Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 33
32 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. OÞOLANDI FORS JÁRHY GGJA VERÐI frumvarp ríkisstjórnarinnar um skyldutryggingu líf- eyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða að lögum óbreytt, breytast allar forsendur fyrir áformum þúsunda manna um líf- eyrissparnað til elliáranna. Frumvarpið kveður á um að þeir, sem tii þessa hafa lagt lífeyrisiðgjöld sín eða hluta þeirra í sér- eignarsjóð, verði skyldaðir til að greiða 10% af öllum launum sínum í sameignarsjóð. Lítill minnihluti fóiks á vinnumarkaði hefur verið undanþeg- inn þeirri skylduaðild að lífeyrissjóðum stéttarfélaga, sem lang- flestir launþegar búa við. Einkum er þetta fólk, sem stendur utan stéttarfélaga eða starfar sem sjálfstæðir atvinnurekendur. Þessi hópur hefur með öðrum orðum verið eina fólkið, sem hef- ur sjálft mátt ráða því hvernig það ráðstafar lífeyrisiðgjöldum sínum. Stór hópur, eða á bilinu 3.000 til 5.000 manns, hefur afráðið að treysta séreignarsjóðum fyrir þessu fé og hefur talið hag sinn bezt tryggðan með því. Verði frumvarpið að lögum er þetta fólk svipt þessu val- frelsi. Það mun fá að ráða því, í hvaða sameignarsjóð það greið- ir, en vilji það greiða áfram í séreignarsjóð verður það að bæta viðbótariðgjaldi við tíundina, sem það geldur í sameignarsjóð. í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar segir með- al annars: „Tryggja þarf aukið valfrelsi í lífeyrissparnaði og innleiða samkeppni milli lífeyrissjóða." Ef tekið er mið af þing- málum, sem þingmenn stjórnarflokkanna hafa flutt, og yfirlýs- ingum forystumanna ríkisstjórnarinnar fyrr á kjörtímabilinu, hefði mátt búast við að breytingin á lífeyrissjóðakerfinu yrði í þveröfuga átt; að öllum launþegum hefði verið veitt frelsi til að velja sinn eigin iífeyrissjóð og sparnaðarform. Aðeins þannig er hægt að tryggja samkeppni milli lífeyrissjóða. Þess í stað er valfrelsið skert, þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar. Nú er ljóst að ríkisstjórnin hugðist upphaflega ekki fara þá leið, sem farin er í lífeyrisfrumvarpinu. Hún hugðist setja 10.000 króna þak á mánaðarlega skyldugreiðslu launþega í sameignar- sjóð, en leyfa frjálsa ráðstöfun lífeyrisiðgjalda umfram það. Ríkisstjórnin var hins vegar þvinguð til þess af fámennum hópi verkalýðsleiðtoga og atvinnurekenda, sem hafa komið sér upp þægilegu samtryggingarkerfi í stjórnum lífeyrissjóða launþega, að breyta stefnu sinni, með hótunum um að ella yrði enginn friður á vinnumarkaðnum. Séreignarsjóðirnir hafa vaxið gífurlega á undanförnum árum og eru sjóðfélagar í þeim nú alls á ellefta þúsund. Mikill meiri- hluti nýrra sjóðféiaga er ungt fólk, sem gjarnan starfar sjálf- stætt eða rekur eigið fyrirtæki. Þetta fólk hefur ekki talið sam- eignarsjóðina góðan kost til að tryggja sér lífeyri til elliáranna. Hins vegar hefði það verið alveg viðunandi kostur fyrir þetta fólk að greiða af ákveðnum hluta launa sinna í sameignarsjóð en af hluta í séreignarsjóð. Samkvæmt frumvarpinu verður það hins vegar að greiða 10% af öllum launum sínum í sameignar- sjóð en á síðan kost á að auka lífeyrissparnað sinn umfram það í séreignarsjóð. Það er hins vegar meira en hæpið að sá kostur sé raunhæfur, eins og allir sjá. Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, er einn þeirra stjórn- málamanna, sem á mörgum undanförnum árum hafa barizt hart gegn forsjárhyggju í stjórnmálum. í viðtali við Morgunblað- ið í gær kemur hins vegar í ljós, að ráðherrann ætlar að hafa vit fyrir sjóðfélögum séreignarsjóðanna og ákveða fyrir þá á hvað löngum tíma þeir geti tekið út lífeyrissparnað sinn. Nú er það hægt á 10 árum en ráðherrann leggur til að það verði á 15 árum. Hvers vegna? Ráðherrann telur hættu á, að fólk eyði öllum lífeyrissparnaði sinum á 10 ára tímabili og leggist svo upp á ríkið! Þetta er einhver mesta forsjárhyggja, sem lengi hefur sést í stjórnmálaumræðum hér. í þessu sambandi er ástæða til að benda á, að nú geta sjóðfé- lagar í séreignarsjóðum keypt sér tryggingar þannig að lífeyris- greiðslur séu tryggðar allt til æviloka. Sjóðfélagar í lífeyrissjóðunum voru að sjálfsögðu ekki spurð- ir álits, þegar forystumenn verkalýðshreyfingar og vinnuveit- enda ákváðu að beita ríkisstjórn og Alþingi Islendinga kúgun og hafa með þeim hætti áhrif á, hvernig einstaklingar ráðstafa eigin fjármunum. Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvern- ig Vinnuveitendasamband íslands rökstyður þessa pólitík í Ijósi kröfugerðar þeirra samtaka á öðrum vígstöðvum um frelsi í viðskiptum og athafnalífi og baráttu samtakanna gegn forsjár- hyggju- Kannanir hafa sýnt að mikill meirihluti launþega er fylgjandi breytingum í frjálsræðisátt í lífeyriskerfinu og málið liti senni- lega öðruvísi út, ef ríkisstjórnin þyrfti einvörðungu að verja gerðir sínar í þessum málum fyrir kjósendum, en væri ekki í skrúfstykki hagsmunahóps atvinnu- og verkalýðsrekenda. Hvað sem hótunum verkalýðsforingja og atvinnurekenda líð- ur, geta ríkisstjórn og Alþingi einfaldlega ekki leyft sér að gerbreyta með einu pennastriki öllum forsendum fyrir jafnmikil- vægum þætti í fjármálum einstaklinga og lífeyrissparnaði þeirra. Það er kominn tími til að sjóðfélagar, jafnt þeir, sem nú eru bundnir á klafa skylduaðildar, og hinir, sem eiga aðild að sér- eignarsjóðum, láti í sér heyra og andmæli þessum áformum. Ung ekkja varðskipsmanns og tveggja barna móðir arflaus eftir fráfall hans „Dánarbætur of lágar“ Dánarbætur vegna fráfalls bátsmanns er tók út af varðskipinu Ægi þann 5. mars sl. nema tæpum tveimur milljónum króna. Jóhanna Ingvarsdóttir komst að því að ef sarni maður, sem einnig starf- aði sem kafari, hefði farist við köfun, hefðu dánarbæturnar numið tólf milljónum króna. TUTTUGU og sex ára gömul ekkja, Kristín Geirþrúður Gísladóttir, stendur uppi eignalaus eftir fráfall sam- býlismanns síns, Elíasar Arnars Kristjánssonar, sem fórst við björg- unarstörf vegna Víkartinds hinn 5. mars síðastliðinn. Mál þetta var til umfjöllunar í fréttum Sjónvarps í fyrrakvöld. Elías, sem vai'.