Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Frances Cairncross, ritstjóri hjá The Economist Kvótakerfíð gallað án endurgj alds íslendingar hafa stigið skref í skynsemisátt í fískveiðistjómun, en á meðan kvótar falla útgerðum endurgjaldslaust í hlut er kvóta- kerfið hér á landi gallað, að sögn Frances Caimcross, sérfræðings í umhverfísmálum. FRANCES Cairncross, rit- stjóri hjá_ The Economist, segir að íslendingar ættu að hugsa sig um tvisvar áður en ákveðið yrði að hefja hval- veiðar að nýju vegna þess að með því gætu þeir markaðir, sem við vildum vinna, lokast og gagnrýnir kvótakerfið vegna þess að ríkið láti kvóta endurgjaldslaust af hendi. Hún er þeirrar hyggju að íslend- ingar geti hagnast stórlega af því að auglýsa að fiskveiðar séu stund- aðar með arðbærum hætti þannig að neytandinn viti hvaða vöru hann sé að kaupa, láta ætti hvern íslend- ing hafa hlut í árlegum heildar- kvóta, sem hann geti síðan selt útgerðarmönnum, og bjóða miða inn á hálendi íslands á uppboði á alnetinu til að takmarka ágang ferðamanna, en tryggja tekjur af íslenskri náttúru. Cairncross er ritstjóri hjá viku- ritinu The Economist og fjallar um fjölmiðla og upplýsingatækni, en var ritstjóri umhverfismála hjá sama blaði þar til fyrir hálfu ári. Hún ávarpaði í gær bæði fund Verslunarráðs íslands og blaða- menn á ráðstefnu á vegum um- hverfisi-áðuneytisins. Hún hefur skrifað tvær bækur um umhverfis- mál og í haust kemur út bók eftir hana um þróun fjölmiðlunar. Á fundi Verslunarráðs fjallaði hún um tengsl viðskiptalífs og umhverfismála og hvernig þetta tvennt getur átt samleið þannig að það sé hagur fyrirtækja að huga að vernd umhverfisins. Eitt af því, sem Cairncross hefur mikið velt fyrir sér, er samspil rík- is, fyrirtækja og umhverfis. Hún kvaðst aðeins hafa kynnt sér fyrir- komulag fiskveiða á íslandi, þótt um þau mál hafi ekki verið talað á fundinum. „Eg veit að þið eruð með kvóta- kerfi og það hefur bæði haft í för með sér að ofveiði hefur linnt og gert nokkrar útgerðir stórríkar." Hún sagði að víða væru fiskveið- ar enn niðurgreiddar, _sem aðeins ýtti undir ofveiði, en á íslandi hefði það verið stöðvað og eitt skref verið stigið í skynsemisátt. „En í raun ætti útgerðin að borga fyrir að nota hina takmörk- uðu auðlind," sagði hún. „Þegar um er að ræða kvótakerfi ætti að leigja það samfélaginu með ein- hvetjum hætti. Ein leið, sem ríkis- stjórnin gæti farið, til að draga úr tekju- eða virðisaukaskatti væri að láta þá, sem hafa kvóta, leigja hann af stjórninni í stað þess að hann sé hrein og bein eign þeirra. Þetta er gert á Falklandseyjum og ég held að þegar fram líði stund- ir verði þetta tekið upp víðar. I Bretlandi er um þessar mundir mikið rifist vegna þess að Spán- vetjar veiða í okkar lögsögu. Ef Spánveijum væri leigður kvótinn væri ekki jafn mikil spenna vegna þessa máls vegna þess að við fengj- um eitthvað í staðinn." Aíslandi er nokkuð hár virðisaukaskattur, fremur hár tekjuskattur og leið til að ná þessu niður væri að leigja auðlindina. Þið eruð í raun í sömu stöðu og olíuframleið- andi á borð við Kuwait. Þið eruð með takmarkaða náttúrulega auð- lind, sem reyndar endurnýjast önd- vert við olíu, og þið verðið að ákveða hvernig er skynsamlegast að /íota hana. Ég er þeirrar hyggju að það þurfi að fága íslenska kvótakerfið. Það ætti til dæmis að taka frá um tíu prósent kvótans, sem aðeins yrði leigður litlum bátum. Þið haf- ið í raun búið til markað, sem er of frjáls. Á vissan hátt eruð