Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Nemendur Hagaskóla í Vesturbænum gerðu aðsúg að nemendum Þingholtsskóla í Kópavogi
Lögreglan
stillti til friðar
LIÐ laganna varða á 5-6 lög-
reglubílum og mótorhjólum kom
í hádeginu í gær í veg fyrir að
stór hópur nemenda úr Haga-
skóla í Reykjavík gerði aðsúg
að fjölmennum hópi jafnaldra
sinna úr Þingholtsskóla i Kópa-
vogi.
Málavextir eru þeir að nem-
endur úr Kópavogi hugðust
sækja tónleika á vegum Sinfón-
íuhljómsveitar íslands í Há-
skólabíói í gærdag og voru þeir
fluttir á tónleikasvæðið á um tíu
rútubifreiðum.
Fyrri viðskipti nemenda í
skólunum tveimur höfðu hins
vegar hleypt illu blóði í Hag-
skælinga og þegar þeim barst
sjósn af komu Kópavogsbúa,
ákvað hópur þeirra að taka á
móti þeim með viðeigandi hætti,
að þeim fannst.
Ófriðlegur múgur
samankominn
Virtust þeir samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglu ætla að
veitast að tónleikagestum og um
tíma var ekki talið óhætt að
hleypa þeim út úr bifreiðunum,
þar sem verstu ólátaseggirnir
létu afar ófriðlega, hrópuðu
ókvæðisorð að þeim sem sátu
innan dyra og hræktu óspart á
bilana.
Eftir að lögreglan kom til
skjalanna tókst þó að stilla til
friðar, þannig að Kópavogsbúar
gátu sótt tónleikana án frekari
afskipta nemenda Hagaskóla.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Reykjavík er talið
að fjöldi Hagskælinga hafi num-
ið á þriðja hundrað, en í bifreið-
unum hafi verið á milli 300 og
400 krakkar, flestir á aldrinum
14 til 15 ára gamlir.
„Eitthvað lítilsháttar var um
stimpingar en reynt var að forð-
ast þær eins og hægt var, enda
ekkert spaug að lenda í átökum
við slíkt fjölmenni. Ég held þó
að enginn hafi meiðst. Skóla-
stjóri og kennari voru enn í skól-
anum þegar þetta byrjaði, en
þegar þeir komu loks á svæðið
reyndist þeim erfitt að skikka
krakkana til.
Þetta fór þó betur en á horfð-
ist á tímabili, því að smám sam-
an sáu krakkarnir að verið var
að ógna röngum einstaklingum
og framferði þeirra væri
heimskulegt. Þessi múgæsing
fjaraði því út, en hvort málinu
sé nú lokið eða eigi dýpri rætur
sem leiði til frekari vandræða,
á hins vegar eftir að koma í
yós,“ sagði Árni Vigfússon varð-
stjóri hjá lögreglunni í Reykja-
vík í samtali við Morgunblaðið.
Ein stúlka var færð á lög-
reglustöð eftir að hún sparkaði
í lögreglubíl.
Sprottið af misskilningi
Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins munu atburðirnir í
gær eiga rætur að rekja til
árekstra sem urðu á milli nokk-
urra nemenda i skólunum á
fimmtudag. Talið er að tveir
drengir og þijár stúlkur úr
Kópavogi hafi þá viljað Haga-
skóla, í þeim tilgangi að jafna
ótilgreindar sakir við stúlku í
9. bekk skólans.
Sú stúlka eigi hins vegar
nöfnu í sama árgangi og hafi
kærasti hennar talið krakkana
komna til að berja sína heittelsk-
uðu. Hann hafi því leitað liðsinn-
is skólafélaga sinna, sem sam-
þykkt hafi að lúskra á aðkomu-
mönnum og úr varð að sam-
skipti nemendanna enduðu með
barsmíðum skammt frá Hótel
Sögu í fyrrakvöld.
