Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MINIUINGAR MORGUNBLAÐIÐ EYJOLFUR ÁGÚSTSSON 4- Eyjólfur Ág- * ústsson, bóndi í Hvammi á Landi, var fæddur í Hvammi 9. janúar 1918. Hann lést á Hellu 30. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Ágúst Kristinn Eyjólfs- son, bóndi og kenn- ari í Hvammi, og kona hans Sigur- laug Eyjólfsdóttir, húsfreyja. Systkini Eyjólfs eru Þórður, verslunarmaður í Reylyavík, f. 5.3. 1920, d. 14.5. 1990, Eyjólfur Karl, arkitekt í Svíþjóð, f. 1.9. 1922, Guðbjörg, verslunarmaður í Bandarikjun- um, f. 5.12. 1924, Sæmundur, verslunarmaður á Hellu, f. 5.4. 1930. Kona Eyjólfs er Guðrún Sigríður Kristinsdóttir, hús- móðir í Hvammi, f. 9.12. 1921 í Skarði, dóttir hjónanna Krist- ins Guðnasonar, hreppstjóra í Skarði, og Sigríðar Einarsdótt- ur, ljósmóður. Börn Eyjólfs og Guðrúnar Sigríðar eru: 1) Kristinn, bifreiðastjóri á Hellu, f. 24.2. 1942, d. 13.11. 1996. Kona hans er Anna Magnús- dóttir tónlistarkennari á Hellu. 2) Katrín, póstfulltrúi í Reykja- vík, f. 19.9. 1943, maki Már Jónsson, pípulagningameist- ari í Reykjavík. 3) Ágúst Sigurvin, málarameistari í Svíþjóð, f. 5.6. 1945, d. 7.12. 1996, maki Ástríður Erla Stefánsdóttir, saumakona í Sví- þjóð. 4) Ævar Pálmi, lögreglu- þjónn í Reykjavík, f. 21.8. 1946, maki Kolbrún Sveins- dóttir, verslun- armaður í Reykjavík, f. 10.7. 1948. Knútur, strætisvagna- stjóri í Reykjavík, f. 7.1. 1949, maki Edda Halldórsdóttir, f. 11.6. 1967. 5) Selma Huld, sjúkraliði í Brussel, f. 25.7. 1961, maki Jóhann Guðmunds- son, skrifstofustjóri í Brussel, f. 19.6.1958. Eyjólfur var bóndi I Hvammi í 55 ár, sat i sýslu- nefnd Rangárvallasýslu og jarðanefnd, var leiðsögumaður inn í Veiðivötn og á Land- mannaafrétt, refaskytta Land- og Holtamanna og baðstjóri sveitar sinnar. Útför Eyjólfs verður gerð frá Skarðskirkju í Landsveit í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Enn eitt áfallið hellist yfir Hvammsfjölskylduna. Þegar Eyjólf- ur Pétur sonur minn kom í hesthús- ið til okkar pabba síns á páskadag og sagði okkur lát afa síns, fannst mér öllu lokið. Hetjan mín og góður vinur var fallinn. Þessi stóri og sterki maður, sem ég hélt að mundi lifa í mörg ár enn. En hann var orðinn þreyttur og slitinn og var í mikilli sorg. Fyrir áramótin létust með stuttu millibili synir hans, þeir Kristinn og Ágúst. Það var mikið áfall fyrir alla. Menn á besta aldri. En hann var farinn að tala um hækkandi sól og vorverkin við Ævar son minn sem var í sveit hjá afa sínum og ömmu undanfarin ár. Eyvi, eins og ég kallaði hann, var tengdafaðir minn í 30 ár. Hann var mér alltaf góður og hlýr. Það var gott að leita til hans með góð ráð. Það var stutt í grínið hjá honum, þó hann væri oft þreyttur og önnum kafinn. Dugnaðurinn og harkan var ótrúleg. Enda ætlaðist hann til þess að aðrir ynnu vel. Við Pálmi höfum alltaf verið mikið í Hvammi og strákarnir okkar Eyjólfur og Ævar verið í sveit frá því þeir voru smá- peð. Systir þeirra, Sólveig, sótti líka mikið í Hvamm og kom oft. Fal- legri staður er ekki til á íslandi en Hvammur, fínnst okkur. En það er erfitt að koma þangað núna. Enginn Eyvi. Það vantar svo mikið. Og ég veit að margir sakna hans, því að hann var vinsæll maður. Margir hafa komið að Hvammi í gegnum árin og vel tekið á móti gestum, því Dúna og Eyvi hafa alltaf verið mjög gestrisin. Þá hafa málin verið rædd fram og til baka og ekkert verið að spá í hvað klukkan væri. En alltaf var farið upp snemma á morgnana því skepnurnar gengu