Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 42
- "42 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ INGIBJÖRG SIG URGEIRSDÓTTIR + Ingibjörg Sig- urgeirsdóttir var fædd á ísafirði 14. maí 1932. Hún lést á heimili sínu 6. apríl síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin Sveinsína Björg Guðmundsdóttir húsmóðir, f. 17.5. m 1908, d. 11.9. 1983, og Sigurgeir Bjarni Halldórsson sjómaður, f. 2.3. 1908, d. 31.3. 1972. Ingibjörg var næst- elst ellefu barna þeirra hjóna, hin eru: Hafsteinn, f. 16.9. 1930, Sigrún, f. 23.4. 1935, Sæunn, f. 12.11. 1936, Garðar, f. 15.11. 1938, Helga, f. 18.2. 1940, Halldór, f. 7.2. 1943, Margrét, f. 23.8. 1944, Lilja, f. 3.3. 1946, Hafþór, f. 28.6. 1949, og Sveinsína Sigurveig, f. 13.7. 1950. Bróðir Ingibjarg- ar samfeðra er Hörður Bergmann, f. 23.7. 1936. Ingi- björg eignaðist tvö börn, þau eru: 1) Pálína Kristín, f. 6.9. 1951, hennar maður er Eiríkur Þórðarson. Hún á synina Inga Þor- grím og Ottar. 2) Sigurgeir Bjarni, f. 11.4. 1953, hann á Árna Hlöðver og Jónu Ingibjörgu og fóstursoninn Odd- geir Má. Dóttur- sonarsynir Ingibjargar eru Almar, Brynjar og Fannar Ingasynir. Eftirlifandi eiginmaður Ingibjargar er Þorgrímur Guðnason, f. 17.9. 1933. Útför Ingibjargar Sigur- geirsdóttur fer fram frá Isa- fjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. ' 'í’ Elsku Inga amma. Þu varst okk- ur alltaf svo góð og þú sendir okk- ur líka alltaf gjafir á jólum og af- mælisdögum og þá oftast eitthvað sem þú bjóst til sjálf, því handlagn- ari konum hef ég ekki kynnst en þér og Pöllu. Þeir hlutir verða nú mun dýrmætari en þeir voru áður. Ef ég kom í heimsókn var alltaf stjanað við mig og alltaf boðið mjólk og með því. Þú varst alltaf að baka og bestu kleinurnar fékk maður hjá þér. **■> Það er sárt að kveðja, en við vit- um að þér líður vel á þeim stað sem þú ert núna. Guð geymi þig, elsku amma. Sofðu rótt. Elsku afí, Palla og Sigurgeir, ég bið Guð að styrkja ykkur og styðja í ykkar mikla missi. Hörður Sævar, Sverrir Gumundur og Sigrún Gunndís Harðarbörn. Nú ertu leidd min ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga og rauna fri. Við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. (H. Pétursson.) Dauðinn kemur alltaf jafn mikið á óvart, jafnvel þó hann hafi gert boð á undan sér. Þannig var það líka þegar ég fékk þær fréttir að þú værir öll, elsku Inga frænka. Víst vissum við að þú barðist við illvígan sjúkdóm, en lífsgleði þín og kraftur fékk okkur til að gleyma að það gæti styst í kveðjustundina. Við getum þakkað almættinu að þú varst nánast sjálfbjarga til hinstu stundar, það hefði ekki átt við þig að liggja rúmföst. Þú varst "^aldrei með neitt hangs, máttir ekki vera að því að vera veik. Það sýndi sig best þegar þú fórst í lyfjagjöfina á spítalann, þá varst þú farin um leið og síðasti dropinn féll. Minning- amar um þig verða okkur sem eft- ir erum nú, svo dýrmætar. Ég minn- ist þín í gegnum árin sem fallegrar konu, þú varst alltaf vel til höfð, hárið undantekningarlaust vel lagt og fötin smekkleg. Og þó að þú starfaðir oft við óhefðbundin kven- mannsstörf eins og sjómennskuna og í glerverksmiðjunni varst þú •j'húsmóðir fram í fíngurgóma. Um það bar fallegt heimili ykkar Gríms vott. Fyrir okkur systrabörnunum þínum var alltaf svolítill ævintýra- ljómi sveipaður um þig, þegar við vorum að alast upp, þú og mamma voruð alltaf svo nánar sem gerði það að verkum að við vorum alltaf nálægt þér. Það voru nú ekki allir *<rsem gátu státað sig af því að eiga frænku sem hefði siglt til útlanda og í ofanálag sungið inn á plötu. Þú varst líka óspör á að stytta okk- ur stundir, sitjandi uppi á eldhús- borðinu hennar mömmu, spilandi á gítarinn þinn og söngst flott dægur- lög. Við