Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Sett bæjarstjóri Hornafjarðar BÆJARSTJÓRI Hornafjarðar, Sturlaugur Þorsteinsson, fór í 2'/: mánaðar námsleyfi til Edinborgar sem stendur frá apríl-júní. Frá og með 7. apríl var Anna Sigurðardótt- ir sett bæjarstjóri Hornafjarðar. Anna er framkvæmdastjóri stjórn- sýslusviðs Hornafjarðarbæjar og jafnframt aðstoðarmaður bæjar- stjóra. Anna lauk prófi frá viðskipta- deild Háskóla íslands og prófi í opin- berri stjórnsýslu (MPA) frá Syracuse háskólanum í Bandaríkjunum. Hún var sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Hornafjarðar 1991-1995 og fram- kvæmdastjóri Skjóigarðs, heilbrigð- is- og öldrunarsviðs Hornafjarðar, árið 1996 þar til hún var skipuð framkvæmdastjóri stjórnsýslusviðs um sl. áramót. Morgunblaðið/Anna Ingólfsdóttir VIÐBY GGINGIN flutt á vörubíl af trésmíðaverkstæði áður en henni var komið á snjóbíl. Fullbúinn skáli við Kollumúlavatn Egilsstöðum - Hjálparsveit skáta á Fljótsdalshéraði flutti viðbygg- ingu við skála Ferðafélags FÍjóts- dalshéraðs, Egilssel við Kollum- úlavatn. Viðbyggingin var flutt á snjóbíl frá Egilsstöðum og gekk ferðin vel. Stækkun skálans nem- ur 7 fermetrum og telst skálinn því fullbúinn nú, en hann tekur 16-20 manns. Fjöldi manns tók þátt í því að tengja viðbygginguna við skálann og er verkið nánast fullklárað, aðeins minniháttar frágangur eftir innanhúss. Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason NÝKJÖRIN stjórn Fiskmarkaðs Breiðafjarðar hf. og framkvæmdastjóri: Tryggvi Leifur Óttarsson, Sævar Friðþjófsson, Páll Ingólfsson, Ólafur E. Ólafsson, Pétur Agústsson og Smári Guðmundsson. Aðalfundur Fiskmarkaðs Breiðafjarðar Afkoman svipuð þrátt fyrir samdrátt Stykkishólmi - Aðalfundur Fisk- markaðs Breiðafjarðar hf. var haldinn í Stykkishólmi þann 8. apríl sl. I skýrslu Páls Ingólfsson- ar kom fram að rekstur FMB á árinu 1996, sem var fimmta starfsár félagsins, var að mestu með hefðbundnum hætti. Rekstr- arafkoma ársins var sú sama og á árinu á undan, þrátt fyrir nokk- urn samdrátt í uppboðs- og þjón- ustutekjum af fiski. Til þess að mæta samdrætti leitaði félagið eftir auknum verk- efnum og hóf að selja beitu til viðskiptavina sinna. Gekk sá þátt- ur mjög vel og mun félagið halda áfram að veita aukna þjónustu tii viðskiptavina. Heildartekjur félagsins voru 10,7 milljónir króna og rekstrar- kostnaður nam 97,7 milljónum króna. Hagnaður félagsins á árinu 1996 var 3,5 milljónir króna eftir skatta sem er sama afkoma og árið áður. Félagið rekur uppboðsmarkað í Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkis- hólmi, Rifi og Arnarstapa. Seld voru 17.000 tonn af fiski fyrir 1.479 milljónir króna og var með- alverð 87,42 kr. Mestur afli var seldur á Rifi. Nýtt húsnæði í Ólafsvík A síðasta ári var ráðist í að byggja nýtt húsnæði yfir starf- semi félagsins í Ólafsvík en þar eru aðalstöðvar félagsins. Gekk sú framkvæmd mjög vel og var húsið tekið í notkun aðeins 5 mánuðum eftir að verkið hófst. Byggingin er 640 fni og er áætl- aður kostnaður 40 milljónir króna. Verkið var flármagnað með lán- töku og útboði á nýju hlutafé. Heildarhlutafé félagsins er nú 45 milljónir að nafnverði og um ára- mót voru hluthafar 159. Samþykkt var að greiða 5% arð af nafnvirði hlutabréfa. Fundur- inn var vel sóttur og mættu hlut- hafar sem höfðu umboð fyrir 78% • hlutafjár í félaginu. Aðalstjórn félagsins var endurkosin. Fram- kvæmdastjóri félagsins er Tryggvi Leifur Ólafsson. abeins Hefur þú reynsluekib bíl frá Honda nýlega Láttu sannfœrast Honda er öbrum bílum fremri. Vel útbúinn Civic kostar frá 1.349.000,- ■ Verið velkomin 0 Vatnagarðar 24 - s.568 9900 Morgunblaðið/Björn Björnsson FÉLAGAR úr Leikfélagi Sauðárkróks fluttu efni úr fórum Stefáns Vagnssonar. Fjölmenni á afmælishátíð Sauðárkróki - Héraðsskjalasafn Skagfirðinga, sem er 50 ára, og Sögufélag Skagfirðinga, sem er 60 ára á þessu ári, buðu sl. sunnu- dag til sameiginlegrar afmælis- hátíðar í félagsheimilinu Mið- garði. Fjöldi fólks úr héraði og víðar kom þar saman og naut dagskrár sem flutt var en í upphafi flutti Hjalti Pálsson, forstöðumaður Héraðsskjalasafns og formaður Sögufélagsins, ávarp og bauð gesti velkomna en síðan rakti hann aðdraganda stofnunar Sögufélagsins og Héraðsskjala- safnsins og minntist sérstaklega Jóns Sigurðssonar, alþingismanns á Reynistað, sem var einn helsti frumkvöðull að stofnun Sögufé- lagsins og mikilvirkur í söfnun hvers konar fróðleiks sem tengd- ist sögu héraðsins. Félagar úr Leikfélagi Sauðár- króks fluttu síðan samantekt á efni úr fórum safns og félags og kenndi þar margra grasa, s.s. úr handritum Stefáns Vagnssonar, Lúðvíks Kemp og fleiri. Þá fluttu tónlist þeir Jón Gíslason og Guð- mundur Hagalin en aðalræðu- maður var Haraldur Bessason, fyrrverandi háskólarektor, sem hreif áheyrendur með sér til þess tíma er hann var unglingur og kosningabarátta í Skagafirði var öllu óvægnari en nú er. Var er- indi Haraldar bæði fróðlegt en einnig svo skemmtilegt að lófa- taki ætlaði seint að linna. Þá fluttu ávörp Elínborg Jóns- dóttir, formaður Sögufélags Hún- vetninga, og Þorsteinn Ásgríms- son, bóndi að Varmalandi, og færði Elínborg afmælisbörnunum heillaóskir og gjafir og þakkaði ánægjulegt samstarf á liðnum árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.