Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 31
AÐSENDAR GREINAR
Hálaunahóparnir áfram skj ól-
stæðingar ríkissijórnarinnar
UM ÁRATUGA skeið hefur ríkis-
valdið þurft að leggja unitalsverða
fjármuni og félagslegar úrbætur
fram til lausnar á kjaradeilum. -
Ástæðan er einkum sú að lægst
launaða fólkið býr við laun sem eru
þjóðarskömm og langt frá því að
standast samanburð við þau launa-
kjör sem þekkjast í þeim löndum
sem við berum okkur saman við.
Skattalækkun einkum til
hálaunahópanna
Þannig hefur ríkisvaldið þurft að
greiða niður launin fyrir atvinnulíf-
ið, með ýmsum bótum og háum
skattleysismörkum til að láglauna-
fólkið eigi til hnífs og skeiðar frá
degi til dags. Með því hefur al-
mennt verið viðurkennt að lægstu
launin séu undir hungurmörkum og
því sé ekki réttlætanlegt að greiða
af þeim skatt. Nú í aðdraganda 21.
aldarinnar örlar ekki á því að at-
vinnureksturinn muni í nánustu
framtíð greiða fólki sómasamleg
laun, sem fólk er fært um að greiða
Skattakrumla ríkis-
valdsins hefur þegar
ákveðið, segir Jóhanna
Sigurðardóttir, að ná
til sín einhverju af þeim
þúsundköllum sem
verkalýðshreyfingin
barðist fyrir.
skatta og skyldur af, heldur verður
ríkið áfram að greiða niður launin
fyrir atvinnureksturinn.
Þessa staðreynd ber ríkisvaldinu
að viðurkenna og ætti því að hækka
skattleysismörkin upp í 70 þúsund
krónur, eins og hungurtaxtarnir
eiga að fara upp í á samningstíman-
um, en það var ein af hugmyndum
ASI sem sneri að ríkisvaldinu til
lausnar kjarasamningunum. Það var
eftir öðru hjá ríkisstjórninni að velja
frekar skattalagabreytingar sem
gögnuðust betur hálaunahópunum.
Þannig fylgir ríkisstjórn nú við
breytingar á tekjuskatti, sömu
stefnu og með fjármagnstekjuskatt-
inn, sem sniðinn er að því að fjár-
magnseigendur greiða sem minnst,
en hann verði fyrst og fremst borinn
uppi af almennum sparifjáreigend-
um. Nú þegar kemur að skattalækk-
unum er gert betur við hálaunahóp-
ana - skjólstæðinga ríkisstjórnarinn-
ar, bankastjórana og forstjórana, en
við fólk með lágar og meðaltekjur.
Hækkun skattleysismarka í 70
þúsund krónur
Tillögur ríkisstjórnarinnar gera
ráð fyrir því að almenn lækkun
tekjuskattshlutfalls fari úr 42% í
38% í áföngum á næstu þremur
árum og að skattleysismörk hækki
um 2,5% 1. janúar 1998 og fylgi
svo verðlagi. Samkvæmt þessu
hækka skattleysismörk úr rúmum
60 þúsund í um 65 þúsund krónur
í lok samningstímans árið 2000.
Þessi útfærsla þýðir að lægst laun-
uðu hóparnir sem hækka í 70 þús-
und krónur á mánuði á samnings-
tímanum og hafa hingað til vegna
skattleysismarkanna ekki greitt
neinn tekjuskatt fara nú að greiða
tekjuskatt. M.ö.o. skattakrumla rík-
isvaldsins hefur þegar ákveðið að
ná til sín einhveiju af þeim þúsund-
köllum sem verkalýðshreyfingin
barðist fyrir að ná fram í kjarasamn-
ingunum með því að knýja á um
að lægstu launin hækkuðu í 70
þúsund krónur. Ein af hugmyndum
ASÍ var að skattalækkunin skilaði
sét- til fólks með lágar og meðaltekj-
ur og þar með að skattleysismörkin
færu í 70 þúsund krónur, þannig
að lægst launaða fólkið greiddi ekki
tekjuskatt. Á móti færi almenn
lækkun tekjuskattshlutfalls úr 42%
í 40%, sem myndu kosta ríkissjóð
svipað eða litlu meira en ofangreind-
ar tillögur ríkisstjórnarinnar um
skattabreytingar gerðu ráð fyrir.