litlu aðdáendurnir sátum á gólfinu og hrifningin var ósvikin. Fyrir mér sem barni var alltaf samasemmerki á milli sumarkom- unnar og ykkar Gríms. Um leið og sumarið kom fór Inga „litla“ systir mín til Dóra bróður þíns og ég fór til ykkar þau sumur sem þið bjugg- uð ekki hér fyrir vestan. Fyrir mér var það heilt ævintýri að fara úr stórum sysktinahóp og verða allt í einu eins og prinsessan á bauninni, enda voru börnin þin orðin fullorðin þá. Og þú kunnir að láta með litlar frænkur, við fórum í búðaráp, skoð- uðum höfuðborgina, fórum á veit- ingahús, söfn og í útilegur. Það besta við þessar samverustundir fyrir utan eftirlætið var það að þeg- ar ég kom heim, þá gat ég státað af því við systkini mín að ég væri búin að eignast nýjan afa á Hrafn- istu. Þeim þótti eðlilega erfitt að skilja það, en ég var snögg að út- skýra að Guðni pabbi Gríms, tengdapabbi móðursystur minnar, hann væri jú afi minn. Það nennti enginn að rökræða þessi mál við mig og ég var afanum ríkari en þau hin. Þegar ég svo fullorðnaðist var það svo eðlilegt að þið Grímur yrð- uð amma og afi hjá börnunum mín- um. Þessu hlutverki skiluðuð þið bæði svo vel að unun var á að horfa og þið sýnduð börnunum mínum alltaf ást og alúð sem verður seint fullþökkuð. Fyrir viku, á laugardeginum, kom ég síðast til þín með Pöllu dóttur þinni, það var eins og eitt- hvað ýtti okkur af stað. Þú gerðir lítið úr veikindunum, sagðist vera svolítið slöpp, en það mátti ekki tala um annað en að við fengjum kaffi og meðlæti. Við áttum með þér góða stund og þú fékkst að sjá litlu dóttur mína ganga í fyrsta sinn. Við kvöddum þig og þá hefði ekki hvarflað að mér að þú yrðir látin að morgni. í veikindum þínum sýnd- ir þú æðruleysi og dugnað og þú stóðst ekki ein, Grímur og börnin þín, Palla og Sigurgeir, stóðu við hlið þér og studdu allt til síðasta dags. Barnabörnin voru þér hjartfólgin og augasteinninn þinn Ottar var duglegur að vitja þín og sýna þér hlýju. Skarð hefur verið höggvið í stóra systkinahópinn þinn og ég veit að þar mun þín sárt saknað. Vinahópurinn þinn á Hlíf verður ólíkt fátæklegri þegar þig vantar, en ég veit að Tolla og Gunna, bestu vinkonur þínar, verða ólatar að halda merki þínu á lofti og halda hópnum saman. Mestur er þó miss- ir elskulegs eiginmanns, barna og fjölskyldna þeirra. Ég vil senda þeim mínar dýpstu samúðarkveðjur. Megi minningin um yndislega konu verða ykkur huggun í ykkar mikla missi og sefa sárasta söknuðinn. Að lokum þegar ég kveð þig í síðasta sinn, elsku frænka mín, þá vil ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Það mun verða tómlegt án þín, en litríkar persónur eins og þú skilja eftir sig minningar sem verða okkur hinum fjársjóður sem aldrei grandast. Guð geymi þig, þar til við hitt- umst á ný. Þín systurdóttur, Kolbrún Sverrisdóttir. Vorið er í nánd og með vorkom- unni fyllumst við bjartsýni að allt verði betra með hækkandi sól. En því miður, elsku Inga, auðnaðist þér ekki að fagna vorinu með okkur. Það var mér mikils virði að vera þér stoð í veikindum þínum þar sem þú þurftir að vera um tíma hér fyr- ir sunnan. Elsku Inga, ég var stolt af þér þegar við vorum saman og þú fékkst úrskurð úr rannsóknum og læknirinn spurði hvort þú vildir að hann væri alveg hreinskilinn við þig og þú svaraðir: „Já, ég vil fá að vita allt.