ávallt fyrir hjá honum tengdaföður mínum. En nú er hann farinn. Og ég trúi að hann sé kominn í faðm sona sinna og annarra ættingja og líði vel. En ég sakna hans mikið og svo gera fleiri í kringum mig. Elsku Dúna mín, Guð gefi þér styrk í þinni miklu sorg. Lífið hefur verið þér mjög erfitt undanfarið. En ég veit að fjölskylda og vinir hjálpa þér og styðja þig. Ég kveð elskulegan tengdaföður minn og þakka honum allt. Hvíl í friði. Þig faðmi liðinn friður Guðs, og fái verðug laun. Þitt góða hjarta, glaða lund og göfugmennska í raun. Vér kveðjum þig með þungri sorg, og þessi liðnu ár með ótal stundum ijóss og lífs oss lýsa gegnum tár. (Jón Trausti.) Kveðja, Kolbrún (Kollý). Genginn er vænn maður, sveitar- höfðingi og búhöldur á einni fræg- ustu jörð Rangárþings. Eyjólfur Ágústsson, bóndi, að Hvammi, Land- sveit, andaðist á páskadag 30. mars 1997. Hann var fæddur 9. janúar 1918 og náði því hátt á áttræðisald- ur en var orðinn langþreyttur af mikilli vinnu við jörð sína, í reynd sem einyrki með konu sinni Guðrúnu Sigríði Kristinsdóttur, Dúnu, frá Skarði. Þau urðu fyrir miklu áfalli sl. haust og vetur við missi tveggja sona, er voru á besta aldri. Hjónin röktu bæði ættir til stór- menna í Landsveit. Afí Eyjólfs í föðurætt var Eyjólfur Guðmunds- son, bóndi að Hvammi, hann var uppi frá 1857 til 1940. Hann var m.a. þekktur fyrir að hemja sandfok í Landsveit er ógnaði byggðinni seint á síðustu öld. Dúna, kona Eyjólfs Ágústssonar, var dóttir landsfrægs manns, Kristins Guðna- sonar frá Skarði í Landsveit. Jarð- imar Skarð og Hvammur standa hvor gegnt annarri, Skarð austan og Hvammur vestan Skarðsfjalls. Engin byggð er norður úr á austur- bakka Þjórsár, eftir að Skarfanes og Yijar fóru í eyði um eða eftir sl. aldamót. Heimilin að Skarði og Hvammi voru orðlögð fyrir gestrisni og myndarskap og Skarð hefur á seinni árum verið talið með stærstu búum á íslandi, setið af bróður Dúnu, Guðna, og syni hans Kristni. Kristinn eldri var m.a. frægur fyrir leiðsögn fyrir ferðamenn um fjallabaksleiðir. Við suðurþilið á bænum norðan kirkjunnar að Skarði lá þjóðleiðin vestur og austur í Skaftafellssýslur og ennfremur norð- ur á Sprengisand. Hafnleysi á Suður- landi, Skaftáreldar, Kötluhlaup o.fl. leiddi til mikillar umferðar fram hjá Skarði og ennfremur um vöðin á Þjórsá í Hvammslandi fyrr á öldum og fram á þá tuttugustu. Páll Eggert Ólason lýsir Eyjólfi eldra sem orðlögðum búforki og fyrirhyggjumanni, mikils metnum og trúnaðarmanni hreppsins í öllum greinum, inn á við og út á við, einn- ig um verslunarmál, vörukaup og kaupfélög. Ekki er vitað um tengsl við fjölskyldu mína. Þó er til í vörslu minni mynd tekin um eða eftir 1930 við suðurvegg Hvammsheimilisins af Eyjólfí eldra og Tryggva Þór- hallssyni, sem þá var forsætisráð- herra. Er hér giskað á að myndin sé tekin fyrir þingrofskosningarnar 1931, þar sem ráðherrann sé að leita liðsinnis Eyjólfs. Það var Björn Jónsson ráðherra, sem gaf Eyjólfí tignarheitið landshöfðingi. Lýsingu Páls Eggerts mætti og hafa um Eyjólf hinn yngri, sem rak sitt stóra bú á Hvammi af miklum myndarskap um áratugi. Hann var áræðinn í búskap og úrræðagóður að mæta nýjum þörfum. Samhliða mjólkurframleiðslu og fjárbúskap tók hann snemma upp mikla naut- griparækt og fylgdist glöggt með því sem var að gerast t.d. á Gunn- arsholti og fékk hann eftir mínu minni þaðan Galloway-kálfa. Nógir voru hagarnir fyrir stórar hjarðir nautgripa. Var Eyjólfur líka með girta haga langleiðis norður að