Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 ERLEIMT MORGUNBLAÐIÐ Kínverjar segjast harma yfirlýsingar Dana í mannréttindamálum Óvíst um áhrif á samskipti Kínveria við aðrar þjóðir Peking, Kaupmannahöfn. Reuter. KINVERSK yfirvöld kváðust í gær harma að Danir héldu fast við þá yfirlýsingu sína að leggja til að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóð- anna í Genf fordæmi mannréttinda- brot Kínveija. ítrekuðu þeir að þetta myndi hafa áhrif á samskipti þjóð- anna en gengu hins vegar ekki svo langt að fullyrða að samskipti þeirra við önnur lönd sem styddu tillöguna myndu bíða skaða af. ísland verður að öllum líkindum eitt þeirra ríkja. Charles Millon, varnarmálaráðherra Frakklands, sem er í Kína til við- ræðna við kínversk yfirvöld, sagðist í gær vona að banni sem Evrópusam- bandið (ESB) hefur sett á vopnasölu til Kínveija verði aflétt. Þeir eru ein fjögurra ESB-þjóða sem er andvíg tillögu Dana. Shen Guofang, talsmaður kín- verska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að vildu önnur lönd standa fyrir ályktunum sem beint væri gegn Kínveijum myndi það „að sjálfsögðu hafa einhver áhrif á samskipti og eðlileg skoðanaskipti hvað mann- réttindi varðaði. Þegar Shen var spurður hvort annarra stuðnings- þjóða tillögunnar biði hið sama og Dana, svaraði hann því eingöngu til að slíkt væri í þágu hvorugs aðilans. Nils Helveg Petersen, utanríkis- ráðherra Dana, sagði þá standa fast við ákvörðun sína um að krefjast fordæmingar á mannréttindabrotum Kínveija, þrátt fyrir að þeir síðar- nefndu hefðu nú heitið því að undir- rita sáttmála SÞ um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi. Frakkar vilja bæta samskiptin við Kína ESB hefur lagt bann við hvers konar vopnasölu til Kínveija frá því að þeir brutu á bak aftur friðsamleg mótmæli á Torgi hins himneska frið- ar í júní 1989 en Frakkar vonast til að því verði aflétt. Ræddi Millon möguleika á því að skiptast á upplýs- ingum um hemaðartækni o.fl. við Kínveija. Hann sagði ferð sína tii Kína þó fyrst og fremst vera til að undirbúa opinbera heimsókn Jacques Chirac Frakklandsforseta þangað í næsta mánuði. Frakkar eru sú Evr- ópuþjóð sem helst hefur sýnt Kín- veijum stuðning þegar ástand mann: réttindamála hefur borið á góma. í síðasta mánuði lýstu Frakkar því yfír að viðræður við Kínveija væru líklegri en pólitískur þrýstingur og þvingunaraðgerðir til að bæta ástandið í mannréttindamálum þar. „Gráúlfa“ fylgt til grafar Brasilía Mannrétt- indastofnun sett á fót Brasilíu. Reuter. YFIRVÖLD í Brasilíu tilkynntu á mánudag, að þau hefðu ákveðið að setja á fót stofnun, sem hefði það hlutverk að fylgjast með mann- réttindamálum í landinu og að rannsaka meint mannréttindabrot. Þetta skref var stigið í kjölfar þess að í liðinni viku voru sýnd í brasil- ísku sjónvarpi myndbandsupptökur af fólskulegu ofbeldi lögreglu- manna. Fáeinum klukkustundum eftir þessa tilkynningu sýndi sjónvarps- stöð nýjar upptökur af lögregluof- beldi, þar sem liðsmenn herlögregl- unnar lumbruðu á hópi ungra manna í fátækrahverfi i Rio