Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 09.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 1997 13 ________________________________FRÉTTIR________________________________ íbúar Setbergshverfis í Hafnarfirði um hugsanlega tvöf öldun Reykjanesbrautar Óttast verðfall, hávaða og mengrm Hugsanleg breikkun og breyting á Reykja- nesbraut í Hafnarfírði hefur kallað á sterk viðbrögð íbúa í Setbergshverfi. Jóhannes Tómasson sat fund þeirra og bæjaiyfírvalda í fyrrakvöld þar sem skipst var hressilega á skoðunum um þetta hitamál. Morgunblaðið/Ásdís FJÖLMENNI var á fundi bæjaryfirvalda í Hafnarfirði með íbúum í Setbergshverfi þar sem rætt var um framtíðaruppbygg- ingu á Reykjanesbraut. ÍBÚAR í Setbergshverfi í Hafnar- firði létu í ljós miklar áhyggur á fundi með bæjaryfii’völdum af þeim áformum að Reykjanesbraut verði tvöfölduð á kafla meðfram hverfi þeirra, þ.e. milli Kaplakrika og suður fyrir Kaldárselsveg. Fundur- inn var íjölsóttur og dembdu fund- armenn spurningum yfir bæjar- stjóra, skipulagsstjóra bæjarins og fulltrúa í skipulagsnefnd en til- gangur fundarins var að leita eftir hugmyndum um lausn á þeim vanda sem fylgir sífellt aukinni umferð á Reykjanesbraut. í upphafi fundar gerði Jóhannes Kjarval, skipulagsstjóri Hafnar- fjarðar, grein fyrir hugsanlegri breikkun og breytingu á Reykja- nesbraut en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu þarf að kaupa upp þijú hús og bensínstöð Olíufélagsins við Lækjargötu. Þá er ráðgert að Lækjargatan liggi undir Reykjanesbraut á mislægum gatnamótum, að vegurinn sveigi á fjórum akreinum í austur við Kaplakrika, eins og núverandi veg- ur, en ein akrein verði tekin á brú í norðurátt til að tengjast Fjarðar- hrauni. Verði hann breikkaður verða 2,5 t,il 3 metrar í bílskúrs- veggi við Álfaskeið. Er spurningin um hvort skilgreina eigi þennan vegarkafla sem tengibraut, eins og hann er í dag, eða stofnbraut sem kallar á þessar aðgerðir til að auka afkastagetu hans. Skipulagsstjórinn nefndi að veg- ur ofan byggðar sem rætt hefur verið um sem lausn á þessum vanda hefði ýmsa vankanta. Hann lægi í 85 m hæð, yrði mjög bratt- ur á kafla og talið að hann myndi ekki ná til sín nema broti af þeirri umferð sem í dag fer um Reykja- nesbrautina. Um hann myndu að- eins fara um 7 þúsund bílar en gert væri ráð fyrir allt að 30 þús- und bílum á dag um Reykjanes- braut eftir 10 til 15 ár og allt að 48 þúsund bílum árið 2030 þegar höfuðborgarsvæðið fer að teljast fullbyggt. Einnig ætti eftir að ná samstöðu við nágrannasveitarfélög um legu vegarins. Finna þarf varanlega lausn Ingvar Viktorsson, bæjarstjóri, sagði að tilgangur fundarins væri að freista þess að finna varanlega lausn á þeim vanda sem síaukin umferð um Reykjanesbraut skap- aði og fá Vegagerðina sem sér um byggingu og viðhald þjóðvega í þéttbýli til að gera brautina þannig úr garði að sem flestum geti líkað. Óskaði hann eftir aðstoð bæjarbúa í því efni. Fundarmenn hentu á lofti ýmis ummæli og atriði sem skipulags- stjóri og bæjarstjóri létu falla og gripu fram í fyrir þeim með hvöss- um spurningum svo sem: Af hveiju voru áform um breikk- un vegarins ekki nefnd þegar lóðir í Setbergshverfi voru seldar? Af hveiju voru fyrst byggð mislæg gatnamót við Ásbraut? Var það af því að lóðir í væntanlegu ibúðar- hverfi voru óseldar og gera varð hverfið aðiaðandi? Af hveiju er Ofanbyggðavégur ekki þvingaður fram? Af hvetju er ekki hægt að takmarka gegnumumferð á þess- um kafla Reykjanesbrautar? Af hverju þurfa allir frakt- og fisk- flutningar milli Keflavíkur og höf- uðborgarsvæðis að fara um Hafn- arfjörð? Verður Setbergshverfi skilgreint sem gróið hverfi þannig að meiri umferðarhávaði vet'ði leyfður? Verður brautin samþykkt sem