Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 37 AÐSENDAR GREINAR Loksins kom lífsmark svar við grein Þráins Guðmundssonar STUNDUM hef ég stungið nið- ur penna þegar mér hefur blö- skrað hve hlutur Freysteins Þor- bergssonar hefur verið fyrir borð borinn af stjórnum Skáksam- bands íslands, ýmist með beinum ósannindum eða því sem kalla má þagnarlygi. Ég hef ekki feng- ið svar við greinum mínum eða hlutur Freysteins leiðréttur allan þennan tíma. Nú hefur ÞG tekið sig til og látið í sér heyra, með hálfum hug. Ég hafði samband við ÞG vegna afmælisrits SÍ og spurði hvort eitthvað yrði um Freystein í þessari bók eða hvort ætti að sleppa honum eins og venjulega. Það er ekki hægt að sleppa honum - hann gerði svo mikið - sagði hann. Ég minnti á að Freysteinn hefði verið eini ís- lendingurinn sem sat þing FIDE þegar HM-einvígið ’72 var á dag- skrá og getað unnið að málinu þar. Já - svaraði Þráinn og það var auðvitað eini rétti vettvangur- inn. Ég játti því. Þegar ÞG sýndi engan áhuga á verkum Frey- steins, vildi aðeins fá myndir í bókina hafði ég ekki samband aftur og sleppti ÞG þessu atriði í bókinni. Hef ég margar athuga- semdir við þetta rit varðandi þátt Freysteins Þorbergssonar. ÞG segir tug manna hafa setið þing FIDE og ekki séð ástæðu til að telja það til frægðar. Ekki er frægð að sitja á þingi, heldur er það árangurinn sem segir til um hvort viðkomandi hafi staðið sig eður ei. ÞG vonar að mig misminni um hvenær Freysteinn hafi stungið upp á íslandi sem einvígisstað, því til þess hafi hann ekki haft neitt umboð. Þegar FÞ hélt á þing FIDE í ágúst ’71 átti hann ekki von á að koma ætti með uppást- ungur um lönd sem halda vildu einvígið og hafði ekki undirbúið menn hér heima. Freysteinn sat á milli norsku og sænsku fulltrú- anna, en þeir þorðu ekki að stinga upp á löndum sínum sem einvígis- stað - töldu sig ekki hafa umboð frá sínum skáksamböndum. Stóð Freysteinn upp síðastur og með hálfum hug af sömu ástæðu, en vildi ekki missa af möguleikanum á einvíginu íslands vegna. Á næsta þingi FIDE vildu frændur okkar og fleiri þjóðir bætast í hóp þann er halda vildu einvígið en dr. Euwe tók af skarið og sagði að ekki yrði fleirum bætt við. Það að einvígið náðist byggðist á því að þora að eiga frumkvæði á þeim tímapunkti sem nauðsynlegt var. Án frumkvæðis Freysteins Þorbergs- sonar, segir Edda Þrá- insdóttir, hefði ísland ekki átt möguleika á HM-einvíginu 1972. Urðu frændþjóðir okkar von- sviknar að fá ekki að bjóða í ein- vígið, _án frumkvæðis Freysteins hefði ísland ekki átt möguleika. í október ’71 er Freysteinn enn mættur á þing FIDE. Hann hafði ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 896 þáttur Sverrir Ragnars kaupmaður vakti athygli mína á fyrirsögn og grein í viðskiptablaðinu hér á bæ 6. mars. Fyrirsögnin er svo- hljóðandi: „Microsoft með bögg- um hildar.