Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 41 -
MINIUINGAR
Hann réð sig til sjóróðra á Eyrar-
bakka, þaðan sem hann hafði áður
róið og_ hugðist gleyma landbúnað-
inum. Árið 1882 fær hann bréf frá
móður sinni í Hvammi, þar sem hún
grátbænir hann að koma heim, hús-
in séu hrunin og jörðin að fjúka
upp. Hann sinnir þessu kalli, þau
tjalda yfir heimilisfólkið um sumarið
og endurreisnin hefst.
Eyjólfur eldri byijaði að hlaða
garða fyrir sandfokið og varð að
athlægi um allt land fyrir, en ekki
lengi, því sandurinn datt niður skjól-
megin og plönturnar gátu dafnað.
Hann er upphafsmaður sandgræðsl-
unnar á Islandi, sem núna heitir
Landgræðslan, með höfuðstöðvar
einmitt í Gunnarsholti. Hann byggði
upp bæinn í Hvammi, sem stendur
enn og þoldi landskjálftana 1896.
Hann beitti sér, ásamt Gesti á
Hæli, fyrir samningum sunnlensku
sveitarfélaganna við vin sinn Einar
Benediktsson og Titanfélagið, að
vatnsréttindi Þjórsár-Tungnár-
svæðisins yrðu seld félaginu með
stórvirkjanir í huga. Einar var með
breskt og norskt fjármagn og fengu
sveitarfélögin stórfé fyrir. Þegar
Titanfélagið fór svo á hausinn runnu
öll þessi vatnsréttindi frítt tii ís-
lensku þjóðarinnar og er sú eign
grundvöllurinn að Landsvirkjun
ásamt virkjununum í Soginu.
Eyjólfur eldri beitti sér líka fyrir
viðlagasjóði sveitarinnar, sem
styrkti bændurtil sjálfsbjargar, sem
voru að flosna upp og gekk svo vel
að engir þurftu styrk úr kreppulána-
sjóði íslenska ríkisins í Landsveit.
Hann stofnaði fóðurfélag bænd-
anna, ijómabú og búnaðarfélags-
deild og styrkti Guðmund skóla-
skáld frá Hrólfstaðaheldi til náms.
Þessar hugsjónir bjargarlauss
fólks í örvasa sveit, sem braut af
sér ok örlaganna, komst til bjarg-
álna og þáði að lokum frelsið sjálft
þjóð sinni til handa drakk Eyjólfur
yngri í sig með móðurmjólkinni. Ein
helsta frelsishetja íslendinga, Björn
í ísafold, faðir Sveins, fyrsta forseta
lýðveldisins, gaf afa hans og fóst-
bróður sínum, Eyjólfi oddvita, heið-
ursnafnbótina landshöfðingi. Þann
titil þótti Eyva mínum í Hvammi
vænt um, ekki síður en fálkaorðu
gamla mannsins og Dannebrog og
hafði ekkert á móti því að bera
landshöfðingja-titilinn með réttu
sjálfur.
Eyjólfur var við fyrstu sýn lukk-
unnar pamfíll í lífinu. Átti yndislega
foreldra, Ágúst Kristin bónda og
kennara í Hvammi og Sigurlaugu
Eyjólfsdóttur húsfreyju í Hvammi
og seinna verslunarkonu hjá Slátur-
félagi Suðurlands í Reykjavík. Hon-
um auðnaðist að lifa tuttugu ár með
afa sínum landshöfðingjanum, sem
hann dáði mjög og tók síðan við
glæsiiegri kostajörð, Hvammi, að
föður sínum látnum. Hann eignaðist
yndislega konu og sex gullfalleg
böm og fjölda barnabama. Allt var
eins og best varð á kosið, ekki síst
fyrir frændgarðinn, sem átti enda-
laust skjól heima hjá honum og
Dúnu.
