Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 44

Morgunblaðið - 12.04.1997, Page 44
44 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir færum við þeim, er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, RAGNHEIÐAR BOGADÓTTUR, Hvanneyrarbraut 42, Sigluíirði. Guðleifur Svanbergsson, Kolbrún Daníelsdóttir, Þóra Svanbergsdóttir, Rúnar Hilmarsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til sveitunga og vina um land allt fyrir auðsýnda samúð, vináttu og hjálpsemi í sambandi við sviplegt fráfall og útför ástvinar okkar, ÁRNA ÞORSTEINSSONAR í Fljótstungu. Ingibjörg Bergþórsdóttir, Hjörtur Bergþór Hjartarson, Helga Brynjólfsdóttir og böm, Jónína Marta Árnadóttir, Guðbjöm Sigvaldason og böm, Þorsteinn Árnason, Pia Hesselvig og börn og systkini hins látna, Gísli, Sigríður, Jón og Dýrunn. LÁRA LÁR USDÓTTIR + Lára Lárusdótt- ir var fædd á Heiði á Langanesi 12. desember 1908. Hún lést í Sjúkra- húsi Akraness 8. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnþrúður Sæmundsdóttir og Lárus Helgason bóndi. Systkini hennar voru 13 og einn fósturbróðir. Fjögur þeirra eru enn á lífi; Bergþóra, til heimilis á Akur- eyri, Þórdís, búsett í Reykjavík, Einar, búsettur á Þórshöfn, og Bára, til heimilis í Keflavík. Árið 1930 giftist Lára Jó- hanni Snæbirni Snæbjömssyni húsasmiðameistara, f. 2. sept- ember 1902, d. 2. september 1978, frá Búðanesi í Hörgárdal. Foreldrar hans vom Jóhanna Jónasdóttir og Snæbjöm Bjömsson, seinna búsettur á Akureyri. Lára og Jóhann eign- uðust 11 börn: Erlu, f. 13. nóvember 1930, gift Hauki S. Magn- ússyni; Braga, f. 7. október 1931, kvænt- ur Kristínu Jónas- dóttur; Araþrúði Heiðrúnu, f. 15. des- ember 1932, d. 21. mars 1990, eftirlif- andi maki Ólafur H. Jóhannesson; Baldur, f. 18. júlí 1934, kvæntur Hönnu Hannesdóttur; Hörð, f. 18. júlí 1934, kvæntur Þuríði Mýrdal Jónsdóttur; Birnu, f. 26. september 1938, giftist Óttari Magnússyni, fráskilin; Hermanu, f. 25. september 1941, kvæntur Indiríði Hönnu Lárusdóttur; Sigrúnu, f. 15. desember 1942, gift Guðbirni Charlessyni; Snor- ra, f. 22. mars 1947, ókvæntur; Lárus, f. 11. ágúst 1948, giftist Helgu Valdimarsdóttur, fráskil- inn; Trausta, f. 12. maí 1951, kvæntur Ólöfu Evu Eðvarðsdótt- + Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, PÁLÍNU ÞÓRUNNAR THEODÓRSDÓTTUR frá Bæjarskerjum, Stafnesvegí 2, Sandgerði. Einar Bergsson, Þorbjörg Bergsdóttir, Baldvin H.G. Njálsson, Vigdís Th. Bergsdóttir, Ellert Pálmason, Hrönn Bergsdóttir, Guðveig Bergsdóttir, Sverrir Ólafsson, Valgerður A. Bergsdóttir, Elís Björn Klemenzson, Sigurður Skúli Bergsson, Þuríður Árnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför EYÞÓRS JÓNS KRISTJÁNSSONAR, Borgarbraut 65A, Borgarnesi. Vigdls Auðunsdóttir, Auðun Eyþórsson, Kristján Eyþórsson, María Ragnhildur Eyþórsdóttir, Marteinn Valdimarsson, Guðmundur Eyþórsson, Ingibjörg Vigfúsdóttir, Ingibjörg Eyþórsdóttir, Gísli Þórðarson, Þorsteinn Eyþórsson, Anna Þórðardóttir og fjölskyldur. + Innilegar þakkir færum við þeim er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, STEINUNNAR SIGRlÐAR KRISTINSDÓTTUR BECK frá Ásbyrgi, Reyðarfirði. Sérstakar þakkir eru færðar stjórnendum og starfsfólki á umönnunar- og hjúkrunarheimilinu Skjóli, 5. hæð, fyrir mjög góða umönnun. Krístinn Þ. Einarsson, Ragnheiður I. Einarsdóttir, Margrét S. Einarsdóttir, Marinó Ó. Sigurbjömsson, Örn Einarsson, Sfgrlður Sigurðardóttir, barnabörn, barnabamabörn og langalangömmubam. Elsku