Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 38

Morgunblaðið - 12.04.1997, Side 38
38 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ BENEDIKT Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. DAVÍÐ Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. GUNNAR H. Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. íslendingar sigur- sælir í Blackpool Morgunblaðið/Stefán Guðleifsson HAFSTEINN Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir. DANS Blackpool, Englandi ' DANSKEPPNIFYRIR BÖRN OG UNGLINGA Danskeppnin fór fram 31. mars til 5. apríl. ÞAÐ voru um 150 vongóðir íslendingar sem héldu utan til Englands laugardag fyrir páska. Áfangastaðurinn var Blackpool á vesturströnd Englands, þar sem íslendingar ætluðu að taka þátt í einni sterkustu danskeppni heims ■ fyrir böm og unglinga. þessi keppni er haldin árlega og eru þátttakendur frá nær öllum heimshornum, allt frá íslandi til Ástralíu. íslendingar hafa gert það gott í Blackpool á undanförnum árum og var það mál manna að árangurinn nú yrði betri en nokkru sinni fyrr. Keppni hófst 2. dag páska, því hafði fólk sunnudaginn til að fara í versl- anir, Tívolí eða í aðra dægradvöl. Blackpool er mikil verslunar- og skemmtanaborg og þar er ávallt hægt að finna sér eitthvað til að gera. Hér á eftir er ætlunin að rifja upp árangur íslensku dansparanna eftir '> dögum. Þessi árangur var umtals- verður eins og sjá má. Mánudagur Börn 11 ára og yngri kepptu í cha, cha, cha þennan fyrsta dag keppninnar og vom 95 pör skráð til leiks, þar af 7 íslenzk og komust þau öll í aðra umferð. í þriðju um- ferð fóru 3 pör og 2 pör fóm í 24 para úrslit, þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, en þau síðarnefndu fóm alla leið í úrslit og sigruðu í þess- ari fyrstu keppni vikunnar. 12-15 ára keppendur kepptu s einnig í einum dansi þennan dag og var það vínarvals og vom 195 pör skráð til keppni, þar af 24 ís- lensk. Af þeim komust 14 pör í 2. umferð, sjö í þriðju og þijú í 24 para úrslit. Það vom Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríks- dóttir, Hafsteinn Jónasson og Lauf- ey Karítas Einarsdóttir og Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdótt- ir. Tvö síðastnefndu pörin fóru í undanúrslit og Benedikt og Berg- lind fóm í úrslit og unnu til 5. verð- launa. " Þriðjudagur 11 ára og yngri kepptu í stand- arddönsunum og voru 97 pör skráð til leiks, þar af 7 frá íslandi. Fjögur þeirra fóru áfram í 2. umferð og eitt þeirra fór alla leið í úrslit og gerðu þau sér lítið fyrir og sigmðu. Þetta voru þau Davíð Gill Jónsson %. og Halldóra Sif Halldórsdóttir, sem náðu þessum glæsilega árangri. Þau eru fyrsta íslenska parið til að vinna til 1. verðlauna í svo sterkri standarddansakeppni. 12-13 ára var keppnishópur sem boðið var uppá þennan dag og kepptu þau í cha, cha, cha og rúmbu, og voru 94 pör skráð til leiks, þar af 14 íslenzk. Af þeim fóru 10 áfram í aðra umferð og sjö fóru í 24 para úrslit en það voru: Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Árni Traustason og Aðalheiður Sigfús- dóttir, Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Hrafn Davíðsson og Anna Claessen, Odd- ur Jónsson og Kristín María Tómas- dóttir, Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bernburg og Sturlaugur Garðarsson og Díana íris Guð- mundsdóttir. 12-15 ára kepptu einungis í samba og vora 217 pör skráð til leiks, þar af 24 íslenzk og fóru 21 áfram í aðra umferð og 10 áfram í þriðju umferð og sjö pör fóru í fjórðu umferð. í 24 para úrslit fóru 3 pör; Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, ísak Nguyen Halldórsson og Halldóra Ósk Reynisdóttir og Benedikt Ein- arsson og Berglind Ingvarsdóttir, en þau síðastnefndu fóru alla leið í úrslit og lentu í 2. sæti. Miðvikudagur 11 ára og yngri kepptu í einung- is í Jive og voru 97 pör skráð til leiks þar af 7 íslenzk og komust 5 þeirra í 2. umferð. í 24 para úrslit fóru 2 pör þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir og Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Hall- dórsdóttir, en þau síðarnefndu fóru í úrslit og sigruðu glæsilega. 