“ Hvað þú varst sterk og dugleg þegar hann sagði að þetta væri krabbamein sem væri ekki skurðtækt. Þá tók við tími erfiðrar lyfjameðferðar, en þú varst svo jákvæð og þið Grímur tókuð á þessu á svo jákvæðan hátt í alla staði. Síðast þegar þú komst í lok mars fannst mér þú svo hress og lyfjameðferðin lofaði svo góðu að ég hafði ekki ímyndað mér að þú færir svona fljótt. Þegar við töluð- um saman síðastliðinn laugardag varstu svo veik að við ákváðum að slíta tali, en ég hringdi í þig kvöld- ið eftir. En því miður, elsku Inga, varð ekki af því, því þú andaðist þá um morguninn, en mikið hugs- aði ég til þín þetta sunnudagskvöld. Elsku Inga frænka, ég man hvað ég var stolt af þér þegar þú varst sjómaður og talað var um að það væri ekkert slor að vera í fæði hjá henni Ingu kokki. Einnig minnist ég þess þegar ég heimsótti ykkur Grím í glerverksmiðjuna í Sand- gerði og svo seinna þegar ég kom og fór að vinna í humri, þá var ekkert vandamál hjá ykkur Grími að hýsa mig. Ég minnist þess líka hvað mér fannst gott að eiga þig að þegar ég var unglingur og vildi ekki ræða mín vandamál við mömmu. Þá fór ég til þín og ræddi málin við þig í trúnaði. Það var alltaf gott að eiga þig að, takk fyr- ir það. Síðast þegar þú komst suður, komstu með skreytingu utan um kertin fyrir fermingu Telmu, sem verður ekki fyrr en á næsta ári. Skreytinguna bjóst þú til sjálf og mun ég varðveita hana vel þar til að því kemur að nota hana. Það er alltaf erfitt að kveðja, hvernig sem dauðann ber að, en ég er þakk- lát fyrir að þú þurftir ekki að kvelj- ast eins og Sigurgeir afi, algerlega rúmliggjandi. Þú fékkst að halda meðvitund til hinstu stundar. Nú ert þú komin til ömmu og afa og munu þau taka á móti þér og aðrir ástvinir. Stutt er stundum stórra högga á milli því ekki eru nema átta mánuðir síðan við kvöddum Hödda og Sverri. Elsku Inga, það var eins og létt- ir, ósýnilegir hlekkir tengdu okkur saman sterkari en stál og óslítandi, hvar sem við vorum, alltaf hélst sambandið. Ég mun ætíð sakna þín og minninguna um þig mun ég og fjölskylda mín geyma vel. Elsku Grímur, Palla, Eiríkur, Sigurgeir Bjarni, Ingi, Óttar og all- ir aðrir ástvinir. Það er erfitt að horfa á eftir ekki eldri manneskju, en Inga var tæplega sextíu og fimm ára gömul. Ég bið Guð að styðja ykkur öll í þessari miklu sorg og við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Sveinsína Björg Jónsdóttir og fjölskylda, Hafnarfirði. Elsku Inga frænka. Ég man eft- ir því þegar ég hringdi til þín sumar- ið 1994 og spurði hvort ég mætti koma í heimsókn til þín og Gríms til Siglufjarðar og vera í tvær vik- ur. Svarið var auðvitað já. Ég kom keyrandi með Sigurgeiri Hrólfi frá Hafnarfirði. Þetta voru skemmti- KARL JÓNA TANSSON + Karl Jónatans- son bóndi á Nípá í Köldukinn var fæddur á Sandi í Aðaldal 16. desember 1913. Hann lést í Sjúkra- húsi Húsavíkur 3. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðfinna Friðbjarnardóttir og Jónatan Jónas- son. Systkini hans eru Sigurbjörg, Friðbjörn, Krist- jana, Vilborg og hálfsystir, Hansína. Eftirlifandi eiginkona Karls er Sólveig Bjarnadóttir. Börn þeirra eru: Kári, eiginkona Hjördís Sævar Harðardóttir, búsett á Nípá, Guðfinna Aðal- heiður, eiginmað- ur Björn Rúriks- son, búsett á Sel- tjarnarnesi, og Bryndís, búsett á Akureyri, eigin- maður hennar Áki Elísson, d. 12. mars 1994. Börn Sólveig- ar af fyrra hjóna- bandi eru Bragi Húnfjörð Kárason, bóndi á Þverá í Húnavatnssýslu, og Rakel Kristín Káradóttir, eigin- maður Níels Eyj- ólfsson, búsett í Hafnarfirði. Barnabörn þeirra eru þrettán og eitt barnabarnabarn. Útför Karls fer fram frá Þóroddsstaðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku pabbi minn. Ég gleymi því aldrei hvað þú varst ánægður þegar ég kallaði þig pabba í fyrsta sinn. Alltaf hefur verið kært á milli okkar og aldrei hef ég fundið fyrir því frá þér að ég væri ekki eitt af þínum börnum. Einnig barst þú mikla umhyggju fyrir Braga, albróður mínum, sem ólst upp hjá föðurforeldrum okkar Braga. Ég var á fjórða ári þegar þið mamma ákváðuð að setjast að á Nípá og ólst ég þar upp. Þegar ég hugsa til baka og rifja upp æskuárin, þá man ég aldrei eftir þér öðruvísi