þrítugur að aldri, starfaði sem bátsmaður og kafari á varðskipinu Ægi, en þar sem Kristín og Elías heitinn voru í óvígðri sam- búð nýtur hún ekki erfðaréttar eftir hann, heldur fellur arfurinn til tveggja ungra barna þeirra. Dánar- bætur til Kristínar hafa verið greidd- ar og nema þær 644 þúsundum króna og sama fjárhæð hefur verið greidd hvoru barni fyrir sig, þær settar inn á reikning og frystar þar til börnin verða lögráða. Dánarbætur til þeirra nema því samtals 1.932 þúsund krónum og verður ekki um frekari dánarbætur að ræða. Elías var einn skráður eigandi að tveggja herbergja íbúð að Vindási 3 í Reykjavík, talsvert skuldsettri. Af arfinum þurfa börnin að greiða erfða- fjárskatt þar sem Kristín getur ekki fengið, sem sambýliskona, leyfi til setu í óskiptu búi. Fyrir liggur nú að Kristín þarf, vegna gildandi lagaá- kvæða, að sjá börnum sínum fýrir framfærslu og húsnæði og mun hún því þurfa að leigja íbúðina af börnum sínum í þessu skyni enda kveða lög á um að tryggt sé að ekki verði geng- ið á eign hinna óijárráða barna. Hilm- ar Magnússon, héraðsdómslögmaður, hefur verið skipaður lögráðamaður barnanna til 18 ára aldurs til að tryggja hagsmuni þeirra. Lágar bætur og óvígð sambúð Morgunblaðið/Ámi Sæberg í HVERT sinn sem varðskip leggur úr höfn má búast við því að skipverjar þurfi að takast á hendur áhættusöm verk og er þá ekkert spurt um vilja skipverja þegar á hólminn er komið. Þorgeir Örn Elíasson, móðurbróðir Elíasar heitins, segir að sé litið fram hjá því hörmulega slysi, sem þarna hafi átt sér stað, væri tvennt sem vekti helst upp spurningar. í fyrsta lagi hvað réði svo lágum dánarbótum til manna, sem legðu líf sitt að veði við björgunarstörf, og í annan stað væri fólk í óvígðri sambúð ---------------- að uppgötva það sér til Gæslan hefur skelfingar hver staða þess óskað eftir í reynd væri. endurskoðun „Það er mikill misskiln- ingur, sem virðist vera á sitja í óskiptu búi,“ segir Hilmar Magnússon. Þess má einnig geta, að erfðarétturinn hefði farið til eftir- lifandi föður Elíasar, sem búsettur er erlendis, hefði hann sjálfur ekki átt börn. Að sögn Hilmars eiga opinberir starfsmenn, sem ráðið hafa sig til áhættusamra starfa lítið val þegar á hólminn er komið og taka þarf þátt í björgunarstörfum af einhveiju tagi. Þeir þurfi að taka þátt í þeim störf- um, sem þeir séu ráðnir til, hvort sem þeim líkaði það betur eða verr. „Þegar maður hugsar til þess að um áhættusöm störf er að ræða í eðli sínu, hlýtur maður að gagnrýna það hvernig tryggingamálum þessara manna er háttað, eins og raun ber vitni.“ Nauðsynlegt að hækka tryggingafjárhæðirnar Hafsteinn Hafsteinsson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, sagði að sér kæmi á óvart hversu iágar dánar- bætur sjómanna væru. Sín skoðun væri sú að nauðsynlegt væri að hækka þessar bætur til sjómanna almennt. „Ég óska eindregið eftir endurskoðun á þessum málum og hef nú þegar gert ráðstafanir til þess að þessar tiyggingaíjárhæðir verði hækkaðar þó að sjálfsögðu sé ekki unnt að gera það aftur í tím- ann. Þetta er í raun stéttarfélags- mál, en ég vil samt sem áður beita mér fyrir því að þessar bætur verði hækkaðar og hef nú þegar haft sam- band við framkvæmdastjóra Stýri- mannafélagsins um það efni.