Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 43 + Jensína María Karlsdóttir fæddist á Eskifirði 19. maí 1915. Hún lést á sjúkradeild Hulduhlíðar á Eski- firði 7. apríl síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Karl Jónasson, útgerðar- maður, f. 14.4. 1886, d. 5.12. 1956, og Augusta Jónasson, húsmóðir, f. 24.7. 1888, d. 6.10. 1966. Systkini Jensínu voru Lauritz Edw- ard, f. 12.10. 1916, Egill, f. 20.6. 1920, d. 25.3. 1994. Aðalbjörg, f. 24.4. 1923, og Guðbjörg, f. 27.2. 1926, d. 15.10. 1940. 27.11. 1937 giftist Jensína Jóni Garðari Helgasyni, bif- reiðastjóra, f. 15.10. 1911, d. 14.12.1984, Hlíð, Eskifirði. Börn þeirra eru: 1) Helgi, f. 10.11. Elsku amma Nenna, það er sárt að þú skulir vera farin en um leið léttir að þú skyldir ekki þurfa að kveljast lengur. Það er svo skrítið, mér fannst eins og þú yrðir alltaf á Eskifirði til að taka á móti okkur þegar við kæmum í heimsókn. Það var alltaf svo gaman að koma aust- ur til þín, og afa meðan hann var á lífi. Það var allt gert fyrir mann og þú varst svo góð við okkur barnabörnin. Þegar ég var yngri furðaði ég mig á því hvernig göm- ul kona gæti verið svona hress og skemmtileg, þú varst eins og besta vinkona okkar en um leið svo hlý- leg og góð. Ég á erfitt með að hugsa um það hvernig það verður að koma aftur á gamla góða Eski- fjörð og þar verður engin amma að taka á móti manni með remb- ingskossi, benda manni á einstaka fegurð fjarðarins og Hólmatinds- ins, biðja mann að klóra sér á bak- inu eða nudda sér um axlirnar. Engin amma sem kemur með manni í bíltúr og býður upp á ís eða pylsu. Ég myndi gefa mikið 1938, kvæntur Her- dísi Hallbjörnsdótt- ur, þeirra börn Jens Garðar, unnusta Erna Þorsteinsdótt- ir; og Sturla Már. 2) Agústa Guðbjörg, f. 9.4. 1944, gift Helga Hálfdánar- syni, þeirra börn Jón Garðar, kvænt- ur Elise M. Mathis- en og eiga þau tvo syni; Edda Dóra, unnusti Ingvar A. Ingvarsson; og Hálfdán Helgi. 3) Jónína Guðrún, f. 1.10. 1949, gift Svavari Svavarssyni, þeirra börn Helga Jensína, unnusti Hallgrímur Sveinn Sveinsson; Svavar Guðbjörn og Garðar Ág^úst. Utför Jensínu fer fram frá Eskifjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. fyrir einn bíltúr enn eða smánudd- tíma en þessir dagar eru liðnir og þeir koma víst ekki aftur og það besta sem við getum gert er að geyma þá vel í minningunni. Þegar ég frétti að þú værir veik og myndir trúlega ekki eiga nema nokkra mánuði eftir hér með okkur þá grét ég mikið. Ég hugsaði með mér að ég skyldi fara til þín um páskana og svo aftur í sumar þeg- ar skólinn yrði búinn. Sumardvölin verður víst því miður ekki að veru- leika en um páskana varstu um- kringd ástvinum og við áttum dýr- mætan tíma saman. Þegar ég kvaddi þig svo að þessum tíma liðn- um gerði ég mér grein fyrir að hugsanlega væri þetta síðasti rembingskossinn okkar, en ég neit- aði að trúa því, ég ætlaði að koma aftur eins fljótt og ég gæti, og það var svo sárt þegar ég heyrði að þú værir dáin. Góði Guð, ég vil þakka þér fyrir þessa daga sem við fengum með ömmu og biðja þig að vera með okkur öllum. Að lokum langar mig að þakka starfsfólkinu í Hulduhlíð fyrir að annast ömmu mína af heilum hug og fyrir að reynast okkur aðstand- endum eins vel og það gerði. Helga Jensína. Elsku amma. Nú sit ég hér með tár á vöngum og skrifa kveðjuorð til þín. Minningarnar um þig eru svo margar og góðar. Þú varst án efa sú allra besta amma sem mað- ur getur átt. Alltaf er ég kom í Framkaupstaðinn varstu þar til staðar, tilbúin til að hlusta á mig ef mér lá eitthvað á hjarta og allt- af áttirðu