 1993, á 75 ára afmælisdeginum hans afa. Afi var náttúrulega yfir sig hrifinn af þessari afmælisgjöf og ekki leið á löngu þar til afi og Agnar Smári voru búnir að tengj- ast sterkum tilfinningaböndum. Afí kom reglulega að hitta litla dreng- inn sinn og alltaf var tilhlökkunin jafn mikil hjá þeim stutta að fá að hitta þennan góða langafa sem hann átti. Agnar Smári var ekki lengi að finna það út að ef hann var eitthvað slappur eða veikur kom langafi hans alltaf með nokkrar maltflöskur fyrir hann, hann ákvað þá upp á sitt eindæmi að þessi afi skyldi héðan í frá kallaður afi malt. En nú er hann afi látinn, hann fékk að sofna hinum langa svefni, sáttur við lífið og sjálfan sig. Elsku besti afi minn, nú ertu kominn til hennar ömmu sem þú hafðir saknað svo sárt frá því að hún lést fyrir tæpum fimm árum. Takk fyrir allar þær yndislegu stundir sem við átt- um saman, minningarnar um þig munu lifa með mér að eilífu. Þinn nafni Jón Halldórsson. Elsku afi. Þótt árin séu orðin 32 síðan við kynntumst þá finnst mér að þau hefðu mátt vera fleiri. Raunar man ég ekki eftir upphafi okkar kynna en þú þeim mun betur. Við brölluð- um ýmislegt saman ég og þú og þar sem ég var fyrsta afabarnið þitt þá fékk ég að hafa þig og ömmu útaf fyrir mig fyrstu árin. Ég man þegar ég var í heimsókn hjá ykkur ömmu á laugardags- morgnum og sat við eldhúsborðið á Njálsgötunni og hlustaði á óskalög sjúklinga og amma stóð við eldavél- ina og eldaði „kúlugraut", pylsu að hætti ömmu eða bara eitthvað gott sem barnið borðaði. Mér finnst skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að koma í heimsókn til þín á Njálsgötuna þar sem þið amma bjugguð í rúm 50 ár og mér fannst vera nafli Reykjavíkur. Oft spiluðum við á spil og ef ég man rétt þá vann ég oftast en ég gerði mér grein fyrir því síðar að það var ekki mín fæmi í spilum sem réð þar úrslitum heldur vildir þú bara gleðja afastelpuna þína. Svona voru öll okkar kynni, afi minn, þú lagðir þig alltaf fram um að gleðja mig. Þegar pabbi var í siglingunum á stóra skipinu skrifuðum við honum stundum póstkort og þá sat ég í kjöltu þinni og hélt í pennann en þú stýrðir hendinni. Oft á þessum árum löbbuðum við niður á Tjörn. Þá fórum við gjarnan niður Lauga- veginn og man ég hvað þú þekktir marga, varst alltaf að stoppa og heilsa fólki þannig að mér fannst að þú hlytir að vera frægasti maðurinn í Reykjavík og ég var ekki lítið stolt af því að eiga svo- leiðis afa. Og hvað þú varst þolin- móður við mig á þessu rölti okkar því alltaf þurfti ég að fara upp á allar útidyratröppur og hoppa svo niður. Þegar við komum niður á Tjörn gáfum við öndunum brauð og ég fékk gjarnan ís. Ekki má heldur gleyma bíóferðunum okkar. Við fórum saman í bíó þar til ég var orðin unglingur, og fannst vin- konum mínum skrítið að ég væri að fara í bíó með honum afa mín- um. Einnig eru þær stundir ógleymanlegar sem ég átti með þér þegar þú varst að vinna á litla verkstæðinu þínu niðri á Vatnsstíg. Þar í kjallaranum áttir þú þinn eig- in heim og þar sveif þinn andi yfir öllu. Þar gat ég dundað við ýmis- legt heilu dagana meðan þú bólstr- aðir allskonar húsgögn og sæti fyrir bíóin í Reykjavík. Þarna mældir þú hvað ég stækkaði og settir strik á vegginn með nafni og dagsetningu og strikin voru orðin mörg þegar við hættum að mæla. Önnur afabörn bættust svo seinna við og öll voru þau mæld og skráð á þennan vegg sem eftir öll þessi ár geymir heilmikla sögu sem þú skráðir, afi minn. Löngu seinna, þegar ég var farin að búa, þá þróuðust málin þannig að ég og maðurinn minn fengum íbúðina í risinu leigða í þessu sama húsi. Og enn varst þú að vinna á verk- stæðinu þínu en stundum gat ég kallað í þig í kaffi með því að banka í miðstöðvarrörið uppi hjá mér og þú heyrðir það niður í