“ Hafsteinn segir að um samnings- bundnar bætur við stéttarfélögin sé að ræða sem væru eins hjá öllum --------- sjómönnum, hvort sem menn væra á fiskiskipum, kaupskipum eða varðskip- um. „Aliir sjómenn eru tryggðir skv. sérstökum samningum og skv. þeim ferðinni í þjóðfélaginu að vígð sam- búð og óvígð veiti sama rétt. Flestall- ir þeir, sem eru í sambúð, finna ef til vill ekki svo mikið fyrir þeim leik- reglum, sem gilda, þegar hlutirnir ganga slétt og fellt fyrir sig, því gagnvart skatti, barnabótum, vaxta- bótum og almannatryggingakerfinu virkar óvígð sambúð eins og um vígða sambúð sé að ræða. En þegar eitthvað kemur upp á, t.d. ef annar aðilinn deyr eða það slitnar upp úr sambúð, gilda hvorki skiptareglur hjúskaparlaga né erfðaréttarreglur. Ovígð sambúð veitir eftirlifandi maka heldur ekki rétt til þess að við æfingar, aðgerðir og önnur störf í þágu samtakanna. Dánarbætur nema 5,1 milljón króna og örorku- bætur 8,2 milljónum króna. Björn telur að það hljóti að hafa átt sér stað einhver mistök varðandi tiygg- ingar varðskipsmannsins, að hann skyldi ekki vera betur tryggður. „Mér finnst engin spurning um að forsvarsmenn Landhelgisgæsl- unnar ættu að beita sér fyrir því að ekkjunni verði greiddar réttlátar bætur. Það er fyrir neðan allar hell- ur í-nútíma samfélagi að ættingjar þurfi að ganga fyrir hvers manns dyr af því að björgunarmaður í starfi hjá ríkinu er svo illa tryggður. Um var að ræða mann í mjög áhættu- sömu starfi. Hann var björgunar- maður á hafinu og ættu tryggingar fyrir hann að sjálfsögðu að vera mjög háar. Ég trúi ekki öðru en að ekkjunni og börnunum verði greiddar sambærilegar bætur og ef um t.d. lögreglu- eða björgunarsveitarmann hefði verið að ræða,“ segir Björn. Þreföld trygging meðal lögreglu- og slökkviliðsmanna Sjöfn Óskarsdóttir, framkvæmda- stjóri Landssambands lögreglu- manna, segir lögreglumenn í raun vera með þrefalda tryggingu sem þýddi að dánarbætur, sem rynnu til ekkju lögreglumanns, næmi tæpum 4,4 milljónum króna auk þess sem um 280 þúsund rynnu til hvers barns á framfæri. „Ríkið borgar ákveðna skyldutryggingu fyrir alla opinbera starfsmenn, en síðan hefur Lands- sambandið í samvinnu við dóms- málaráðuneytið keypt aukatrygging- ar hjá Sjóvá-Almennum. Sum félög eru með tvískiptan samning í gildi, annars vegar bætur í frí- tíma og hinsvegar hærri bætur við störf, en okkar reynsla er sú að lögreglu- menn hafa oft slasast líka í frítíma við alls konar Fjársöfnun hafin til styrktar ekkj unni nema dánarbæturnar tæpum tveimur milljónum króna. Við erum hinsvegar með mun hærri dánartryggingar fyr- ir okkar kafara sem nema tólf milljón- um króna sem er svipuð upphæð og starfsmenn Gæslunnar um borð í flugvélunum eru tryggðir fyrir. Dán- arbætur kafara gilda hinsvegar að- eins ef þeir farast við köfun." Mistök hljóta að hafa átt sér stað Björn Hermannsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, lands- sambands björgunarsveita, segir að Landsbjörg tryggi alla sína félaga íþróttaæfingar og annað og því höfum við ekki farið þá leið. Það gilda því sömu bætur hvort sem menn eru við störf eða í fríi þegar óhapp verður. Örorkubætur til lög- reglumanna geta hæst farið í rúm- lega 17 milljónir króna." Tryggingar slökkviliðsmanna eru að heita má svipaðar tryggingum lögreglumanna og hafa þeir sörnu- leiðis keypt sér viðbótartryggingar hjá VIS þótt þeir séu mjög ósáttir við að þurfa að greiða hluta af þeim tryggingapakka sjálfir, að