Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Innflutningur mj ólkurkúaky ns KOSTNAÐURINN við að skipta um mjólkurkúakyn í landinu hefur ekki verið áætlaður. í tilraun í Færeyjum hallaði ekki á íslenskar kýr í arðsemi í samanburði við rauðar norskar kýr. Þær búfræði- stofnanir, sem ráða yfir mestri kunnáttu, Rannsóknastofnun land- búnaðarins, háskóladeild bænda- skólans á Hvanneyri og Hagþjón- usta landbúnaðarins, hafa ekki verið kvaddar til málsins. Sérfræð- ingar þessara stofnana hafa ekki mælt með innflutningi. Sennilega er meirihluti kúabænda andvígur innflutningi. Ætla má, að hann sé almenningi lítt að skapi. I Búnaðarþing 1996 fól stjórn Bændasamtakanna að undirbúa innflutning gripa til mjólkurfram- leiðslu í tilraunaskyni. Stjórnin lagði fyrir búnaðarþing 1997 álit nautgriparæktarnefndar samtak- anna um það, hvernig standa mætti að innflutningn- um. Nefndin hafði ekki kvatt nefndar sérfræðistofnanir til aðstoðar. Andstæð- ingur innflutnings á þinginu lagði til, að málið yrði borið undir atkvæði kúabænda. Formaður Landssam- bands kúabænda, sem situr búnaðarþing og hefur lengi verið kappsfullur um inn- flutning, beitti sér hart gegn því, taldi sam- þykkt tiilögunnar yfir- gang við Landssam- band kúabænda, hét á fulltrúa annarra búgreinafélaga að standa vörð um réttindi þeirra innan Bændasamtakanna með því að greiða atkvæði gegn henni og hafði í hótun- um við Bændasamtök- in, ef hún yrði sam- þykkt. Tillagan var felld með 13 atkvæð- um gegn 11, en þingið sitja 39. Á flutnings- manni var að heyra, að tillagan ætti stuðn- ing þingsins vísan. Ég spurði hann eftir þing- ið, hvers vegna úrslitin hefðu orðið önnur. Hann kvað svo marga fulltrúa búgreinafé- Björn S. laga hafa snúist, þeg- Stefánsson ar formagur Lands- sambands kúabænda hét á þá til stuðnings. Þingið samþykkti svo með 15 atkvæðum að beina því til stjórnar Bændasamtakanna og Landssambands kúabænda að vinna að innflutningi með hliðsjón af greinargerð nautgriparæktar- nefndar. Ágreiningur er um skipu- lag Bændasamtakanna. Þing þeirra skipa 28 fulltrúar héraðs- sambanda og 11 fulltrúar bú- greinafélaga. Forystumenn sumra búgreinafélaga vilja, að samtökin OUTIQUE listinn er kominn út Vandaðargjafavörur á góðu verði. Kynntu þcr verð og vöruúrval áður en þú heldur að heiman. Saga Boutique listinn liggur frammi á söluskrifstofum Flugleiða og á ferðaskrifstofunum. SpgfgWpP Summer 1997 FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi Bændur mega varast, segir Björn S. Stefánsson, að óvirða almenningsálitið með vanreifuðu stórmáli. verði byggð upp af þeim einum, en ekki héraðssamböndunum, og meðal þeirra er Landssamband kúabænda. Til þessa valdastríðs vísaði formaður þess í baráttu sinni gegn því, að Bændasamtökin stæðu að atkvæðagreiðslu kúa- bænda um innflutning. 2 N autgriparæktarnefnd rökstyður, að ekki séu skilyrði til að halda uppi ræktun á tveimur kúastofnum í landinu, til þess séu of fáir gripir í heild. Þótt nefndin kalli ráð sín tilraun, eru með þeim í raun hafin full skipti á kúastofni og þar með útrýming íslenska kúastofnsins, eins og sýna má fram á. Nefndin telur rauðu norsku kýrnar álitlegasta kynið og mælir með því að standa þann- ig að innflutningi að flytja fóstur- vísa til Hríseyjar í einangrunar- stöðina þar, láta íslenskar kýr bera þá og nota sæði úr nautum, sem þannig verða til, á 80-120 kúabúum, þar sem gefist saman- burður við íslenskar kýr. Að feng- inni reynslu árið 2004 skuli ákveða, hvort útrýma eigi kyn- blendingunum. Formaður Lands- sambands kúabænda hélt því fram á þinginu, að það sé hin eiginlega ákvörðun um innfiutning, en ekki ákvörðun um að sæða kýr á 80-120 kúabúum með norskum