Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEINIDAR GREINAR Hvað er að gerast í hestaíþróttum? ALLMÖRG undanfarin ár hafa birst í Morgunblaðinu greinar um hesta og menn undir heitinu „Hest- ar“. Þar hefur komið fram margs- konar fróðleikur og yfirleitt á já- kvæðum nótum. Ber að þakka Morgunblaðinu og blaðamanninum fyrir þeirra framlag. Það hefur þó borið við, einstaka sinnum, að blaðamaðurinn (lausráð- inn?) virðist hafa hlaupið útundan sér eins og hestur, sem einhver kergja hefur hlaupið í. Á ég sérstak- lega við neikvæð skrif um hindrun- arstökk, sem honum er afar uppsig- að við. Skulu fá dæmi nefnd. „í Morgunblaðinu þ. 13. ág. ’96 skrifar blaðamaðurinn um Islands- mótið í hestaíþróttum, sem fram fór í ág. sama ár. Þar segir m.a.: „Keyrði nú um þverbak að þessu sinni og má hiklaust nota orð eins áhorfanda frá Borgarnesi í fyrra, sem sagði að líkast hefði verið sem jarðýtur hefðu farið um svæðið þeg- ar keppendur höfðu farið brautina." í sömu grein segir hann. „ ... og nú er mál til komið að hestamenn kasti hindrunarstökkinu fyrir róða því það er löngu sannað mál að þessi grein á ekkert erindi inná ís- landsmót frekar en á önnur mót í sömu grein.“ Hér eru stór orð viðhöfð og mikl- ar fullyrðingar. Það að svæðið hafi litið út eins og jarðýtur hefðu farið yfir svæðið er rangt og út í hött. Hitt skal viðurkennt að margir keppendanna hefðu mátt standa sig betur. Gagnrýni er sjálfsögð en hún verður að vera byggð á staðreyndum. í Morgunblaðinu 29. jan. sl. er sami nei- kvæði tónninn í hon- um. Þar segir m.a: „Svo kann að fara að hindrunarstökkkeppni syngi sinn svanasöng á þessu þingi því lagt er til í einni tillögunni að þessi lítt vinsæla grein verði ekki tekin með í stigasöfnun. Ef svo verður má ætla að stutt verði í endalok grein- arinnar og þykir víst að ekki muni margir fyllast söknuði," Enn vantar ekki stóru orðin og fullyrð- ingar, sem ég tel hæpnar og órök- studdar. Hér má bæta við að honum varð að ósk sinni hvað varðar stigagjöf, sem var felld niður í sti- gaútreikningi í opnum flokki og ungmennaflokki. Þetta gæti þýtt í raun að líkurnar minnka á að keppt verði í hindrunarstökki í efri flokki á næsta íslandsmóti og getur þá biaðamaðurinn glaðst yfir því. Svona ítrekuð neikvæð skrif í víð- lesnasta biaði landsins geta haft áhrif, en hvort það var í þessu til- felli veit ég ekki. Það má segja að knapar og hest- ar hafi almennt ekki verið nægjan- lega þjálfaðir til keppni í grein, sem er jafn erfið og hindrunarstökk er, þó með undantekningum. Aðstaða tii þjálfunar hefur verið hverfandi. Það er því ekki hægt að búast við miklum árangri. Þó má geta þess að hindrun- arstökk er kennt í Hólaskóla og í nokkr- um reiðskólum. íþróttadeildir hesta- mannafélaganna ættu að beita sér fyrir kennslu og þjáifun og skapa viðeigandi að- stöðu með því að koma upp stöðluðum hindr- unum á keppnis- eða æfingasvæðum sínum t.d. innan hringvalla. Sem dæmi um að- stöðuleysi má nefna að þegar ég var beðinn um að sýna hindrunarstökk, bæði einhesta og með tvo til reiðar á Degi hestsins á Melavellinum árið 1978, var hringt í mig íjórum dögum fyrir sýningu og jafnframt tekið fram að ég yrði að sjá um mig sjálfur. Þannig var það reyndar