“ Þetta er allt gott og blessað, því að fram kemur í greininni að í nefndu fyrirtæki eru menn áhyggjufullir. Kunnugt er að þetta orðtak, að vera með böggum Hildar (hildar) merkir einmitt að vera hræddur eða full- ur áhyggju. Hitt er verra að eng- inn virðist vita með vissu hvernig orðtakið varð til, en líklega á það rætur að rekja til einhverrar glat- aðrar sögu. Allir skýrendur eru á einu máli um að „böggum“ sé þarna þágufall fleirtölu af baggi. Víkur nú sögunni aftur til greinarinnar hér í blaðinu og skal hér tekinn upp dálítill kafli: „Segja má að allt verði ógæfu Microsoft að vopni þegar alnetið er annars vegar. Varla er fyrir- tækið búið að standa í ströngu vegna ýmislegra öryggismála ActiveX að annað mál og öllu torleystara kemur upp, því í vik- unni kynntu tölvunarfræðinemar viðskotailla bögga í Internet Explorer. Ekki bara gera þessir böggar kleift að ræsa önnur for- rit á tölvu viðkomandi, heldur má búa til skráasöfn og eyða eða jafnvel vista á tölvunni skipana- skrá og setja hana síðan af stað.“ Þessi orð gefa til kynna að sá, sem skrifaði, hafi blandað saman orðinu baggi og nýlegu slangur- yrði í tölvumáli, „böggur“. í ensku þýðir bug t.d. „bakt- ería, smákvikindi, skortíta. Það hefur verið tekið upp í tölvumáli um villur eða aðskotadýr í forrit- um, og þarf oft að losna við þau óþrif. Um þetta hafa íslendingar ekki aðeins notað slangrið „böggur“ (kk; flt. ,,böggar“) heldur miklu fremur orðið lús og hefur oft þurft að „aflúsa“ forrit áður en þau yrðu fyllilega nothæf, enda nú um stundir orð- ið kunnugt, að hún er ekki betri „lúsin sem mæðist“. ★ Hjálmar Jónsson (1796— 1875), sá er sig nefndi Eyfirð- ing, en oft var kenndur við Bólu, var gríðarlega gott rímnaskáld, allt eins og í öðrum kveðskap. Orðauðgi hans, stíll og hag- mælska var með fágætum glæsi- brag. Hér verður látið við nema að birta tvær langhendur hans, hin fyrri er flughend, svo sem hæfir rímsetningunni: Víða hrukku, horfnir lukku, hátt þá stukku Löndungsbál, til náskrukku sumir sukku, súra drukku banaskál. Löndungur er óðinn, en ég hef tekið þann kost hér, að láta feitletra krukka, en ekki *skrukka í samsetningunni náskrukka. En hver má skilja sem vill. I fleyg í Úlfarsrímum er Hjálmar svo dýrkvæður, að mig nær brestur roð. Ætli þetta sé ekki einhvers konar alhendur fagrislagur: Grið, að riða, ró nam gróa, raðir vaða þaðan manns. Friðað lið á flóa kjóa för um snöru gjörir lands. Snara lands er kenning fyrir sæinn, flóa kjói er skip. ★ V. Einkunn Til er ung stúlka sem heitir Steinunn. Hún er ekki í tygjum við Þórð, né heldur Gunnar, en er ærið oft með þeim í för og segir á þeim nánari deili, þeim sem vita vilja. Einkunn er í hvaða falli sem vera skal, allt eftir því hvemig á stendur fyrir Gunnari og Þórði. Dæmi: Góð kona er gulli betri. Hann valdi rangan kost. Hún er einskis manns eftirbátur. Steinunn á hálfsystur, Ing- unni. Hún er dálítið laus á kostum, en alls ekki framhleypin. Dæmi um lausa einkunn: Þar var í för drottning alfræg, sú er Ingibjörg hét. Þarna hefur lausa einkunnin hlaupið nokkuð langt frá því sem hún einkennir (drottning). VI. Viðurlag Ingunn á albróður (hálfbróðir Steinunnar). Hann heitir Vilhjálmur. Hann er lítill merkismaður, fylgir oft annaðhvort Gunnari eða Þórði, en vill hafa talsvert valfrelsi og ekki bindast neinum of