þið eins og Rússar eftir hrun kommún- ismans, hafið gengið svo langt í einkavæðingu að það hefur gleymst að það þarf eitthvert að- hald. Þetta er ónumið land og þið Morgunblaðið/Kristinn VILHJÁLMUR Þ. Vilhjálmsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, og Ögmundur Jónasson, formaður BSRB, undirrit- uðu samkomulagið i gær. Sveitarfélögin og BSRB Samkomulag um meðferð lífeyrismála 20 flugmenn höfðu ráðisttil FÍ FÍ A ver hag sinna manna FÉLAG íslenskra atvinnuflug- manna, FÍA, mun standa vörð um hagsmuni rúmlega tuttugu félagsmanna sem höfðu ráðið sig til Flugfélags íslands. Krist- ján Egilsson, formaður FÍA, segir félagið ekki hafa aðstöðu til þess að tjá sig um úrskurð samkeppnisyfirvalda, sem sett hefur skilyrði fyrir samruna innanlandsflugs Flugleiða og Flugfélags Norðurlands. Kristján segir þó ljóst að úrskurður samkeppnisyfir- valda snerti mjög hagsmuni félagsmanna. „Við erum hins vegar lítið fyrir að reyna að leysa vandamál áður en við vitum hver þau eru. Við eigum einskis annars úrkosti en að sitja hér og fylgjast með því sem gerist. Við fundum ekki fyrr en ljóst liggur fyrir hvern- ig málið þróast," sagði Krist- ján.^ „Ég velti því hins vegar fyr- ir mér hvetjar skuldbindingar þeirra eru sem hafa ráðið fjöld- ann allan af flugmönnum til nýs flugfélags. Líðst þeim að segja bara: „Bless, bless, allt í plati“,“ sagði Kristján. Hann segir að þarna sé um að ræða flugmenn sem hafi sagt upp störfum hjá öðrum félögum og eigi ekki afturkvæmt til fyrri starfa. SAMKOMULAG hefur tekist milli Sambands íslenskra sveitarfélaga og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja um skipan sex manna nefndar sem hefur það hlutverk að koma með tillögur um framtíðarskipulag lífeyrismála starfsmanna sveitarfé- laganna. Formaður BSRB og for- maður Sambands sveitarfélaga und- irrituðu samkomulagið í gær. Ný lög um Lífeyrissjóð starfs- manna ríkisins kallar á að sveitarfé- lögin bregðist við breyttri stöðu í Iíf- eyrismálum opinberra starfsmanna. Níu sveitarfélög starfrækja lífeyris- sjóði, en starfsmenn annarra sveitar- félaga greiða í LSR. Á vegum Sam- bands íslenskra sveitarfélaga hefur verið starfandi nefnd um lífeyrismál og hefur hún lagt fram tillögu um að öll sveitarfélögin í landinu stofni sameiginlegan lífeyrissjóð. Viðræður hafa farið fram milli sveitarfélaganna og BSRB um þessi mál í tengslum við gerð nýrra kjarasamninga og hafa þær leitt til samkomulags um stofnun lífeyrisnefndar. Á að ljúka störfum fyrir haustið Hlutverk nefndarinnar er að fjalla um framtíðarskipan lífeyrissjóðs- mála sveitarfélaganna. í öðru lagi að tryggja að lífeyrisréttindi starfs- manna sveitarfélaganna rýrni ekki frá því sem nú er og verði jafngild þeim réttindum, sem breytingar á LSR hafa haft í för með sér. I þriðja lagi að fjalla um kosti og galla mis- munandi lífeyriskerfa og kynna nið- urstöðu þeirrar umfjöllunar fyrir sveitarstjórnum og aðildarfélögum BSRB. Nefndin á að ljúka störfum eigi síðar en 1. október 1997. Morgunblaðið/Kristinn eruð frumheijar. En þið gætuð búið til fyrirmynd fyrir aðrar þjóð- ir. Það eru til dæmis mörg þróunar- ríki í sömu stöðu.