Margt braut þó á Eyjólfi, sem
hann bar aldrei á torg. Fyrir hann
var lífið fyrst og fremst spurning
um að standa sig og sjá sínum far-
borða. Það gerði hann svo sannar-
lega, en drottinn ræður lífi okkar.
Enginn má sköpum renna. Við get-
um aðeins beðið um það að fá að
skilja, - þótt við alltaf lútum hinum
heilaga vilja.
Harmar af missi tveggja yndis-
legra sona og heilsubrestur urðu
höfðingjanum, glæsimenninu og vini
svo margra, Eyva í Hvammi, að fjör-
tjóni. Þessir atburðir allir í vetur eru
svo óvægir, hörmulegir, óvæntir og
þungbærir, að fólkið er sem lostið
niður, má sig ekki hræra og biður
guð almáttugan um miskunn. Eins
og átt hefði sér stað sjóslys, sem
heggur niður heilt byggðarlag eða
snjóflóð, landskjálftar eða eldgos
með glóandi hraunstraum, sem
steypist yfír heimilið.
Við biðjum algóðan guð um styrk
fyrir Dúnu, bömin og bamabömin,
sem líka höfðu áður svo mikið misst.
Kærleikans guð gefi þeim von, trú
og styrk og leggi Eyjólf minn í
Hvammi sér að hjarta.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson.
Elskulegur föðurbróðir okkar,
Eyjólfur Ágústsson, Hvammi í
Landsveit, hefur nú kvatt sitt jarð-
neska líf. Ekki, - að á óvart þurfi
að koma, þegar maður á hans aldri
fellur frá. Þaðan af síður, þegar svo
harmþrungnir atburðir hafa gerst
sem raun er á hjá Hvammsfjölskyld-
unni. Tveir elstu synir Eyjólfs og
Dúnu í Hvammi, þeir Kristinn og
Ágúst, létust báðir langt um aldur
fram sl. haust. Var það þungbært
áfall. Frumburðurinn, Kristinn,
hafði verið foreldmm sínum sterk
stoð og stytta við búskapinn allan
sinn aldur, þótt hann byggi með
fjölskyldu sinni á Hellu mörg hin
síðari ár. En Eyjólfur í Hvammi var
hins vegar þannig að öllum burðum,
að manni fannst næstum ekkert
getað grandað honum. En „eitt sinn
skal hver deyja“. Eyjólfur fór fyrir-
varalaust, hratt og fumlaust. Eyjólf-
ur var okkur bræðram næstum sem
annar faðir. Enda vora þeir um
margt mjög líkir, faðir okkar og
hann, og með þeim mikill kærleikur
alla tíð. Þegar við sem drengir dvöld-
um oft langtímum í Hvammi, fóram
við stundum á þeim villt. Við getum
margt gott sagt um Eyjólf frænda,
og aðeins gott eitt um hann hugs-
að. Við ætlum, að svo sé einnig um
þá aðra, sem til hans þekktu. Ekki
hefði verið að skapi Eyjólfs, að hér
væru tíundaðir hans mannkostir í
langhundi. Eyjólfur var stór maður
vexti og rammur að afli. Hann var
búhöldur góður, gestrisinn, virtur
vel í héraði sem utan. Ágætur mað-
ur, Eyjólfur í Hvammi, og elskuleg
manneskja. Við bræðurnir minn-
umst hans með söknuði, en jafn-
framt mikilli gleði. Minningarnar
munu hlýja okkur ætíð.
Við bræðurnir ásamt fjölskyldum,
móður okkar, Páli Braga, bróður,
og fjölskyldu hans, biðjum Drottin
allsheijar að blessa Dúnu og alla fjöl-
skylduna þeirra Eyjólfs, - að veita
þeim trú og styrk um ókomna tíð.
Agúst Þórðarson og
Stefán Þórðarson.