náið. Hann er að vísu ekki allur sem hann er séður, en besti maður eigi að síður. Talsvert laus i rásinni eins og Ingunn. Viðurlag er fallyrði í nokkuð lausari tengslum við frumlag og andlag en einkunn, segir þó deili á þeim Gunnari og Þórði. Dæmi: Hann er myndarlegasti maður, hár og þrekinn. Jón kom gangandi. Hann vann þetta verk ungur. í síðasta dæmi er Vilhjálmur svo mikilvægur, að hann sparar heila tíðarsetningu = hann vann þetta verk, þegar hann var ungur. Mismun systkinanna, Stein- unnar og Vilhjálms, má sjá á þessum dæmum: Ég sat hjá sjúka manninum (einkunn). Ég sat hjá manninum sjúkum (viðurlag) = þegar hann var sjúkur. Nú er nóg hjalað í bili um helstu persónur setningafræð- innar, en mublur, verkfæri og ruslakistur geymdar betri tíma. ★ Eymundur Magnússon í Reykjavík gerði mér þann greiða að hringja og leiðrétta vísuna um „biskupsfressið“ og greina höfund hennar sem hann segir hafa verið bróður sinn, Tryggva Magnússon listmálara (1900-1906). Vísuna hafði hann nokkurn veginn svona: Biskupsfressið ber sinn kross, búið messudúkunum. Skyldi þessi á undan oss öðlast sess með púkunum? Sjá annars þátt nr. 893 og munar satt að segja talsverðu á gerðinni þar og hér. ★ Vilfríður vestan kvað: Sá háværi Hjálmar P. Tuddi um hneyksli og fjárbruðlan gnuddi, en bitlínga stóra eins og banasvelt hóra af áfergju og eðlishvöt bruddi. ekki sagt stjórn SÍ frá störfum sínum, líkurnar á HM-einvígi á Islandi voru svo til engar og óþarfi að ónáða menn að óþörfu eða gera þeim vonir sem engar voru. Hann hafði orðið að athlægi á síðasta þingi fyrir að stinga upp á íslandi og dr. Euwe hafði __ tekið hann á teppið. ísland hékk inni á bláþræði. Hneykslun og úrtölu- raddir annarra full- trúa höfðu ekki farið fram hjá honum. ís- land - hlægilegt, smáþorp úti í ballarhafi, frumstætt, kalt og allt- of langt og dýrt að fara fyrir áhugamenn í Evrópu. Hófust nú heitar umræður um hver af fjór- tán þjóðunum ætti að hljóta hnossið. Kom tillaga um að fjöl- mennasta þjóðin fengi að hafa það, önnur um að hlutkesti yrði varpað um fjórar fjölmennustu þjóðirnar og enn önnur um að dregið yrði eitt land úr sjö fjöl- mennustu þjóðunum. Engin til- laga gaf fámennustu þjóðunum tækifæri. Reis þá Freysteinn Þ. úr sæti sínu og flutti svo gagn- merka ræðu á fjórum tungumál- um að eftir það var ekki rætt hvernig ætti að velja viðkomandi þjóð heldur hvernig útboðsgögnin ættu að vera. Taldi Freysteinn tillögurnar í hæsta máta ólýð- ræðislegar og óhæfu ef fjölmenn- ustu þjóðirnar ætluðu að hlunnf- ara fámennari þjóðirnar á þennan hátt, staðreyndin væri að aðsókn að stórmótum væri oftar en ekki meiri hjá fámennari þjóðum og nefndi Freysteinn aðsóknartölur frá ýmsum löndum heims máli sínu til stuðnings. Flutti hann síð- an tillögu um'að þjóðirnar fjórtán fengju útboðsgögn til að gera til- boð í einvígið og yrði hæsta til- boðsupphæð látin ráða staðarval- inu - var sú tillaga samþykkt. SI hefði ekki fengið útboðsgögn án atorku Freysteins Þorbergs- sonar. ÞG segir að þegar útboðs- gögn bárust hafi málið komið formlega til SÍ og ekki fyrr. Það er