Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. GUNNAR H. Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. íslendingar sigur- sælir í Blackpool Morgunblaðið/Stefán Guðleifsson HAFSTEINN Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir. DANS Blackpool, Englandi ' DANSKEPPNIFYRIR BÖRN OG UNGLINGA Danskeppnin fór fram 31. mars til 5. apríl. ÞAÐ voru um 150 vongóðir íslendingar sem héldu utan til Englands laugardag fyrir páska. Áfangastaðurinn var Blackpool á vesturströnd Englands, þar sem íslendingar ætluðu að taka þátt í einni sterkustu danskeppni heims ■ fyrir böm og unglinga. þessi keppni er haldin árlega og eru þátttakendur frá nær öllum heimshornum, allt frá íslandi til Ástralíu. íslendingar hafa gert það gott í Blackpool á undanförnum árum og var það mál manna að árangurinn nú yrði betri en nokkru sinni fyrr. Keppni hófst 2. dag páska, því hafði fólk sunnudaginn til að fara í versl- anir, Tívolí eða í aðra dægradvöl. Blackpool er mikil verslunar- og skemmtanaborg og þar er ávallt hægt að finna sér eitthvað til að gera. Hér á eftir er ætlunin að rifja upp árangur íslensku dansparanna eftir '> dögum. Þessi árangur var umtals- verður eins og sjá má. Mánudagur Börn 11 ára og yngri kepptu í cha, cha, cha þennan fyrsta dag keppninnar og vom 95 pör skráð til leiks, þar af 7 íslenzk og komust þau öll í aðra umferð. í þriðju um- ferð fóru 3 pör og 2 pör fóm í 24 para úrslit, þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, en þau síðarnefndu fóm alla leið í úrslit og sigruðu í þess- ari fyrstu keppni vikunnar. 12-15 ára keppendur kepptu s einnig í einum dansi þennan dag og var það vínarvals og vom 195 pör skráð til keppni, þar af 24 ís- lensk. Af þeim komust 14 pör í 2. umferð, sjö í þriðju og þijú í 24 para úrslit. Það vom Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, Hafsteinn Jónasson og Lauf- ey Karítas Einarsdóttir og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdótt- ir. Tvö síðastnefndu pörin fóru í undanúrslit og Benedikt og Berg- lind fóm í úrslit og unnu til 5. verð- launa. " Þriðjudagur 11 ára og yngri kepptu í stand- arddönsunum og voru 97 pör skráð til leiks, þar af 7 frá íslandi. Fjögur þeirra fóru áfram í 2. umferð og eitt þeirra fór alla leið í úrslit og gerðu þau sér lítið fyrir og sigmðu. Þetta voru þau Davíð Gill Jónsson %. og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sem náðu þessum glæsilega árangri. Þau eru fyrsta íslenska parið til að vinna til 1. verðlauna í svo sterkri standarddansakeppni. 12-13 ára var keppnishópur sem boðið var uppá þennan dag og kepptu þau í cha, cha, cha og rúmbu, og voru 94 pör skráð til leiks, þar af 14 íslenzk. Af þeim fóru 10 áfram í aðra umferð og sjö fóru í 24 para úrslit en það voru: Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Árni Traustason og Aðalheiður Sigfús- dóttir, Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Hrafn Davíðsson og Anna Claessen, Odd- ur Jónsson og Kristín María Tómas- dóttir, Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bernburg og Sturlaugur Garðarsson og Díana íris Guð- mundsdóttir. 12-15 ára kepptu einungis í samba og vora 217 pör skráð til leiks, þar af 24 íslenzk og fóru 21 áfram í aðra umferð og 10 áfram í þriðju umferð og sjö pör fóru í fjórðu umferð. í 24 para úrslit fóru 3 pör; Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, ísak Nguyen Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir og Benedikt Ein- arsson og Berglind Ingvarsdóttir, en þau síðastnefndu fóru alla leið í úrslit og lentu í 2. sæti. Miðvikudagur 11 ára og yngri kepptu í einung- is í Jive og voru 97 pör skráð til leiks þar af 7 íslenzk og komust 5 þeirra í 2. umferð. í 24 para úrslit fóru 2 pör þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, en þau síðarnefndu fóru í úrslit og sigruðu glæsilega. 