Þjófafossi í Þjórsá austur af Lamb- haga, gegnt Ásólfsstöðum. Hann felldi niður mjólkurframleiðslu tímanlega. Hann þurfti að ráða við búskapinn einn með konu sinni, en heyskapinn réð hann við með ungl- ingum og nægum vélakosti. Barna- börnin hópuðust að afa sínum, sem var einstaklega barngóður og natinn að ala þau upp og segja þeim til. Ber hér sérstaklega að geta tveggja sona Pálma, sonar Eyjólfs, er studdu manna best við afa sinn síðustu árin. Eyjólfur gerði miklar kröfur til vélakosts og bifreiða og valdi alltaf það besta sem kostur var á. Mikil og góð tengsl voru við Ingvar Helgason í þessu sambandi í stóru og smáu. Má hér til gamans geta andahóps Ingvars, sem jafnan var fluttur austur að Hvammi til vetr- ardvalar og jafnframt að Eyjólfur var alltaf með nýjustu gerðir af stæðilegustu bflum Nissanumboðs- ins. Sá er þetta ritar fylgdist oft með daglegri vinnu Eyjólfs. Fóðrun nautgripa heima við, að glíma við heyrúllur og saga í sundur með rosa- legum rafknúnum skærum, að gefa hey og að ræsa gamlan vörubil til að fara til kartöflubænda niðri í Landeyjum til að sækja fóður fyrir nautgripina. Eitthvert eftirlit og gjöf var til kýrhjarða og kálfa út á heiði, flutningur á afurðum o.fl. svo nefnd séu nokkur af haustverkum. Eyjólfur réðst í það fyrir mörgum árum að láta bora eftir heitu vatni vestur í heiðinni á líkum slóðum og Eyjólfur eldri hafði staðið fyrir án árangurs, þar sem ekki var borað nógu djúpt. Frægur norskur verk- fræðingur hafði verið í ráðum með Eyjólfi eldra. Þetta var Sætersmoen, er undirbjó virkjun Þjórsár um 1912 m.a. fyrir Títanfélagið. Eyjólfur var sannfærður um að heitt vatn væri þarna að finna ef nógu djúpt yrði borað. Reyndist þetta vera . Fékkst þarna vel heitt vatn, nægilegt fyrir búið og hugsanlega fleiri býli ef með þarf. Allt þetta gerði Eyjólfur fyrir eigin reikning að öllu leyti. Næst réðst hann í að koma upp nýrra og meira gistirými fyrir að- komumenn. Keypti hann vinnuhús af Landsvirkjun er notað hafði verið við virkjanir. Þetta er mjög vinsælt hús er kallast Hallandi með tveimur herbergjum fyrir fjóra gesti og við hlið hússins var settur upp stór hitapottur sem alltaf var til reiðu, gestum og ekki síður hjónunum sjálfum ómetanlegur, bæði orðin slæm af gigt. Útivist og ferðamennska uppi á hálendinu var Eyjólfi mjög að skapi. Hann og Knútur sonur hans voru um árabil grenjaskyttur héraðsins. Átti Eyjólfur mikið og gott safn skotvopna. Árlega efndu Eyjólfur og Axel Kristjánsson, lögfræðingur, aðalsamheiji hans í útivist, til leið- angra á hreindýraslóðir á Brúár- öræfum norðan Vatnajökuls. Knút- ur Eyjólfsson tók og þátt í nokkrum þessara ferða. Seinustu árin var farið yfir Sprengisand niður í byggð og austur og síðan sunnan jökla til baka, oftast með góðan feng. Eyj- ólfí lá alltaf á að koma aftur heim, bæði af þrá og nauðsyn. Þannig komust hjónin lítið í frí, eins og öll bændahjón þekkja. Rétt mun munað að þau fóru mest í tvær utanfarir með bændum. Fyrir tæpum tveimur árum heimsóttu þau Selmu dóttur sína í Brussel en hún býr þar með manni sínum og bömum. Kynni mín og félaga við Eyjólf, Dúnu og fjölskyldu hófust árið 1965. Spila- og skólafélagar, þ.m. Guðjón Guðnason, læknir, er tekið hafði á móti sumum barnabömum fjölskyldunnar, og Ólafur Ólafsson, lögfræðingur, á skrifstofu Alþingis um árabil, kvæntur Elsu Einarsdótt- ur, en Eyjólfur og Elsa voru bræðra- börn, tóku upp samband við Eyjólf til að útvega okkur fyrstu veiðileyf- in sem veitt vom almenningi