Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 26
26 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Helgarinnkau l nt'tíl Nóatún, Hringbraut, Reykjavík Migros, Ziirich, SVISS ^Byeríy1^, Minneapolis, Minnesota ISO, Kaupm.höfn DANMÖRKU ^7 Conad, Róm ÍTALÍU Cactus, Lúxemborg LÚX. 'V*" Famililia Kiel ÞÝSKALANDI Albert Heijn Amsterdam HOLLANDI ■ U & IU VOOOOOf löndum ;9 Hálfur lítri rjómi 275 kr 260 kr 201 kr 122 kr 118 kr 113 kr 209 kr 109 kr 1 lítri léttmjólk 68 kr 80 kr 56 kr 59 kr 82 kr 56 kr 48 kr 41 kr 1 kg 18% sýrður rjómi 640 kr 400 kr 300 kr 443 kr 882 kr 307 kr 436 kr 525 kr 2 kg hveiti 79 kr 172 kr 101 kr 72 kr 76 kr 80 kr 42 kr 142 kr 1 kg bananar 189 kr 139 kr 109 kr 158 kr 142 kr 162 kr 169 kr 75 kr 1 kg ferskt spergilkál 396 kr 470 kr 314 kr 221 kr 101 kr 162 kr 152 kr 150 kr 1 kg avocado 419 kr 328 kr 302 kr 287 kr 246 kr 287 kr 254 kr 225 kr 1 kg nautafille sk. í sneiðar 1.698 kr 3.120 kr 788 kr 1.417 kr 714 kr 937 kr 1.942 kr 1.275 kr 1 kg rækjur 699 kr 1.488 kr 1.796 kr 1.326 kr 1.458 kr 604 kr 422 kr 1.030 kr 1 kg kartöflur, 1 fl. 135 kr 134 kr 50 kr 84 kr 105 kr 80 kr 84 kr 19 kr 1 kg ferskur heill kjúklingur 725 kr 360 kr 204 kr 354 kr 210 kr 491 kr 359 kr 291 kr 1 kq vanilluís 249 kr 301 kr 128 kr 111 kr 378 kr 317 kr 279 kr 83 kr 24 m. filma í venjul. framk. 580 kr 926 kr 460 kr 554 kr 672 kr 884 kr 633 kr 509 kr Kaffibolli á kaffihúsi 150 kr 96 kr 81 kr 133 kr 42 kr 93 kr 85 kr 104 kr Jakkafötin í hreinsun 1.080 kr 1.252 kr 594 kr 1.152 kr 378 kr 614 kr 773 kr 582 kr SAMTALS 7.382 kr 9.526 kr 5.484 kr 6.493 kr 5.604 kr 5.187 kr 5.887 kr 5.160 kr 1 kg roastbeef 2.967 kr 2.496 kr 788 kr 2.484 kr 1.289 kr 1.975 kr 1.309 kr Þá karfan SAMTALS: 10.349 kr 12.022 kr 6.272 kr 8.977 kr 6.476 kr 7.862 kr 6.469 kr ' 1) Filma keypl iNóatúni • 2) Katfi keypt i Tíu dropum viö Laugaveg * 3) Fatahreinsunin og efnalaugin Drita við Hringbraut Dýrast að kaupa í matínn í Svíss DÝRASTA matarkarf- an var keypt í Ziirich í Sviss síðastliðinn laugardag. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir gerði helgarinnkaupin í Nóatúni og fékk fólk í sjö borgum jafnmargra landa til að fara með samskonar innkaupa- lista út í búð. Reykjavík er í öðru sæti og Kaup- mannahöfn í því þriðja. Ódýrast var hinsvegar að kaupa inn fyrir helgina í Amsterdam og síðan í Lúxemborg. Þessar niðurstöður breytast á hinn bóginn þegar búið er að bæta í inn- kaupakörfuna niðurskorna nauta- kjötsálegginu (roastbeefi). Þá er orð- ið ódýrast að kaupa í matinn í Minneapolis í Minnesota. Engar breytingar verða á dýrari matarkörf- unum. Rækjuverðið misjafnt Þegar taflan er skoðuð sést að nautakjötið og rækjumar gera sviss- nesku matarkörfuna dýrasta. Þá er einnig athyglisvert að velta fyrir sér verði á rækjum. Þær kosta allt frá 422 krónum kílóið og upp í 1.796 krónur. Sama má segja um verð á niðursneiddu nautakjötsáleggi (roastbeefi) sem var dýrast hér á landi, kostaði 2.967 krónur kílóið. í Bandaríkjunum kostaði kílóið 788 krónur. Nautafílle var einnig á mis- munandi verði, frá 788 krónum kíló- ið og upp í 3.120 krónur. Kjúklingur var langdýrastur á íslandi á 725 krónur kílóið. Kílóið af kjúklingi kostar t.d. 210 krónur í Róm. Innkaupalistinn sem allir fengu sendan til að fara með út í búð var mun lengri en þessi í töflunni sem fylgir hér á opnunni. Ýmis vanda- mál gerðu vart við sig þegar inn- kaupamiðamir fóru að berast til