12-15 árakepptu í standardd- önsunum og voru 217 pör skráð í keppnina, þar af 24 frá Islandi. Af þeim komust 20 í aðra umferð og 8 í þriðju umferð og 3 í fjórðu um- ferð. Eitt par komst í undanúrslit; þau Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. Fimmtudagur 11 ára og yngri kepptu aftur í einum dansi; vínarvalsi og komust einungis 3 íslenzk pör í 2. umferð og síðan ekki söguna meir. Því er ekki að neita að ég átti nú von á því að íslenzk pör færu lengra. 12-15 ára kepptu í suður-amerískum dönsum og voru 227 pör skráð til leiks, þar af 24 frá íslandi og komust 19 þeirra í 2. umferð og 9 fóru í 3. umferð og 2 pör fóru í 4. umferð. Eitt par fór alla leið í úrslit og stóð að lokum uppi sem sigurvegari, eftir harða keppni. Þetta voru Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. Fyrir 3 árum sigruðu þau einnig í suður-amerískum dönsum í flokki 11 ára og yngri og eru þau fyrsta íslenzka parið sem sigrar í báðum þessum flokkum. Föstudagur 11 ára og yngri kepptu í suður-amerískum dönsum og voru 94 pör skráð til leiks, þar af 7 íslenzk. Fóru 4 þeirra í aðra umferð og eitt fór áfram og alla leið í úrslit, en þetta voru Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. Þau sigruðu í öllum dönsunum og eru fyrsta íslenzka parið sem nær þeim frábæra árangri að sigra bæði í standard og suður-amerísku dönsunum, í þessari gríðarlega sterku danskeppni. 12-15 ára kepptu einungis í Jive á föstudeginum og voru 207 pör skráð til leiks þar af 24 frá Islandi. Áfram í 2. umferð fóru 18 pör og 8 í þá þriðju og eitt par fór í 24 para úrslit og áfram í undanúrslit; þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. Þau dönsuðu það vel að talað var um að þau ættu jafnvel heima í úrslitum. Laugardagur 11 ára og yngri kepptu í enskum valsi þennan síðasta keppnisdag. Til leiks voru skráð 94 pör, þar af 6 íslenzk. í aðra umferð fóru 4 pör og eitt fór í þá þriðiu; þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, en þau náðu góðum árangri þessa vikuna. Þau eru ung að árum og voru að keppa þarna í fyrsta sinn. 12-13 ára kepptu í Foxtrot og Tangó og voru 89 pör skráð í keppnina þar af 13 íslenzk. Af þeim fóru 11 í aðra umferð og 4 í 24 para úrslit, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bernburg, Oddur Jonsson og Kristín María Tómasdóttir. 12-15 árakepptu í Quickstep og voru 189 pör skráð til leiks, þar af 22 íslenzk og komust 16 þeirra áfram í aðra umferð. í þriðju umferð fóm 8 pör og eitt par fór í undanúrslit, þau Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir og var þetta í annað sinn sem þau náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit. Liðakeppni Liðakeppni fyrir 12-15 ára fór fram á þriðjudeginum og kepptu 7 lið. Hvert lið var skipað 4 pörum; tveimur sem dönsuðu í hvorri grein. Öll pörin dönsuðu vel, en að mínu mati hefði verið mögulegt að hafa íslenzka liðið skipað sterkari pörum. íslenzka liðið hafnaði í 4. sæti. Liðakeppni fyrir 11 ára og yngri fór fram á fimmtudeginum og var það einnig skipað 4 pörum. íslenzka liði hafnaði einnig í 4. sæti í þess- ari keppni. Það vakti athygli að fánaberi danska liðsins var lítil stúlka frá íslandi, Hólmfríður Björnsdóttir. Árangur íslenzku keppendanna í Blackpool er í einu orði sagt frá- bær, sérstaklega árangur Davíðs Gill Jónssonar og Halldóru Sifjar Halldórsdóttur og Benedikts Ein- arssonar og Berglindar Ingvars- dóttur. Eg leyfi mér að fullyrða að þessi árangur sé einhver sá albezti sem íslenzkt íþróttafólk hefur náð á alþjóðavettvangi. Vegna þess að heimsmeistarakeppnir eru ekki haldnar í þessum aldursflokkum og einnig vegna þess hve sterk þessi keppni er hefur hún stundum verið kölluð „óopinber heimsmeistara- keppni“ barna og unglinga. Dómar- ar keppninnar eru allir frá Eng- landi og kann að vera að ekki séu allir sammála þeirra niðurröðun og úrslitum, en hinu er ekki hægt að neita að þarna voru að dansa sterk- ustu dansarar heims og er það því- líkt augnakonfekt að það verður varla með orðum tjáð. Jóhann Gunnar Arnarsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.