12-15 árakepptu í standardd- önsunum og voru 217 pör skráð í keppnina, þar af 24 frá Islandi. Af þeim komust 20 í aðra umferð og 8 í þriðju umferð og 3 í fjórðu um- ferð. Eitt par komst í undanúrslit; þau Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. Fimmtudagur 11 ára og yngri kepptu aftur í einum dansi; vínarvalsi og komust einungis 3 íslenzk pör í 2. umferð og síðan ekki söguna meir. Því er ekki að neita að ég átti nú von á því að íslenzk pör færu lengra. 12-15 ára kepptu í suður-amerískum dönsum og voru 227 pör skráð til leiks, þar af 24 frá íslandi og komust 19 þeirra í 2. umferð og 9 fóru í 3. umferð og 2 pör fóru í 4. umferð. Eitt par fór alla leið í úrslit og stóð að lokum uppi sem sigurvegari, eftir harða keppni. Þetta voru Benedikt Einarsson og Berglind Ingvarsdóttir. Fyrir 3 árum sigruðu þau einnig í suður-amerískum dönsum í flokki 11 ára og yngri og eru þau fyrsta íslenzka parið sem sigrar í báðum þessum flokkum. Föstudagur 11 ára og yngri kepptu í suður-amerískum dönsum og voru 94 pör skráð til leiks, þar af 7 íslenzk. Fóru 4 þeirra í aðra umferð og eitt fór áfram og alla leið í úrslit, en þetta voru Davíð Gill Jónsson og Halldóra Sif Halldórsdóttir. Þau sigruðu í öllum dönsunum og eru fyrsta íslenzka parið sem nær þeim frábæra árangri að sigra bæði í standard og suður-amerísku dönsunum, í þessari gríðarlega sterku danskeppni. 12-15 ára kepptu einungis í Jive á föstudeginum og voru 207 pör skráð til leiks þar af 24 frá Islandi. Áfram í 2. umferð fóru 18 pör og 8 í þá þriðju og eitt par fór í 24 para úrslit og áfram í undanúrslit; þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir. Þau dönsuðu það vel að talað var um að þau ættu jafnvel heima í úrslitum. Laugardagur 11 ára og yngri kepptu í enskum valsi þennan síðasta keppnisdag. Til leiks voru skráð 94 pör, þar af 6 íslenzk. í aðra umferð fóru 4 pör og eitt fór í þá þriðiu; þau Hrafn Hjartarson og Helga Björnsdóttir, en þau náðu góðum árangri þessa vikuna. Þau eru ung að árum og voru að keppa þarna í fyrsta sinn. 12-13 ára kepptu í Foxtrot og Tangó og voru 89 pör skráð í keppnina þar af 13 íslenzk. Af þeim fóru 11 í aðra umferð og 4 í 24 para úrslit, þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Ragnheiður Eiríksdóttir, Haraldur Anton Skúlason og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Hilmir Jensson og Jóhanna Berta Bernburg, Oddur Jonsson og Kristín María Tómasdóttir. 12-15 árakepptu í Quickstep og voru 189 pör skráð til leiks, þar af 22 íslenzk og komust 16 þeirra áfram í aðra umferð. í þriðju umferð fóm 8 pör og eitt par fór í undanúrslit, þau Hafsteinn Jónasson og Laufey Karítas Einarsdóttir og var þetta í annað sinn sem þau náðu þeim glæsilega árangri að komast í undanúrslit. Liðakeppni Liðakeppni fyrir 12-15 ára fór fram á þriðjudeginum og kepptu 7 lið. Hvert lið var skipað 4 pörum; tveimur sem dönsuðu í hvorri grein. Öll pörin dönsuðu vel, en að mínu mati hefði verið mögulegt að hafa íslenzka liðið skipað sterkari pörum. íslenzka liðið hafnaði í 4. sæti. Liðakeppni fyrir 11 ára og yngri fór fram á fimmtudeginum og var það einnig skipað 4 pörum. íslenzka liði hafnaði einnig í 4. sæti í þess- ari keppni. Það vakti athygli að fánaberi danska liðsins var lítil stúlka frá íslandi, Hólmfríður Björnsdóttir. Árangur íslenzku keppendanna í Blackpool er í einu orði sagt frá- bær, sérstaklega árangur Davíðs Gill Jónssonar og Halldóru Sifjar Halldórsdóttur og Benedikts Ein- arssonar og Berglindar Ingvars- dóttur. Eg leyfi mér að fullyrða að þessi árangur sé einhver sá albezti sem íslenzkt íþróttafólk hefur náð á alþjóðavettvangi. Vegna þess að heimsmeistarakeppnir eru ekki haldnar í þessum aldursflokkum og einnig vegna þess hve sterk þessi keppni er hefur hún stundum verið kölluð „óopinber heimsmeistara- keppni“ barna og unglinga. Dómar- ar keppninnar eru allir frá Eng- landi og kann að vera að ekki séu allir sammála þeirra niðurröðun og úrslitum, en hinu er ekki hægt að neita að þarna voru að dansa sterk- ustu dansarar heims og er það því- líkt augnakonfekt að það verður varla með orðum tjáð. Jóhann Gunnar Arnarsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.