Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINULAN I, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, IVSTHÓLF 3040, NETFANG MBL(S>CENTRUM.IS / AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUK12. APRIL 1997 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Mannbjörg þegar Haukur SF fórst 14 mílur suður af Hornafirði Sökk þegar síðasti maður fór frá borði HAUKUR SF 208 var 17 tonna frambyggður eikarbátur. MANNBJÖRG varð þegar drag- nótarbáturinn Haukur SF 208 frá Hornafirði sökk um fjórtán sjómílur suður af Hornafirði í gær. Þremur mönnum af bátnum tókst að komast í gúmmíbjörgun- arbát og senda út neyðarkall. Hafborg SF 116 var í fjögurra sjómílna fjarlægð og heyrðu skip- verjar kallið. Skipbrotsmönnum var bjargað heilum á húfí um borð í Hafborgu og komu þeir til Hafnar í Hornafirði um tíuleytið í gærkvöldi. Haukur SF var 17 rúmlesta bátur. Skipstjóri er Kristján Har- aldsson. Björgunarmiðstöð Slysavarna- félags íslands fékk upplýsingar kl. 18.58 í gær frá loftskeytastöð- inni á Hornafirði um að Haukur SF 208 hefði sent út neyðarkall. Bátar á svæðinu voru látnir vita og héldu þeir strax á svæðið, tæplega 14 sjómílur suður af Hornafirði. Ellefu mínútum síðar, kl. 19.09, kom tilkynning til Björgunarmiðstöðvarinnar um að áhöfn Hauks, þremur mönnum, hefði verið bjargað um borð í Hafborgu SF 116. AHt nánir vinir Sigurður Guðmundsson, skip- stjóri á Hafborgu, sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að aðstæður til björgunar hefðu verið mjög góðar, lítill sjór og aðeins vindbára. Hafborg var um hálfa klukkustund á leiðinni að slysstað. „Báturinn fór niður um leið og síðasti maður stökk í björgunar- bátinn. Það er ekki hægt að álykta á þessari stundu hvað gerðist. Mennirnir voru allir komnir í björgunarbátinn þegar við komum að og það amaði ekk- ert að þeim annað en að þeir voru orðnir dálítið kaldir og skelk- aðir. Það gekk mjög vel að koma þeim um borð og tók ekki nema um tvær mínútur. Það er rosalega góð tilfinning að hafa bjargað þeim og manni hlýnar um hjarta- rætur. Þetta eru allt nánir vinir,“ sagði Sigurður. Hann sagði að skipstjórinn hefði ekki komist í neyðartalstöð- ina en náð að skríða hálfur inn um brúargluggann og teygja sig til að senda út neyðarkallið. Þá var báturinn rétt ósokkinn. Sigurður hafði það eftir skip- veijum á Hauki að þetta hefði borið afar brátt að. Báturinn fór snögglega að síga bakborðsmegin sökk um 12 sjómílur suður af 5 sjómílur Hornafiði þótt þungur poki hefði verið úti á stjórnborðssíðu. Hentu skipverj- ar strax út björgunarbáti. Stag sem liggur úr stefni bátsins í bómuna lenti ofan á björgunar- bátnum en skipveijar náðu að kippa bátnum undan því. „Þeir voru allir úti á dekki þegar þetta gerðist en litlu mun- aði að þeir kæmust ekki í björg- unarbátinn,“ sagði Sigurður. Páll Ægir Pétursson, deildar- stjóri björgunardeildar Slysa- varnafélags íslands, segir að við björgunaraðgerð sem þessa skipti gríðarlega miklu máli það góða samstarf sem er milli Björgun- armiðstöðvarinnar og strand- stöðva Pósts og síma. „Þar hefur Tilkynningaskyldan einnig mikið að segja. Þegar sjálfvirka tilkynn- ingaskyldan verður orðin að veru- leika gjörbreytir það öllu öryggi fyrir sæfarendur. Við þetta tilvik hefðum við strax orðið varir við að eitthvað væri að,“ sagði Páll Ægir. Haukur SF 208 var fram- byggður eikarbátur, 17 brúttó- lestir, smíðaður á Fáskrúðsfirði 1973. Hann hét áður Njörður. Samið við starfs- fólk sveitarfélaga Samtök iðnaðarins sömdu við Félag bókagerðarmanna LAUNANEFND sveitarfélaga og samflot starfsmannafélaga sveitar- félaga skrifuðu undir nýjan kjara- samning á Hótel Örk í Hveragerði á 12. tímanum í gærkvöldi. Samn- ingurinn er hliðstæður öðrum kjara- samningum sem gerðir hafa verið undanfarnar vikur. Launanefnd sveitarfélaga hefur umboð 62 sveitarfélaga og samtaka þeirra til kjarasamningsgerðar við 20 félög opinberra starfsmanna með samtals um þijú þúsund félags- mönnum. Reykjavíkurborg á ekki aðild að þessum samningi. 