í Veiði- vötnum innan Tungnár. Varð Ey- jólfur fararstjóri okkar inneftir. Lá leiðin yfir Tungná á Haldi, á kláfn- um sem þar er enn, settur upp til fjárflutninga yfír ána. Þá var komið í Sultartanga og leiðin greið upp á Búðarháls. Síðan yfir gömlu brúna á Köldukvísl og farið norðan Þóris- vatns að Tjaldvatni. Á öðmm degi var haldið að Hófsvaði og var Guð- mundur Jónasson, bflstjóri okkar, þá í essinu sínu við að galdra okkur heillega yfir Tungná. Síðan var far- ið í Landmannalaugar. Loks var haldið niður að Hvammi yfír Sölva- hraun, sem þá var enn í blóma og tók við mikil veisla sem hjónin bjuggu okkur við endurkomu til byggðar. Upp úr þessu fórum við félagarn- ir reglulega í heimsóknir að Hvammi, einkanlega á haustin til ijúpna- og gæsaveiða. Framan af gistum við á stofugólfunum á Hvammi og síðan í Hallanda eftir að sú góða stofnun kom til. Var það fyrst og fremst undirritaður sem gerðist staðbundinn gestur hvert haust. Eyjólfur skapaði okkur að- stöðu til veiða og ekki síst að njóta hinnar stórkostlegu náttúru sem er í Hvammslandi, við Þjórsá og inni á afrétt. Við félagamir höfum notið frábærrar risnu og gistivináttu Hvammshjónanna í meira en þijátíu ár. Aldrei var hægt að hagga við Eyjólfí til að heimsækja undirritað- an hér í Reykjavík. Eyjólfur var alltaf á hraðferð aftur austur til síns heima og stoppaði varla nótt í bæn- um. Það eina sem ég gat gert fyrir Eyjólf og Dúnu var að drífa þau austur í Holtsdal á Síðu, oftast aðra leiðina yfir Fjallabak. Gaman var að fara með Eyjólfi á bæina þar eystra og honum ávallt tekið þar vel. Voru þar gamlir kunningjar frá þeim tíma er Eyjólfur var langtím- um á Síðunni við kaup á ósýktu fé, eftir að mæðiveikinni slotaði. Mjög erfiður tími hefur verið hjá hjónunum eftir fráfall sonanna tveggja. Dúna mun lengi hafa gert sér vonir um að þau mundu saman leggja niður búskap tímanlega. Það varð ekki, kannski sakir úthalds og metnaðar Eyjólfs. Líklega fór hann eins og hann hafði óskað, að vera með búið þar til yfir lyki. Hann var dulur á eigin hag, samt tilfinninga- ríkur og hlýr. Hann sýndi mér jafn- an sérstaka hlýju við brottför. Það var gamla lagið í sveitinni þegar heimilisvinir fóru burt að reka þeim rembingskoss að skilnaði. Þennan sið höfðu þau bæði við mig sem mér þótti vænt um. Sjálfur og fyrir hönd félaganna sem flestallir eru enn á lífi en ekki lengur færir í Vötnin, vil ég flytja þakkir okkar fyrir áratuga vináttu, ástúð, hlýju og gestrisni Eyjólfs, Dúnu og fjölskyldu þeirra. Við tjáum Dúnu og fjölskyldunni okkar samúð. Eyjólfur blessaður hefur loks lagt árar í bát. Hann var frábær félagi og fyrirmynd í svo mörgu tilliti. Við minnumst hans með virðingu, hlýju og þakklæti. Björn Tryggvason. „Nú lítum við á ijöllin." Hann stóð á tröppunum í Hvammi, hár og þrekinn, sambland af alþjóðleg- um sjarmör og norrænum kóngi. Þetta var uppáhalds frændi hennar mömmu, - ,jafn góður eins og hann var fallegur," - hún kunni að orða mannlýsingarnar, gamla konan. Hekla hafði gosið í Skjólkvíum og réttað var inní Sölvahrauni. Við ókum upp Landsveitina fögru með hátignina Heklu á aðra hönd og Gull-Hreppana á hina. Land- mannaafréttur kom í ljós, þar sem ég næsta áratug átti eftir að þramma fjöllin í nafni Eyjólfs. Fyrir hann voru fyöllin sem aldingarður. Þangað fór féð á vorin og dragvænt sótt í réttimar á haustin. Þarna voru öll veiðivötnin, sem gáfu fjöl- skyldu okkar björgina um aldir, - spriklandi urriði og bleikja úr djúp- bláma bergvatnanna. - Þarna