Nú er hann dáinn hann Eyjólfur
minn í Hvammi, maðurinn sem heill-
aði mig upp úr skónum þegar ég
var að alast upp því ég ætlaði að
verða eins stór og hann og taka
hann mér til fyrirmyndar í einu og
öllu, en það hefur heldur lítið farið
fyrir því. Hann Eyjólfur var mikill
dugnaðarforkur, ósérhlífinn og ham-
hleypa við allt sem hann tók sér
fyrir hendur í orðsins fyllstu mnerk-
ingu. Það hefur líka sýnt sig við
búskapinn í Hvammi, því það er sitt-
hvað að vera bóndi eða kunna að
vera bóndi. Hann Eyjólfur var bóndi
af lífi og sál, hafði alla tíð búið stór-
búi og hafði líka mikla ánægju af
sínum skepnum. Eyjólfur í Hvammi
var meiriháttar skemmtilegur höfð-
ingi heim að sækja og sterkur per-
sónuleiki, kvikur á fæti og léttur í
lund. En hann Eyjólfur minn í
Hvammi bjó nú ekki einn, hann hafði
hana Dúnu sér við hlið, konuna sem
hann virti og dáði og elskaði, voru
þau mjög samhent hjón í einu og
öllu svo af bar því hún Dúna er og
hefur alltaf verið mikil húsmóðir og
dugleg kona.
Eyjólfur og Dúna áttu miklu
barnaláni að fagna, voru þau og eru
mjög dugleg að fara heim að
Hvammi og hjálpa foreldrum sínum
við bústörfín og ganga í öll verk
eins og þau ólust upp við. Svona er
líka með tengda- og barnabörnin.
Svona var líka með börnin sem voru
á sumrin í Hvammi, þau komu alltaf
aftur hvert sumarið eftir annað og
eins eftir að þau voru fulltíða fólk,
hafa þau verið með annan fótinn
þar. Því Eyjólfur var mikill félagi
þeirra og vinur og kenndi þeim að
vinna, því Eyjólfur mátti ekki vamm
sitt vita í einu eða neinu og skuld-
aði engum neitt, hafði allt á hreinu.
Það er eins og Már tengdasonur
hans sagði við mig, að það væri sjón-
arsviptir að honum Eyjólfi og það
er orð að sönnu. Því hann var svo
mikill heimilisfaðir og góður maður.
Því það var eins og hann ætti hvert
bein í manni.
Elsku Eyjólfur minn, hjartans
þakkir fyrir allt og mikið var nú
gaman að fara með þér í fjárhúsin
í hitteðfyrra.
Drottinn blessi minningu þína. Ég
votta Dúnu, börnpm, tengdabörnum
og barnabörnum samúð mína.
Bjarney Guðrún
Bj örgvinsdóttir.
Mig langar að kveðja hann afa
minn og nafna með nokkrum orð-
um. Þau orð verða aldrei annað en
fátækleg því allar minningarnar
sem ég geymi um afa myndu eflaust
fylla heila bók. Mér telst til að ég
hafi verið meira og minna í 16 sum-
ur í sveit hjá afa og ömmu í
Hvammi. Maður var nú ekki nýti-
legur til margra hluta í fyrstu en
Selma frænka passaði mig í fyrstu.
Seinna bættust svo við skyldustörf-
in, í fyrstu fór maður með kaffí út
á tún og sótti kýmar og endaði svo
sem fullgildur vinnumaður á kaupi.
En bæði afi og amma pössuðu vel
að við krakkarnir ofreyndum okkur
ekki og fengum við tíma til að leika
okkur og þroskast ásamt þeim litlu
skyldustörfum sem við sinntum. En
þegar maður var við hlið afa, sem
aldrei féll verk úr hendi, fylltist
maður metnaði og lagði enn harðar
að sér við vinnuna til að hafa við
afa sem var og verður alltaf mín
helsta fyrirmynd í lífínu.
