Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 13 Fyrsti áfangi Giljaskóla Tvö tilboð TVÖ tilboð bárust í byggingu 1. áfanga Giljaskóla við Kiðagil á Akureyri. Verktakafyrirtækið SS Byggir bauð 170.589.503 krónur sem er 93% af áætluð- um kostnaði og SJS-verktakar buðu 175.938.728 eða 96,1% af kostnaðaráætlun, en hún hljóðaði upp á 182.960.000 krónur. Byggingin er samtals um 2.100 fermetrar, fyrri hluti hennar er um 1.400 fermetrar á þremur hæðum og á að vera fullbúinn 15. desember næst- komandi. Síðari hluti er um 700 fermetrar á tveimur hæð- um og skal hann vera fullbú- inn 1. ágúst árið 1998. Um er að ræða flókið verk- efni og mannfrekt, en til að ná því að klára á tilsettum tíma þarf að hafa um 30 manns í vinnu og þá lýkur því á slæmum tíma fyrir bygging- ariðnaðinn eða rétt fyrir ára- mót. Að sögn Agústar Berg hjá byggingadeild Akreyrar- bæjar eru þetta helstu skýr- ingarnar á því að fleiri verk- takar sækjast ekki eftir að ná þessu stóra verkefni. Jasstríó og Jóna sterka JASSTRÍÓ Birgis Karlssonar og Dixielandhljómsveitin Jóna sterka leika í Blómaskálanum Vín í Eyjafjarðarsveit annað kvöld, sunnudagskvöldið 13. apríl kl. 21. Menningarmála- nefnd Eyj afj arðarsveitar stendur að tónleikunum og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Héraðsdómur Norð- urlands eystra Varðhald og réttindamiss- ir fyrir ölv- unarakstur TÆPLEGA fertugur maður hefur í Héraðsdómi Norður- lands eystra verið dæmdur í 60 daga varðhald og sviptur ökurétti ævilangt auk þess að greiða allan sakarkostnað. Var maðurinn ákærður fyrir að hafa ekið bifreið undir áhrifum áfengis, sviptur öku- rétti, en bifreiðin hafnaði á umferðarmerki og tijágróðri á mótum Vestursíðu og Bugðus- íðu á Akureyri. Atburðurinn varð í október árið 1994. Mað- urinn hafði alloft komið við sögu lögreglu m.a. verið svipt- urökurétti ævilangt árið 1990. Aglowfundur AGLOW - kristilegt félag kvenna heldur fund í félags- miðstöðinni Víðilundi 22 næst- komandi mánudagskvöld, 14. apríl ki. 20. Ræðumaður verð- ur Ester Jacobsen. Mikill söng- ur. Kaffihlaðborð selt á staðn- um. Allar konur eru velkomn- ar. Endurskoðun tómstundamála á Akureyri kynnt í ITA og bæjarráði Grunnskólar opnist íbúum hverfisins DRÖG að endurskoðun tómstunda- mála á Akureyri voru lögð fyrir íþrótta- og tómstundaráð í vikunni. Skýrslan var unnin af Valgerði Magnúsdóttur, félagsmálastjóra og Eiríki Birni Björgvinssyni, íþrótta- og tómstundafulltrúa. A fundi bæj- arráðs á fimmtudag var skýrslan einnig lögð fram til kynningar. Markvisst forvarnarstarf Lagt er til að tómstundastarf byggist upp sem markvisst forvarn- arstarf og að komið verði upp mið- stöð tómstundastarfs, t.d. í iþrótta- höllinni. Akureyrarbær styðji tóm- stundastarf fijálsra félaga, m.a. með samnýtingu á húsnæði og annarri aðstöðu þegar þess er kostur. Þá er lagt til að starfsfólk félags- miðstöðva verði uppeldismenntað, félagsmiðstöðvar eflist og verði í öllum grunnskólum bæjarins. Miðstöð tómstundastarfs í íþróttahöllinni Félagslegri þjónustu á vegum sveitarfélaga er ætlað að fást við margskonar forvarnarstarf. Þar koma tómstundatilboð að veigamikl- um notum og hér í bænum hefur verið unnið í þessum anda, segir í skýrslunni. Má nefna verkefni eins og að koma í veg fyrir að börn og unglingar ánetjist