voru líka óbrigðul jökul- vötn, sem möluðu þjóðinni gull í virkjunum, og svo fagrir unaðsreit- ir, að fímmtíu þúsund manns koma í Landmannalaugarnar á hveiju ári. Svo voru líka átökin við óbyggðirn- ar. Eyjólfur var refaskytta sveit- arinnar og lá oft úti marga'sólar- hringa í fjöllunum til þess að hafa hemil á lágfótu. Stundum brá líka til beggja vona með smalamennsk- una. Jökulgilið geymir himinháa hryggi, sem smalarnir fara uppá fjöllin, og sagnir em um Eyjólf, þar sem hann vó upp féð á smalastafn- um einum úr sjálfheldu. Eyjólfur var maður víðáttunnar og óbyggðanna. Mikill veiðimaður, sem átti jafnan villibráð inni í bæ af afrétti sínum, sem og hreindýr af öræfum Austfjarða. Hann elskaði líka að skemmta sér með glöðu fólki, en það gekk aldrei útyfir starfíð. Fjörugastur allra í mannfögnuðum og gat endalaust rætt pólitík. Mikill sjálfstæðismaður, en alltaf opinn fyrir skoðunum annarra. Öllum þótti vænt um hann, löðuð- ust að honum, og hann var sjálfkjör- inn foringi, enda lék honum allt í hendi, sem hann kom nálægt. Hann var fróðleiksbrunnur og hefði ábyggilega orðið doktor f sinni fræðigrein hefði hann fengið að læra. Svo stóðu jafnan fínustu bílar sinnar tegundar á hlaðinu í Hvammi og jafnvel flugvélar stundum notað- ar við bústörfin. Eyjólfur var algjör lífsnautna- bóndi. Hann elskaði að vera innan um skepnurnar og hafði eitthvert sérstakt samband við þær. Margir höfðu á orði, sem komu í Hvamm, að aðkoman og staðsetningin væri eins og á stórum herragarði. Endur og gæsir vöppuðu spekingslegar á hlaðinu, innan um hunda og ketti, kálfa og jafnvel yrðlinga. Yfír bú- skapnum í Hvammi var sérstakur ljómi. Grasið spratt á réttum tíma og heyskapurinn gekk alltaf eins og í sögu enda tileinkaði Eyjólfur sér allar nýtanlegar nýjungar fram undir áttrætt, sem ungur bóndi væri. Hann lagði sjálfur hitaveitu heim til sín og jafnvel traktorarnir voru í einhverju sérstöku stuði í Hvammi. Svo er þessi yndislegi skrúðgarður sunnan við húsið, birki- skógur og aspir með grasflöt og heitum potti fyrir þá, sem virkilega vilja láta líða úr sér eða bara spjalla og endanlega leysa heimsmálin. Það, sem magnaði sérstaklega upp yndislegan andblæ Hvamms- heimilisins, var hversu vel kvæntur Eyjólfur var. Guðrún Sigríður, - Dúna, eiginkona hans, var frá Skarði á Landi, sem hefur verið í þjóðbraut á íslandi frá landnámi. Foreldrar hennar, Kristinn hrepp- stjóri og Sigríður ljósmóðir, voru einstakir höfðingjar og öðlingar. Þetta svipmót æskuheimilisins ein- kenndi allt hennar líf í Hvammi. Hversu oft hittu gestir og gangandi ekki Eyjólf úti á hlaði eða úti á túni með þau orð á vör að fara nú inní bæ og heilsa uppá konuna, fá kaffí, hann kæmi rétt bráðum inn. Eyjólfur heitir í höfuðið á afa sín- um Eyjólfi Guðmundssyni, oddvita Landmanna í hálfa öld og sýslu- nefndarmanni Rangæinga jafn lengi. Eyvi var líka sýslunefndar- maður, í anda afa síns, og dáði hann mjög. Eyjólfur eldri lifði afar viðburðaríka ævi. Fæddur í Hvammi, en foreldrar hans skildu, þegar hann var ungur að árum. Móðir hans var frá Gunnarsholti, þar sem hann ólst upp að hluta hjá móðurbróður sínum. Faðir hans var frá Eyði-Sandvík í Sandvíkurhreppi, en bjó seinna að Sólheimum í Gríms- nesi, þar sem hann stundaði iðn sína, en hann var orðlagður smiður. Eyjólfur eldri varð vitni að því á unglingsárum að Gunnarsholtið fauk upp og iðagrænir Rangárvell- irnir voru að breytast í sandauðn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.