baka. Eggin voru ekki seld sam- kvæmt vigt, kakóduftið var mis- munandi, hrísgijónin til í ótal verð- flokkum, lambahakk ekki til á mörgum stöðum og svo framvegis. Hér gefur því að líta það helsta sem talið var að gæti verið svipað að gerð. Eins og sést í töflunni var t.d. ekki alls staðar hægt að fá 18% sýrðan rjóma. Þeir sem sendir vom í búðir er- lendis fengu þau fyrirmæli að hafa búðirnar sem líkastar Nóatúnsbúð- unum að gæðum og verðlagi og þær áttu ekki að vera langt í burtu frá heimili viðkomandi. Alls em níu Nóatúnsverslanir á höfuðborgar- svæðinu og farið var í verslunina við Hringbraut. Innkaupin áttu að fara fram síðastliðinn laugardag. Verslunin í Sviss sem fréttaritari fór í er í ódýrari kantinum og það er kannski aðeins á skjön við verðið í Nóatúni. Það reyndist hinsvegar dýrasta matarkarfan í þessari verð- könnun. Þá skal tekið fram að Þór- unn Þórsdóttir fékk til liðs við sig fólk til að aðstoða sig við verðkönn- un_í Kiel og Lúxemborg. íbúar víða í þessum borgum sem um er að ræða eiga þess kost að velja um lífrænar eða vistvænar vör- ur og eru þær þá yfirleitt dýrari en annað sem býðst. I þessu tilfelli er ekki miðað við slíkan valkost. Tekið skal fram að ekki er um vísindalega verðkönnun að ræða og bent á að vörumar kunna að vera mismunandi að gæðum. Þá er heldur ekki tekið tillit til mismunandi þjón- ustu verslana, aðstæðna í þessum löndum né innihalds þeirra vöruteg- unda sem í verðkönnuninni em. Við verðútreikninga var notað gengi föstudagsins 4. apríl sl. KIEL Fiskur munaðarvara P AMSTERDAM Ferskmeti og fjölbreytt úrval VERSLUNARKEÐJAN Familia í Kiel, nyrst í Þýskalandi, býður mikið úrval varnings. Mat, snyrtivömr, föt og skó, rafeindatæki og búsáhöld. Þama verslar alls konar fólk, en ekki þeir sem minnst fjárráð hafa. Þeir fara frekar í Bónus-búðir Þjóð- veija, sem em þó nokkrar. Almennt era í meðaldýrum stórmörkuðum sérstök borð með kjöti og salötum, fiski og réttum úr sjávarfangi, ostum og tilbúnu Ijúfmeti með osti. I stór- markaðnum þar sem gáð var að verði fæst þó ekki ferskur fískur. íbúar hverfisins, eins konar efra STÓRVERSLUNIN Cactus er í Kópavogi þeirra í Lúxemborg, How- ald, um 3 km í suður frá járnbraut- arstöðinni, sem margir íslendingar kannast við. í borginni og úthverf- um hennar eru allmargar verslun- armiðstöðvar og stórverslanir og frönsk keðja blandaði sér nýlega í samkeppnina. í hverfi útsendara Morgunblaðsins er Cactus allsráð- andi. Byggingin er nýleg, mikið flæmi Breiðholts, fara gjarnan í staðinn í vikulegan markað til að kaupa fersk- meti; fisk, kjöt, grænmeti og ávexti, brauð, egg og blóm. Á veturna er úrvalið þar minna og meira um inn- flutning. Þegar hlýnar fjölgar vita- skuld framleiðendum úr héraðinu og ákveðin stemmning er líka á útimarkaðnum. Innihaldslýsingum ábótavant Sérverslanir eru ekki á hveiju strái í Kiel, svo geymsluvara er helst keypt f stórri búð en nýmeti og dek- urmatur á útimarkaði. Útsendara á einni hæð, en drykkjarvömr seldar í kjallaranum. í aðalbúðinni fæst matur, hreinlætisvara, fatnaður og búsáhöld. Ýmsar sérverslanir með mat Cactus rekur nokkrar hinna búðanna í húsinu. Þama em kjötbúð, fiskbúð, ostabúð og grænmetisbúð; samloku- búð og búð með tilbúnum mat; köku- búð, brauðsala og blaðasala; kaff- ibúð og tóbaksbúð. Áfram má telja blaðsins finnst matarsnobb lítið á svæðinu og tekur líka eftir því að innihald sé illa merkt. Maður verður til dæmis að