nautum. Að lögum er innflutningi lokið, þegar gripir, sæði eða fóst- urvísar eru fluttir úr einangrun í Hrísey til lands. Ljóst er, að allt ræktunarstarf íslenska stofnsins lamast, meðan á þessari stórfelldu tilraun stendur, og verðmæti fjósa, sem ekki henta kúm af norskri stærð, er teflt í tvísýnu. Viðbúið er, ef nú verður hafinn innflutningur á þennan hátt að bændum, sérfræðistofnunum og almenningi forspurðum, að menn láti ekki árið 2004 sitja við þá reynslu, sem þá hefur fengist, heldur haldi áfram, hver sem ár- angurinn hefur orðið, og hug- myndir um verðmæti fjósa og end- urnýjun þeirra verða áfram í upp- námi. Norrænir búijárræktarmenn hafa lengi átt samstarf. Meðalkýr- nyt hér á landi er lítil hjá því sem er í nágrannalöndum. Því má vera, að samstarfið hafi ekki verið íslend- ingum kinnroðalaust. Framleiðslu- kostnaður mjólkur er allmikill hér á landi miðað við sömu lönd. Því er ekki nema von, að menn hafí hugsað til þess að lækka hann með því að bæta íslenska kúakynið með rauðum nautum frá Noregi, enda ályktaði aðalfundur Landssam- bands kúabænda árið 1991 um að stofna til innflutnings til saman- burðar. Árið 1994 fengu Færeying- ar kvígur frá íslandi til samanburð- ar við norskar rauðar kvígur, sem nú eru kúastofn þeirra. Samanburð- urinn staðfesti það, sem vitað var, að nyt íslensku kvígnanna var tals- vert minni en norsku kvígnanna. Hins vegar sýndu útreikningar á arðsemi hverfandi lítinn mun á stofnunum. Þegar ég heyrði þetta, taldi ég auðvitað, að þeir, sem meta búhætti til arðsemi, tækju ráðin af þeim, sem meta búhætti eftir afurðamagni á grip, og menn leituðu annarra ráða til að lækka framleiðslukostnað en að skipta út kúakyninu með kyni, sem kallar á milljarðakostnað við fjós. Hugsum okkur, að reynslan árið 2004 sýndi hverfandi lítinn mun á arðsemi kúastofnanna, eins og tilraunin í Færeyjum. Þá er ekki líklegt, að menn tækju af skarið frekar en nú að halda sig við íslensku kýrnar, heldur vildu halda „tilrauninni" áfram. Þá hefðu byggingar og bú- rekstur mótast af þeirri hugmynd, að dagar íslenskra kúa væru taldir og menn eignast hagsmuni að veija um að halda áfram að rækta inn- flutta kynið. Munurinn á búrekstri sýnist verða sá, að með norsku kúnum þyrfti meira fjármagn og meira innflutt fóður, en færri sveitaheimili gætu haft afkomu af mjólkurframleiðslu. Þetta eru ábendingar, sem greinargerð kunn- áttumanna á stofnunum landbún- aðarins ætti að meta, áður en lengra er haldið. Formaður stjómar Framleiðnisjóðs landbúnaðarins 1982-1996 flutti erindi um íslenskan landbúnað í tengslum við heimsmarkað á árs- fundi Rannsóknarráðs ríkisins vorið 1996 og mælti m.a. mjög gegn inn- flutningi kúakyns af ýmsum ástæð- um. Hann kveðst aldrei hafa fengið eins góðar undirtektir á þeim vett- vangi. Fleiri dæmi mætti nefna um, að afstaða almennings og ráða- manna til innflutnings mjólkurkúa- kyns er önnur en afstaða til inn- flutnings kynbótagripa annarra búfjártegunda, sem samstaða hefur verið um undanfarið meðal bænda og almenningur ekki fundið að. Bændur mega varast að óvirða al- menningsálitið með vanreifuðu stórmáli. Við gerð samnings bænda og ríkisins um mjólkurframleiðslu rið- ur á, að rekstrarskilyrði mjólkur- framleiðslunnar verði traust með því meðal annars að binda það, að ekki verði flutt inn mjólkurkúakyn, sem virðist geta raskað milljarða- verðmætum meðal kúabænda, nema búfræðistofnanir hafi gert grein fyrir því, hvort og hvernig innflutningurinn yrði til hagsbóta. Höfundur er dr. scient. í búnaðarhagfræði. smáskór Vorskórnir eru komnir. í st. 20-30 og nú eru þeir flottir. Erum í bláu húsi við Fákafen. St. 22 3S 290 Vero
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.