de Janeiro. Beittu þeir kylfum, ólum og trédrumbi við barsmíðarnar. Að sögn embættismanna undir- ritaði Henrique Cardoso, forseti Brasilíu, tilskipun um Mannrétt- indastofnun ríkisins og staðfesti fyrstu lögin, sem gera pyntingar refsivert athæfí í Brasilíu. Foringja TUGIR þúsunda Tyrkja söfnuð- ust saman við mosku í Ankara í gær vegna útfarar þjóðernis- sinnans og hægrimannsins Alp- arslans Turkes, foringja „Gráúlf- anna“ svokölluðu. Turkes lést af völdum hjartaáfalls á laugardag, áttræður að aldri. Turkes stefndi að því að sam- eina allar tyrkneskar þjóðir frá Balkanskaga til Kínamúrsins og stuðningsmenn hans tóku þátt í daglegum drápum og bardögum við öfgasinnaða vinstrimenn á götum tyrkneskra borga á átt- unda áratugnum. Átökin kostuðu 5.000 manns lífið og leiddu til valdaráns án blóðsúthellinga árið 1980. Turkes var þá handtekinn en var kjörinn á þing 1991 eftir að tiu ára bann við starfsemi flokks hans var afnumið. Á myndinni fylgja Gráúlfar kistu Turkes í Ánkara og mynda merki hreyfingarinnar með fingrunum. Reuter Viðræðurnar um frið í Zaire Sammála um þörf á vopnahléi OSKAR Lafontaine (t.v.) og Gerhard Schröder. Kanzlaraefni þýzkra jafnaðarmanna Kjósendur telja Schröder hæfastan Pretoríu, Genf. Reuter. FULLTRÚAR hinna stríðandi fylk- inga í Zaire í friðarviðræðunum í Suður-Afríku sögðust í gær vera sammála um að þörf væri á vopna- hléi í landinu en sögðu ekkert um hvernig hægt yrði að koma því á. Fulltrúar Mobutu Sese Seko, for- seta Zaire, og Laurent Kabila, leið- toga uppreisnarmanna, gerðu hlé á friðarviðræðunum í gær, ijórum dögum eftir að þær hófust í Pretor- íu. „Báðir aðilar samþykktu viðræð- ur til að semja um friðsamlega og pólitíska lausn á átökunum," sagði í sameiginlegri yfirlýsingu þeirra. „Þetta útheimtir algjört vopnahlé og frekari ráðstafanir í samræmi við friðaráætlun Sameinuðu þjóð- anna og Einingarsamtaka Afríku.“ Uppreisnarmenn sakaðir um fjöldamorð Thabo Mbeki, varaforseti Suður-Afríku, sagði Zaire-menn- irnir hefðu gert hlé á viðræðunum til að geta ráðfært sig við leiðtoga sína. „Andi gagnkvæms trausts er að skapast," sagði Mbeki, sem stjórnaði viðræðunum ásamt Mohamed Sahnoun, fulltrúa Sam- einuðu þjóðanna og Einingar- samtaka Áfríku. Roberto Garreton, mannréttinda- fulltrúi Sameinuðu þjóðanna í Zaire, sakaði í gær uppreisnarmennina, sem eru flestir tútsar, um að hafa myrt þúsundir þorpsbúa og rúand- íska hútúa í austurhluta landsins. Hann hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að skipa nefnd til að rannsaka fjöldamorðin og undirbúa réttarhöld yfir sakborningunum. Garreton skrifaði 16 síðna skýrslu með lista yfir 40 staði þar sem talið er að uppreisnarmennirnir hafi framið morðin og sagði að svo virtist sem ekkert lát væri á morð- unum. „Það er óumdeilanlegt að því fer fjarri að uppreisnarmennirn- ir hafí staðið við loforð sín um að virða mannréttindi," sagði í skýrsl- unni. Laurent Kabila sagði í gær að uppreisnarmennirnir, sem hafa náð fjórðungi Zaire á sitt vald, væru nú komnir í Babundu, mikilvægan bæ sem er 270 km norðvestur