eitthvað gott í munninn handa mér. Það var allt svo gott hjá þér, engin reiði, ekkert von- leysi. Þú áttir yfirleitt alltaf svör við öllu. Ég mun aldrei gleyma þeim stundum er þú sast við gluggann, horfðir út á fallega fjörð- inn þinn og dásamaðir lognið og Hólmatindinn. Árið 1984 urðu þáttaskil í lífí þínu er þú misstir afa en þú stóðst þig eins og hetja eins og þú ávallt gerðir. Þú talaðir líka alltaf um hvað þú ættir góða að. En nú eruð þið afi sameinuð á ný á öðru tilveru- stigi. Fyrir átta mánuðum veiktist þú, elsku amma, og gekkst undir mikla aðgerð, þú komst í gegnum hana með mikilli hetjudáð og þraut- seigju, _en sá bati varði þó allt of stutt. í ágúst 1996 fluttir þú í Hulduhlíð sem varð þitt heimili til dauðadags. Ég byijaði svo að vinna þar mánuði seinna og fannst mér yndislegt að geta verið í nálægð við þig og spjallað við þig og átt allar jþessar góðu stundir með þér þar. I byijun mars veiktist þú aft- ur, elsku amma, en þú varst ekki tilbúin til að gefast upp, þú varst ákveðin í að vera viðstödd fermingu barnabarnanna þinna, sem þú og gerðir, og stóðst þig eins og hetja, elsku amma mín. Þú áttir yndislega páska með okkur og varst svo glöð að hafa öll börnin þín, barnabörnin og langömmudrengina þína tvo hjá þér. Elsku amma, megir þú hvíla í friði og hafðu þökk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig. Þín, Edda Dóra. JENSÍNA KARLSDÓTTIR SIGURÐUR SIGURÐSSON Sigurður urðsson var fæddur í Hafnar- firði 27. janúar 1920. Hann lést á heimili sínu 3. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Dómkirkjunni 11. apríl. Mér eru fomu minnin kær meir en sumt hið nýrra (Fomólfur) Þegar ég starfaði á fréttastofu gömlu Guf- unnar í rúman áratug eftir 1963, var sá vinnustaður um margt óvenjulegur. Mikil ábyrgð hvíldi á fréttamönnum um ná- kvæman og óhlutdrægan frétta- flutning, enda samkeppni ekki fyr- ir hendi. Grannt var fylgst með fréttaflutningi, einkum í herbúðum stjórnmálaflokkanna og hjá ýmsum hagsmunasamtökum. Starfsmenn voru stöðugt á varðbergi og þessi ábyrgð hvíldi oft eins og mara á stjórnendum. Vafalaust hafa strangar starfsreglur, rétt skil- greining á tjáningarfrelsi og virð- ing fyrir traustum heimildum orðið efniviður í þann grunn fréttastofu útvarpsins, sem enn í dag skapar henni traust meðal þjóðarinnar. En þessi vinnustaður var líka óvenjulegur vegna hins mikla fjölda litríkra og hæfileikamikilla ein- staklinga, sem þar störfuðu undir styrkri og mildri stjórn Jóns Magn- ússonar og Margrétar Indriðadótt- ur. Þarna vann fólk, sem öll þjóðin þekkti og lét sér annt um. Flestir voru heimilis- vinir í gegnum út- varpstækin. — Nú er stærstur hluti þessa hóps horfínn í frétta- mennsku á æðri stig- um. - Leiðtoginn snjalli, Jón Magn- ússon, er löngu látinn, Hendrik Ottósson og Stefán Jónsson, Ing- ólfur Kristjánsson, Thorolf Smith, Högni Torfason, séra Emil Björnsson og Axel Thorsteinsson. Allir dánir. - Og nú kveðjum við ljúflinginn Sigurð Sigurðsson, íþróttafréttamann, sem varð hverj- um manni hugfólginn, er honum kynntist. Það er létt verk að hrúga lofi á Sigga Sig eins og hann var oftast kallaður, fyrir góð mannleg sam- skipti, drengskap og margvíslega hæfileika. Fyrir slíkt er þakkað í þögninni. Það er hins vegar ástæða til að minna á brautryðjandastarf hans við flutning íþróttafrétta og íþróttalýsinga. Þegar hann byrjaði með skipulögðum hætti að greina frá íþróttaviðburðum, hafði það svið fréttanna verið sem eyðimörk. Og ekki þótti öllum það samboðið virðingu Ríkisútvarpsins, þessarar miklu menningarstofnunar, að eyða dýrmætum