rétt en undirbúningur að ein- vígi á íslandi hófst mun fyrr eins og hér hefur verið lýst. Áður en gögnin komu hafði Freysteinn sagt stjórn SÍ frá því að von væri á útboðsgögnum en andúð og for- dómar stjórnar SÍ á frumkvæði Freysteins var svo mikil að hann fékk ekki tækifæri til að skýra frá gangi mála. Að stinga upp á íslandi sem einvígisstað var bind- andi tillaga en ekki ákvörðun um stað og var ekkert stórslys þó SÍ hefði ekki treyst sér til að halda einvígið, það gat sent svo lágt tilboð að Island hefði ekki komið Í|; V/ / / <**§-* J ' • Hún valdi skartgripi frá Silfurbúðinni fn) SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - til greina. Freysteinn hélt möguleikanum opnum en fordómar ÞG lifa enn eins og sjá má í grein hans. ÞG segir að ég haldi fram að bók Frey- steins Jóhannssonar og Friðriks Ólafssonar sé sögufölsun. Það eru ekki mín orð. Það gæti verið vanþekking þegar sagt er áð öllum aðildarsamböndum hafi verið send út- boðsgögn sem þýðir að um sjötíu þjóðum hefði átt að senda gögnin, en fjórtán þjóðir fengu send gögn. Enginn vissi hvað í var ráðist með einvíg- inu, segir FJ á sömu síðu. Frey- steinn Þ. hafði horft á einvígi í Moskvu ’57 og kynnt sér slíkt mótshald er hann var þar við nám. Reyndar taldi Freysteinn verkefnið of stórt ekki síst kostn- aðarlega fyrir lítið skáksamband eins og SÍ og taldi að svo stóran viðburð ætti íslenska þjóðin að sjá um. í bók FJ og FÖ vantar forsögu einvígisins og höfðu þeir ekki fyrir því að afla sér þeirrar vitneskju. Lítið hefur verið rætt um þetta frægasta einvígi sög- unnar hér heima og unga kyn- slóðin veit harla lítið um það þó að Þráinn segi réttilega að það hafi orðið íslenskri skákhreyf- ingu og íslandi álitsauki um víða veröld. Ég lít á Freystein sem frumkvöðul að einvíginu en ekki sendil SÍ eins og gefið er í skyn í bókinni. Fór Freysteinn á þing- in um einvígið að eigin frum- kvæði og á eigin kostnað, án hans hefði ekkert HM-einvígi orðið á íslandi. Ekki vil ég gera lítið úr hlut ■ ÞG við einvígishaldið hér heima, hann hefur eflaust unnið vel að þeim málum ásamt hinum fjöl- mörgu dugmiklu íslendingum sem létu ekki sinn hlut eftir liggja við að gera einvígið að þeim heimsviðburði sem það varð. Það breytir því ekki að það var baráttan á þingi FIDE, ásamt mikilvægum tillögum Freysteins Þorbergssonar sem lögðu grunn- inn að einvíginu á íslandi. Þráinn telur mig haldna þráhyggju og gera hlut Freysteins of stóran, það hvarflar ekki að honum að hann telji hlut hans of lítinn. Þráinn gerist riddaralegur og býður mér aðstoð við að heiðra minningu Freysteins, en slær svo sjálfur á útrétta sáttahönd sína með skítkasti í lok greinarinnar. Höfundur er aðalgjaldkeri Rafveitu og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar. Edda Þráinsdóttir var eiginkona Freysteins Þorbergssonar. Óskalisti brúðhjónanna GjafaþjónustaJyrir brúðkaupið 1 <0> SILFURBÚÐIN Kringlunni 8-12 • Sími 568 9066 - Þar fœröu gjöfina - Freysteinn heitinn Þorbergsson sœtir sófar' • Smiðjuvegi 9 • Simi 5641475 * *
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.