Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ Ljóska Ferdinand Skiljiði? Eftir þetta var ekkert Hvað heldurðu að hafi farið úr- Þau hafa sennilega gleymt að eins og áður í hðllinni... skeiðis? gefa hundinum... BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Hvað þýðir orðið ferming? Frá Hope Knútsson og Þyri Valdimarsdóttur SUMIR hafa, m.a. í þessu blaði, látið í ljós þá skoðun að orðið ferm- ing eigi aðeins við um trúarathöfn og að ekki sé réttlætanlegt að tala um borgaralega fermingu. Ferm- ing er dregið af latneska orðinu „confirmare“. í bókinni Kirkjumál sem Kirkjuráð hefur gefið út er orðið „confirmation“ mest notað í upprunalegri mynd. í alþjóðlegri orðabók Webster’s eru taldar upp sjö mismunandi skilgreiningar á orðinu „confírm" en það þýðir fyrst og fremst að styrkja eitthvað. Hugtakið ferming á því Ianga sögu áður en kristnir menn bytjuðu að nota það til að lýsa athöfn sem við þekkjum öll vel í dag. í stuttu máli má segja að með borgaralegri fermingu er verið að styrkja þann sem vill vera siðferði- lega sterkur og ábyrgur borgari. Eins má segja að með kristilegri fermingu sé verið að styrkja þann sem vill vera siðferðilega sterkur og ábyrgur í sinni trú. Yfirleitt hafa viðbrögð fólks við hugtakinu borgaraleg ferming verið mjög já- kvæð. Erlendis er ferming, öðru nafni „konfirmation“, fyrir löngu búin að vinna sér sess sem borg- araleg athöfn. Þannig hefur „bor- gerlig konfirmation“ tíðkast síðan 1913 í Danmörku. Orðið borgara- leg ferming hæfir vel þeirri félags- legu athöfn sem Siðmennt stendur fyrir. HOPE KNÚTSSON, formaður Siðmenntar, félags áhuga- fólks um borgaralegar athafnir, ÞYRÍ VALDIMARSDÓTTIR, varaformaður Siðmenntar. BETRA LÍF ÁI\1 TÓBAKS Enn um kaffihús og veitingastaði AF HVERJU eru ekki reyklaus svæði á öllum kaffihúsum og veitinga- stöðum? Lögin og reglurnar eru skýrar. Hvað veldur? Hugsanaleysi? Fólk biður ekki um reyklaus svæði? Þetta er ótrúlegt því 70% lands- manna reyka ekki. Eru þá kaffi- og veitingahús bara fyrir 30% þjóð- arinnar? Ég efast um að þeir sem reki þessa staði hafi ein- ungis 30% þjóðarinnar í huga. Það er ógeðfellt að koma úr reyklausu umhverfi og ætla að njóta stundar, veitinga, máltíðar, og þurfa að anda þessum óþverra að sér. Gerið það fyrir ykkur sjálfa, kæru landsmenn, látið í ykkur heyra á öllum veit- ingastöðum og kaffihúsum. Reyklaus svæði eru ykkar. Börnin okkar eiga að vera laus við reykinn. Ég á ekki að þurfa að viðra fötin mín eftir að hafa skroppið á kaffi- eða veitingahús. Veitingamenn, kaffihúsaeigendur, bjóðið upp á reyklaus svæði, bjóðið þeim sem koma reyk- eða reyklaust borð. Það er algengt að veitingastaðir séu með öllu reyklausir víða erlendis, sérstaklega í Bandaríkjunum. Landsmenn, biðjið um reyklaus svæði, það er réttur ykkar. F.h. Tóbaksvarnarnefndar Þorsteinn Njálsson. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Ert þú EINMANA Vantar þig vin að tala við? VINALÍNAN 561 6464*800 6464 öll kvöld 20 - 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.