Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Um veg og pósthús á Heklu Er hugmyndin galin eða gullið tækifæri f atvinnusköpun? Hver yrðu viðbrögðin ef vegur yrði lagð- ur á Heklu, þar yrði staðsett póst- hús og ferðamenn fengju stimpil um að þeir hefðu komið .að fordyri Guðni Agústsson ÞETTA er alveg brilljant Guðni minn, okkur vantar einmitt að láta grilla smávegis . . NOKKRIR stigar, sem leiðangursmenn nota til að komast yfir Khumbu skriðjökulinn, féllu niður í sprungur í fyrrinótt og þess vegna var ekki hægt að komast yfir hann í gær. Enginn komst upp hlíðar Everest í gær Leiðin yfir Khumbu skriðjökul lokaðist EVERESTFARARNIR urðu að hætta við ferð sína upp hlíðar Ever- estíjalls í gær eftir að leiðin yfir Khumbu skriðjökulinn lokaðist vegna hruns í jöklinum. Þeir vonast eftir að komast af stað í dag, en þeir fyrirhuga að vera þrjá daga uppi í fjallinu við undirbúning næstu áfanga ferðarinnar. Þeir koma nið- ur í grunnbúðir aftur eftir helgi. „Við lögðum af stað upp jökulinn kl. 4.30 eftir að hafa hámað í okkur morgunmat," sagði Björn Ólafsson í samtali við Morgunblaðið. „Það var heldur rysjótt veður en ágætt göngu- færi. Það tekur um hálftíma að ganga að jöklinum og þegar þangað var komið spenntum við á okkur brodda og lögðum á jökulinn. Fljót- lega heyrðum við hins vegar hróp og köll ofan af jöklinum. Við hittum síðan sherpa sem sagði okkur að það hefði orðið mikið hrun ofar í jöklinum og leiðin væri lokuð. Þrátt fyrir það gengum við aðeins áfram til að skoða leiðina og hittum þá Babu, sem er í forystu fyrir sherpun- um, og hann sagði að 3-4 stigar hefðu hrunið niður og leiðin væri ófær. Það var því ekki um annað að ræða en að fara aftur niður. Erfitt að bíða Það var því ekki mjög létt yfir okkur í morgun. Okkur þykir þessi bið orðin nokkuð löng. Fyrst biðum við eftir búnaðinum, síðan tókum við þátt í trúarathöfnunum og svo þetta. Núna er hópur sherpa uppi í jöklinum að koma fyrir nýjum stig- um og gera leiðina örugga. Við vonumst því eftir að komast upp á morgun. Það þýðir hins vegar ekk- ert að vera óþolinmóður. Fjallið fer ekki neitt og við höfum góðan tíma fyrir okkur, en samt er ekki laust við að maður sé hálfpirraður." Björn sagði að þetta sýndi að leiðin yfir Khumbu skriðjökulinn væri ekki hættulaus, en reynt væri að leggja leiðina yfír hættuminnsta svæðið. Leiðin væri skoðuð á hveij- um morgni til að kanna hvort hún væri fær. Hann sagði þetta nokkuð óvenjulegt ástand því að af þeim átta dögum sem þeir væru búnir að vera í grunnbúðunum hefði jök- ulinn verið lokaður í þijá. Sjá Everestsíðu Morgunblaðsins: h ttp://www. mbh is/everest/ Textaleit í tölvum Að finna nál í heystakki Hjálmtýr Hafsteinsson JÁLMTÝR Haf- steinsson dósent í tölvunarfræði fljdur í dag fyrirlesturinn „Að finna nál í heystakki: Textaleit í tölvum." Fyrir- lesturinn er sá fimmti í fyrirlestraröðinni „Undur veraldar" sem haldinn er á vegum Raunvísinda- deildar Háskóla íslands og Hollvinafélags hennar í sal 3 í Háskólabíói kl. 14.., „Ég ætla að hafa fyrir- lesturinn í nokkrum hlut- um. I fyrsta lagi ætla ég að ræða um leitaraðferð- irnar, hvernig þær vinna og lýsa þeim á einfaldaðan hátt. Einnig kem ég inn á notkunina á þeim. Leitar- vélarnar á alnetinu þurfa að leita í miklu magni að texta sem liggur um heim allan. Sérstaklega ætla ég að beina sjónum mínum í erindinu að einni vél sem ég þekki betur en aðrar og fara yfir hvernig hún vinnur í grófum dráttum og hveij- ar eru helstu tölur. Talið er að það séu rúmlega 60 milljónir vefsíðna með texta á netinu og talið er að þessi vél lesi þær allar á einni viku og búi til orðaskrá. Þannig að hvert ein- asta orð sem er á þessum 60 milljón síðum er til á diskum hjá þeim sem eru með hana. Af því leiðir að er notandi biður um eitt- hvað