Elsku afi minn, minningarnar
sem ég á um þig og okkur saman
geymi ég alltaf í hjarta mínu og
börnin mín skulu fá að fræðast um
langafa sinn sem þrátt fýrir háan
aldur hefur nú fallið frá fýrir aldur
fram. Ég efast ekki um að þú hefur
ennþá átt eftir að gera margt í líf-
inu, en átt samt góðar minningar
um ævistarfið í Hvammi. Elsku
amma, pabbi og systkini, ég vona
að góður Guð styrki okkur í þeim
áföllum sem þessi fíölskylda hefur
þolað síðustu mánuðina og gefí að
þessum áföllum ljúki.
Eyjólfur Pétur Pálmason.
Að kvöldi páskadags barst mér
sú fregn að hann Eyvi væri látinn.
Þótt Eyvi væri að nálgast áttrætt
var það eitthvað svo fjarlægt í huga
manns að hans tími væri kominn
því í honum bjó sá mesti kraftur
og lífsgleði sem ég hef kynnst. Við
systkinin vorum öll til lengri og
skemmri tíma í sveit hjá þeim Eyva
og Dúnu. í fyrstu kom ég upp í
Hvamm til þess að heimsækja
Steina eldri bróður minn og fékk
ég stundum að vera viku og viku
í sveitinni. Þar til ég var 12 ára
spurði Eyvi mig hvort ég vildi ekki
verða vinnumaður hjá sér næsta
sumar. Ég man það eins og það
hefði gerst í gær, slík var upphefð-
in að fá að vera vinnumaður í
Hvammi. Hjá þeim hjónum var
ætið gott að vera. Frá fyrsta degi
tilheyrði maður fjölskyldunni. í
Hvammi var oft glatt á hjalla og
margt um manninn og þá sérstak-
lega í kringum heyskapinn enda í
mörg hom að líta. Eyvi fór þar
fremstur í flokki og keyrði sig
áfram dag og nótt, kvartaði aldrei
en hafði af því áhyggjur að við sem
vorum á léttasta skeiði yrðum
þreyttir. Þannig maður var Eyvi,
hlífði okkur á sinn kostnað. Hjá
Eyva og Dúnu lærði maður að taka
til hendinni og kröfurnar voru aldr-
ei það miklar að maður gæti ekki
skilað sínu og þótt gerð væru mis-
tök og eitthvað færi miður var það
alltaf sama viðkvæðið: „Þetta geng-
ur bara betur næst, Óli minn.“ Það
var ekki verið að tönnlast á því sem
verr fór heldur reynt að gera bet-
ur. Dvöi mín í Hvammi hefur verið
mér ómetanlegt veganesti í gegnum
lífíð. Þótt oft hafi liðið langur tími
milli heimsókna minna upp í Hvamm
var alltaf eins og ég hefði talað við
þau Eyva og Dúnu í gær, tilfinning-
in var ætíð sú að maður væri kom-
inn á sitt annað heimili. Ég lít á það
sem forréttindi að hafa kynnst þér,
Eyvi minn, og ég trúi því að þín
bíði eitthvert annað verkefni handan
þessa jarðneska lífs.
Hafðu þökk fyrir allt.
Elsku Dúna, börn, tengdabörn,
bamaböm og aðrir aðstandendur.
Guð styrki ykkur í þessum miklu
áföllum sem þið hafið orðið fyrir.
Ólafur Kristján Jónsson.
VILHJÁLMUR
HALLDÓRSSON -
Vilhjálmur Hall-
dórsson var
fæddur í Vörum í
Garði 5. júlí 1913.
Hann lést á Garð-
vangi 1. apríl síðast-
liðinn. Hann var son-
ur hjónanna Kristj-
önu Pálínu Kristj-
ánsdóttur frá Hellu-
koti á Vatnsleysu-
strönd, f. 2.11. 1885,
d. 1.8. 1975, og Hall-
dórs Þorsteinssonar
frá Melbæ í Leiru,
f. 22.2. 1887, d. 3.1.
