Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 17 ÚRVERINU ERLENT Engir fundir í kjara- viðræðum sjómanna og útvegsmanna í 2 mánuði ENGAR viðræður hafa farið fram í kjarasamningum sjómanna og útvegsmanna síðan í janúar sl. Talsmenn sjómannasamtakanna segja útvegsmenn ekki til viðtals um þær hugmyndir um verðmynd- un á fiski sem samtökin hafa lagt fram. Sjómannasamband Islands hefur vísað sínum málum til ríkis- sáttasemjara_ og formaður Vél- stjórafélags íslands telur að stefni í átök enn á ný. Helgi Laxdal, formaður Vél- stjórafélags íslands, segir viðræð- ut' sjómanna og útgerðarmanna vanalega ekki fara af stað fyrr en aðilar á almennum markaði hafi klárað sín mál. „Á þeim fundum sem undan eru gengnir höfum við engar undirtektir fengið við okkar hugmyndir. Við óskum iíklega eft- Stefnir í átök enn á ný að mati for- manns Vélstjóra- félags Islands ir viðræðum um leið og mesti kúf- urinn er farinn af almenna mark- aðnum en ég fæ ekki séð að það verði orðið við okkat' óskum nema við förum út í aðgerðir. Á Alþingi liggur núna fyrir þingsályktunart- illlaga þess efnis að allur fiskur fari á markað og fróðlegt að vita hvernig þingmennirnir bregðast við því. Mér sýnist stefna í aðgerð- ir gegn verðlagningu á fiski og kvótabraski. Þó að við höfum feng- ið jákvæðar niðurstöður í bæði Hæstarétti og félagsdómi veit ég ekki til þess að LIÚ hafi kynnt þessa dóma meðal sinna manna eða hvatt þá til að fara eftir þeim. Mér virðist þeir því ekki hafa áhuga á að leysa þessi mál,“ segir Helgi. Hafna öllum hugmyndum Sjómannasamband íslands hef- ur vísað kjardeilu sinni til ríkis- sáttasemjara en meginkrafa þeirra er að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði. „Útgerðarmenn hafa hafnað öllum okkat' hugmyndum um verðmyndun á fiski í viðræðun- um og við sjáum því ekki ástæðu til að boða til fundar á meðan svo er,“ segir Sævar Gunnarsson, for- maður Sjómannasambandsins. Islensku skipin fara að tínast á Reykjaneshryg’g’ Veiði erlendra skipa þar hefur verið með afbrigðum léleg GERA MÁ ráð fyrir að íslensk skip fari nú að hugsa sér til hreyf- ings á Reykjaneshrygg þó að aflaf- réttir þaðan hafi ekki verið góðar síðustu vikurnar en samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur afli verið mestur um eitt tonn á togtíma. Á milli 25-30 skip af ýmsum þjóðernum eru nú á svæð- inu eftir því sem Morgunblaðið kemst næst. Heinaste hefur verið að veiðum á Reykjaneshrygg í um mánuð og segir Guðmundur Þórðarson, út- gerðarstjóri Sjólaskipa sem leigja skipið, veiði hafa verið með af- brigðum lélega. Hann segir að í Ijósi þess hafi brottför Haralds Kristjánssonar HF á Reykjanes- hrygg verið frestað. „Ástandið á svæðinu þykir óeðlilegt enda hefur alltaf fengist þokkalegur afli á þessum árstíma," segit' Guðmund- ur. Tóku tvö hol og fóru Baldvin Þorsteinsson EA, skip Samheija hf. á Akureyri, leggur af stað á Hrygginn á morgun. Akureyrin EA fór á Reykjanes- hrygg í síðustu viku en tók aðeins tvö hol að sögn Þorsteins Vilhelms- sonat', hjá Samhetja hf. „Afli var mjög lélegur, aðeins um hálft tonn á togtímann. Tvö síðustu ár hefur verið ágætis afli um þetta leyti en mestur kraftur verið í veiðunum um og uppút' miðjum maí og