kjallarann og komst þá upp og alltaf höfðum við nóg að spjalla. Nokkrum árum seinna, þegar ég gifti mig, þá komst þú í veisluna til að samgleðj- ast mér en ég man líka hvað þú varst áhyggjufullur vegna ömmu sem þá var á spítala mikið veik og þú varst þá líka orðinn veill fyrir hjarta. Ámma dó meðan ég var í brúðkaupsferðinni og mikið var erfitt að geta ekki verið hjá þér þá. Þótt þú bærir þig jafnan vel eftir dauða ömmu þá duldist mér aldrei að söknuðurinn var mik- ill enda sagðir þú mér eitt sinn að þú værir alveg tilbúinn að fara þegar kallið kæmi. Þótt ég væri elsta barnabarnið þitt þá átti ég yngsta langafabarn- ið þitt, hana Hildi, og ég man hvað þú gladdist innilega með okkur hjónunum þegar þú komst að skoða stúlkuna okkar. Þú var stoltur af langafabörnunum þínum og dáðist mikið að þeim. Ég þakka Guði fyr- ir að þú fékkst að gleðjast með okkur þegar Hildur varð 1 árs 13. mars sl. En nú er komið að kveðju- stund, afi minn. Þú hafðir síðustu _________________________________MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL1997 37 MINNINGAR árin verið iðinn við að sauma út og perla, og þú varst einmitt að dunda við svoleiðis nokkuð þegar kallið kom. Elsku afi, takk fyrir allt og allt. Guð blessi minningu þína. Þín, Karen. „Hérna afi malt, ég fann eitt í viðbót handa þér.“ Þetta sagði litli strákurinn minn við afa þegar hann var búinn að tína nokkur vínber upp í afa sinn. Takk, vinurinn minn, sagði afi og Agnar Smári skreið upp í fangið á honum og knúsaði hann. En hvað þetta er sætt, hugs- aði ég, þeir eru svo góðir vinir. Við vorum saman fjölskyldan mín i kaffiboði hjá foreldrum mínum, þar sem afa fannst gott að vera og kom oft í heimsókn. Þennan dag, föstudaginn langa, var hann hress og kátur, rabbaði mikið og naut þess að vera með okkur, sagði að sér liði svo vel. Afi hafði komið með bólsturnálina með sér og Agn- ar Smári hjálpaði honum að festa tölu á sófann, þetta fannst litla manninum mjög spennadi. Eftir kaffið, kökurnar og skemmtilegar frásagnir afa um gamla daga, stríð- ið og alheimsmálin stóð hann upp, kyssti og faðmaði alla bless á sinn hlýja hátt. Sagðist vera að fara heim að horfa á handboltann. Klukkan var hálfsex og átti hann von á að Halldór sonur sinn kæmi að ná í sig klukkan sjö í kvöldmat- inn. „Við sjáumst þá þar,“ sagði ég og kyssti hann aftur. Afi dó um klukkan 19.00, hann hafði talað við Steinu tengdadóttur sína í símann um klukkan 18.40. Þau hlógu og gerðu grín að hand- boltanum, sem var hans líf og yndi. Og ekki fannst honum slæmt hvem- ig Haukunum gekk, hann var nú einn af stofnendum Hauka. Nú, Steina kvaddi hann og sagði að hringt yrði í hann þegar lagt væri af stað að ná í hann. „Allt í þessu fína, ég bíð rólegur hérna uppi.“ Síminn svaraði ekki stuttu seinna hjá afa. Já, lífíð er skrýtið, það var erfitt að útskýra fyrir litlum strák að afi mait væri farinn til Guðs svo skömmu eftir að hann hafði kysst strákinn sinn. „Ekki afi malt, ekki minn afi malt, hann var ekki gam- all maður,“ sagði hann. En afi fékk að fara frá okkur eins og hann vildi; heima í stólnum sínum með saumadótið sitt í hendinni, því mik- ill handavinnumaður var hann. Ég kynntist afa fyrir sex árum. Ég sá strax að þar var góður mað- ur á ferð, sem allir kölluðu afa. Svo ég fór til hans og sagði: „Ég á engan afa, má ég líka kalla þig afa? Nú, auðvitað elskan mín, ég er afi allra,“ og það voru orð að sönnu. Það sýndi sig best í því að litlu systursynir mínir fengu alltaf sömu ástúð og gjafir og Agnar Smári sonur minn. „Nú, auðvitað er ég afi þeirra líka,“ var svarið. Þegar ég sagði afa frá því í mars ’93 að við nafni hans ættum von á barni í október svaraði hann því til að ekki þætti honum slæmt að fá barn í 75 ára afmælisgjöf! Og mikið varð afi glaður