af höfuðborginni, Kinshasa. TILKYNNING Helmuts Kohls Þýzkalandskanzlara í liðinni viku um að hann væri ákveðinn í að bjóða sig fram til endurkjörs í þing- kosningunum haustið 1998 hefur leitt til aukins þrýsings á þýzka jafnaðarmenn að þeir taki af skar- ið um hver leiði kosningabaráttu þeirra og keppi um setuna á kanzl- arastólnum kjörtímabilið 1998- 2002. í nýrri skoðanakönnun, sem vikuritið Der Spiegel birti í nýjasta hefti sínu, hafa kjósendur þegar gert upp hug sinn að þessu leyti. Þeir vilja að Gerhard Schröder, forsætisráðherra í Neðra-Saxlandi, verði kanzlaraefni SPD. 62 af hundraði þeirra sem þátt tóku í könnuninni nefndu hann sem þann sem þeir teldu hæfastan úr röðum frammámanna SPD til að gegna þessu hlutverki, en einungis 27% töldu flokksformanninn Oskar La- fontaine hæfa betur í hlutverkið. Lafontaine var kanzlaraefni SPD í kosningunum 1990, en þeim töpuðu jafnaðarmenn sem kunnugt er. Yiðskipta- bann for- dæmt ROBERTO Robaina, utanrík- isráðherra Kúbu, sagði í gær samtök 113 óháðra ríkja for- dæma einróma viðskiptabann Bandaríkjanna gegn eyríkinu. Samtökin þinguðu í Nýju-Del- hi á Indlandi í gær og fyrra- dag. Minna at- vinnuleysi ATVINNULAUSUM í Þýzka- landi fækkaði nokkuð í marz- mánuði frá mánuðinum á und- an, en þá var sett met í fjölda atvinnulausra í landinu frá því í kreppunni miklu upp úr 1930. Samkvæmt tölum sem þýzka vinnumálastofnunin birti í gær, þar sem tillit er tekið til árstíðabundinna þátta sem áhrif hafa á atvinnuleysið, voru 4,3 milljónir vinnufærra manna atvinnulausar í mánuð- inum, eða 11,7%. Heildarat- vinnuleysi minnkaði milli mán- aða um 190.000 manns, eða úr mettölunni 4,67 milljónum í 4,48 milljónir. Kólumbía lendir BANDARÍSKA geimfeijan Kólumbía lenti á Flórída í gær, Qórum dögum eftir að henni var skotið á loft. Binda varð enda á geimferðina, sem átti að standa í 16 daga, vegna bilunar í rafölum. Bandarísk spilling í Hong Kong VERIÐ er að rannsaka ásak- anir um spillingu á hendur háttsetts embættismanns sem starfaði að málefnum innflytj- enda við aðalræðismannsskrif- stofu Bandaríkjanna í Hong Kong. Sérstök spillingarrann- sóknarnefnd yfírvalda í Hong Kong stendur að rannsókninni í samstarfi við fulltrúa banda- rískra stjórnvalda. Sá sem rannsóknin beinist gegn, Jam- es DeBates, var yfirmaður þeirrar deildar ræðismanns- skrifstofunnar, sem sér um innflytjendamál. Fyrrverandi samstarfsmaður hans, Jerry Stuchiner, hefur þegar verið dæmdur í 40 mánaða fangelsi fyrir að hafa verið gripinn með fölsuð vegabréf frá Hondúras og er talinn hafa verið viðrið- inn innflytjendasmyglhring. Jörðin fer um geimrykský BREZKIR stjörnufræðingar greindu frá því í gær, að í nóvember á næsta ári muni jörðin ganga í gegn um geimrykský, sem halastjarnan Temple-Tuttle hefur skilið eft- ir sig í geimnum, og þegar það gerist muni þúsundir smárra loftsteina brenna upp í gufu- hvolfínu og bjóða þannig upp á mikið sjónarspil á nætur- himninum. Segja stjörnufræð- ingarnir að þetta gerist á 33ja ára fresti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.