amma. Ég átti með þér stutta en eftir- minnilega stund síðastliðið sumar á ferð minni um Borgarnes. Þú varst orðin ferðalúin. Þessi stund snart mig djúpt og hana geymi ég með mér það sem eftir er ævinnar, eins og fyrstu bernskuminningar mínar í faðmi þínum á stóra heimilinu suðurfrá. Þú sagðir að nú væri far- ið að styttast hjá þér. Það bjó beyg- ur með þér. Þú kveiktir með mér djúpa tilfinningu fyrir tilvistinni, tímanum sem líður án afláts. Þú á förum, eins og afi fyrir átján árum? Orð voru óþörf. Ég tók utan um þig. Ég veit ekki hvort tárin voru mín eða þín sem ég þurrkaði framan úr mér þegar ég stóð upp frá rúmi þínu og kvaddi. Hröð er förin örskömm dvöl á áningarstað. Verum því hljóð, hver snerting er kveðja í hinsta sinni. (Birgir Sig.) Á leiðinni fram mundi ég svo skýrt atvik úr bemskunni, i húsinu suð- urfrá hjá afa og ömmu, sem fóstmðu mig fyrstu ár ævinnar. Útsýninu af efri hæðinni niður að Brákarey. Lyktinni af nýju timbrinu og kolun- um fyrir neðan brekkuna. Hlýjunni og örygginu í rúminu milli afa og ömmu. Eg mundi líka sem hefði gerst í gær þegar við frændumir nokkmm ámm síðar sníktum kjöt- bita í beitu, renndum færi undir brúnni úti í Brákarey og drógum sandkola. Þú eldaðir aflann og gafst okkur dálítinn tilgang. Ennþá tala verk þín til mín þegar ég geng á fjöil eða stend við fjallavatn og renni fyrir silung. Ég á nefnilega enn föð- urlandið sem þú gafst mér þegar þú vannst á pijónastofunni í gamla daga. Amma mín. Ég veit það nú að þú varst af þeirri kynslóð sem lyfti Grettistaki, breytti í sveita síns and- lits heilli þjóð úr bændasamfélagi í samfélag allsnægta. Þú kynntist óvæginni lífsbaráttu á útskaga þessa lands en skildir okkur loks eftir við gnægtabrunninn. Ég fínn það líka, BJÖRNKÁRI BJÖRNSSON + Björn Kári Björnsson fæddist í Viðey 26. júlí 1927. Hann lést í Reykjavík 2. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 11. apríl. Það má segja að vorið væri komið hjá Birni Kára Björnssyni, hann var hættur vinnu hjá Reykjavíkurhöfn þó enn vantaði hálfan fimmta mánuð í sjö- tugsafmælið. Hugurinn stóð til að taka sumarið snemma og byggja nýja sumarbústaðinn fyrir mitt sumar og fara síðan til Birnu dóttur sinnar í Ameríku og dvelja þar góð- an tíma og njóta lífsins og síðan til Svíþjóðar og eiga þar góðan tíma með Lindu og hennar íjölskyldu. En kallið kom fyrr en nokkurn gat grunað, sennilega vantar góða smiði á fleiri staði en hér. Ég hef átt þess kost að njóta leiðsagnar og aðstoðar Björns Kára síðustu fimmtán ár við að gera upp gamalt hús og innrétta fiskvinnsluhús. Fljótt byggðist upp traust og vin- átta af þessu samstarfi og varð Björn Kári fljótt aufúsugestur á mínu heimili og kom oft í heimsókn til skrafs og ráðagerða um allt mögulegt milli himins og jarðar. Hann var mikil bamagæla og vildi láta ungviðið kalla sig Bjössa afa. Björn Kári var af gamla skól- anum í fjármálum og heilsufarsmálum. Hann vildi ekki skulda nein- um neitt og hann kvartaði aldrei um verki eða vanlíðan og sagði oft að hann þyldi ekki menn sem alltaf væru að kvarta um verki og vanlíð- an. Björn Kári fékk aðkenningu að hjartaáfalli fyrir þijátíu ámm og lýsti því fyrir mér á eftirminnilegan hátt hvernig hann fékk lækningu á því meini með aðstoð huldulæknis. En síðustu daga var eins og hann vissi hvert stefndi en atorkan var óbilandi. Hann hné niður við vinnu og var þegar allur og sumarið ekki komið. Fjölskyldan á Njálsgötunni mun sakna söngsins með hamars- höggunum á kvöldin og