fram í júní. En fyrir þremur árurn vat' mikil veiði alveg ft'á miðjum mars og allan apríl. Ég tel að karfastofn- inn á Reykjaneshrygg sé ofmetinn og ráði alls ekki við það magn sem nú er úthlutað á svæðið,“ segir Þorsteinn. Reuter JOHN Major, forsætisráðherra Bretlands, og eiginkona hans Norma heilsa upp á hrossin í Luca Camani-hesthúsunum í kjör- dæmi Majors, Huntington. Deilt á íhaldsmenn 1 Evrópumálum London. Reuter. EVRÖPUMÁLIN, sem hafa reynst John Major, forsætisráðherra Breta, erfiður ljár í þúfu, urðu enn einu sinni tilefni pólitískra deilna í gær, aðeins 20 dögum fyrir þing- kosningat'. Tony Blair, leiðtogi Verkamannaflokksins, réðst þá að íhaldsflokknum vegna afstöðu hans til sameiginlegs evrópsks gjaldmiðils. Sagði Blair að annað- hvort ætti Major að krefjast þess að Angela Browning landbúnaðar- ráðherra tæki aftur ummæli sín um sameiginlegan evrópskan gjaldmiðil sent fram komu í kosn- ingabæklingi, eða að reka hana. Búist er við að allt að þriðjung- ur þingmanna íhaldsflokksins muni hunsa stefnu Majors gagn- vart gjaldmiðlinum, sem byggist á því að „bíða og sjá“, og lofa kjós- endum sínum því að þeir muni aldr- ei samþykkja að stefna sterlings- pundinu í hættu. Það er þó talið mun hættuminna en hugsanleg brottvikning t'áðherra. „I morgun sáum við dæmi urn það sem fjár- málamarkaðnum er verst við - klofin ríkisstjórn undir veikri for- ystu, óskipuleg og við það að leys- ast upp vegna ágreinings urn stefnu sína í Evrópumá!um,“ sagði Blair. í gærmorgun vitnaði dagblaðið The Times í kosningarit Browning til kjósenda sinna í Devon, þar sem sagði að ef Bretar yrðu aðilar að sameiginlegri evrópskri mynt, yrðu þeir að afhenda gjaldeyrisforða sinn sameiginlegum evrópskum seðlabanka. Afleiðing þess myndi verða „endir fullveldis þjóðríkisins, og sé það í boði, hef ég gert það alveg ljóst að ég mun ekki styðja það,“ segir í riti Browning. Major neitaði í gær að Browning hefði gengið of langt, sagði sjónar- mið hennar samræmast sjónarmið- umm stjornarinnar og stefnuskrá íhaldsflokksins. Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson. Tvíhlóðu trilluna Vognm ÞEIR Halldór Einarsson og Ivan Frandsen seni róa frá Vogunum á trillunni Fögruvík gerðu það gott, nú rétt fyrir hrygningar- stoppið, eða „fæðingarorlofið" eins og gárungarnir kalla þar. Þeir róa með net í Flóanum og tvíhlóðu trilluna vænum þorski eins og sjá má á myndinni og lönduðu samtals fjóruni tonnum. Frá starfsmannafélagi Áburðarverksmiðjunnar hf. Óheftur innflutningur á áburði í skjóli verndaðrar grænmetisframleiðslu. Áburðarsalan ísafold kynnir sig í auglýsingum sem fyrirtæki í eigu bænda. í frétt Morgunblaðsins þann 9. apríl sl. segir sölustjóri ísafoldar að garðyrkjubændur eigi ísafold og að þeir séu hinn nauðsynlegi bakhjarl ril þess að ísafold geri náð til sín góðum hluta af áburðarmarkaðinum. Missi Áburðarverksmiðjan stóran hluta af markaðinum mun það stefna störfum starfsmanna hennar í hættu. Áburðarviðskipti eru frjáls en garðyrkjubændur lifa og starfa í skjóli ofurtolla. Eru störf starfsmanna Áburðarverksmiðjunnar minna virði en störf garðyrkjubænda? Starfsmenn Áburðarverksmiðjunnar hf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.