I kjölfarið var aflýst skóla-
balli sem átti að vera í Haga-
skóla sama kvöld. Upp úr þess-
ari atburðarás hafi síðan sprott-
ið illdeilurnar við Háskólabíó
um hádegisbil í gær.
Morgunblaðið/Ásdís
LÖGREGLUMENN gættu þess að í odda skærist ekki með nemendum Hagaskóla og Þingholts-
skóla fyrir framan Háskólabíó í gær, og eftir nokkra stund tókst að stilla til friðar þannig að
þeir síðarnefndu gátu sótt tónieika Sinfóníuhljómsveitar íslands.
8 handteknir vegna
fíkniefnamisferlis
LÖGREGLAN í Kópavogi hefur
handtekið alls átta manns sein-
ustu tvo sólarhringa, vegna
gruns um neyslu fíkniefna og
að hafa fíkniefni undir höndum.
Fólkið var handtekið við venju-
bundið eftirlit, og voru flestir
þeir sem um ræðir annað hvort
ökumenn eða farþegar í bifreið-
um sem lögreglan stöðvaði.
Flestir taldir
neytendur
Lagt hefur verið hald á ætlað
fíkniefni í fórum þessa fólks
vegna þessara mála, bæði efni
sem talin eru vera kannabisefni
og amfetamín, auk tækja og
tóla til neyslu eiturlyfja.
Ekki er um mikið magn að
ræða í þessum tilvikum, og leik-
ur grunur á að flestir þeir sem
handteknir voru hafi ætlað fíkni-
efnin til eigin nota en ekki sölu.
Ekki eru komnar vísbendingar
um að þessi mál séu tengd, eða
að þessir einstaklingar tengist
alræmdu athvarfi fíkniefnaneyt-
enda í Kópavogi sem lögreglan
haft afskipti af um nokkurn
tíma.
Samkvæmt upplýsingum frá
lögreglunni í Kópavogi fór rann-
sókn þessara mála að stærstu
leyti fram í gær og fyrradag og
eru þau nú í hefðbundnum far-
vegi. Búið er að sleppa öllu því
fólki sem um ræðir.
Rannsókn
svikamáls
langt komin
MAÐUR var handtekinn á fimmtu-
dag í tengslum við rannsókn RLR
á umfangsmiklu fjársvikamáli sein
hefur verið til meðferðar hjá emb-
ættinu um nokkra hríð.
Fyrir skömmu voru fímm manns
handteknir og úrskurðaðir í gæslu-
varðhaid, eftir að upp komst um
fjársvik á þeirra vegum, sem talin
eru nema um 35 milljónum króna.
Sjötti maðurinn var yfirheyrður
og sat í fangageymslum í fyrrinótt,
en að því loknu þótti ekki ástæða
til að óska gæsluvarðhalds yfir hon-
um. Honum var því sleppt í gær.
Hörður Jóhannesson yfírlögreglu-
þjónn hjá RLR segir að rannsókn
málsins sé iangt komin og sé búið
að ná utan um það að mestu leyti.
Ármann Kr. Einarsson les fyrir börnin
Morgunblaðið/Ásdís
ÁRMANN Kr. Einarsson Ias úr sögu sinni Óskasteininum fyrir
börnin á Sólbakka í gær og hlustuðu börnin með miklum áhuga.
Samræmt neyðarnúmer
varð ferðalöngum til bjargar
Rammvilltir
og fastir í snjó
„Sem betur
fer er bókin
ekki á und-
anhaldi“
ÁRMANN Kr. Einarsson rithöf-
undur heimsótti börnin á leik-
skólanum Sólbakka í gær og las
fyrir þau úr bók sinni Óskastein-
inum og sagði þeim ævintýri.
Var það liður í lestrarátaki
sem Félag íslenskra bókaútgef-
anda og SÍUNG Samtök ís-
lenskra barna- og unglinga-
bókahöfunda hafa staðið fyrir
undanfarna viku. En um 54 ís-
lenskir barnabókahöfundar lásu
fyrir börn á jafnmörgum leik-
skólum á landinu.