tíma í frásagnir af íþróttum. Ég er ekki í vafa að Sigurður átti ríkan þátt í því að efla og auka alla íþróttastarfsemi í landinu. Lýs- ingar hans frá hverskonar kapp- leikjum og fijálsíþróttamótum urðu vinsælt útvarpsefni og hetjur íþróttanna urðu eftirsóttar fyrir- myndir barna og unglinga. Fréttir af íþróttastarfsemi á Iandsbyggð- inni áttu greiðari aðgang að eyrum landsmanna og flestar íþrótta- greinar komust á blað fréttamanns- ins. Ef áhrifin af starfi Sigurðar fyrir íþróttalífið í landinu yrðu metin, kæmi skýrt í ljós hve mikil- vægt það var fyrir skjóta og öfluga uppbyggingu íþróttastarfseminnar. Sigurður var á fréttastofunni allsheijar miðstöð fyrir upplýsinga- flæði frá íþróttum til landsmanna. Þekking hans á þessu sviði var með ólíkindum og hann var um langt árabil sá sjóður upplýsinga og fróð- leiks, sem allir gátu gengið í og fengið fyrirgreiðslu. - En braut- ryðjandinn þurfti að ryðja mörgum hindrunum úr vegi til að geta sinnt starfi sínu. Það þurfti að byggja upp aðstöðu til fréttaflutnings, sem engin var fyrir. Tæknin var bágbor- in og tæki og tól ekki merkileg. En smátt og smátt fékkst viður- kenning á mikilvægi íþróttafrétta og starf Sigurðar var í ýmsu met- ið. En um hann gildir að nokkru leyti sú staðreynd, að þeir njóta sjaldan eldanna, sem kveikja þá. Nú er langt síðan að landsmenn hafa heyrt sérstæða rödd Sigurðar og ógleymanlega ávarpið: „Komiði sæl“. - Hann er horfinn til fjölda vina og kunningja úr hópi gömlu fréttahaukanna og hann gæti hafa kvatt með þessum orðum: „Veriði sæl að sinni“. - Ástvinum Sigurðar sendi ég innilegar samúðarkveðjur og bið Guð að blessa minningu hans. Árni Gunnarsson. + Elsku bróðir okkar, mágur og frændi, KRISTJÁN VILHJÁLMSSON frá Stóru-Heiði, Mýrdal, til heimilis í Gaukshólum 2, andaðist á Sjúkrahúsi Reykjavíkur fimmtudag- inn 10. apríl. Jónína Vilhjálmsdóttir, Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Bára Vilhjálmsdóttir, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Áslaug Vilhjálmsdóttir, Alda Vilhjálmsdóttir, Kristín Hólmgrímsdóttir, Þórey Magnúsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Halldór Jóhannesson, Gustav K. Gustavsson, Hálfdán Þorgrímsson, Þórður Sveinsson, Baldur Guðmundsson, Magnús Haraldsson og systkinabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁLFHEIÐUR EINARSDÓTTIR, Rauðhömrum 14, Reykjavík, lést á hjúkrunarheimilinu Eir fimmtudaginn 10. apríl. Lárus Þórarinsson, Kristín Lárusdóttir, Michael Jones, Ásthildur Lárusdóttir, Ásgeir Magnússon, Erna Lárusdóttir, Brad Bidegon, Einar Þór Lárusson, Melanie Thorarinsson, Álfheiður K. Lárusdóttir, Mahmood Arai, Kristín R. Lárusdóttir, Johan Annetorp, barnabörn og barnabarnabörn. Elskulegi litli drengurinn okkar og bróðir, KRISTINN GAUTASON, Trönuhjalla 5, Kópavogi, lést á heimili okkar 11. apríl. Sigurlaug J. Stefánsdóttir, Karl Gauti Hjaltason, Alexander Gautason, Kristófer Gautason. + LILLÝ MAGNÚSSON, Bárugötu 37, er látin. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Sigríður Bjarnadóttir, Ástríður Bjarnadóttir. + ÓSKAR ÖGMUNDSSON, Kaldárhöfða, verður jarðsettur frá Selfosskirkju þriðjuda- ginn 15. apríl klukkan 14.00. Pálína Þorsteinsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur og bróðir, ÞORGEIR LOGI ÁRNASON, Keilufelli 35, Reykjavlk, lést af slysförum þann 5. apríl. Ingunn Erna Stefánsdóttir, Stefán Árni Þorgeirsson, Hallfríður Sólveig Þorgeirsdóttir, Auður Rán Þorgeirsdóttir, Hallfríður Bjarnadóttir, Haraldur Árnason, Ingibjörg Árnadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.