Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 60
„ % 60 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MYNDBOND/KVIKMYNDIR/ÚTVARP-SJÓNVARP MYNDBOND Frábær persónusköpun Fallegar stúlkur (Beautiful Girls) Gamansamt tilvistardrama ★ ★ '/j Framleiðandi: Miramax Leikstjóri: Ted Demme. Handritshöfundur: Scott Rosenberg. Kvikmyndataka: Adam Kimmel. Tónlist: David A. Stewart. Aðalhlutverk: Matt Dillon, Lauren Holly, Timothy Hutton, Rosie ODonnel, Marthe Plimpton, Nathalie Portman, Michael Rapap- ort, Mira Sorvino og Uma Thur- man. 108 mín. Bandaríkin. Mira- max/Skífan 1997. Útgáfudagur: 2. apríl. Bönnuð börnum yngri en 12 ára. MYNDIN gerist á nokkrum dög- um í smábæ í Massachusetts. Hún fjallar um vinahóp um þrítugt og væntingar þeirra til lífsins og ástar- innar. Flestir eru við það að festa ráð sitt, en drengirnir eru fullir efa um hvort þeir hafi fundið réttu kon- una. Helstu kostir þessa gamansama tilvistardrama er frábær og raunsæ -v persónusköpun, sem er undirstaða þess konar kvikmynda, auk vel skrif- aðs handrits, sem myndin skartar einnig. Handritið byggist að mestu leyti á stemmningaratriðum þar sem mannleg samskipti og misjafnar lífs- sýnir eru brotnar til mergjar, og eru mörg atriðin ansi áhrifarík og skemmtileg. Minna fer þó fyrir eiginlegri sögu og framvindu henn- ar, og er myndin á köflum einungis mannlýsingar. Til að túlka þessi íjöl- breyttu hlutverk hefur leikstjórinn fengið til sín góðan hóp leikara sem allir standa sig vel, þótt aðrir beri af. Timothy Hutton kemur skemmtilega á óvart sem sjarmörinn í hópnum. Það er langt síðan hann fékk svona skemmtilegt Hnefaleikastjörnur á Sýn > OSCAR De La Hoya gefur ungum aðdáanda eiginhandaráritun. Box er listgrein þegar best lætur ÁHUGAMENN um hnefaleika geta horft á beina útsendingu frá viðureign Oscar De La Hoya og Pernell Whitaker sem hefst kl. 1.55 í nótt á Sýn. Bubbi Mortens, tónlistarmaður og hnefaleika- áhugamaður, mun lýsa leiknum. Að sögn hans er þessi viðureign einn stærsti íþróttaviðburður árs- ins. „Keppendurnir tveir eru í sér- klassa, elítumenn í sinni grein. Þetta er viðureign sem verður skráð í sögubækurnar.“ De La Hoya á 23 bardaga að baki og hefur hrósað sigri í þeim ölium. Whitaker á 40 viðureignir að baki og hefur einu sinni mátt þola tap í hringnum. Hann er sex- faldur meistari í mismunandi þyngdarflokkum, að sögn Bubba, og verðugur andstæðingur. „Það er sjaldgæft að þeir allra bestu inæti hvor öðrum. Umboðsmenn- irnir velja örugga mótherja til N þess að ekki sé barið á peninga- maskínunum." Biaðamanni iék forvitni á að vita hvað það væri við hnefaleika sem heiliar Bubba. „I grundvall- aratriðuin byggjast hnefaleikar á sömu strategíu og skák. Skák er andlegt ofbeldi en í hnefaleikum er ofbeldið bæði andlegt og likam- legt. Þegar best lætur er þetta iist- grein.“ það mjög vel úr hendi. Mat^^B^T*Ieikur hér sama hálfmisheppnaða töffarann og oft, en honum fer það vel. Michael Rapaport er vægast sagt frábær í sínu hlutverki, og skapar mjög trú- verðugan og eftirminnilegan karakt- er sem er ráðvilltur og ofsóknarbijál- aður út í kvenþjóðina yfir höfuð. Max Perlich er mjög sannfærandi sem lúðinn sem fylgir öllum góðum vinahópum, sem oft eiga lítið eftir sameiginlegt nema væntumþykju vegna góðra minninga. Stjarna myndarinnar er þó hin unga Nat- halie Portman, sem er ótrúiega góð leikkona þrátt fyrir sinn unga aldur. Flestir muna eftir henni sem Matt- hilda í myndinni Léon, þar sem hún stóð sig einnig mjög vel. Hér leikur hún unga og bráðgáfaða nágranna- konu sem Hutton verður skotinn í þótt 16 ár skilji þau að. Samleikur