Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 19 Skelfileg hungiirs- neyð í N-Kóreu Hermenn jafnilla haldnir og óbreyttir borgarar Tókýó, Genf. Reuter. „NORÐUR-Kórea er á hraðri leið inn í skelfilega hungursneyð," sagði bandaríski þingmaðurinn Tony Hall í Tókýó í gær en hann er nýkominn úr ferð um landið. Því hefur verið haldið fram, að n-kóreski herinn væri látinn sitja fyrir um matinn en Hall kvaðst hafa séð hermenn, sem voru illa haldnir af vannæringu. Stjórnvöld í N-Kóreu hafa skýrt frá því, að börn hafi látist úr hungri í landinu. 011 norður-kóreska þjóðin sveltur Hall, sem kynnti sér ástandið í N-Kóreu dagana 4. til 7. þ.m. fyr- ir bandarísk stjórnvöld, segist hafa fengið óvenjulega frjálsar hendur í ferðinni og hann gat fyrirvara- laust ákveðið hvert hann vildi fara. Kom hann meðal annars til borgar- innar Sinuiju og segir, að þar hafi jafnt hermenn sem almennir borg- arar liðið hungur. „Einkennisbúningarnir héngu utan á skinhoruðum hermönnun- um. Það er ljóst, að öll þjóðin svelt- ur,“ sagði Hall á fréttamannafundi í bandaríska sendiráðinu í Tókýó. Kvaðst hann hafa séð beinaberar konur og börn leita að einhvetju ætilegu á landi þar sem búið var að höggva hvert einasta tré í eld- inn. Mörg ríki hafa verið treg til að veita N-Kóreu nauðsynlega hjálp af ótta við, að matvælin færu fyrst og fremst til hersins, sem tekur tii sín fjórðung þjóðarútgjalda, en Hail sagði, að stjórnin í Pyongyang hefði fullvissað sig um, að hjálpar- stofnanir og kirkjufélög gætu sjálf annast dreifinguna. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í síðustu viku, að þær ætluðu að senda 203.000 tonn af matvælum til N-Kóreu en talið er, að landið þurfi að fá 2,3 milljónir tonna. N-Kóreustjórn hefur samið við bandaríska kornfyrirtækið Cargill og fær hún 20.000 tonn af korni, sem greitt verður fyrir með 4.000 tonnum af sinki, og ýmis trúfélög og önnur samtök í Suður-Kóreu ætla að senda 110.000 tonn af korni til norðurhlutans. Börnin deyja Stjórnvöld i N-Kóreu hafa skýrt fulltrúum alþjóðlegra hjálparstofn- ana í Pyongyang frá því, að 134 börn hafi soltið í hel í landinu. Er ekki vitað á hvaða tíma það gerð- ist eða hvort talan er rétt en yfir- lýsingin ein þykir merkileg. Reuter Matvæli verða æ algengari smitleið Genf. Reuter. MATVÆLI verða æ algengari smit- leið fyrir ýmsa sjúkdóma og er það m.a. rakið til breyttra matarvenja, tilbúinna rétta í stórverslunum og til skyndibitastaðanna. Kemur þetta fram í nýrri skýrslu frá WHO, Heil- brigðisstofnun Sameinuðu þjóð- anna. í skýrslunni segir, að á síðustu tveimur áratugum hafi komið fram að minnsta kosti 30 smitsjúkdómar, sem engin lækning er við, og er ástæðan sögð aukin ferðalög, vöxt- ur stórborga og skortur á hreinu vatni og almennu hreinlæti. Segja má, að tekist hafi að út- rýma bólusótt en sjúkdómar eins og malaría, barnaveiki og gulusótt sækja fram í fátækrahverfum stór- borganna og berklar, sem eru orðn- ir ónæmir fyrir ýmsum lyfjum, eru á uppleið. Heilsufæði stundum varasamt Matvæli eru meiri smitberi en áður, aðallega vegna þess, að fólk hefur ekki tíma til að matbúa en rífur í sig einhvern skyndibita í staðinn. Klaus Stohr, læknir