Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Andstaða við skyldulífeyrisgreiðslur í sameignarsjóði Verið að leggja sér- eignarsjóðina niður Vilhjálmur Egilsson vill breyta > umfangi skyldutryggingar Tryggingu verðisett ákveðin mörk FORSVARSMENN séreignarlíf- eyrissjóða bregðast hart við ákvæðum í lífeyrisfrumvarpi ríkis- stjórnarinnar, að öllum verði gert skylt að greiða 10% lágmarksið- gjald af launum í sameignarlífeyr- issjóði. „Það er mikil reiði meðal félaga í séreignarsjóðum enda er verið að leggja séreignarsjóðina niður með þessu frumvarpi, og gera þá að geymslustað fyrir peninga," sagði Sigurður R. Helgason stjórn- arformaður Ftjálsa lífeyrissjóðsins um fyrirhugað frumvarp ríkis- stjórnarinnar. En samkvæmt frumvarpinu geta séreignarsjóðir breytt starf- semi sinni í samtryggingarsjóð, og verða þá að loka séreignarhlutan- um, eða þeir mega taka við viðbót- arlífeyrissparnaði umfram 10% af launum launþega. Bergsteinn Gunnarsson stjórnarformaður Lífeyrissjóðs Tæknifræðingafélags íslands tek- ur í sama streng en sjóðurinn hefur verið séreignarsjóður frá stofnun. „Það er verið með þessu að stroka yfir sjóðinn okkar sem hefur starfað í yfir 30 ár,“ sagði Bergsteinn. Hann sagði að um 1.100 manns ættu aðild að sjóði tæknifræðinga. „Það hefur aldrei mér vitanlega verið ágreiningur um að hafa þetta form á sjóðnum. Menn hafa haldið mjög vel utan um sína inneign enda hefur verið góð ávöxtun af sjóðnum og tiltölulega lítill rekstr- arkostnaður," sagði Bergsteinn. Breið samstaða Að sögn Sigurðar R. Helgasonar eru á milli 13 og 15 þúsund manns félagar í séreignarsjóðum og breið samstaða er meðal þeirra gegn þessum frumvarpsákvæðum. „Þarna er í raun verið að reyra allt í sama mótið fyrir undarlegustu uppákomu, sem varð í kjarasamn- ingunum. Og það er eins og menn hafi ekki haft fyrir því að aðlaga greinargerð frumvarpsins að breytingunum, því í greinargerð- inni segir að auka eigi valfrelsi og samkeppni í lífeyrismálum," sagði Sigurður. Verðbréfafyrirtækin hafa flest séreignarsjóði innan sinna vébanda. Þegar Sigurður var spurður hvort andstaða við frumvaipsákvæðin stafaði af því að fyrirtækin myndu missa spón úr aski sínum sagði hann að hagsmunir fyrirtækjanna og sjóðfélaganna væru sameigin- legir og endurspegluðu vilja mark- aðarins. „Það er mjög stór hópur fólks sem hefur valið sér sér þessa leið og þau fyrirtæki sem gæta hagsmuna þessa stóra hóps hafa auðvitað hag af því.“ Undirbúningshópur að stofnun landssamtaka fijálsra lífeyrissjóða hélt fund í gærmorgun og er ann- ar fundur fyrirhugaður á sunnu- dag. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins mun þessunr sam- tökum m.a. ætlað að betjast gegn því að lífeyrisfrumvarpið fari gegn- um Alþingi óbreytt. VILHJÁLMUR Egilsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis kveðst telja frumvarpið um skyldutryggingu lífeyrisréttinda fela í sér réttmæta eiginleika, en hann sé hins vegar algjörlega mót- fallinn því að umfang skyldutiygg- ingarinnar sé jafn mikið og lagt er til í frumvarpinu. „Ég er þeirrar skoðunar að pró- sentan sem miðað er við núna henti ekki nema að takmörkuðu leyti, og í stað hennar eigi að vera þak á skyldutryggingunni, ákveðin upp- hæð, sem miðast til dæmis við 