stofnbraut til að Vegagerðin sjái um kostnað við mislægu gat- namótin við Lækjargötu sem ann- ars lenti á bæjarfélaginu? Er ekki unnt að leggja Reykjanesbraut í stokk á þessum kafla? Verðfall á húsnæði? íbúar lýstu einnig áhyggjum vegna þess að húsnæði í hverfinu myndi falla stóriega í verði ef hrað- brautarumferð færi meðfram hús- veggjunum, þeir töldu ómögulegt að skipta bænum i tvennt með þessari breikkun og fráleitt væri það einföld lausn að kaupa hús af fólki; þar væru menn með ævistarf og uppbyggingu heimila sinna í höndunum sem ekki væri hægt að horfa á eftir í uppkaup sem bæjar- yfirvöid virtusttelja hið einfaldasta mál. Menn settu einnig spurning- armerki við þær tölur að 85% umferðarinnar væru vegna Hafn- firðinga sjálfra á ferð innanbæjar og óskuðu eftir tölum úr umferðar- talningum og könnunum. íbúar í húsunum næst gatnamótunum við Lækjargötu spurðu hvort eitthvað benti til þess að hægt yrði að búa áfram í þeim húsum sem væru í aðeins 15 metra fjarlægð frá mis- lægum gatnamótum á fjögurra til sex akreina götum með tilheyrandi hávaða. Meðal þeirra lausna sem bæj- arbúar hvöttu til að yrðu kannaðar áfram voru lagning Ofanbyggða- vegar sem þeir töldu ekki svo frá- leita sem skipulagsstjóri hafði talið og töldu ekki fullreynt hafa verið að ná sáttum um þá leið; að þrengja og takmarkað umferð um Reykjanesbraut eða leggja hana í stokk, eins og nefnt var fyrr. Töldu fundarmenn að þrátt fyrir að stokkur kynni að vera dýr væri líka dýrt að kaupa upp hús, þre- falda gler í íbúðum við veginn sem krafist yrði vegna hávaða og að grípa til fleiri aðgerða. Fulltrúar bæjaryfirvald á fund- inum reyndu að svara nokkrum spurninganna. Kom m.a. fram að umferðarálagið væri orðið mun meira en forsendur frá skipulags- tíma Setbergs gerðu ráð fyrir og framhjá þeim vanda yrði ekki kom- ist. Nú væru milli 5 og 6 þúsund ferðir bíla daglega í nágrenni Set- bergshvei'fis. Itrekuðu þeir að meginhluti umferðarþungans á Reykjanesbraut væri vegna innan- bæjarumferðar. Þá kom fram að Ofanbyggðavegur kostaði kringum þijá milljarða króna og töldu full- trúar bæjarins að seint gengi að fá til hans fjárveitingu, miðað við gang mála síðustu ár gæti það tekið 30 ár. Bæjarstjóri sagði allar leiðir verða skoðaðar og ljóst væri að ræða þyrfti nánar við Vegagerð og aðra sem að þessu máli kæmu um þær lausnir sem til greina kæmu. Yrði lausnin að vera viðun- andi fyrir sem flesta. Undirskriftum enn safnað Á fundinum var upplýst að und- irskriftasöfnun til að mótmæla breytingu á veginum stæði yfir fram á föstudag þegar frestur til að skila athugasemdum við skipu- lagstillögurnar rennur út. Einnig kom fram áhugi á að stofna til samskiptanefndar íbúa Setbergs- hverfis við bæjaryfirvöld og kynnt var hugmynd um stofnun íbúa- samtaka í Setbergi og Mosahlið þriðjudaginn 22. apríl næstkom- andi. li—A li M ABURÐARVERKSMIÐJAN HF. Sala á hlutabréfum í Áburðarverksmiðjunni hf. Seljandi: Umsjón með sölunni: Tilboðstímabil: Nafnverð: Afliending söluskýrslu: Skilmálar sölunnar: Ríkissjóður íslands. Handsal hf., Engjateigi 9,105 Reykjavík, sími 588-0050, bréfasími 588-0058. 9. apríl 1997 - 30. maí 1997. Kr. 1.000.000.000,- Söluskýrslan verður afhent gegn 25.000 króna greiðslu. Óskað er eftir tilboðum án fyrirvara í hlutabréf Áburðarverksmiðjunnar hf., kr. 1.000.000.000. Bjóðendum gefst kostur á að gera tilboð í öll hlutabréf Áburðarverksmiðjunnar hf. eða í minnihluta. Nánari upplýsingar um skilmála fást hjá umsjónaraðila söiu. I HANDSAL3 > H-l < C/3 Q £ < O oo > t-1 KIVSQNVH LÖGGILT VERÐBRÉFAFYRIRTÆKl AÐILI AÐ VERÐBRÉFAÞINGI ÍSLANDS ENGJATEIGI 9 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 588-0050 • FAX 588-0058
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.