áfengi, tóbaki og öðrum vímuefnum, koma þeim til hjálpar ef þau ánetjast, koma í veg fyrir óæskileg og neikvæð áhrif at- vinnuleysis og stuðla að því að aldr- aðir geti sem lengst búið utan stofn- ana. Eins og fram kemur í tillögum skýrsluhöfunda er lagt til að til verði miðstöð tómstundastarfsins og að þejrri starfsemi verði fundinn staður í íþróttahöllinni. Þar verði umsjón með daglegum rekstri, uppbygging og þróun starfseminnar, þungamiðja sérhæfðs tómstundastarfs og þess sem krefst dýrra tækja. íþróttahöllin er miðsvæðis í bænum, sem er ótví- ræður kostur, að mati skýrsluhöf- unda. Félagsmiðstöðvar í alla grunnskóla Nú eru starfandi félagsmiðstöðv- ar í þremur grunnskólum og auk þess stundað tómstundastarf í Dyn- heimum. Lagt er til að í framtíðinni verði félagsmiðstöðvar í öllum grunnskólum, þannig að nemendur þurfi ekki út fyrir sitt hverfi til að fara í félagsmiðstöð. Jafnframt að starfsemi Dynheima dragist saman fyrir þennan aldurshóp og miðist við dansleiki eða diskótek í fáein skipti á ári. Skólar á Akureyri eru nánast orðnir einsetnir og því telja skýrslu- höfundar æskilegt að tómstunda- starf í skólum, námskeiðahald og annað, tengist samfellda skóladegin- um. Námskeið væru þá í boði í beinu framhaldi af stundaskrá og væri að jafnaði lokið fyrir kvöldmat. Tóm- stundastarf á að vera valfijálst og ekki í samkeppni við nám. Kvöld- og helgarstarf þarf að taka tillit til útivistarreglna eins og nú er. Nauð- synlegt er að nýta félagsmiðstöðv- arnar sem best í fyrirbyggjandi til- gangi á „spennutímum", þegar vitað er að unglingarnir hópast helst sam- an og neyta áfengis, t.d. í lok sam- ræmdu prófa. Tómstundastarf fyrir 16-20 ára Lagt er til að gerð verði tilraun með að opna félagsmiðstöðvarnar - húsnæði grunnskólanna í auknum mæli fyrir íbúa hverfisins eftir ósk- um þeirra og áhuga. Þannig má tengja tómstundastarf skólabarn- anna við það sem aðrir í hverfinu hafa áhuga á að gera. Hér er lagt til að tilraun af þessu tagi verði gerð í Oddeyrarskóla. Þar er land- fræðilega afmarkað hverfi með minnsta hverfisskólann. Einnig er í tillögum skýrsluhöf- unda lagt til að gerð verði tilraun í 2 ár til að byggja upp í Dynheimum tómstundastarf fyrir ungt fólk, 16-20 ára. Byija þyrfti á því að kanna meðal þessa aldurshóps hvort áhugi er á starfsemi af þessu tagi Morgunblaðið/Kristján LAGT er til að gerð verði til- raun í 2 ár til að byggja upp tómstundastarf í Dynheimum fyrir ungt fólk, 16-20 ára. og ef svo er þyrfti að afla upplýs- inga um hvað þessi markhópur vill helst taka sér fyrir hendur í félags- miðstöð af þessu tagi og hvernig þau sjáif vilja hugsanlega koma að rekstrinum. Þá er lagt til að gerðar verði til- raunir með að draga úr aðgreiningu fólks í tómstundastarfi, t.d. eftir aldri. Vel má hugsa sér að sett væru upp námskeið sem litlir hópar innan fjölskyldna gætu komið sam- an á, t.d. að krakkar og afi og amma lærðu að taka myndir á sömu námskeiðum. Loks er lagt til að tómstundastarf eldri borgara miðist við að auka sjálfstæði og lífsgæði þeirra og uppfylli sem best þá stefnu Akureyrarbæjar að gera fólki kleift að búa á eigin vegum sem lengst. Myndlistarskóli Arnar Inga Sýning á verkum nemenda SÝNING á verkum nemenda í Myndlistarskóla Arnar Inga verður sett upp í Klettagerði 6 á morgun, sunnudaginn 13. apríl og verður hún opin frá kl. 14 til 18. A sýningunni verða u.