Eftir sögustundina á Kisu-
deildinni á Sólbakka sagðist
Ármann í samtali við Morgun-
blaðið hafa verið ánægður með
hvað svona ung börn hlustuðu
vel. „Og krakkarnir hlógu mikið
þegar skeggið lengdist og stytt-
ist á Jóa frænda í sögunni um
óskasteininn. Svona spaugileg
atriði ná til krakkanna," sagði
hann.
Ármann sagði að sem betur
fer væri bókin ekki á undan-
haldi þrátt fyrir allt sem í boði
væri núna. Hann hvatti foreldra
til að lesa eða segja börnunum
sögur, því börnin myndu búa að
því alla ævi. „Þau myndu venj-
ast við bækur og þykja vænt um
þær frá blautu barnsbeini,"
sagði hann að síðustu.
Barnabókahátíð
í Ráðhúsinu
í framhaldi af upplestrarvik-
unni verður barnabókahátíð í
Ráðhúsi Reykjavíkur í dag,
laugardag, kl. 14 til 15. Þar
munu Guðrún Helgadóttir, Her-
dís Egilsdóttir og Arni Árnason
lesa fyrir bömin. Magnús Sche-
ving mun mæta sem íþróttaálf-
urinn úr Áfram Latibær og
Möguleikhúsið mun koma í
heimsókn og sýna Búkollu í nýj-
um búningi úr verkinu Einstök
uppgötvun.
Kynnir verður Gunnar Helga-
son leikari og barnabókahöf-
undur og sérstakur gestur verð-
ur Guðrún Katrín Þorbergsdótt-
ir forsetafrú.
SAMRÆMING neyðarnúmers fyr-
ir Evrópu varð tveimur erlendum
ferðamönnum til bjargar þegar
þeir lentu í nokkrum hrakningum
á miðvikudag. Þeir höfðu leigt sér
bíl og ætluðu til Þingvalla gegnum
Selfoss, en villtust talsvert af réttri
leið.
„Þeir lentu í tómum vandræðum
þegar þeir komu upp úr Grímsnes-
inu, fóru þar inn á rangan afleggj-
ara og enduðu langt fjarri manna-
byggðum, þegar þeir festu bílinn
í snjó,“ segir Bergsveinn Alfonsson
aðstoðarframkvæmdastjóri Neyð-
arlínunnar.
Hringdu upp á von og óvon
„Þeir voru hins vegar svo
lánsamir að hafa meðferðis far-
síma, að vísu að utan, en hug-
kvæmdist að slá inn númer Neyð-
arlínunnar upp á von og óvon og
voru svo heppnir að búið er að
samræma neyðarnúmerið 112 fyrir
Evrópu. Þeir röktu okkur raunir
sínar og við gátum með aðstoð
lögreglu og björgunarliðs á Sel-
fossi veitt þeim aðstoð, sem þeir
fengv innan hálfs annars tíma.“
Ferðamennirnir höfðu farið á
fólksbílnum, sem þeir leigðu, fram-
hjá Ljósafossvirkjun og Úlfljóts-
vatni, og fundust á afleggjara
skammt frá Grafningsveginum.
„Þeir töldu sig vera fyrir norð-
austan Þingvallavatn en við trúð-
um því varla þegar við heyrðum
lýsinguna hjá þeim á ferðalaginu.
Þeir kváðust hafa farið fram hjá
vegi sem væri aðeins ætlaður fjór-
hjóladrifnum bílum og öðrum til
sem hafði verið lokaður, og loks
valið þann afleggjara sem þeir
voru á, kolfastir.
Þótt þetta væri ekki mjög ná-
kvæm leiðarlýsing eða líklegt til
að staðsetja hvar þeir væru, nægði
það til að hafa upp á þeim á áður-
nefndum vegi. Þar voru þeir fjarri
allri umferð og hefðu verið bjargar-
lausir ef síminn hefði ekki verið
með í för og þeir rambað á rétt
númer,“ segir Bergsveinn.