en sívinnandi. Þú varst mjög áhugasamur um að rækta jörðina þína vel og allt lék í höndun- um á þér. Þú varst einstaklega vandvirkur og góður smiður, hvort sem það var við húsbyggingar, húsgögn eða innréttingar ýmiss konar. Þegar þú svo áttir stundu aflögu varstu að dunda við smærri hluti, sem oft voru ætlaðir okkur börnunum. Ég man vel eftir skíðun- um, sem ég fékk frá þér ein jólin, og fallega dúkkurúminu með myndunum, sem ég lék mér mikið að og dóttir mín og dótturdóttir hafa einnig haft mikla ánægju af. Síðustu ár hefur þú heilsu þinnar vegna ekki haft ánægju af lífinu og veit ég að þú ert hvíldinni feginn. Elsku pabbi, að leiðarlokum þakka ég þér samverustundimar og bið góðan Guð að blessa þig alla tíð. legar tvær vikur, sérstaklega þegar við fórum þijú, ég, þú og Grímur, á Síldarminjasafnið, það var rosa- legt fjör. Þar kynntist ég líka stelpu sem heitir Auður og systkinum hennar. Þú varst alltaf að kenna mér að gera körfur úr íspinnum og Grímur var alltaf að kenna mér nýja og nýja kapla. Þessi ferð er mér mjög minnisstæð. - Mér brá þegar ég frétti að þú værir rosalega veik fyrir áramótin og þyrftir að koma suður i rann- sókn. Við tókum á móti þér 30. desember og keyrðum þig beint á spítalann. Það liðu nokkrir dagar og þú stóðst þig eins og hetja í þessum erfiðu rannsóknum og þeg- ar þú fréttir að þú værir með krabbamein sem ekki væri hægt að lækna með skurðaðgerð. Eg dáðist af því hvað þú varst alltaf dugleg og jákvæð og hvað þið Grím- ur tókuð samhent á þessum erfiðu veikindum. Þú varst alltaf svo glöð og fín til fara og mikil föndurmanneskja. Þú varst svo hress þegar þú fórst heim til þín 21. mars og mig grun- aði ekki að ég fengi ekki að sjá þig aftur. Blessuð sé minning elsku Ingu frænku. Telma Dögg. Elsku Inga frænka. Mig grunaði ekki að við værum að kveðjast í síðasta sinn er þú fórst heim til þín til ísafjarðar fyrir páskana. Þú ætl- aðir að koma aftur í maí og áttir þá að fara aftur á spítalann í lyfja- meðferð og rannsókn. Rannsóknin fyrir páskana lofaði góðu enda varstu mun hressari núna en um árarnótin. Ég var svo vakin sunnudaginn 6. apríl og þá var mér sagt að þú værir dáin. Ég trúði því ekki svo ég sagði bara „er það“, og lagði mig svo aftur. Svo einni klukkustund síðar vakti mamma mig. „Hún Inga frænka þín dó í morgun,“ það var þá sem ég áttaði mig, fattaði hvað hafði gerst. Ég vil þakka þér fyrir allt, elsku Inga, og minningin um þig mun lifa í hjarta mínu. Jóna Júlía Sigurbjartsdóttir. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Þín, Rakel. Elsku afi. Þá er komið að kveðju- stund. Margt kemur upp í huga okkar þegar við hugsum til baka um þær samverustundir, sem við áttum meðan þú varst frískur heima í sveitinni. Við systkinin vorum mikið hjá ykkur ömmu á Nípá og þið tókuð okkur alltaf opn- um örmum. Mikið fannst okkur gott að koma í sveitina og vildum við helst fá að vera eftir í hvert skipti sem við komum í heimsókn. Sumrin voru skemmtilegasti tíminn því þá var svo mikið um að vera. Minnumst við þess sérstak- lega þegar mikið var að gera í heyskapnum og þú varst tímunum saman á vélunum úti á túni, hvað það gladdi þig mikið þegar við færðum þér kaffi og settumst smá stund í grasið hjá þér og spjölluðum saman. Þú varst mjög áhugasamur um það sem við vorum að gera og þau ár sem við áttum heima í Dan- mörku varstu oft að spyija um Helsingjaeyri og það sem við upp- lifðum þar. Elsku afi, nú hefur þú fengið hvíldina og það er gott til þess að hugsa að nú líður þér vel. Sól ris frá foldu, birta umlýkur, allar kvalir burt strýkur. Kristur við tekur, hans kærleikur þekur, til himna hann leiðir. (Maren Jakobsd.) Guð geymi þig. Eyjólfur Karl og Sólveig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.