sögn Guð- mundar Vignis Óskarssonar, for- manns Landssambands slökkviliðs- manna. „Sú breyting, sem gerð var fyrir um tveimur árum og fól í sér svokallaða hópslysatryggingu, þýddi auðvitað bættar tryggingar fyrir okkar menn, en sá böggull fylgdi skammrifi að við þurfum nú að greiða eitt af þremur tiyggingaskír- teinum sjálfir sem okkur finnst auð- vitað vera í hrópandi ósamræmi við allt réttlæti." Að sögn Guðmundar Vignis nema dánarbætur til maka slökkviliðs- manna, sem látast, rúmum 4,2 millj- ónum króna. Að auki em greiddar dánarbætur til hvers barns, sem hinn látni hefur átt, rúmar 800 þús. krón- ur. Örorkubætur slökkviliðsmanna nema að hámarki tæpum 7,4 milljón- um króna. Guðmundur Vignir segir dæmi um að engar dánarbætur hafí fengist greiddar við fráfall slökkvil- iðsmanna á besta aldri. Um það væru t.d. tvö tiltölulega nýleg dæmi og í báðum tilvikum hafí verið talið að andlátið væri hægt að rekja til álags, sem ollið hafí heilsubresti. Báðir aðil- ar hafí verið við störf, annar í þrek- prófi vegna starfs síns og hinn í út- kalli. „Ekkjur þessara manna fengu ekki krónu í dánarbætur vegna þess að andlátin voru flokkuð undir veik- indi þótt viðurkennt sé að í starfínu séu menn undir miklu álagi.“ Fjársöfnun fyrir fjölskylduna Hafín er fjársöfnun til styrktar Kristínu G. Gísladóttur og tveimur ungum börnum hennar, Guðjóni Arn- ari þriggja ára og Kristjönu Dögg tveggja ára. Kristín og böm hennar eru mjög efnalítil og hefur Kristín fram að þessu verið heimavinnandi við að gæta bús og barna. Elías heit- inn var því eina fyrirvinna fjölskyldunnar. Landhelgis- gæslan kostaði útför Elías- ar og greiðir auk þess laun hans í tvo mánuði frá dánardegi. Þar sem Ijóst er að Kristín og börnin munu eiga í verulegum fjárhagserfíðleikum hefur Hilmar Magnússon, héraðs- dómslögmaður, ásamt þeim Sigurði Helga Guðjónssyni, hæstaréttariög- manni og Þorgeiri Elíassyni, fram- kvæmdastjóra, gengist fyrir því að fjársöfnunin yrði hafin. Embætti lög- reglustjórans í Reykjavík hefur verið tilkynnt um hana lögum samkvæmt og eru áðumefndir einstaklingar ábyrgðarmenn söfnunarinnar, en söfnun og fjái-vörslu annast Spari- sjóður Reykjavíkur og nágrennis, Skeifunni 11 í Reykjavík. Reiknings- númer söfnunarinner er 440.000. LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 33 . - Hluti hjartavöðva numinn brott við skurðaðgerð á Landspítalanum Morgunblaðið/Kristinn BJARNI Torfason hjai*taskurðlæknir og yfirlæknir skurðdeildar Landspítalans. Gekk von- um framar Á þingi Skurðlæknafélags íslands sem nú stendur yfír á Hótel Loftleiðum eru kynntar ýmsar merkar nýjungar. Ein þeirra er hjarta- skurðaðgerð kennd við brasilíska skurðlækn- inn Batista. Margrét Sveinbiörnsdóttir ræddi við Bjarna Torfason, sem gerði nýlega fýrstu aðgerðina af þessu tagi hér á landi. NÝLEGA var gerð allnýstár- leg hjartaskurðaðgerð á skurðdeild Landspítalans, þar sem stór hluti hjarta- vöðva fertugs karlmanns var skorinn brott í þeim tilgangi að gera hjart- anu kleift að starfa eðlilega á ný. Þetta er í fyrsta sinn sem slík að- gerð er framkvæmd hér á landi en upphafsmaður hennar er brasilíski skurðlæknirinn Randas Batista. Bjarni Torfason hjartaskurðlækn- ir, sem jafnframt er yfirlæknir skurð- deildar Landspítalans, gerði aðgerð- ina og gekk hún vonum framar, að hans sögn. Sjúklingurinn þjáðist af svokallaðri lokastigs hjartabilun af völdum hjartavöðvakvilla með of- þenslu og var á biðlista fyrir hjartaí- græðslu. Hinsvegar voru hverfandi líkur á því að nýtt hjarta fengist í tæka tíð. Að sögn Bjarna er dánar- tíðni þess hóps sem er með svæsna hjartabilun u.