þ.b. 50 verk aðallega unnin með olíu- og pastellitum. Verkin eru innrömmuð og vel frá gengin og þó ekki sé um sölu- sýningu að ræða hafa sýning- argestir oft falast eftir verk- um á fyrri sýningum. Tvær vorsýningar verða að þessu sinni, þar sem einn útskrift- arnemandi, Guðfinna Guðmunds- dóttir, sýnir verk sín sérstaklega 11. maí næstkomandi. Uppýsingar og innritanir fyrir sumarlistanámskeið og næsta starfsár fara fram á báðum sýn- ingum. Messur AKUREYRARKIRKJA: Æskulýðs- fundur í kapellu kl. 20.30 í dag, laugardag. Ath. tímann. Sunnu- dagaskóli í safnaðarheimili á morg- un, sunnudag, kl. 11. Allir velkomn- ir, munið kirkjubílana. Guðsþjón- usta kl. 14 á morgun, sr. Guðmund- ur Guðmundsson héraðsprestur prédikar. Biblíulestur í safnaðar- heimili kl. 20.30 á mánudag. Fyrir- bænaguðsþjónusta kl. 17.15 næsta fimmtudag, bænaefnuin má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasam- koma verður í kirkjunni kl. 11. For- eldrar eru hvattir til að fjölmenna með börnum sínum. Tónleikar barnakóra verða í kirkjunni kl. 16.30 á morgun. Fundur æskulýðsfélags- ins kl. 20. Kyrrðarstund verður í kirkjunni kl. 18 á þriðjudag, 15. apríl. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 11 á morgun, ungl- ingaklúbbur kl. 16, almenn sam- koma kl. 20. Heimilasamband ki. 16 á mánudag, krakkaklúbbur kl. 17 á miðvikudag, Biblía og bæn kl. 20.30 sama dag. Ellefu plús mínus kl. 17 áfimmtudag. Allir velkomnir. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Al- menn samkoma kl. 14 á morgun, Guðmundur Ómar Guðmundsson prédikar. Fórn tekin til Gídeonsfé- lagsins. Andlegar þjálfunarbúðir kl. 20.30 á miðvikudag, unglingasam- koma næsta föstudag kl. 20.30. Mikill söngur, allir velkomnir. Bæna- stund frá kl. 6-7 mánudags-, mið- vikudags-, og föstudagsmorgna. Vonarlína, með orð úr ritningunni sem gefa huggun og von, sími 462-1210. KAÞÓLSKA KIRKJAN, Eyrar- landsvegi 26. Messa í dag, laugar- dag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11. KFUM og K, Sunnuhlíð: Bæna- stund verður kl. 20. á morgun, sunnudag. SJÓNARHÆÐ, Hafnarstræti 63. Sunnudagaskóli í Lundarskóla kl. 13.30 á morgun, almenn samkoma á Sjónarhæð kl. 17. Barnafundur á Sjónarhæð kl. 18 á mánudag og unglingafundur kl. 20.30 næsta föstudag. Aðalsafnaðarfundur, Lögmannshlíðarsóknar verður haldinn í Glerárkirkju sunnudaginn 20. aprílkl. 16.00. Öll sóknarbörn Glerárkirkju hjartanlega velkomin. Sóknarnefnd. Utboð Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri, fyrir hönd bæjarsjóðs Akureyrar óskar hér með eftir tilboðum í gatnagerð og lagnir í áfanga V í Giljahverfi. Tilboðið nær til gerðar 490 lengdarmetra af götum og 70 lengdar- metra af stígum ásamt tilheyrandi holræsalögnum og jarðvinnu fyrir vatnslagnir. Heistu magntölur eru: Uppúrtekt úr götum 4.300 m3. Lagnaskurðir 560 m. Lengd fráveitulagna 950 m. Fylling 5.500 m3. Skiladagur verksins er 27. júní 1997. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Tæknideildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, Akureyri, frá og með þriðjudeginum 15. apríl 1997 á 4.000 kr. Opnun tilboða fer fram á sama stað föstudaginn 2. maí kl. 11.00. Bæjarverkfræðingurinn á Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.