þegar ég komst ekki í afmælið heldur var á fæðingardeildinni að eiga lítinn afmælisstrák handa honum. Ég er fegin því að þeir fengu að eiga þijá afmælisdaga saman fyrir utan allar aðrar góðar stundir sem við fengum með afa malt. En þetta kallaði Agnar Smári afi sinn, því ef hann varð veikur eða kom í heimsókn til afa þá fékk hann malt. Því fannst þeim stutta alveg raunhæft að kalla hann afa malt og fannst afa það hið besta mál. Við Agnar Smári viljum kveðja afa malt með þessum fáu brotum af góðum minningum okkar um góðan afa. Hans verður sárt sakn- aði af okkur sem og af heimili for- eldra minna og fjölskyldu sem vilja færa honum hjartans þakkir fyrir hlýju og góðan vinskap í gegnum árin. Guð veri með þér, elsku afi. Þín Erla Guðrún og Agnar Smári. Kveðja frá Knattspyrnufé- lag'inu Haukum Einn af öðrum kveðja þeir gömlu félagarnir sem gátu sagt með stolti að þeir væru sannir Haukamenn og gátu rakið þátt sinn I starfinu allt til upphafsins. Jón Halldórsson var einn þeirra þrettán ungu drengja sem tóku sig til á vordögum árið 1931 og stofnuðu Knattspyrnufélagið Hauka. Það voru ekki margir á þeim tíma sem spáðu þessu unglingafélagi langra lífdaga, en tíminn hefur leitt annað í ljós. Jón tók virkan þátt í starfsemi félagsins fyrstu starfsárin, en hann fór ungur til sjós og hafði ekki sömu tök á að æfa og keppa í knattspyrnu og handknattleik líkt og æskufélag- arnir. En Haukarnir voru alla tíð ofarlega I huga Jóns og hann hugs- aði hlýlega til gamla góða félagsins. Þegar öldungaráð Hauka var stofnað fyrir tæpum áratug, þar sem gömlu félagarnir tóku upp þráðinn með öflugu félagsstarfí, þá var Jón strax einn af þeim sem lét sig helst aldrei vanta á spilakvöldum eða í skemmti- ^ ferðum. Hann fylgdist vel með upp- gangi og góðum árangri Hauka síð- ustu árin og var stoltur af félaginu sínu. Hann hafði líka mikinn áhuga á þeim framkvæmdum sem nú eru að komast á fulla ferð á framtíðar- svæðinu á Ásvöllum og sá þar gaml- an draum brautryðjendanna rætast. Knattspyrnufélagið Haukar þakk- ar gömlum og góðum félaga fyrir giftudijúgt starf og sendir ættingjum og aðstandendum hugheilar samúð- arkveðjur. ___________ • Fleiri minningargreinar um Jón Halldórsson bíða birtingar og •*• - munu birtast í blaðinu næstu daga. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR KRISTÓFER GEORGSSON, Túngötu 24, Álftanesi, Bessastaðahreppi, lést á heimili s(nu þann 8. apríl. Jóanna Sæmundsdóttir, Steinn Sævar Guðmundsson, Guðmundur Georg Guðmundsson, Helga Haraldsdóttir, Jóhann Arngrímur Guðmundsson, Katrln Ingibergsdóttir, Ásdís Harpa Guðmundsdóttir, Kristinn A. Sigurðsson, börn og barnabörn. + Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, INGVAR BJÖRNSSON lögmaður, Skeljagranda 4, Reykjavík, lést á Landspítalanum 7. april 1997. Kolbrún Baldvinsdóttir, Margrét Ursula Ingvarsdóttir, Björn Ólafur Ingvarsson, Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, Margrét Þorsteinsdóttir, Björn Ingvarsson. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JENSÍNA MARÍA KARISDÓTTIR, Framkaupsstað, Eskifirði, lést á hjúkrunardeild Hulduhlíðar Eskifirði, hinn 7. apríl. Helgi Garðarsson, Herdfs Hallbjörnsdóttir, Ágústa Garðarsdóttir, Helgi Hálfdánarson, Jónfna Garðarsdóttir, Svavar Svavarsson, barnabörn og barnabamaböm. + Elskulegur faðir okkar, tengdafaöir, afi og langafi, STEFÁN ÞORSTEINSSON frá Ólafsvík, verður jarðsunginn frá Áskirkju fimmtudaginn 10. apríl kl. 13.30. Þorsteinn Stefánsson Aðalbjörg Stefánsdóttir, Guri Liv Stefánsdóttir, Sigrún Stefánsdóttir, Jón Ólafsson, Birgir Stefánsson, Liv Gunnhildur Stefánsdóttir, Snæbjöm Þórðarson, Haukur Stefánsson, Jónina Loftsdóttir, Hilmar Þór Björnsson, barnabörn og langafabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.