þ.b. 40% á ári. Hjarta- bilun er jafnframt ein aðalástæða endurinnlagna á hjartadeildir sjúkra- húsanna. Hlutfallið milli vöðva- massa og þvermáls hjartans Ef lyfjameðferð dugir ekki við hjartabilun er stundum hægt að grípa til skurðaðgerða. Þar er um að ræða nokkrar tegundir aðgerða. Meðal þeirra eru hjartaígræðsla, inn- setning stuðningsdælu og geivi- hjarta. Þeim verður þó ekki lýst hér, nema hinni nýju aðgerð sem kennd er við Batista og gerð var í fyrsta sinn á íslandi í mars sl. Bjarni segir að hugmynd Randas Batista, sem hafi horft upp á hund- ruð sjúklinga deyja af völdum hjarta- bilunar á lokastigi, hafi verið sú að ákveðið hlutfall þyrfti að vera milli vöðvamassa og þvermáls hjartans. Hann komst að því að með því að minnka þvermál vinstri slegils hjart- ans um allt að helming væri hægt að bæta dælustarfsemi hjartans nægilega mikið til að bjarga lífí sjúkl- ingsins. „Hér er í raun verið að virkja vel þekkt eðlisfræðilögmál um vegg- spennu, sem er kennt við La Place. Það sýnir sig að nauðsynlegur vöðv- amassi er háður radíus „kúlu“ í þriðja veldi en „kúlan“ í þessari samlíkingu er vinstri slegill hjartans. Við hjarta- kvilla með ofþenslu verður þetta hlutfall óhagstætt þannig að um leið og hjartað þenst út þykknar vöðvinn ekki nægilega, radíus verður of stór miðað við veggþykktina, hjartavöðv- inn missir afl og hjartað bilar. Ástandið verður enn verra, þar til sjúklingurinn deyr í versta tilfelli af þessum sökum ef ekki er gripið inn í á róttækan hátt.“ Snilli og djörfung Bjarni bendir á að brasilísk sjúkra- hús hafí hingað til ekki verið sérlega hátt skrifuð í heimi læknavísindanna og því sé það sérstakt að þessi merka aðgerð sé upprunnin í Brasilíu, af öllum stöðum. „Það hljómar raunar fáránlega að aðgerðin skuli vera fólg- in í því að fjarlægja stóran hluta af hjartavöðvanum, þegar hjartað er í raun búið að gefast upp. Segja má að það hafi þurft sérstaka snilli til þess að láta sér yfirleitt detta þetta í hug og svo þarf ekki síður geysilega mikla djörfung til þess að framkvæma hugmyndina," segir Bjarni. Batista sýndi _ snilli og djörfung og fór alla ieið. Á tímabilinu frá því í ágúst 1994 fram í ágúst 1996 gerði hann 120 aðgerðir á sjúklingum á öllum aldri, allt frá níu mánaða til 95 ára, með það góðum árangrf að nú hefur aðgerðin loks hlotið opin- bera viðurkenningu á alþjóðavett- vangi. Sífellt fleiri sjúkrahús í Bandaríkjunum og víðar eru einnig farin að beita aðgerðinni. Alþjóðleg viðurkenning „Þessi aðgerð var viðurkennd á stóru þingi skurðlækna í San Diego nú í febrúar og er það í fyrsta sinn sem hún er opinberlega viðurkennd í samfélagi hjartaskurðlækna. En vegna þess að þetta er alveg nýtt fyrirbæri og sáralítil reynsla komin á það veit auðvitað enginn hvernig árangurinn endist. Það