“ Cairncross kvaðst hafa tekið eftir því, að hér á landi væri um- ræða um það hvort heíja ætti hval- veiðar að nýju. Mín afstaða er sú að þið séuð með sjávarútveg, sem er rekinn með sjálfbærum hætti," sagði Cairncross. „Þið eruð með neytendur, sem eru í auknum mæli áfjáðir í að vita hvaðan varan kemur. Afleiðing kúariðufársins verður til dæmis sú að fólk mun fylgjast miklu nánar með uppruna kjötsins, sem það borðar, og ekki aðeins vilja vita frá hvaða landi það er heldur hvaða bóndabæ. Það er að minni hyggju hægt fyrir ís- lendinga að markaðssetja fisk ekki aðeins á þeirri forsendu frá hvaða landi hann sé, heldur hvaða bátur hafi veitt hann. Það er hægt að i fara í þá átt. Ef þið viljið auka verðmæti fisks með því að segja að hann sé veidd- ur með sjálfbærum hætti og um Ieið heíja hvalveiðar munið þið angra þá markaði, sem þið viljið leggja undir ykkur. Ástæðan er sú að það eru aðeins fáar þjóðir í heiminum, sem telja að hvalveiðar séu til góðs. Þegar Norðmenn, Is- lendingar og Japanar hafa verið nefndir hefur listinn nánast verið k tæmdur. Ef hvalveiðar væru stór hluti I veiðanna, ef hvalur væri helmingur | aflans úr hafi, væru ef til vill kom- in rök fyrir því að fara í átök við umhverfisverndarsinnana vegna þessa máls, en þær munu alltaf verða það lítill hluti að það er ekki þess virði. Það stríðir gegn þeirri fiskveiðistefnu, sem þið ættuð að fylgja,“ sagði Frances Cairncross. Samningur ísal gildir til 30. nóv 2000 Samið um starfs- nám 1 áliðnaði SAMNINGUR sá, sem gerður var í fyrrakvöld um kjör 400 starfs- manna Islenska álfélagsins, gildir til 30. nóvember árið 2000, að sögn Gylfa Ingvarssonar, aðaltrún- aðarmanns starfsfólks hjá álver- inu. Hann metur upphafs- og áfangahækkanir samningsins til 16,5% hækkunar en önnur atriði til 1,5% hækkunar að meðaltali. Einnig var samið um starfsnám í áliðnaði sem stefnt er að að hefjist um næstu áramót. Upphafshækkun samningsins er 4,7% og síðan hækka laun um 4% um næstu áramót, um 3,5% 1. jan- úar 1999 og um 3,25% 1. janúar árið 2000. Að sögn Gylfa hafa bónusar einnig verið felldir inn í launatöflur og í tengslum við það gert samkomulag um breytingu á orlofs- og desembergreiðslum. 1 'A klst. fyrir hverja klst. sem vantar á hvíld Þá var samið um framkvæmd hvíldartímaákvæða og hámark yfirvinnu þannig að náist ekki 11 tíma lágmarkshvíld milli vinnu- vakta komi 1 '/2 klukkustund í hvíld fyrir hveija klukkustund sem á vantar. Jafnframt var vöktum fækkað um tvær hjá þeim sem vinna þrískiptar sólarhringsvaktir og vinnuskylda þeirra minnkuð enda hefur orðið sú breyting á að sögn Gylfa að næturvaktir eru ekki lengur rólegar þjónustuvaktir heldur er jöfn framleiðsla allan sólarhringinn. „Við gerðum einnig samkomu- lag um að það yrði komið á starfs- námi sem taki mið af starfsnámi í áliðnaði í Noregi og byggist á því að menn fái fagbréf í þessi sérhæfðu störf,“ sagði Gylfi. Miðað er við að samið verði sérstakiega um greiðslur og sókn starfsnáms- ins en undirbúningur en samkomu- lag er um að hefja undirbúning þess og miða við að það geti haf- ist um næstu áramót. Gylfi sagði að í þessum samn- ingi hefði ekki verið tekið sérstak- lega á málefnum hinna lægst laun- uðu enda hefði samningur frá 1995 tekið á því en þann samning kallar Gylfi einhvern mesta jafnlauna- samning sem til er. Sameiginleg atkvæðagreiðsla Samningurinn gildir fyrir um 400 starfsmenn ísal, og eru þeir félagsmenn í 9 stéttarfélögum. Kynningarfundir verða í fyrirtæk- inu á mánudag og þriðjudag og þar verða greidd atkvæði um samningana en jafnframt verður atkvæðagreiðsla haldin í fyrirtæk- inu frá þriðjudegi til og með 21. apríl næstkomandi en atkvæði verða talin þann dag. Verður talið sameiginlega fyrir alla starfsmenn en ekki fyrir hvert stéttarfélag fyrir sig. i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.