150-200 þúsund krónur á mánuði," segir Vilhjálmur. Allt umfram frjálst Hann bendir á að málum sé svo háttað að launþegar detti á tilteknu tekjubili út úr lífeyristryggingum almannatrygginga, t.d. þegar þeir eru með laun sem samsvara áður- nefndri tölu, þ.e. á bilinu 150 til 200 þúsund krónur á mánuði. „Þá skapast ákveðinn lífeyrisréttur sem verður svo hár smám saman að hann eyðir allri tekjutryggingu. Tekjurnar sem skapa svo há lífeyr- isréttindi að menn detta út úr al- mannatryggingum, hljóta að vera þau viðmiðunarmörk sem skyldu- tryggingin miðast við og það sem er umfram það á að vera algjörlega fijálst," segir Vilhjálmur. „Þegar launþegi er kominn upp fyrir þetta þak í launum, getur pró- sentan síðan fallið niður í til dæmis 3-5%, en hann greitt í séreignar- sjóði eins og honum sýnist umfram áðurnefnda upphæð. Mér finnst einfaldlega svo að þegar fólk er komið með svo háan lífeyrisrétt að ríkið þarf ekki að borga með því, sé engin ástæða til l að skylda það að vera í samtrygg- | ingarsjóði. Mér fínnst einnig eðli- legt að það fólk sem nú greiðir í séreignarsjóðina fái að vera þar áfram eins og mögulegt er, en þess í stað þurfa sjóðirnir að bjóða upp á samtryggingu í leiðinni, upp að vissu marki. Þá væri þetta nægjan- lega öflugt til að vera eins og best er á kosið.“ Vilhjálmur kveðst þeirrar skoð- unar að þótt allir þurfi að greiða til sameignarsjóða upp að ákveðnu marki, telji hann að frjálst eigi að vera_ í hvaða sjóði er greitt. „Ýmsir séreignarsjóðir geta mjög vel boðið upp á samtryggingu upp að ákveðnu marki og þótt það gangi á skjön við yfirlýstan tilgang frum- varpsins, er ekki ýkja erfitt að breyta því til að ná þessu fram. Það er nú svo að hægt er að ná fram samtryggingarskyldu með ýmsum , hætti, í stað þess að negla hana algjörlega niður,“ segir hann. Verður ekki óbreytt Vilhjálmur segir hafa legið fyrir frá upphafi málsins að hann setti fyrirvara að þessu leyti og hann muni koma þeirn sjónarmiðum á framfæri innan efnahags- og við- skiptanefndar. Innan þingflokks Sjálfstæðis- flokksins séu mjög skiptar skoðanii' j um þetta mál og hvaða leið sé hent- ugust í því sambandi, sem hann telji eðlilegt í Ijósi þess hversu víð- feðmt það er. Hann telji því að frumvarpið muni ekki ná óbreytt fram að ganga. Gunnlaugur Sigmundsson alfarið á móti frumvarpinu „Skref til baka í að minnka frelsi“ rrn -t 4 rn rrn 1 n~jn iárusþ.valoimarsson,framkvæmdastjóri UUL I luU'DuZ lu/U JÚHflNNÞÚRBflRSON,HRL.IðGGIlTUBFASTEIfiNASALI. Til sýnis og sölu meðal annarra eigna: Stór og góð - gott vinnupláss Við Kirkjuteig: 4ra herb. íbúð á 2. hæð 117,9 fm nettó. Nýtt gler o.fl. Stórar stofur. Góður bílskúr (vinnupláss) um 40 fm. Ræktuð lóð með háum trjám. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. Á vinsælum stað í Laugarneshverfi Sólrík 2ja herb. íbúð á 2. hæð 55,6 fm neðst við Kleppsveg. Nýir gluggar og gler fylgir. Tilboð óskast. Einbýlishús við Hrauntungu - Kóp. Mjög gott steinhús 141,2 fm auk geymslu m.m. Góður bílskúr 33,6 fm. Ræktuð lóð með sólverönd og heitum potti. Tilboð óskast. Vegna sölu að undanförnu óskast Stór og góð 4ra herb. íbúð i lyftuhúsi, helst í vesturborginni eða á Nesinu með bílgeymslu. Rétt eign greidd við kaupsamning. 