þeirra er frábær, og er skautaatriðið mjög hrífandi. Fallegar stúlkur er mjög vel gerð, smekkleg og áhri- farík mynd fyrir alla sem elska, en eiga það til að halda grasið grænna hinum megin. Eða eins og Timothy Hutton segir í myndinni, þá viljum við „eitthvað fallegt" í lífinu, og ástinni sem við öll sækjumst eftir. Hildur Loftsdóttir Fríkuð saga Galdrafár (Rough Magic) <1 a m a n m y n il ★ ★ Framleiðandi: UGC Images. Leik- stjóri: Clare Peploe. Handritshöf- undar: Robert Mundy, William Bro- okfield og Clare Peploe eftir sögu James Hadley Chase. Kvikmynda- taka: John J. Campbell. Tónlist: Richard Hartley. Aðalhlutverk: Birdget Fonda, Russel Crowe, Jim Broadbent og Paul Rodriguez. 100 mín. Bandaríkin. 20th Century Fox/Skífan 1997. Útgáfudagur: 9. apríl. Myndin er bönnuð börnum innan 12 ára. MYRA leikin af Bridget Fonda er mikið efni í góðan galdramann. Hún er á flótta undan tilvonandi eiginmanni sínum, sem er spilltur þingmaður. Hún heldur til Mexíkó, þar sem rannsóknarblaðamaður slæst í för með henni, auk skottu- læknis sem trúir að Myra geti hjálpað honum að komast yfir upp- skrift að fornu töfralyfi indíána. Sagan er vægast sagt fríkuð, og margt óvænt og undarlegt sem gerist. Það sem gerir myndina hins vegar að meðalmynd, er allt sem lýtur að leikstjórn og tæknilegri úr- vinnslu. Leikar- arnir eru alls ekki nógu góðir. Jim Broadbent sem leikur skottulækninn er þó ágætur. Myndin fjallar um galdra, dulræna hluti og dálítið af ást. Þetta gleymdist að tulka bæði í mynd og hljóði, og skemmir það mikið fyrir. Sagan á það til að vera heldur viðburðalítil á köflum, en þar hefði dularfullt yfirbragð og stemmning getað gert gæfu- muninn. Því miður er Ross alls ekki nógu mikill sjarmör, og allan hita og samleik vantar hjá honum og Fonda. Það er synd að úr- vinnsla þessa handrits hafi ekki tekist betur, því það á vissulega sína góðu punkta. Hildur Loftsdóttir MYNDBÖND SÍÐUSTU VIKU Skriftunin Drápskrukkan (Le Confessional) ★ ★ ★ ★ (TheKillingJar)k'h Margfaldur Stóra blöffið (Multiplicity)'k k Vi (The Great White Hype)k k Hættuleg ást Hin fullkomna dóttir (Sleeping With Danger) k (The Perfect daughter)kr 'h Draumar og brimbretti Englabarn (BlueJuice)-k k (Angel Baby)-k k 'h Draumurinn um Broadway Fatafellan (Manhattan Merengue) (Striptease) ★ ★ 1 nunnuklaustri Háskólakennari (Changing Habits) ★ ★ á ystu nöf Morðstund (Twilight Man)k ★ ★ (A Time to Kill)-k ★ ★ Jack Reed IV: Ibúð Joe Löggumorð (Joe’s Apartment) -k'/i (Jack Reed IV: One of Our Own) Alaska ★ ★ (Alaska) ★ ★ Dauðsmannseyjan Tryggingasvindl (Dead Man ’s Island)k (Escape Clause) ★ ★ 'h „De La Hoya er einn af þeim þekktustu og stærstu í Banda- rikjunum," segir Bubbi. „Hann er einnig fyrirsæta, mjög myndar- legur maður með viðurnefnið „Golden Boy“. Konur eru sérstak- lega hrifnar af honum og falla sumar hverjar í yfirlið þegar þær fylgjast með honum keppa. Það má segja að það sé „cult“ í kringum De La Hoya. Hann er vinsæll gestur í spjallþáttunum enda talinn afburðagreindur sem er ekki mjög algengt meðal hnefa- leikakappa. Hann er líka talinn góð fyrirmynd, drekkur ekki o.s.frv. De La Hoya er súperstjarna 25 ára gamall. Vinsældirnar má rekja til þessþegar hann fékk gullverð- laun á Olympíuleikunum í Barcel- ona. Móðir hans dó rétt áður en leikarnir hófust og þegar De La Hoya vann gullið tileinkaði hann verðlaunin minningu hennar." Með svona sögu í farteskunni, fallegt útlit og greindarlega fram- komu er auðvelt að sjá hvernig De La Hoya uppfyllir ameríska drauminn og fær viðurnefnið gull- drengurinn. Aðspurður um viður- nefnin (Whitaker er kallaður