oftar. Hindrunarstökk og skeiðsprettir hafa verið ein vinsælustu atriðin meðal áhorfenda, þegar vel hefur tekist til. Á Reiðhallarsýningu fyrir fáum árum fór fram hindrunar- stökkseinvígi milli nemenda Hóla- skóla og Sigurbjörns, þáverandi ís- landsmeistara í greininni. Vakti þessi keppni það mikinn áhuga fólks að húsfyllir var þijú kvöld í röð. Ég held að það hafi einmitt verið þetta atriði, sem dró fólk að. Það er tæplega hægt að segja það sama um sýningu, sem fram fór í Reið- höllinni nýlega (mars sl.). Hér má bæta við að mörgum börnum, ungl- ingum og reyndar fullorðnum finnst hindrunarstökk skemmtileg og spennandi íþrótt, en þar reynir á getu knapans. Fimikeppni, hindrunarstökk og víðavangshlaup eru keppnisgreinar á Ólympíuleikunum og njóta vin- sælda meðal áhorfenda. Nú hefur stigasöfnun verið felld niður fyrir hindrunarstökk. í fimikeppni hefur, því miður, verið lítil þátttaka enda krefst hún góðrar þjálfunar. Með svipuðu áframhaldi er hugsanlegt að hún verði einnig felld út úr sti- gaútreikningi. í víðavangshlaupi hefur ekki verið keppt á íslandsmót- um undanfarin ár. Á ársþingi HÍS var samþ. tillaga um slaktaumatölt sem keppnisgrein sem gæti gefið allt að 70 stig, sem telst þó ekki í stigasöfnun. Hindrunarstökk og skeiðsprettir, segir Há- kon Jóhannsson, hafa verið ein vinsælustu atr- iðin meðal áhorfenda. Slaktaumatölt. Hvað er nú það? Ætli að það sé eitthvað, sem útlend- ingar hafa fundið upp? Keppnin felst m.a. í því að ríða tölt á milli- ferð með niðurhangandi taum þ.e. án taumsambands við hestinn. Þetta getur hentað miðlungs knöp- um, lítt viljugum og þægum hest- um. Trúlega er það ekki þetta, sem íslenskir hestamenn sækjast eftir. Að fulltrúar á ársþingi HÍS skuli hafa samþykkt að stigagjöf í hindr- unarstökki skuli falla út í heildarút- reikningi, en taka upp stigagjöf í slaktaumatölti, að vísu án stiga- söfnunar, undrar mig. Þetta tel ég þinginu til skammar, óvirðingu við hestaíþróttir og skref aftur á bak. Hvort vegur þyngra knapinn eða hesturinn? Þannig spyr móðir 10 ára barns í ritstjórnarpistli í marshefti tíma- ritsins Eiðfaxa. Fram kemur í greininni að 10 ára sonur hennar hafí komið tii hennar með tárin í augunum vegna þess að hann vann ekki í töltkeppni barna. Hann hafði æft sig vel fyrir keppnina og bund- ið miklat' vonir við hestinn sinn. Vonbrigðin urðu ntikil, þegar hann horfði uppá suma jafnaldra sína mæta á fangreistum og hágengum gæðingum foreldra sinna og nirða öll verðlaunin. Hestarnir skiptu meira máli segir móðirin. Þetta er efnislega innihald greinarinnar, en margt fleira kemur þat' fram. Orð í tíma töluð. Þegar ég vann að stofnun íþróttadeildar Fáks fyrir rúmum 20 árum, var ég með þtjá meginþætti í huga. 1. Að vinna að eflingu hesta- íþrótta. 2. Áð stuðla að aukinni þátttöku áhugamanna í hestaíþróttum. 3. Innganga í ÍSÍ í gegnum íþróttabandalag Reykjavíkur. Að lokum. Það ber vissulega að fagna einni tillögu, sem kom fram á ársþinginu og var samþykkt. Reyndar hefði hún mátt koma fram löngu fyrr. Hún heimilar að styrkleikaskipta opnum flokki í 3 flokka þannig: 2. fl. Eingöngu áhugamenn. 