Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 52
)2 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 MORGUNBLAÐIÐ i f I j I I ■J.1 | \ 1 j | | » Matur og matgerð Rúgbrauð með rjóma á,... ... rúgbrauð með ijóma á er gott að fá, söng Kristín Gestsdóttir hér áður fyrr eins og aðrir íslendingar. Rúgbrauð eða öllu heldur pott- brauð hefur um aldaraðir verið bakað hér á landi. Það brauð var seytt, þ.e. bakað við lágan hita í Iangan tíma. Við það brotnar sterkja komsins niður og sykur myndast. Hliðstætt við það sem gerist í eplum sem eru geymd við of hátt hitastig. Við könn- umst sennilega öll við hið sæta bragð seydda brauðsins sem stundum er bætt í sykri, en ætti að vera óþarft enda finnst manni stundum seydda brauðið óþarf- lega sætt. Hér áður fyrr var pott- brauðið bakað við glæður á hlóð- um þegar hinn eiginlegi eldur var kulnaður og glóðin sat eftir, en mór og svarð var sett yfir til að halda hitanum, sem mátti ekki verða of mikill. Potti var hvolft yfir brauðið í bakstrinum og þannig er nafnið til komið. Brauð- ið var bakað að afliðnum degi, þegar eldamennsku var lokið og tilbúið að morgni áður en skarað var í eldinn og hann glæddur á ný. Margt gott er hægt að búa til úr seyddu rúgbrauði svo sem brauðsúpu, sem allir eldri íslend- ingar þekkja og mætti vel vekja upp að nýju og ég hafði hana sem ábætisrétt sl. sunnudag og bar þeyttan ijóma með. Þegar ég var búin að skera rúgbrauðið í pott- inn, fleygði ég molunum af brauð- inu út á pall fyrir fuglana eins og ég geri gjarnan, en það voru ekki fuglar sem mættu í rúg- brauðið heldur einmana haga- mús. Varla hefur henni veitt af enda líklega orðið þröngt í búi svona undir vetrarlokin, en hún fékk engan ijóma með. Brauðsúpa með eplum 300 g seytt rúgbrauð 1 lítil ferna eplasafi 5 dl vatn safi úr '/2 lítilli sítrónu 1 dlsykur 'ti dl rúsínur 1 epli 1 peli þeytturrjómi 1. Skerið rúgbrauðið í þykkar sneiðar 0g setjið í pott ásamt eplasafa, vatni, sítrónusafa og sykri. Sjóðið við hægan hita í 15-20 mínútur. 2. Meijið brauðið í pottinum með kartöflustappara eða sleif. 3. Afhýðið eplið, skerið í litla bita, setjið í pottinn ásamt rúsín- um og sjóðið í 10 mínútur. 4. Þeytið ijómann og berið með. Athugið: Köld brauðsúpa er líka góð með nýmjólk eða ijóma- blandi. Rúgbrauðs- eplakaka 75 g sykur 75 g smjör 150g seytt rúgbrauð '/2 kg græn epli 1 dl rifsberjahlaup 100g suðusúkkulaði 1 peli rjómi 1. Rífið rúgbrauðið fínt. Setj- ið sykur á pönnu og brúnið örlít- ið, setjið þá smjör út í, blandið saman og setjið síðan rifið rúg- brauðið saman við og takið pönnuna af hellunni. Setjið allt í eldfasta skál með breiðum botni. 2. Rífið súkkulaðið og setjið yfir rúgbrauðsmaukið. Geymið 1 msk. til að strá yfir þeytta ijómann ofan á í lokin. 3. Afhýðið eplin, stingið úr þeim kjarnann, skerið í sneiðar, setjið í pott ásamt rifsbeija- hlaupinu og sjóðið saman í um 15-20 mínútur. Kælið örlítið, meijið og setjið ofan rúgbrauðs- maukið í skálinni. Kælið. 4. Þeytið ijómann, setjið ofan á, stráið súkkulaði yfir. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Bannaðar myndir VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Ég vil senda þakklæti mitt til Hinriks Bjarnasonar fyrir að taka myndina um Krist, „Síðasta freisting Krists“, út af dagskrá og eins vil ég koma með þá ábendingu að aldrei ætti að sýna myndir á kvöldin og um helgar sem eru bannaðar innan 16 ára, því að ef böm eru ein heima er mikil hætta á því að þau horfi á myndir sem eru bannaðar. Móðir. Of mikið af handbolta og fótbolta? VELVAKANDA barst eft- irfarandi: „Það er alltaf verið að rugla með dagskrána vegna íþrótta, þetta tröllríður