í þjón- ustu WHO, segir, að ásóknin í heilsufæði sé líka ein af ástæðunum fyrir auknum sýkingum af völdum matvæla. „Margir leggja nú mikið upp úr ósoðnum mat og halda, að hann sé hollari en það er rangt. Það er ekki að ófyrirsynju, að mjólkin er geril- sneydd. Omeðhöndluð getur hún orðið gróðrarstía fyrir bakteríur," sagði Stohr. Fullnæging með lyfjagjöf? TVEIR vísindamenn sem starfa við Rutgers-háskóla í Nýju Brúnsvík í Bandaríkjunum hafa greint frá því, að þeir telja sig hafa uppgötvað efni, sem hægt sé að framleiða lyf úr, sem fram- kallað geti kynferðislega full- nægingu hjá konum. Það ætti jafnframt að geta þjónað sem verkjástillandi lyf, að sögn vís- indamannanna. Vísindamennirnir, Barry Kom- isaruk og Beverly Whipple, hafa stundað rannsóknir á lömuðum konum. Fram að þessu hefur verið talið að útilokað sé að ein- staklingar sem þannig er ástatt fyrir geti upplifað kynferðislega fullnægingu. Nú hefur þeim Komisaruk og Whipple tekizt að finna leið til að framkalla hana með því að örva eina af tíu heila- taugunum (nervus vagus), sem liggur í gegn um h'kamann og bijóstholið til heilans. „Andstætt því sem menn hafa haldið komumst við að því í til- rauninni, að konur, sem voru lamaðar fyrir neðan brjóst, gátu öðlast fullnægingu," segir Kom- isaruk í Dagens Nyheter. í tilrauninni tókst að einangra efnið, sem vísindamennirnir telja að sé hinn efnafræðilegi boðberi sem framkallar fullnægingartil- finninguna í heilanum. Minnkandi verðbólga innan ESB Brussel. Morgunblaðið VERÐBÓLGA innan Evrópusam- bandsins (ESB) mældist 2% að meðaltali í febrúar síðastliðnum, samkvæmt nýrri samantekt Euro- stat, hagstofu ESB. Þetta er lægsta verðbólga sem mælst hefur innan ESB og raunar einnig á evr- ópska efnahagssvæðinu frá því samræmdar mælingar hófust. Verðbólga á ársgrundvelli í janúar sl. mældist 2,2% og hefur því dregið lítillega úr verðbólgu- hraðanum innan aðildarríkja ESB. Á sama tíma fyrir ári mældist verð- bólgan 2,6%. Verðbólga er innan við 2% í tíu aðildarríkjum af 15, en einu að- ildarríkin þar fyrir ofan eru ríki Suður-Evrópu, þ.e. ítalia, 2,3%, Portúgal 2,4%, Spánn 2,5%, auk Grikklands en þar mælist verð- bólga vera langmest innan ESB, eða 6,5%. Verðbólga mældist að meðaltali sú sama á evrópska efnahagssvæð- inu og í ESB í febrúar. Verðbólga á íslandi mældist 1,9% á tímabilinu en öllu hærri í Noregi eða 3,4% og hefur verðbólga þar í landi auk- ist verulega á undanförnu ári. Lítill árangur á samningafundi í Noordwijk Svíar gagnrýna tillögur um samruna ESB og VES LÍTILL árangur náðist á samninga- fundi utanríkisráðherra aðildar- ríkja Evrópusambandsins í Noord- wijk í Hollandi um síðustu helgi, en fundurinn var sá fyrsti í röð samningafunda, þar sem á að reyna að fækka óleystum vandamálum á ríkjaráðstefnu sambandsins. Lena Hjelm-Wallén, utanríkisráðherra Svía, lagðist á fundinum eindregið gegn tillögu sex ríkja um að ESB og Vestur-Evrópusambandið verði sameinuð í áföngum. Hart var deilt á ráðherrafundin- um um fjölda manna í fram- kvæmdastjórn Evrópusambandsins og náðist ekkert samkomulag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Framkvæmdastjórnin hefur sjálf lagt til