70.000 kr. lágmarkslaun frá upphafi Kjarasamningurinn gildir frá 1. mars síðastliðnum til 1. maí árið 2000. Grunnlaun hækka nú þegar um 4,7%, um 4% 1. janúar 1998, 3,6% 1999 og um 1,8% 1. maí árið 2000. í samningnum eru m.a. sérstök ákvæði um lágmarkshvíld, réttindi og skyidur starfsmanna og bókun um lífeyrismál með hiiðsjón af nýj- um lögum um LSR og fyrirliggj- andi frumvarpi til laga um skyldu- tryggingu lífeyrisréttinda og starf- semi lífeyrissjóða. Karl Björnsson, formaður launa- nefndar sveitarfélaga, segir að þetta sé í fyrsta skipti sem ákvæði um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna eru færð inn í kjara- samning. Hann segir að nokkrar tilfærslur og breytingar sem gerðar eru í samningnum leiði til hækkun- ar á lægstu launum sem verða að lágmarki 70.000 kr. frá upphafi samningstímans. Samningurinn er sá fyrsti sem gerður er við aðildar- félög BSRB í þeirri samningalotu á vinnumarkaði sem nú stendur yfir. Samningar náðust milli Félags bókagerðarmanna og Vinnuveit- endasambandsins fyrir hönd Sam- taka iðnaðarins í gær. Að sögn Arnar Jóhannssonar, varaformanns SI, er samningurinn á sömu nótum og aðrir, sem gerðir hafa verið. Gildistími er til febrúar árið 2000 og áfangahækkanir þær sömu og í öðrum samningum. Morgunblaðið/Kristján Nýr vísitölugrunnur Meðalút- gjöld heim- ila 200 þús. á mánuði SAMKVÆMT nýjum vísitölugrunni sem Hagstofa íslands hefur kynnt fara 17% útgjalda heimila til kaupa á mat og óáfengum drykkjarvörum, 17,3% til reksturs húsnæðis, 15,8% til ferða og flutninga og 13% til tómstundaiðkunar og menningar- mála. Vísitölugrunnurinn byggist á viðamikilli neyslukönnun sem gerð var 1995 en samkvæmt henni voru meðalútgjöld heimilanna 2,3 millj- ónir króna á ári. I dreifbýli voru meðalútgjöldin 2 milljónir króna, á höfuðborgarsvæðinu 2,3 milljónir og í öðm þéttbýli 2,4 milljónir. Litlar breytingar urðu á samsetn- ingu vísitölugrunnsins en samsetn- ing einstakra flokka breyttist nokk- uð. Útgjöld til kaupa á mat- og drykkjarvöru eru nær sama hlutfall af heildarútgjöldum og áður, hlut- fall ferða og flutninga hækkar, _en húsnæðiskostnaður minnkar. Út- gjöld á kaffihúsum hafa aukist og sama gildir um skyndibitakaup sem hafa aukist á kostnað annarrar matvöru. ■ Helmingur/12 ------♦ ♦ ♦---- Víkartindur Fá að leysa út vörur SÝSLUMAÐURINN í Rangárvalla- sýslu hefur ákveðið að eigendur farms um borð í Víkartindi geti leyst til sín vörur sínar gegn afhendingu tryggingar í formi yfirlýsingar vá- tryggjanda vöru, bankaábyrgðar eða geymslugreiðslu. Akvörðunin, sem byggð er á lög- um um skipsströnd og vogrek, mið- ar að því að tryggja greiðslu kostn- aðar við björgun farms og annars hugsanlegs kostnaðar sem farmeig- endum verður gert að greiða vegna strandsins. í frétt frá sýslumanni segir að farmeigendur geti snúið sér til Eimskips til að fá vöru af- henta. Með undirritun ábyrgðaryfir- lýsingar afsali þeir sér ekki rétti til að bera ágreining um greiðslu- skyldu undir dómstóla. Losun gáma úr lestum hafin Losun gáma úr lestum Víkartinds hófst á fimmtudag. Voru fyrstu gámarnir fluttir á athafnasvæði Eimskips í Sundahöfn í gærkvöldi. ------♦■•♦ ♦--- Tarzan í trjánum HITINN fór upp í 15 stig á Akur- eyri um miðjan dag í gær og greinilegt að vorið er komið. Þeir voru því ekki seinir á sér, félagarnir Tómas og Daníel og þustu út í garð þar sem trén hentuðu sérlega vel til klifurs. Áfram er spáð lilýju veðri á land- inu. í dag á að verða sex til fimmtán stiga hiti, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.