jdir og versnar með hveiju árinu. Hvenær verður hætt að lesa fréttir og hafa almennilega dagskrá? Það er orðið of mikið af handbolta og fótbolta í sjónvarpinu og finnst mér þetta ganga allt of langt. Ég borga afnotagjöldin eins og aðrir og mér finnst ekkert vera orðið nema þessar íþróttir í sjónvarpinu, það er látið ganga fyrir öllu öðru. Þegar er verið að sýna landslags- myndir í sjónvarpinu þá er oft spiluð tónlist, hvers vegna er ekki spiluð hressi- leg tónlist yfir handbolta og fótbolta? Svo er það annað, hvers vegna er alltaf hafður þessi trumbusláttur þegar verið er að lesa upp ágrip af fréttum, er þetta nauðsynlegt?" Fullorðin kona. Tapað/fundið SVÖRT vinnumappa tap- aðist, mappan er með frá- sögum af biskupaæfum, hún tapaðist líklega nálægt Háskólanum eða miðbæn- um. Skilvís finnandi vin- samlega hafi samband í síma 482-2190. Svört og brún taska tapaðist STÓR hliðartaska tapaðist í Lyngásnum í Garðabæ. Taskan er svört með brún- um bryddingum. Skilvís finnandi hringi í síma 564-3792 eftir kl. 17. Stórt hálsmen tapaðist STÓRT hálsmen án keðju tapaðist 1. apríl sl. við Sundaborg 13, vörumót- tökuna hjá Bónusi, Sel- tjarnarnesi eða inni í sömu verslun. Skilvís finnandi vinsamlega hafi samband við Bergþóru í síma 533-1900 eða 553-8884. Zippo-kveikjari tapaðist GYLLTUR Zippo-kveikj- ari, sem er merktur Helgi Tattoo, tapaðist í desember í Lækjargötu. Skilvís finnandi hafi samband í síma 552-9877. Bíllyklakippa tapaðist SAAB-lyklakippa með tveimur bíllyklum og tveimur húslyklum tapað- ist um páskana á Reykja- víkursvæðinu. Tapið kem- ur sér illa fyrir eigandann, því ekki er hægt að búa til nýja lykla að bílnum sem kominn er til ára sinna. Skilvís finnandi er því vinsamlega beðinn að hringja í síma 568-3670. Dýrahald Kettlingur fannst í Fjóluhlíð KETTLINGUR, ca 4 mán- aða, hvítur, svartur og brúnn, fannst í Fjóluhlíð í Hafnarfirði. Upplýsingar í síma 565-2622 og 533-3334 Steingrímur. BRIDS Um.sjón Guömundur Páll Arnarson MACALLAN boðsmótið, arftaki Sunday Times tví- menningsins, fer fram í London í janúarmánuði ár hvert, og er þá 16 heims- þekktum pörum boðin þátt- taka. Mótið er virðulegt; karlar í smóking og konur í síðkjólum, en að sama skapi sérviskulegt; blátt bann er lagt við margræð- um sögnum eins og „multi“ eða öðrum fjöldjöflum, og nú síðast gengu mótshald- arar feti framar í hafta- stefnunni þegar þeir bönn- uðu sterk laufkerfi! Sigur- vegararnir í ár voru ítölsku landsliðsmennirnir Lauria og Versace og hér sjáum við þá renna sér í slemmu gegn Kanadamönnunum SKÁK Umsjón Margcir Pctursson STAÐAN kom upp á minn- ingarmóti í Búdapest um ungverska byijanasérfræð- inginn sókndjarfa Bela Per- enyi. Hann lést í bílslysi á leið á skákmót í Grikklandi árið 1988. Ungverski stórmeistar- Mittelman og Gitelman: Suður gefur; enginn á hættu. Norður ♦ Á1075 ¥ G732 ♦ 8 ♦ KG95 Vestur Austur ♦ KD986 ¥ 432 ¥ DIO IIIIH * 865 ♦ 9763 llllll 4 KD104 ♦ 42 ♦ Suður ♦ G ¥ ÁK94 ♦ ÁG52 ♦ ÁD63 1087 Vestur Norður Austur Suður MittelmanLauria Gitelman Versace 1 lauf 1 spaði Dobl* Pass 3 hjörtu Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 hjörtu Pass 4 spaðar Pass 6 hjörtu Allir pass * Neikvæð dobl lifðu þenn- an vetur af, hvað sem síðar verður. inn Peter Lukacs (2.470) hafði hvítt og átti leik gegn Þjóðveijanum Arnd Lau- ber (2.360). 