að hvert ríki fái aðeins að tilnefna einn fulltrúa í stjórnina. Frakkar vilja ganga lengra og fækka framkvæmdastjórnarmönn- um í tíu en tryggja að öll ríkin geti komið framkvæmdastjórnar- manni að með reglulegu millibili. Norrænu aðildarríkin og írland leggjast eindregið gegn frönsku tillögunni. Sameining VES og ESB hindrun í vegi stækkunar? Gagnrýni Hjelm-Wallén á tillög- ur um sameiningu ESB og VES er sú harðasta, sem heyrzt hefur opinberlega frá ríkjum ESB, sem standa utan hernaðarbandalaga. Utanríkisráðherrann sagði að sam- eining samtakanna gæti leitt til þess að eingöngu þau Austur-Evr- ópuríki, sem fengju inngöngu í NATO, gætu fengið aðild að Evr- ópusambandinu. Sem stendur eiga aðeins aðildarríki NATO kost á fullri aðild að VES. „Við höfum ekki hugsað okkur að stækkunin til austurs verði með þeim hætti,“ segir Hjelm-Wallén í Svenska Dag- bladet. „Það er ekki rétt að önnur samtök, á borð við NATO, geti ráðið því hverjir fá aðild að ESB.“ Vonir bundnar við kosningar í Bretlandi Ríkisstjórn íhaldsmanna í Bret- landi hefur að undanförnu gagn- rýnt harðlega þá stefnu, sem ríkj- aráðstefnan hefur tekið, og staðið í vegi fyrir samkomulagi um ýmis mál. Samningamenn annarra ríkja á ráðstefnunni binda hins vegar vonir við að árangur náist í viðræð- unum, taki Verkamannaflokkurinn við stjórnartaumum í Bretlandi eft- ir kosningarnar í næsta mánuði. Hjelm-Wallén sagði eftir utanríkis- ráðherrafundinn að varla myndi komast skriður á viðræðurnar fyrr en eftir kosningarnar í Bretlandi. Embættismaður, sem tekið hefur þátt í samningaviðræðunum, sagði í samtali við Morgunblaðið að búizt væri við að ný ríkisstjórn Tonys Blair myndi fremur reyna að Ijúka samningaviðræðunum með hraði fyrir miðjan júní en að bíða fram á seinni hluta ársins og „galopna samningsstöðu Bretlands," eins og það var orðað. Mannskæð- ur eldsvoði í Hong Kong AÐ MINNSTA kosti sjö manns biðu bana í eldsvoða á sjöttu hæð 20 hæða íbúðarbyggingar í Hong Kong í gær. Tvö ung börn, fjórar konur og karlmaður lét- ust af völdum reykeitrunar. Að minnsta kosti 38 til viðbótar voru fluttir á sjúkrahús og þar af voru tveir í gjörgæslu. Ekki var vitað með vissu um eldsupp- tökin en talið var að kviknað hefði í út frá sígarettu. Að sögn lögreglunnar er talið að eldur- inn hafi breiðst hratt út vegna þess að flestar eldvarnadyr byggingarinnar voru opnar. Margir íbúanna settust á gluggakistur eða héngu á frá- rennslisrörum byggingarinnar meðan þeir biðu eftir slökkvilið- inu. WMestfrost Frystikistur Staðgr.verð HF 201 72 x 65 x 85 36.614,- HF 271 92 x 65 x 85 40.757,- HF 396 126x65 x 85 47.336,- HF 506 156 x 65 x 85 55.256,- Frystiskápar FS 205 125 cm 49.674,- FS275 155 cm 59.451,- FS345 185 cm 70.555,- Kæliskápar KS 250 125 cm 46.968,- KS 315 155 cm 50.346,- KS 385 185 cm 56.844,- Kæli- og frystiskápar KF285 155 cm 70.819,- kælir 199 Itr frystir 80 ltr 2 pressur KF283 155 cm 61.776,- kælir 199 Itr frystir 80 Itr 1 pressa KF 350 185 cm 82.451,- kælir 200 ltr frystir 156 ltr 2 pressur KF355 185 cm 77.880,- kælir 271 llr frystir 100 ltr 2 pressur aa&GJ Í Faxafeni 12. Sími 553 8000 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.