er þakklát fyrir samfylgdina og aðstoðina í gegnum árin og samhryggist Magdalenu og hennar fjölskyldu á þessum erfiðu tímamótum. Þorkell Hjaltason. ur. Lára ólst upp á Heiði á Langanesi í stómm systkina- hópi. Hún fluttist síðar til Þórs- hafnar. Lára og Jóhann settust að á Þórshöfn, þar sem þau reistu sér hús. Starfsvettvangur Láru var heimilið og uppeldi barna. Löngum annaðist hún heimilis- reksturinn ein á þrengingar- tímum fjórða áratugarins þeg- ar Jóhann Snæbjörn fékk vinnu við bryggju- og vitasmíði á veg- um Vita- og hafnarmálastofn- unar og neyddist til að vera langdvölum að heiman. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar ár- ið 1946 fluttu Lára og Jóhann búferlum til Borgamess, þar sem þau bjuggu til æviloka, lengst af í einu elsta húsi bæjar- ins á Brákarbraut 3, en síðar á Skallagrímsgötu 1. Þegar um hægðist við heimilishaldið eða nauðsyn krafði stundaði Lára vinnu utan heimilisins, svo sem í sláturhúsi KBB og á prjóna- stofu. Afkomendur Láru og Jóhanns em 98, þar af eru 95 á lífi. Flestir þeirra hafa sest að í Borgarnesi, en einnig á höfuðborgarsvæðinu og norð- anverðum Vestfjörðum. Útför Lám verður gerð frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. amma mín, að með þér er samheldna stórfjölskyldan svo gott sem horfin af sjónarsviðinu. Ég er innilega þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni með þér. Samheldn- inni i gegnum súrt og sætt. Við fund- um keiminn af henni á ættarmótinu hjá Sigrúnu og Guðbimi í Skutuls- firði fyrir fjórum árum. Þótt þú sért nú öll, amma mín, birtist þú okkur áfram með ýmsu móti. Þú lifir í afkomendum þínum sem bráðum verða eitt hundrað að tölu. Við sjáum líka ættarmótið. Og hvaðan kemur vinnusemin, ósér- hlífnin, greiðviknin, lundernið og jafnvel lífsviðhorfið? Við fellum hið ókomna inn í mynst- ur minninganna. Við nýtum þær sem leiðarljós í tilverunni. Þú ert og verð- ur í minni mínu ámma mín. Jóhann Hauksson. Nú þegar penni er í hönd mína kominn til að skrifa þessi fátæklegu lokaorð til þín, amma mín, þá vefst mér svo tunga um tönn að erfítt er að koma stafkrók á blað því um margt vil ég rita um ævinnar skeiðj þín mörgu ár en okkar svo fá. I staðinn mun hvert eitt okkar í dag vera með þér í hljóði og hugsa um þær minningar sem við höfum að geyma um þær mörgu samveru- stundir sem við höfum upplifað í gegnum árin. Blessuð sé minning þín. Bogi, Steinunn, María Erla, Jón Baldur og Ingi Björn. Elsku amma Lára mín, sem varst mér svo kær. Þú ert loks búin að fá hvíldina og komin til afa Jóa og mömmu, sem ég veit að hafa fagnað þér. Ég minnist þess er ég var lítil stelpa að alast upp hjá þér og afa „suðurfrá" í Borgamesi, a.m.k. að miklu leyti nokkur fyrstu árin mín. Þú varst svo mjúk og notaleg að kúra hjá. Að sitja hjá þér og læra að stafa, að standa á bak við þig í stólnum og greiða þér með stóru greiðunni þinni, að læra að pijóna, að horfa á þig þvo þvottinn í stóra þvottahúsinu í kjallaranum og þurrka skjannahvítan þvottinn og rulla hann síðan. Allt er þetta löngu liðin tíð en geymist í minningunni og meira til. Þú varst mér alltaf svo góð, amma mín, og gott var að koma til þín í heimsókn. Eftir að ég fullorðnaðist og stofnaði fjölskyldu komstu oft í heimsókn og stoppaðir nokkra daga í senn og bömin mín kölluðu þig ömmu Lám eins og ég og Rabbi gerðum jafnan og gerum enn. Ég kveð þig, elsku amma mín, og bið góðan guð að geyma þig. Þín, Heiðrún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.