giska á hlutfall fítu í matnum. En áberandi er um leið að margir hugsa um heilsuna og splæsa í lífrænt ræktað korn og grænmeti. Sérstakar deildir með svoleiðis vömr em í stærri verslunum. Fiskur er munaðarvara Margt er ódýrara heldur en á ís- landi; sumar gerðir grænmetis og ávaxta, ostur, kjötafurðir og áfengi. Annað dýrara; fiskur fyrst og fremst. Þetta gildir raunar víðast erlendis, fiskurinn er munaðarvara. Stöku sjávarborgir bjóða hann á vægu verði, en Islendingi kann að þykja úrvalið annarlegt, sérstaklega ef leitað er sunnar en í Kiel, nor- rænu borginni í Þýskalandi. Þórunn Þórsdóttir. gleraugnasölu og ljósmyndabúð; barnafatabúð og leikfangabúð; skó- og lyklasmið. Ferðaskrifstofa er í húsinu og blómabúð, að ógleymdu veitingahúsi og bar. Rétt fyrir utan er efnalaug og af þessu sést að fátt þarf að sækja annað vilji menn halda sig á sömu torfu. Álagning var til skamms tíma lág á nokkrum vörutegundum í Lúxem- borg. Snyrtivömm og áfengi til dæmis og belgísk vinkona gerði sér stöku sinnum ferð til grannlandsins til að kaupa krem og drykkjarföng. Þetta mun þó að mestu liðin tíð vegna reglna Evrópusambandsins um aðflutningsgjöld og virðisauka- skatt. Þórunn Þórsdóttir. ALBERT Heijn er stór verslana- keðja með matvöraverslunum víðs- vegar um Holland. Verslunin sem hér um ræðir er útibú Albert Heijn á Comelies Troostplein í Amster- dam. Verslun þessi er nokkurra ára gömul og var fyrsti eiginlegi stórmarkaður hverfisins. Vöraúr- val er mjög íjölbreytt og boðið er upp á ýmsar vörategundir sem áður var einungis hægt að fá í sérverslunum hverfisins. Má þar nefna að auk forpakkaðra neyslu- vara er í boði nýbakað brauð, ferskur fiskur, úrval osta úr osta- borði, álegg og salöt úr áleggs- borði, kjöt og kjötréttir úr kjöt- borði. Aðaláhersla er sem sagt lögð á matvörur og aðrar nauðsynjavörur til heimilisins. Einnig er þar selt tóbak, létt vín og bjór, blóm, dag- blöð og tímarit, boðið er upp á framköllunarþjónustu og hægt er að Ijósrita. Hvað verðlagningu varðar má segja að Albert Heijn verslanimar séu í milliflokki á meðal stórmarkaða. AIls konar framandi þurrvörur Viðskiptavinir verslunarinnar eru aðallega íbúar hverfisins. Lítið er um að fólk komi annars staðar frá gagngert til að gera innkaup þar, enda eru bílastæði takmörk- uð. Hverfið er þekkt fyrir fjöl- breytt litróf íbúa þess. Það er líka auðséð hveijum þeim sem heim- sækir þessa verslun. Þegar mikið er að gera og biðraðir eru langar við kassana (12 í allt), er ekki óalgengt að heyra fjöldann allan af ólíkum tungumálum talaðan í kringum sig. Vöruúrvalið gefur það sama til kynna. Til að ná til sem flestra þjóðabrota era seldar alls konar framandi þurrvörar, krydd, grænmeti og niðursuðuvör- ur sem eru nauðsynlegar til að elda mat frá löndum annarra heimsálfa en Evrópu. Var fjölsóttust Þar til fyrir u.þ.b. ári var þessi verslun sú fjölsóttasta af matvöru- verslunum hverfisins. Eftir að opnað var útibú frá annarri versl- anakeðju hér í hverfinu þar sem boðið var upp á svipað vöruúrval gegn mun lægra verði hafa vin- sældarinar hins vegar heldur dal- að. Margir þeirra sem hafa heldur meira en lágmarksfjárráð á milli handanna hafa þó haldið sig við Albert Heijn vegna yfirburða í gæðum, sér í lagi á ferskmeti og vegna fjölbreyttara úrvals vöru- tegunda. Jóna Hálfdánardóttir. LUXEMBORG \l %. V* Frönsk keðj a í samkeppnina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.