Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Sementsverksmiðjan Úr ársreikningum 1996 Rekstrarreikningur 1996 1995 Breyting Rekstrartekjur Milljónir króna 733,1 613,2 +19,6% Rekstrargjöld 593,9 472,8 +25,6% Hagnaður fyrir afskriftir 139,2 140,3 -0,8% Afskriftir (77,3) (73,1) +5,7% Fjármagnsgjöld (44,7) (33,4) +33,8% Skattar (6,4) (15,0) -57,3% Hagnaður ársins 10,4 13,7 -24,1% Efnahagsreikningur 31/12'96 31/12'95 Breyting I Eiqnir: \ Veltuf jármunir Milljónir króna 502,4 587,2 -14,4% Fastafjármunir 1.661,1 1.560,9 +6,4% Eignir samtals 2.163,5 2.148,0 +0,7% I Skuldir oíi eiqið fé: 1 Skammtímaskuldir 339,3 293,7 +15,5% Langtímaskuldir 256,9 331,4 -22,5% Eigið fé 1.543,3 1.499,7 +2,9% Skuldir og eigið fé samtals 2.163,5 2.148,0 +0,7% Sjódstreymi 1996 1995 Veltufé frá rekstri 92,2 84,6 +9,0% Rekstrarbati hjá Búlandstindi hf. á Djúpavogi Hagnaður nam 43 milljónum Minni hagnaður hjá Sementsverk- smiðjunni HAGNAÐUR af rekstri Sements- verksmiðjunnar hf. á Akranesi nam rúmum 10 milljónum króna á síðasta ári. Er það 24,1% minni hagnaður en árið 1995 en þá nam hagnaðurinn tæpum 14 milljónum króna. Velta fyrirtækisins, sem er að öllu leyti í eigu ríkisins, nam 733 milljónum króna sem er 19,6% aukning frá árinu 1995 þegar veltan nam 613 milljónum króna. Eigið fé í árslok var 1,5 milljarðar, þar af hlutafé einn milljarður og lögbundinn vara- sjóður tæpar 400 milljónir. Eigið fé jókst um 43,5 milljónir króna á árinu og í árslok var eiginfjárhlutfallið 71,3%. Sementssalan jókst um tæp- lega 16% frá árinu 1995 og varð um 88.200 tonn á árinu 1996. I ársskýrslu félagsins fyrir árið 1996 kemur fram að vegna óvissu um stóriðju- og virkjanafram- kvæmdir á næstunni sé erfitt að segja til um áætlaða sementssölu á þessu ári. Gert er ráð fyrir að hún geti minnst orðið um 80 þúsund tonn, en mest um 95 þúsund tonn. Afkoma félagsins ræðst að talsverðu leyti af því, hvort af þessum fram- kvæmdum verður, þ.e. frá því að vera viðunandi til þess að verða með besta móti. Ekki er gert ráð fyrir að sementsverð fyritækisins breytist umfram almennar verðlagsbreyting- ar. í fréttatilkynningu frá Sements- verksmiðjunni segir að rekstur fyr- irtækisins hafí gengið sæmilega á síðasta ári, sérstaklega ef tekið er tillit til verulegrar aukningar í við- haldskostnaði frá undanförnum árum, en nauðsynlegt var að draga mjög úr viðhaldi verksmiðjunnar þegar samdráttur varð sem mestur í byggingariðnaði og sementssalan dróst mikið saman. BULANDSTINDUR hf. á Djúpa- vogi skilaði alls tæplega 43 milljóna króna hagnaði fyrstu sex mánuði reikningsársins sem hófst 1. sept- ember 1996. Uppgjörið miðast nú í fyrsta sinn við fiskveiðitímabilið og liggja samanburðarhæfar tölur því ekki fyrir frá árinu 1995. Hins vegar sýna tölur úr átta mánaða uppgjörinu 1996 að verulegur bati hefur orðið í rekstrinum, en þá nam hagnaðurinn um 13 milljónum. Búlandstindur gerir út frystitog- arann Sunnutind sem framleiddi 200 tonn af frosinni grálúðu og 31 tonn af karfa á tímabilinu. Sunnu- tindur er nú á Húsavík þar sem unnið er við ýmsar endurbætur og viðhald, en jafnframt er verið að setja upp flakavinnslulínu fyrir þorsk, ýsu og ufsa. Verkið er unnið af Vélaverkstæðinu Grími ehf. Alls tók fyrirtækið á móti rúmum 17 þúsund tonnum af hráefni á tímabilinu, þ.e. 675 tonnum af botn- fiski, 6 þúsund tonnum af síld og 10.500 tonnum af loðnu. Allt síð- asta kvótaár komu liðlega 20 þús- und tonn á land. Eins og fram kemur á meðfylgj- andi yfirliti nam heildarvelta félags- ins á tímabilinu 574 milljónum. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði nam um 121 milljón, en hagnaður af reglulegri starfsemi 43 milljónum. Arðsemi eigin fjár félagsins nam 16,5% á tímabilinu. Jóhann Þór Halldórsson, fram- kvæmdastjóri Búlandstinds, segist tiltölulega ánægður með afkomuna fyrstu sex mánuði reikningsársins, en upphaflega hafi verið gert ráð fyrir rúmlega 30 milljóna hagnaði á öllu árinu. Talsvert hafi munað um stækkun loðnuverksmiðjunnar í uppgjörinu, enda þótt hún hafi einungis verið rekin á fullum af- köstum í þijár vikur á tímabilinu. Fjárfest fyrir 200 milljónir Heildarfjárfestingar á tímabilinu námu alls um 200 milljónum, en þar af var fjárfest í loðnubræðslu Barnabókahátíð í Ráðhúsinu Börnum á forskólaaldri og í neðri bekkjum grunnskóla er boðið til barnabókahátíðar í Ráðhús Reykjavíkur í dag, laugardaginn 12. apríl kl. 14.00-15.05 í tilefni af barnabókaviku Félags íslenskra bókaútgefenda Bók er barna gaman. • Guðrún Helgadóttir, Herdís Egilsdóttir og Arni Árnason lesa fyrir börnin. • Magnús Scheving mætir sem íþróttaálfurinn úr Afram Latibœr. • Möguleikhúsið kemur í heimsókn og sýnir Búkolla í njjum búningi úr verkinu Einstök uppgötvun. • Kynnir verður Gunnar Helgason. Félag íslenskra bókaútgefenda s SIUNG, Samtök barna- og unglingabókahöfunda Búlandstindur hf. > 1 1 Úr reikningum fyrir tímabilið 6 mán. 8 mán. september 1996 - febrúar 1997 sept.- feb. jan.-ág. Rekstrarreikningur Þúsundir króna 1996-97 1996 Rekstrartekjur 574.323 659.959 Rekstrargjöld 453.719 586.216 Hagnaður án afskrifta og tjárm.kostnaður 120.603 73.742 Hagnaður án fjármunatekna og fjárm.gjalda 77.800 24.308 Fjármaqnsqjöld (35.172) (18.375) Hagnaður tímabiisins 42.873 13.006 Efnahagsreikningur Þúsundir króna 28/2 '97 31/8 '96 | Eignir: \ Veltufjármunir 308.591 184.039 Fastaf jármunir 862.275 701.202 Eignir samtals 1.242.866 885.242 I Skuidir oq eiqið fó: \ Skammtímaskuldir 419.068 201.432 Langtímaskuldir 426.175 424.832 Eigið fé 397.623 258.978 Skuldir og eigið fé samtals 1.242.866 885.242 Kennitölur 6 mán. 8 mán. Veltufé frá rekstri Þúsundir króna 90.065 36.346 fyrirtækisins fyrir 167 milljónir. Framkvæmdir hófust við endurbæt- ur á loðnubræðslunni í byijun sept- ember og lauk fyrsta áfanga þeirra í byijun febrúar. Þar með jukust afköst úr 120 tonnum á sólarhring í 350 tonn. Hafnar eru framkvæmd- ir við næsta áfanga, en verið er að skipta úr eldþurrkun yfir í gufu- þurrkun. Framundan eru síðan áframhaldandi framkvæmdir við stækkun loðnubræðslunnar og verða afköst hennar að þeim lokn- um á bilinu 500-600 tonn á sólar- hring. Breytingum á Sunnutindi lýkur í apríl og fer skipið þá á veið- ar sem fullvinnsluskip. í maímánuði er reiknað með móttöku á síld úr síldarsmugunni til bræðslu og sum- arloðnu í júlí. Búlandstindur efndi til hlutatjár- útboðs í janúar sl. að nafnvirði 50 milljónir og voru öll bréfin seld til hluthafa miðað við gengið 1,95. Námskeið um lestur árs- reikninga fyrirtækja ENDURMENNTUNARSTOFNUN Háskóla íslands mun dagana 16. og 17. apríl nk. gangast fyrir síð- degisnámskeiði um lestur og grein- ingu ársreikninga. Námskeiðið er ætlað öllum sem þurfa að fara með og meta ársreikn- inga fyrirtækja. Meðal efnis verður: Hvað er ársreikningur? Hvaða upp- lýsingar gefur hann og hvaða meg- inreglur gilda við framsetningu upplýsinganna? Hvað vantar í árs- reikning? Kynnt verða ný lög um ársreikninga, helstu aðferðir til að ganga úr skugga um réttmæti árs- reikninga og hvaða gagn má af þeim hafa með svolítilli fyrirhöfn. Fyrirlesarar verða tveir framúr- skarandi sérfræðingar á þessu sviði, Stefán Svavarsson, löggiltur endur- skoðandi og dósent við HI, og Arni Tómasson, stundakennari við HI, viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi hjá Löggiltum end- urskoðendum hf, að því er segir í frétt. Upplýsingar og skráning er í sím- um 525 4923 og 525 4924 ÞAKVIÐGEROAREFNl Rutland þéttir, bætir og kætir þegar að þakið fer að leka Á ÞÖK - VEGGI - fiÓLF Rutland er einn helsti framleiðandi þakviðgerðarefna í Bandaríkjunum Veldu rétta efnið - veldu Rutland! ÞÞ &CO fc». ÞORGRÍMSSON &CO ÁRMÚLA 29 • PÓSTHÓLF 8360 • 128 REYKJAVÍK SÍMI 553 8640/568 6100 /T FASTEIGNA MARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540. 552-1700. FAX 562-0540 % Garðabær - nýjar íbúðir SÖLUSÝNING Til sölu eru í dag, laugardag og á morgun, sunnu- dag, milli kl. 13.00 og 17.00 báða dagana, nýjar og vandaðar 3ja og 4ra herbergja íbúðir við Garðatorg í Garðabæ. íbúðirnar eru allt frá 100 til 140 fm að stærð. Bílastæði eru í bílageymslu. Sölumenn okkar á staðnum. Veriö velkomin. % FASTEIGNAMARKAÐURINN ehf ÓÐINSGÖTU 4. SÍMAR 551-1540, 552-1700, FAX 562-0540- J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.