1. fl. Þeir sem vilja og atvinnumenn. Meistar- afl. Fyrir þá sem hafa náð ákveðn- um lágmarksárangri, en þar koma atvinnumenn helst til greina. Ef til vill væri nóg að hafa tvo fyrstu flokkana, til einföldunar, allavega á meðan þetta er að þróast. Höfundur er stofnandi íþróttadeildar Fáks. Hákon Jóhannsson Hvers virði er sjálfstæð hugsun? SJALFSTÆÐ hugsun virðist ekki vera mikils metin í ís- lenska skóiakerftnu í dag. Samkvæmt að- alnámskrá grunnskóla á hver einstaklingur að hafa tileinkað sér ákveðna þekkingu og öðlast ákveðna hæfni í lok hvers skólaárs. Öll áhersla er lögð á að komast yfir ákveðið námsefni og gera nemendurna hæfa í því að taka próf sem annaðhvort byggist á ákveðinni staðreynda- þekkingu eða þá að leysa dæmi í samræmi við ákveðn- ar gefnar formúlur. Þannig þjálfast minni og rökhugsun og gerir ein- staklingana hæfa til að takast á við lífið. Eða hvað? Hvers virði er þekkingin ef einstaklingurinn hef- ur hvorki getu né þor til að nota hana? / Hún Ufilcli slcartgripi frá Silfurbúðinni (9) SILFURBÚÐIN Niy Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Síðastliðið haust stóð ég í fyrsta sinn frammi fyrir tuttugu og fimm fjórtán ára einstaklingum, sem voru jafn misjafnir að upplagi og þeir voru margir, og var ætlað að kenna þeim sögu mannkynsins. Sagn- fræðin tilheyrir hinum svokölluðu hugvís- indagreinum sem fást við tilveru mannsins í tíma og rúmi. I sagn- fræði er enginn algild- ur sannleikur til. Þess vegna fannst mér sjálfsagt að ieiða ungl- ingum í níunda bekk fyrir sjónir að það hefði ekki endilega ríkt mikill fögnuður á Spáni þegar þau ísabella og Ferdínand höfðu loks sigrað Mára og lagt undir sig land þeirra árið 1492 eins og stendur í kennslubókinni. Þetta voru blóðug átök sem kostuðu miklar fórnir. Sigrún Sigurðardóttir Börnum er hollt, segir Sigrún Sigurð- ardóttir, að temja sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Fjölskyldur sem höfðu búið á sömu jörðinni í meira en sjö hundruð ár voru hraktar burt frá heimilum sínum ef ekki drepnar svo að hinn kaþólski meirihluti Spánar gæti fullnægt valdagræðgi sinni. Fyrir mér var þetta tilvalið tækifæri til að vekja ungmennin til umhugsun- ar um það hvernig skoðanir og stundum fordómar sagnfræðinga settu svip á söguna. Þess vegna væri öllum hollt að gera sér grein fyrir því að sagnfræði getur aldrei lýst fortíðinni eins og hún raun- verulega var og skoða verk sagn- fræðinga í gagnrýnu ljósi. Stað- reyndir í sagnfræði eru einskis Óskalisti ! ;: y - brúðhjónanna Gjafaþjónustafyrir brúökaupið yii (9) SILFURBÚÐIN Vly Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þarfœrðu gjöfina - virði ef þær eru ekki settar í sam- hengi, þess vegna á ekki að kenna sögu eins og hvern annan sann- leika. Sagnfræði er ólík landafræði og ýmsum öðrum samfélagsgrein- um að því leyti að svið hennar er fyrst og fremst heimspekilegt en ekki félagsvísindalegt og því á að kenna hana sem slíka grein. Að því leyti á hún í raun meira sam- eiginlegt með kristinfræði og trúarbragðafræði. Siðfræði er ríkj- andi þáttur í kristinfræðifræðslu og ætti einnig að vera það í sögu- kennslu. Til hvers að kenna um stríð og morð ef orsakir þess og afleiðingar eru ekki skoðuð út frá siðferðislegu sjónarmiði? Börn og unglingar sem alast upp í heimi sem einkennist af