Áfram sparkar ríkisstjórnin í
láglaunahópa og bótaþega
Eftir því sem næst verður komist
ætlar ríkisstjórnin að halda fast við
sína útfærslu sem best gagnast þeim
hæst launuðu á kostnað fólks með
lágar og meðaltekjur. Að auki virðist
ríkisstjórnin áforma að láta bætur
öryrkja, aldraðra og atvinnulausra
ekki fylgja hækkun lágmarkslauna
eins og þau hafa gert hingað til. í
stað þess stefnir í að bætur þeirra
eigi að hækkað um þá meðalhækkun
launa, sem verður í almennum kjara-
samningum að mati ríkisstjórnarinn-
ar. Ætla má að almennar launa-
hækkanir verði á bilinu 13-15% á
samningstímanum. Taki bæturnar
mið af því munu verst settu bóta-
þegarnir fá um 7-8 þúsund króna
hækkun á samningstímanum fram
til ársins 2000 í stað 20 þúsund
króna hækkunar á mánuði, en
hækkun launa hinna lægst launuðu,
þ.e. þeirra sem nú eru á strípuðum
launatöxtum, verði um
40% eða hækki í 70
þúsund krónur. Fari
ríkisstjórnin þá ieið að
láta bætur öryrkja,
aldraða og atvinnu-
lausra ekki fylgja
lægstu launum er um
að ræða grundvallar-
breytingu á trygginga-
kerfi þeirra verst
stöddu í þjóðfélaginu,
sem ekki verður við
unað.
Ríkisstjórnin kórón-
ar síðan ósvífnina og
virðist ætla að gera
atlögu að samtrygging-
arkerfi lífeyrissjóð-
anna, sem einkum er öryggisnet,
aldraðra, sjúkra og öryrkja í þjóðfé-
laginu með því að beina hluta af
sparnaði landsmanna til líftrygg-
Jóhanna
Sigurðardóttir
ingafélaga, banka og
verðbréfafyrirtækja
sem smám saman eru
að verða eign fáeinna
fjársterkra aðila í land-
inu.
Það er vissulega
fagnaðarefni að hægt
sé að afstýra verkföll-
um og að kjarasamn-
ingar tryggi áfram
stöðugieika og litla
verðbólgu. En engan
þarf að undra þótt svo
harðsvíruð og hrokafull
framkoma ríkisstjórn-
arinnar í garð þeirra
verst settu í þjóðfélag-
inu hafi einhver áhrif á
úrslit atkvæðagreiðslu vegna kjara-
samninganna á næstu dögum.
Höfundur er formaöur Þjóðvaka.
m.
TILB0ÐSBÓK
m an
a ð a r i n s
Tíniamótaverk
Halldórs Laxness
Nú er komin á markað vönduð kiljuútgáfa af
skáldsögunni Vefarinn mikli ffá Kasmír sem
vakti mikla athygli ogvar talin tímamótaverk
þegar bókin kom út á íslandi 1927. Núna er
sagan talin í hópi helstu verka evrópskra
bókmennta á 20. öld þar sem í henni er að
finna áhrifamikla samtímalýsingu á þeim
straumun sem Iéku um vestræna menningu
á ámnum milli stríða.
í tilefni 95 ára afrnælis
Halldórs Laxness þann 23. apríl og
þess að 70 ár verða í haust liðin ftá
útkomu bókarínnar, bjóðum við þetta
tilkomumikla skáldverk á sérstöku
afmælistilboði.
Þess má geta að Leikfélag Akureyrar sýnir um
þessar mundir leikrit byggt á bókinni.
Tilboðsverð:
990 kr.
|{ MISSE SMEEXIDARWiEK HAIXOÓES LAXMESS
EMJ NÚ F'ÁAMLEG IKMJU.
Fullt verð: 1.490 kr.
Þú sparar: 550 kr.
Tryggðu þér eintak í apríl. Frá 1. maí kostar bókin 1.490 kr.
VAKAHELGAFELL