er nokkuð sem tíminn leiðir í ljós,“ segir Bjarni. Aðgerðin er fólgin í því að taka eins mikið burt af vinstri slegli hjart- ans og kostur er og setja gerviloku í stað míturloku milli vinstra fram- hólfs og vinstra slegils. Það fer eftir stærð hjartans hversu mikið er num- ið brott en yfirleitt er það á bilinu 110 til 160 grömm. Þess má geta að heilbrigt hjarta vegur að meðal- tali um 400 grömm. Skurðaðgerðin tekur um fjórar til fimm klukku- stundir og þarf sjúklingurinn að vera í öndunarvél í nokkra daga að að- gerðinni lokinni. í allt þarf hann að liggja í um þijár vikur á sjúkrahúsi eftir aðgerðina. Naumur tími til stefnu Sjúklingurinn sem Bjarni gerði aðgerðina á nýverið var sem fyrr segir fertugur karlmaður sem beið eftir líffæraflutningi. En tíminn var orðinn naumur. Bjarni segir að á biðlista sé dánartíöni þeirra sem þó eru flokkaðir sem „minnst veikir" um 46%. „Batista-aðgerðin gæti hentað fyrir 61% þeirra sem eru á biðlista fyrir líffæraflutning en í dag fá ekki nema 30% þeirra nýtt hjarta vegna þess að þeir deyja áður en nýtt líffæri finnst,“ segir hann. Auk þess bendir hann á að líffæraflutn- ingur sé langt frá því að vera varan- leg lausn, þar sem oft gerist það að líkaminn hafni nýja hjartanu og þurfi þá sérstaka lyfjameðferð út af því og hana þoli ekki allir jafn vel. „Sjúklingurinn var með hjartabil- un á lokastigi með öllu sem því fylg- ir; köfnunartilfinningu, andnauð, svefnleysi, næringarskort með mik- illi megrun, þreytu og vöðvatapi. Eftir aðgerðina er hjartabilunin horf- in, þannig að nú er hann að byggja sig upp í endurhæfingu undir stjórn sjúkraþjálfara, svipaðri og fólk fer í eftir Iíffæraflutning. Nú er hann ánægður og útskrifaður frá okkur og honum líður vel. Aðgerðin gerii- það að verkum að hann er of góður fyrir líffæraflutning, a.m.k. eins og er, þannig að hann var tekinn af biðlistanum. En auðvitað verður fylgst vel með honum, þannig að ef endingin verður ekki varanleg fer hann aftur á biðlistann. Hann stund- ar nú endurhæfingu á Reykjalundi og byggir upp styrk og þol.“ Fyrsta aðgerðin lofar góðu Bjarni segir það hörmulegt að þurfa að horfa upp á fólk veslast upp og deyja meðan það bíður eftir líffærum, sem stöðugur skortur sé á. Því sé það stórkostlegt úrræði að hægt sé að brúa bilið til hjarta,- ígræðslu með Batista-aðgerðinni. í sumum tilfellum verður hjarta- ígræðsla ef til vill óþörf að lokinni Batista-aðgerð en í öðrum reynist hún nauðsynleg en henni má þá slá nokkuð á frest og þannig vinnst dýrmætur tími. Aðspurður um hvort farið verði að gera umræddar aðgerðir í stórum stíl hér á landi segir Bjarni það enn ekki ljóst hve margir gætu notið góðs af þessari aðgerð, en sú fyrsta lofi óneitanlega góðu. „Ef þessi að- gerð reynist eins vel áfram, þá getuii^- við vel við unað. En til þess að geta sagt eitthvað um það með vissu þurf- um við mun meiri reynslu. Það er þó ljóst að hér með höfum við tekið þessa aðgerð upp hér á spítalanum, bæði til þess að brúa bilið til hjarta- ígræðslu og sem valkost fyrir þá sem ekki koma til greina fyrir líffæra- flutning af einhveijum ástæðum, t.d^ vegna aldurs,“ segir Bjarni að lokum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.