1980. Systkini Vil-
hjálms voru Þorsteinn Kristinn,
f. 22.2. 1912, d. 19.1. 1990, gift-
ur Önnu Sumarliðadóttur, f.
25.8. 1917, Gísli Jóhann, f. 10.6.
1914, giftur Lovísu Haraldsdótt-
ur, f. 2.5. 1922, d. 1.6. 1988,
Halldóra, f. 27.9.1915, Steinunn,
f. 29.10. 1916, maki Benedikt
Guðmundsson, f. 1.1. 1922, Guð-
rún, f. 23.3. 1918, maki Sigur-
björn Tómasson, f. 15.2. 1919,
Elísabet Vilborg, f. 22.5. 1919,
maki var Jónatan Agnarsson, f.
11.4. 1924, d. 21.11. 1978, Þor-
valdur, f. 17.8. 1920, maki Ingi-
björg Jóhannsdóttir, f. 24.9.
1925, Kristín, f. 22.11. 1921,
maki Friðrik Guðjónsson, f. 9.7.
1921, Marta Guðrún, f. 12.2.
1923, maki Kjartan Ásgeirsson,
f. 8.6. 1922, Helga, f. 9.9. 1924,
d. 10.9. 1924, Þorsteinn Nikulás,
f. 10.1. 1927, d. 24.12. 1984,
maki var Greta Jósefsdóttir, f.
18.6. 1934, látin, Karitas Hall-
bera, f. 12.9. 1928, maki var
Einar Danielsson, f. 6.9. 1927.
Hinn 1.12. 1938 giftist Vil-
hjálmur eiginkonu sinni, Stein-
unni Sigurðardóttur frá Hellis-
sandi, f. 24.8. 1917. Viliyálmur
og Steinunn eignuðust sjö börn,
Krisiján Vilberg, f. 28.9. 1938,
maki Ásta Vigdís Böðvarsdóttir,
f. 14.6. 1943, Sigurður Stefán,
f. 15.10. 1939, maki Ástríður
Svala Svavarsdóttir, f. 5.8.1944,
Krisljana Þorbjörg, f. 3.6. 1941,
maki Friðrik Ágúst Pálmason,
f. 13.11. 1941, Steinunn, f. 5.3.
1945, d. 22.11. 1995, maki var
Guðmundur Sveinbjörnsson, f.
21.1.1945, Halldór, f. 22.6.1947,
maki Gunnhildur
Ásgeirsdóttir, f.
10.1. 1948, Vil-
hjálmur, f. 31.12.
1949, maki _var
Kristín Hulda Ósk-
arsdóttir, f. 11.3.
1954, Stefanía, f.
25.11. 1956, Krist-
inn Kristinsson, f.
6.1. 1959.
Afkomendur Vil-
hjálms og Steinunn-
ar eru í dag 41. Vil-
hjálmur byijaði
ungur að hjálpa til
við útgerð og bú-
skap að Vörum eins og systkini
hans gerðu, sextán ára var hann
á vertíð í Sandgerði. Vilhjálmur
hóf að aka vörubifreið sautján
ára, það var nánast hans aðal-
starf, allt til ársins 1960 er hann
gerðist leigubifreiðastjóri á Að-
alstöðinni í Keflavík, þar sem
hann starfaði til ársins 1980 er
hann lét af störfum vegna veik-
inda. Vilhjálmur stundaði ávallt
ýmis störf með akstrinum. Þeg-
ar hann og Steinunn giftu sig,
reistu þau sér hús á næstu jörð
við Varir, á Brekku, þar ráku *
þau búskap til ársins 1954. Vil-
hjálmur átti góðan áttæring sem
nú er á byggðasafni, oft var
fiskað vel á hann í Garðsjónum
fyrr á árum. 1943 til 1948 rak
Vilhjálmur einnig matvöruversl-
un á Brekku. Eftir að þau hættu
með búskap 1954, keypti hann
oft fisk á vorin, verkaði og sól-
þurrkaði. Villyálmur var um-
boðsmaður fyrir Bindindisfélag
ökumanna og tryggingafélagið
Ábyrgð hf. frá 1961 og til dán- <'->»
ardægurs. Umboðsmaður fyrir
Tryggingamiðstöðina hf. frá
1968 til 1981. Hann var ötull
ökukennari og starfaði við það
til ársins 1980. Villýálmur var
mikill áhugamaður um skák og
brids, eftir að hann hætti að
vinna stundaði hann það mikið
að „pútta“ og var aðalhvatamað-
ur að stofnun tveggja pútt-
klúbba, Púttklúbbs Suðurnesja
og Púttklúbbs Ness.