ákveðið orð flettir tölvan því upp. Vél- og hugbúnaðar- tæknin, sem notuð er, er í fremstu röð og er nokkurskonar þróunar- verkefni. - Þú kemur inn á fleira í erindi þínu; ekki satt? „Ég kem líka inn á það hvað gert er þegar ieitað er að líkum strikum, það er að segja fundin orð sem eru svipuð. Til dæmis þegar leitað er eftir villum í rit- vinnsluforriti leitar villuleitarpúk- inn í orðasafni sínu og finni hann ekki tiltekið orð leitar hann að orði í safninu sem er sem líkast því orði sem upphaflega er leitað að. Þá kemur upp vafinn um það hvaða orð er líkast og það geta verið ýmsar forsendur sem lagðar eru þar til grundvallar. Ef ritað er með einum fingri er líklegt að gerðar séu margar villur en noti menn venjulega fingrasetningu er ekki óalgengt að menn ruglist á v og b svo dæmi sé tekið. Þar af leiðir að þau orð sem vitlaust eru slegin inn miðað við þessar forsendur eru lík af því að púkinn veit að maðurinn gerir þessi mi- stök.“ - Einnig segir þú frá gagna- bönkum þar sem born- ar eru saman DNA- sameindir lífvcra og aðgangi að þeim? „Það er einmitt einn hluti erindisins að nota líka strengi við að leita í gagna- söfnum varðandi erfðaefnisrann- sóknir. Hingað til hefur aðeins tekist að finna hluta og hluta úr erfðaefnum og þá eru þeir settir í gagnasöfn þar sem rannsókna- raðilar í líffræði eða sameindalíf- fræði geta gengið að upplýsing- um um hvort einhver hafi fundið sama hluta eða einhvern líkan. Tökum dæmi um menn sem vinna rannsóknir hvor á sinni dýrateg- undinni. Annar finnur eitthvað varðandi virkni þess dýrs sem rannsókn stendur yfir á. Þá reyna menn að finna sambærilegar merkingar eða virkni. ►Hjálmtýr Hafsteinsson er 37 ára gamall dósent í tölvunar- fræði við Háskóla Islands. Hann lærði tölvunarfræði við sama skóla og tók síðan dokt- orspróf frá Cornell-háskóla í Bandaríkjunum árið 1988. Eft- ir það hefur hann verið kenn- ari við Háskóla Islands. Í dag eru margar vefsíður á netinu sem leyfa mönnum að kippa inn til sín ákveðnum DNA- streng. Þetta er aðgengileg þjón- usta fyrir hvern sem er og mikið notuð. Þessar upplýsingar hafa lengi verið til en verið óaðgengi- legar, en síðastliðin eitt til tvö ár hefur hver sem er haft tök á að nálgast þær upplýsingar sem hann þarf á að halda.“ - Eru þetta margirgagnabank- ar? „Þeir eru nokkuð margir. Einn er með svo til alla DNA-strengi sem hafa fundist og upplýsingar um þá. Annar er sérhæfður í erfðaefni úr manninum og er að reyna að finna allan erfðaefnis- strenginn, en á talsvert í land ennþá. I þessum efnum gilda önnur lögmál í leit en í ritvinnsl- unni eins og gefur að skilja. Þar þarf að leita að því hvaða breyt- ingar verða við stökkbreytingu.“ - Eru aðferðirnar við leit marg- ar? „Ég ætla að sýna tvær aðferð- anna. Önnur aðferðin er einföld og kannski sú fyrsta sem kemur upp í hugann er leita skal að orði í ritvinnsiuforriti og hvernig hún kemur út í tölvu. Hin aðferðin er ólíklegri tii að koma upp í hugann í fljótu bragði, en hún nýtist mjög vel. Sú aðferð er kennd við Boyer og More sem uppgötvuðu hana árið 1977 og er þekkt í tölv- unarfræðinni. Með henni vil ég gefa áheyrendum hugmynd um að það eru til ýms- ar þægilegar en öðruvísi aðferðir en maðurinn notar alla jafna.“ - Á netinu er að finna mikið magn upplýsinga, hefur þú trú á því að það sé að hrynja eins og haldið hefur veríð fram? „Ég var einmitt að lesa grein eftir mann sem hafði spáð því fyrir tveimur árum að netið myndi gefast upp árið 1997. Hann viður- kennir að það verði ekki raunin. Það hefur tekist, og ég held að það muni alltaf takast, að sníða þá vankanta af sem upp koma og netið haldi áfram að þróast. Þetta er reynsla undanfarinna ára.“ Rúmlega 60 milljónir vef- síðna á netinu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.