Pernell Sweet) sagði Bubbi þau amerískt fyrirbæri, notuð til þess að skapa stemmningu. LAUGARDAGSMYNDIRSJONVARPSSTOÐVANNA Sjónvarpið ►22.15 Bandaríski grínistinn Dave Thomas leikstýrir Greftrun við Niagara (Bury Me At Niagara, 1993) um ungan mann sem að ósk móður sinnar grefur upp lík hennar og hyggst grafa að nyju við Niagarafossa. Ekki er vitað um útkomu þessarar graf-alvarlegu myndar en í aðalhlutverkum eru Jean Stapleton og Geraint Wyn Davies. Sjónvarpið ►23.50 Rebecca Gibney í hlutverki Jane Halifax réttargeðlæknis leysir enn eina ástralska ráðgátu í Halifax: Harðj- axlar (Halifax: Hard Corps, 1995), nánar tiltekið innan lögreglunnar sjálfrar eftir að hún tekur að sér áfallahjálp fyrir tvær löggur. Stöð 2 ►15.20 Ameríkanar eru voða veikir fyrir því að endurvekja eftirlætisdrauga sína úr sjónvarp- inu og gera bíómyndir þeim til heið- urs (The Untouchables, Mission: Impossible, The Beverly Hillbillies og allt þar á milli). Brady-fjöl- skyldan (The Brady Bunch: The Movie, 1995) er hylling til grínsápu frá áttunda áratugnum sem okkur var sem betur fer hlíft við hér á landi. En myndin er ekki óskemmti- leg paródía og hefur húmor fyrir sjálfri sér. Aðalhlutverk Shelley Long, Gary Cole og Michael McKe- an. Leikstjóri er Betty Thomas. ★ ★ Yz Stöð 2 ►21.25 Sandra Bullock er sjarmerandi að vanda í róman- tísku gamanmyndinni Á meðan þú svafst (While You Were Sleeping, 1995). Gallinn er sá að hún er of sjarmerandi til að leika unga konu sem á erfitt með að sjarmera aðra en aula, þar til hún bjargar lífi Peters Gallagher. Þá kemur Bill Pullman til skjalanna en síðan hve- nær er hann ekki auli? Osannfær- Enn og aftur ENDURGERÐIR eldri bíómýnda eru því miður viðvarandi einkenni á uppdráttarsýkinni! Hollywood og ég minnist engrar sem slær út frumgerðina eða bætir einhverju við hana, öðru en tæknilegri brellum, nekt og ofbeldisatriðum. Þetta gildir einnig um Flóttann (The Getaway, 1994, Stöð 2 ► 23.15) sem viriðst engum öðrum tilgangi þjóna en að leyfa hjónunum Kim Basinger og Alec Baldwin að spóka sig í fótsporum annarra hjóna, Ali MacGraw og Steves McQueen, úr samnefndri has- armynd Sams Peckinpah tveimur áratugum áður. Kona bankaræn- ingja nær honum út úr fangelsi með því að halda fram hjá honum; hún fórnar tryggð sinni við hann vegna tryggðar sinnar við hann. Þetta er góð dramatísk grunnþversögn sem ekki nýtist alveg nógu vel í þeim eltingaleik og blóðsúthellingum sem á eftir fylgja. Mynd Peckinpahs átti mörg góð augnablik en það á reyndar endurgerð Rogers Donaldson líka; þau eru bara færri. James Woods KIM Basinger - gerist ótrú af einskærri tryggð. og Michael Madsen eru góðir skúrk- ar; Ben Johnson og Al Lettieri voru bara betri. Og ekki þarf að ræða muninn á pörunum tveimur. En samt - alllífleg skemmtun á laugardagskvöldi. ★ ★ 'A andi dægradvöl en dægradvöl samt. Leikstjóri Jon Turteltaub. ★ ★ ‘A Stöð 2 ►23.15 - Sjá umfjöllun í ramma. Stöð 2 ►1.10 Frú J im Carrey, Lauren Holly leikur í spennumynd- inni Hættulegur leikur (Dangero- us Heart, 1993) ekkju spilltrar löggu sem fer óafvitandi að slá sér upp með bófanum sem banaði eigin- manninum. Mér ókunn en Martin og Potter segja orðrétt: Leiðinleg, ótrúverðug, illa leikin og illa samin. Þau gefa 0. Leikstjóri Michael Scott. Sýn ►21.00 Michael Douglas og Melanie Griffith bæta ekki rósum í hnappagöt sín ! njósnamynd úr síðari heimsstyijöldinni í klóm arnarins (Shining Through, 1992). Rómantík og spenna eru af of skornum skammti, myndin of löng en umgjörð vönduð. Leikstjóri David Seltzer. ★ ★ Árni Þórarinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.