3ja-4ra herb. íbúð á jarðhæð með sérinngangi við Bústaðaveg/ná- grenni, Heimar - Sund/nágrenni. Sérhæðir raðhús og einbýlishús á einni hæð í borginni og nágrenni. Margskonar eignaskipti. Vinsamlegast leitið nánari upplýsinga. • • • Opið í dag, laugardag, kl. 10-14. Sérbýli óskast helst í vesturborginni eða á Nesinu ALMENNA FASTEIGNASALAN LAUGAVEG118 S. 5521150 - 5521370 GUNNLAUGUR M. Sigmundsson þingmaður Framsóknarflokksins kveðst alfarið vera mótfallinn frum- varpi ríkisstjórnarinnar um skyldu- tiyggingu lífeyrisréttinda, þar sem gert er ráð fyrir að greiðendum iðgjalda til séreignarsjóða verði gert að greiða 10% lágmarksiðgjöld af launum sínum til sameignar- sjóða. Um fráleitar hugmyndir sé að ræða. „Mér finnst þessar hugmyndir fela í sér átroðslu á einstaklings- frelsi, því ég er þeirrar skoðunar að fólk eigi að ráða því sjálft, hvern- ig og hvar það festi lífeyrissparnað sinn. Ég hef alla tíð verið þeirrar skoðunar að fólk geti valið lífeyris- sjóð á eigin spýtur, og finnst skref aftur á bak að minnka það frelsi sem hefur þó verið til staðar,“ seg- ir Gunnlaugur. Aðrar leiðir færar Aðspurður um þau rök fjármála- ráðherra að óviðunandi sé að sumir taki þátt í félagslegri samtryggingu en aðrir ekki, kveðst Gunnlaugur telja að hægt sé að bregðast við vanda af þessu tagi með öðrum hætti, auk þess sem hann sé sann- færður um réttmæti þess að auka frelsi í lífeyrismálum frá því sem nú tíðkast. „Ráðherra er væntanlega að meina að þeir sem greiða ekki til sameignarsjóða geti leitað á náðir ríkisvaldsins um eliilífeyri eða fé- lagslega styrki eftir starfslok, án þess að hafa lagt sitt af mörkum til kostnaðar samfara þessu kerfi. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að hver eintaklingur beri ábyrgð á sjálfum sér og á hverjum og einum hlýtur að. brenna hvernig hann hagar lífeyrissparnaði sínum. Ég sé það ekki sem kröfu á ríkisvald- ið, kjósi einhver að taka út lífeyris- sparnað sinn á 15 árum frá því hann nær sjötíu ára aldri en lifi svo til níræðs eða lengur, heldur verður viðkomandi einstaklingur að axla ábyrgð gerða sinna,“ segir Gunnlaugur. Hann kveðst ekki hafa veitt þess- um ákvæðum frumvarpsins athygli þegar það var kynnt innan þing- flokka stjórnarflokkanna, en hins vegar hafi margir innan þingflokks Framsóknar verið óánægðir með að í því hafi ekki verið að finna ákvæði um að miðað væri við 10 þúsund krónur á mánuði í sameign- k arsjóði en viðbót gæti runnið til r séreignarsjóða. Afgreitt með hraði „Frumvarpið var kynnt á sama tíma og erfiðir kjarasamningar stóðu yfir og gerð var krafa uni að það væri afgreitt með hraði. Ég gerði mér ekki grein fyrir því að þetta ákvæði væri þarna inni og l að verið væri að skerða rétt þeirra sem nú eru í séreignarlífeyrissjóð- um og harma þau mistök nú. Eink- | um þykir mér það slæmt í ljósi 1 þess að ég get ekki barist gegn þessu í efnahags- og viðskiptanefnd af fullum krafti, þar sem ég verð ijarri þingstörfum á næstunni af persónulegum ástæðum," segir Gunnlaugur. Hann kveðst sannfærður um að margir innan nefndarinnar hugsi | til frumvarpsins með sama hætti og hann, en hins vegar sé of snemmt að segja til um hvernig afgreiðslu þess þar verði háttað. *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.