Jarðarför Villyálms fer fram
frá Útskálakirkju í dag og hefst
athöfnin kiukkan 14.
Elsku bróðir. Með þessum fátæk-
legu orðum langar mig að segja þér
hvað þú hefur verið mér mikils virði.
Þú hefur alltaf verið mín fyrirmynd,
svo sterkur og tryggur vinur I raun.
Á síðari áram hefur þú verið braut-
ryðjandi í pútti fyrir eldri borgara.
Það hefur glatt mig og svo marga
aðra að hittast og vera með.
Metnaður þinn var mér hvatning,
en þú varst alltaf í fremstu röð. Við
eigum þér mikið að þakka. Takk
fyrir allt, elsku bróðir. Það er hugg-
un í harmi, að þjáningum þínum er
lokið. Hvíl þú í friði og guð blessi
eiginkonu og fjölskyldu þína.
Þín systir,
Kristín.
Eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
afí og langafi, Vilhjálmur Halldórs-
son, Brekku í Garði, hefur kvatt og
gengið mót ljósinu.
Á hans æsku- og uppvaxtaráram
snerist allt hans líf um físk og sjó
eins og oft gerist í sjávarplássum.
Þegar Vilhjálmur giftist Steinunni
Sigurðardóttur hófu ungu hjónin
sinn búskap á Brekku og börnin
urðu sjö. Vilhjálmur vann mikið og
skaffaði sínu fólki alltaf vel. Ekki
var hann þó alltaf heilsuhraustur
og eitt árið þegar heilsan var slæm
opnaði hann búð í einu herbergi í
húsi sínu til þess að hafa eitthvað
fyrir stafni og sjá fyrir sér og sínum.
Vilhjálmur var bifreiðastjóri og
ökukennari um árabil og á þeim
árum kynntist ég honum best, þess-
um öragga, prúða manni sem talaði
ekki alltaf mikið. Gott var að fá
hann í hádegismat þegar hann var
að keyra og var hann þessi fasti
punktur í hádeginu með sínar venj-
ur, hlusta átti á fréttir og ekkerf**"
bull á meðan.
Vilhjálmur hafði lag á að hafa
rólegt í kringum sig, einu skiptin
sem hann æsti sig örlítið var þegar
pólitík var til umræðu, þá hækkaði
hann róminn og stóð fast á sinni
skoðun. Fyrir kosningar hafði hann
þann sið að hringja og minna okkur
á hvaða flokkur væri nú bestur og
þegar barnabörnin fengu nú kosn-
ingarétt var líka hringt í þau. Villi
var sannur sjálfstæðismaður. Þó að
heilsan bilaði sat hann ekki auðum
höndum. Hann var góður spilamað-
ur, stofnaði púttklúbba og fagrar
útsaumaðar og málaðar myndir
prýða nú veggi heimila okkar.
Þú varst traustur maður senr^
gott vað að kynnast, ég minnist þín
með kærleika.
Þín tengdadóttir,
Svala Svavarsdóttir.
Sérfræðingar
í l)lómaskreytinj>um
við (»11 tækifæri
m blómaverkstæði
ÖINNA
Skolauirftuslig 12.
á liorni Bergslafiastrætis.
sími 551 909»