20. Bxh7+! - Kxh7 21. Dh4+ - Kg8 22. Rg5 - Rf6 (Eina vonin. Nú gæti svartur svarað 23. exf6 með 23. — Bf5 og bjargað mát- inu) 23. Rd5! og svartur gafst upp, því hann verður mát eða tapar drottning- unni. Úrslitin á mótinu sem Útspilið var spaðakóngur, sem Versace tók með ás og tók strax til við að trompa tígul í blindum. Hann ferðað- ist einu sinni heim á tromp, einu sinni á lauf og loks stakk hann spaða. Þegar drottningin í hjarta féll síðan undir síðari hjartahámann- inn voru þrettán slagir í húsi. Ekki flókið spil. Bandaríkjamaðurinn Bobby Wolff fór hins vegar niður á sex laufum. Það var gegn Dönunum Lars Blakset og Jens Auken, sem enduðu í öðru sæti, en „Úlfurinn“ og Hamman urðu þriðju. Blakset hafði stokkið í tvo spaða við opnun Wolffs í suður. Hann kom síðan út með spaðakóng og Wolff spilaði eins og Versace fram- an af: trompaði þrjá tígla í borði og fór heim á hjartaás og með spaðatrompun. Hjartatían fór ekki fram hjá honum og þegar hann átti út í blindum í þessari stöðu, lauk um mánaðamótin urðu þessi: 1.—2. Agrest, Rúss- landi og Sax 8 '/2 v. af 12 mögulegum, 3. Bezold, Þýskalandi 8 v., 4. Lukacs 7'A v., 5.-7. Istvan Almasi (bróðir stórmeistarans), Anka og Ruck 6 v. 8. Nieto Estrada, Mexíkó 5'/2 v., 9. Garcia Gonzales, Mexíkó 5 v., 10,—12. Lauber og Grund, báðir Þýskalandi og Vadasz 4 'A v., 13. Dittmar, Þýskalandi 3'/2 v. taldi hann víst að skipting vesturs væri 6-1-4-2: Norður ♦ 107 ¥ G73 ♦ - * G Vestur Austur ♦ D98 ♦ 3 ¥ D ♦ - II ¥ 86 ♦ - ♦ 42 ♦ 1087 Suður ♦ - ¥ K94 ♦ - ♦ ÁD6 Hann spilaði laufgosa og yfirdrap með drottningu til að spila ásnum og þriðja lauf- inu til austurs. Hann bjóst við að austur ætti nú aðeins hjörtu eftir - D86 - og yrði að gefa þijá síðustu slagina. En þá dró Auken fram einn óvæntan spaða og spilið fór tvo niður! I ± li.* \Ul/2b, A * 4 i W •» Mt & & i A i m m a ABk. B A 1 S'é’ HVÍTUR leikur og vinnur. Víkveiji skrifar... FRAMLEIÐENDUR og seljend- ur gúmmíhanzka hafa aug- ljóslega ekki áttað sig á breyttri verkaskiptingu á heimilum. Enn eru umbúðir gúmmíhanzka skreyttar myndum af velsnyrtum kvenhönd- um, sem njóta verndar gúmmí- hanzka við uppvaskið. Og það sem verra er: Það getur verið mjög erf- itt að finna gúmmíhanzka, sem passa á karlmenn, í verzlunum. Oftast er stærsti hluti úrvalsins ein- göngu í kvenstærðum eða þá fyrir ósköp netta karla. Víkveiji dagsins - sem er karlkyns og vaskar upp - stendur oft frammi fyrir því að einu gúmmíhanzkarnir, sem eru til í hans stærð, eru bleikir. Hvaða karlmaður með snefil af sjálfsvirð- ingu vaskar upp með bleika gúmmí- hanzka? Svo er auðvitað miklu praktískara fyrir t.d. hjón að eiga gúmmíhanzka af stærri gerðinni, því að þá geta bæði notað þá, í stað þess að karlinn sé hálft kvöld- ið að ná af sér hönzkunum eftir uppvask. xxx AÐ ERU ekki bara gúmmí- hanzkaframleiðendur, sem ekki gera ráð fyrir jafnri verka- skiptingu kynjanna á heiinilinu. Strauborð eru til dæmis oft óþol- andi lág fyrir hávaxna karla, jafn- vel í hæstu stillingu. Og þegar kem- ur að auglýsingum fyrir heimilis- tæki, hreingerningavörur eða eld- húsáhöld eru það yfirleitt konur, sem sjást nota græjurnar og gefa yfirlýsingar um það hvernig þær hafi breytt lífi þeirra. Sama á við um flestar vörur fyrir ungbörn, til dæmis bleiurnar, sem eru auglýstar oft og mikið. Alltaf eru það konur, sem halda lærða fyrirlestra um þurra bossa og rakadrægni og sjást dedúa við ungabörnin. Ekki karl- maður í augsýn. xxx EKKI stuðlar þetta aðeins að því að viðhalda gömlum og úreltum viðhorfum til hlutverka kynjanna, heldur hlýtur þessi mark- aðspólitík hreinlega að koma niður á fyrirtækjunum, sem um ræðir. Atta framleiðendur þessara vara sig ekki á að með því að markaðssetja þær þannig að það höfði til beggja kynja jafnt, myndu þeir stækka hópinn, sem er líklegur til að verzla við þá? Af hverju að útiloka helm- inginn af markhópnum, sem þeir ættu að beina auglýsingum sínum að?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.