sýndar- veruleika og blekkingu tölvuleikj- anna hafa þörf fyrir sannleika. Þess vegna er mér ómögulegt sam- visku minnar vegna að blekkja þau með því að telja þeim trú um að það sem stendur í sögubókunum sé algildur sannieikur um fortíðina. Markmið allrar sögukennslu ætti að vera að þroska söguvitund nem- enda. Söguvitund verður ekki mæld eða prófuð með staðreynda- spurningum. Með því að þroska söguvitund barna og unglinga stuðlum við að því að þau eigi auðveldara með að skilja sig sjálf og það samfélag sem þau eru hluti af. Þau fara smám saman að skilja líf sitt í tímasamhengi og eiga þannig að geta myndað sér skoðun um hluteild sína í heiminum. Þann- ig á sagnfræðin að stuðla að sjálfs- þekkingu. Maðurinn öðlast ekki sjálfsþekkingu með því að láta blekkja sig. Þess vegna get ég ekki samvisku minnar vegna kennt börnum staðreyndir úr bók og sagt þeim að í þeim felist sannleikurinn um það líf sem einu sinni var. Þannig væt'i ég aðeins að blekkja þau og vinna gegn því sem hlýtur að vera markmiðið með allri sögu- kennslu, þ.e. að þroska sjálfsvitund einstaklinganna svo að þeir skynji tilveru sína í tíma og rúmi. Til þess að þessi þroski sjálfsvitundar- innar geti átt sér stað verður að þjálfa börn og unglinga í því að temja sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun. Þannig á sögukennslan að gera hvern einstakling hæfari en hann var til að skoða sjálfan sig sem hluta af mannkyninu og skynja líf sitt í tímasamhengi. Þess háttar þroska öðlast enginn með því að leita að stöðiuðum svörum í sögubókum. Börnum er hollt að temja sér sjálfstæða og gagnrýna hugsun. An hennar dugar þekkingin skammt. Þess vegna þarf öll sögu- kennsla að miðast við að þjálfa nemendur í að draga sjálfstæðar ályktanir. Það er hægt að gera með því að láta þá vinna söguverk- efni sem miðast við að þeir setji hluti í orsakasamhengi, dragi ályktanir1 og myndi sér sjálfstæða skoðun á viðfangsefninu. Þannig er unnt að þjálfa þá í að rökstyðja skoðanir sínar og gera þeim grein fyrir því að allar fullyrðingar em eru studdar með góðum rökum séu í raun sannar. Þar af leiðir að allar skoðanir eiga rétt á sér: Hvort þær eru skynsamlegar er aftur á móti annað mál. Börn og unglingar verða að læra að skoða sig sjálf og skoðanir sínar sem hluta af stærri heild. Þar kemur sögu- kennslan að góðum notum. Þess vegna þarf sögukennarinn að j þjálfa nemendur sína í því að skoða sig sjálfa í gagnrýnu ljósi og. við- horf sín út frá siðferðislegu sjón- armiði. Á þennan hátt er hægt að ýta undir sjálfstraust barna og unglinga og þjálfa þau í að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það er min reynsla að unglingar með lítið sjálfsálit eigi erfiðara með að láta skoðanir sínar í ljós og tjá sig á persónulegan hátt í skólanum. Ott- inn við að gera vitleysu er allsráð- | andi. Þessu á skólakerfið að breyta. Það á að reyna að hlúa að jákvæð- um eiginleikum hvers einstaklings. Grunnskólanám á að byggja upp sjálfstraust og heilbrigð lífsgildi hjá hvetjum einstaklingi svo að hann verði fær um að ganga upp- réttur út úr skóla fimmtán eða sextán ára gamall. Höfundur er sagnfræðinemi og stundakennari ísögu við Hagaskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.