Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Sett bæjarstjóri
Hornafjarðar
BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar,
Sturlaugur Þorsteinsson, fór í 2'/:
mánaðar námsleyfi til Edinborgar
sem stendur frá apríl-júní. Frá og
með 7. apríl var Anna Sigurðardótt-
ir sett bæjarstjóri Hornafjarðar.
Anna er framkvæmdastjóri stjórn-
sýslusviðs Hornafjarðarbæjar og
jafnframt aðstoðarmaður bæjar-
stjóra. Anna lauk prófi frá viðskipta-
deild Háskóla íslands og prófi í opin-
berri stjórnsýslu (MPA) frá Syracuse
háskólanum í Bandaríkjunum. Hún
var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs
Hornafjarðar 1991-1995 og fram-
kvæmdastjóri Skjóigarðs, heilbrigð-
is- og öldrunarsviðs Hornafjarðar,
árið 1996 þar til hún var skipuð
framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs
um sl. áramót.
Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir
VIÐBY GGINGIN flutt á vörubíl af trésmíðaverkstæði
áður en henni var komið á snjóbíl.
Fullbúinn skáli
við Kollumúlavatn
Egilsstöðum - Hjálparsveit skáta
á Fljótsdalshéraði flutti viðbygg-
ingu við skála Ferðafélags FÍjóts-
dalshéraðs, Egilssel við Kollum-
úlavatn. Viðbyggingin var flutt á
snjóbíl frá Egilsstöðum og gekk
ferðin vel. Stækkun skálans nem-
ur 7 fermetrum og telst skálinn
því fullbúinn nú, en hann tekur
16-20 manns. Fjöldi manns tók
þátt í því að tengja viðbygginguna
við skálann og er verkið nánast
fullklárað, aðeins minniháttar
frágangur eftir innanhúss.
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
NÝKJÖRIN stjórn Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. og framkvæmdastjóri: Tryggvi Leifur Óttarsson,
Sævar Friðþjófsson, Páll Ingólfsson, Ólafur E. Ólafsson, Pétur Agústsson og Smári Guðmundsson.
Aðalfundur Fiskmarkaðs Breiðafjarðar
Afkoman svipuð
þrátt fyrir samdrátt
Stykkishólmi - Aðalfundur Fisk-
markaðs Breiðafjarðar hf. var
haldinn í Stykkishólmi þann 8.
apríl sl. I skýrslu Páls Ingólfsson-
ar kom fram að rekstur FMB á
árinu 1996, sem var fimmta
starfsár félagsins, var að mestu
með hefðbundnum hætti. Rekstr-
arafkoma ársins var sú sama og
á árinu á undan, þrátt fyrir nokk-
urn samdrátt í uppboðs- og þjón-
ustutekjum af fiski.
Til þess að mæta samdrætti
leitaði félagið eftir auknum verk-
efnum og hóf að selja beitu til
viðskiptavina sinna. Gekk sá þátt-
ur mjög vel og mun félagið halda
áfram að veita aukna þjónustu tii
viðskiptavina.
Heildartekjur félagsins voru
10,7 milljónir króna og rekstrar-
kostnaður nam 97,7 milljónum
króna. Hagnaður félagsins á árinu
1996 var 3,5 milljónir króna eftir
skatta sem er sama afkoma og
árið áður.
Félagið rekur uppboðsmarkað
í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkis-
hólmi, Rifi og Arnarstapa. Seld
voru 17.000 tonn af fiski fyrir
1.479 milljónir króna og var með-
alverð 87,42 kr. Mestur afli var
seldur á Rifi.
Nýtt húsnæði í Ólafsvík
A síðasta ári var ráðist í að
byggja nýtt húsnæði yfir starf-
semi félagsins í Ólafsvík en þar
eru aðalstöðvar félagsins. Gekk
sú framkvæmd mjög vel og var
húsið tekið í notkun aðeins 5
mánuðum eftir að verkið hófst.
Byggingin er 640 fni og er áætl-
aður kostnaður 40 milljónir króna.
Verkið var flármagnað með lán-
töku og útboði á nýju hlutafé.
Heildarhlutafé félagsins er nú 45
milljónir að nafnverði og um ára-
mót voru hluthafar 159.
Samþykkt var að greiða 5% arð
af nafnvirði hlutabréfa. Fundur-
inn var vel sóttur og mættu hlut-
hafar sem höfðu umboð fyrir 78% •
hlutafjár í félaginu. Aðalstjórn
félagsins var endurkosin. Fram-
kvæmdastjóri félagsins er
Tryggvi Leifur Ólafsson.
abeins
Hefur þú
reynsluekib bíl
frá Honda nýlega
Láttu sannfœrast
Honda er öbrum
bílum fremri.
Vel útbúinn
Civic kostar frá
1.349.000,-
■
Verið velkomin
0
Vatnagarðar 24 - s.568 9900
Morgunblaðið/Björn Björnsson
FÉLAGAR úr Leikfélagi Sauðárkróks fluttu efni
úr fórum Stefáns Vagnssonar.
Fjölmenni á afmælishátíð
Sauðárkróki - Héraðsskjalasafn
Skagfirðinga, sem er 50 ára, og
Sögufélag Skagfirðinga, sem er
60 ára á þessu ári, buðu sl. sunnu-
dag til sameiginlegrar afmælis-
hátíðar í félagsheimilinu Mið-
garði.
Fjöldi fólks úr héraði og víðar
kom þar saman og naut dagskrár
sem flutt var en í upphafi flutti
Hjalti Pálsson, forstöðumaður
Héraðsskjalasafns og formaður
Sögufélagsins, ávarp og bauð
gesti velkomna en síðan rakti
hann aðdraganda stofnunar
Sögufélagsins og Héraðsskjala-
safnsins og minntist sérstaklega
Jóns Sigurðssonar, alþingismanns
á Reynistað, sem var einn helsti
frumkvöðull að stofnun Sögufé-
lagsins og mikilvirkur í söfnun
hvers konar fróðleiks sem tengd-
ist sögu héraðsins.
Félagar úr Leikfélagi Sauðár-
króks fluttu síðan samantekt á
efni úr fórum safns og félags og
kenndi þar margra grasa, s.s. úr
handritum Stefáns Vagnssonar,
Lúðvíks Kemp og fleiri. Þá fluttu
tónlist þeir Jón Gíslason og Guð-
mundur Hagalin en aðalræðu-
maður var Haraldur Bessason,
fyrrverandi háskólarektor, sem
hreif áheyrendur með sér til þess
tíma er hann var unglingur og
kosningabarátta í Skagafirði var
öllu óvægnari en nú er. Var er-
indi Haraldar bæði fróðlegt en
einnig svo skemmtilegt að lófa-
taki ætlaði seint að linna.
Þá fluttu ávörp Elínborg Jóns-
dóttir, formaður Sögufélags Hún-
vetninga, og Þorsteinn Ásgríms-
son, bóndi að Varmalandi, og
færði Elínborg afmælisbörnunum
heillaóskir og gjafir og þakkaði
ánægjulegt samstarf á liðnum
árum.