Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ BREF TIL BLAÐSINS LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 51 Mikið úrval af vðrum fyrír fyrirtæki, heimili Rjómasprautur og gashylki (passar (allar gerðir) Tilboö: 11.900 Verð áður: 16.700 með hliðarbrennara Tilboð: 18.900 Verð áður: 25.900 Hvers vegna ekki propolis? Frá Ragnari Þjóðólfssyni: RANNSÓKNIRNAR á propolis hafa ótvírætt leitt í ljós að sýklalyf náttúrunnar eru bólgueyðandi, bakteríudrepandi og auk þess bráð- holl líkamanum. í ljósi þess að ís- lendingar eiga Norðurlandamet og jafnvel heimsmet í notkun sýkla- lyfja er mér spurn hvers vegna læknar vísa ekki sjúklingum sínum í meira mæli á propolis? Penísillín og súlfalyf drepa án mismununar vinsamlegar og óæskilegar bakteríur í mannslíka- manum, propolis styrkir átfrumur ónæmiskerfisins og drepur því ekki annað en það sem óhollt er mannin- um og berst inn í líkamann utan frá. Þessar aukaverkanir sýklaly- fjanna, þ.e. að drepa allar bakter- íur, er ein aðalástæða þess að candida sveppurinn á svo greiða leið að meltingarvegi Islendinga. A meðan bakteríuflóran er að ná sér aftur er mótstöðuafl líkamans minna svo ekki sé minnst á þá lífs- hættu sem getur skapast eftir að menn hafa myndað ónæmi gegn sýklalyfjum. I Frakklandi er propolis vel þekkt og leiti menn í apótek þar eftir sýkladrepandi lyfi er þeim ævinlega bent á að reyna propoiis áður en þeir kaupi sýklalyf. Börn ættu í raun aldrei að taka inn sýklalyf nema í algjörum neyðartilfellum en í þjóðfélagi eins og hér á íslandi þar sem foreldrar vet'ða að vinna myrkranna á milli neyðast þeir sennilega oft til að dengja sýklalyfj- um í börn sín til þau nái heilsu sem fyrst eftir veikindi og geti mætt á leikskólann. Hvers vegna er þess- um foreldt'um ekki bent á propolis? Eyrnabólgur eru mun algengari í börnunt hér en víða annars staðar og menn velta mjög fyrir sér ástæð- urn þess. Ég hef meiri áhyggjur af afleiðingum stöðugrar sýklaly- fjanotkunar ungbarna en hvað or- sakar sjúkdóminn. Þeit't'i spurningu verður svarað fyrr en síðar, og þangað til á að leita hollari leiða en þingað til hafa verið reyndar svo börnin þurfi ekki að kveljast af veikindum. Undanfarin ár hefur ríkið haft kostnað sem nemur nærri 700 millj- ónum króna af sýklalyfjanotkun landsmanna. Þá er ótalinn kostnað- ur sjúklinga. Barnafjölskyldur kosta orðið sjálfar sýklalyf handa börnum og telst mér til að tíu daga kúr kosti svipað og mánaðat'- skammtur af propolis sem dugar í tvo mánuði handa barni. Nú á tím- um sparnaðar í heilbrigðiskerftnu er óhætt að velta fyrir sér hvort QKIsag Rjóma- sprautur Tertur með rjóma • Kökur með rjóma Kaffi með rjóma *ís með rjóma sé hagstæðara fyrir þjóðarbúið að vísa á efni sem ekki skilur líkam- ann eftir viðkvæmari og varnar- lausari eða á lyf sem skaða bakter- íuflóru líkamans og geta valdið ofnæmi. Á síðustu árum hafa mjög rutt sér til rúms hugmyndir sem kennd: ar eru við heildrænar lækningar. I aðalatriðum ganga fylgjendur þeirra út frá því að líkami og sál séu ein heild og ekki hægt að ein- beita sér að því að lækna einungis einn blett heldur verði að hugsa um allann líkamann og taka tilit til allra hluta hans í lækningunni. Séu þessar hugmyndir lagðar til grundvallar ætti ekki að gefa lyf við einu meini sem hefur þá auka- verkun að orsaka önnur. Álvarleg- ir, lífshættulegir sjúkdómar kalla auðvitað á lækningaaðferðir þar sem ekki er að öllu leyti hægt að forðast að svo fari og þá ætti að hlúa að sálinni og almennu heil- brigði. Propolis byggir upp líkamann og hjálpar þeim sem hafa þurft að ganga mjög nærri líkama sínum að vinna sig upp. Nú hefur verið staðfest að bæði propolis og drottn- ingarhunang draga úr hraða frumuskiptinga í krabbameinsæxl- um. Propolis vinnur auk þess gegn radikölum en þeir eru meðal krabbameinsvalda í umhverfi okk- ar. Margir krabbameinssjúklingar reyna óhefðbundnar lækningaað- ferðir með góðum árangri og bless- un lækna sinna. Sumar þeirra hafa ekki verið jafn rækilega rannsakað- ar og propolis. í tímaritum lækna er orðið að finna slíkan fjölda greina um pro- polis að þegar ég fór á bókasafn til að láta fletta upp greinum um efnið var af nógu að taka. Er það ákveðin stefna lækna að hunsa náttúruefni eða hafa allar þessar rannsóknir virkilega farið framhjá öllum íslenskum læknum? Telja læknar þá ekkert athugavert við mikla sýklalyfjanotkun hér á landi? Mér er spurn og gaman þætti mér að fá svör. RAGNAR ÞJÓÐÓLFSSON, áhugamaður um náttúru- og sjálfslækningar. Nýjar vorur DanskinX ' hlaupaskór 1 fótboltaskór ■ gervigrasskór Nol Juil For Doncing Laugavegi 6 sími. 562-3811 Olís buðin er flutt í Ármúlann Olís búöin er flutt af Vagnhöfðanum og hefur opnað aftur í Ármúla 7 - ný og betri búð með mikið vöruúrval fyrir fyrirtæki og einstaklinga af öllum stærðum og gerðum. með hliðarbrennara Tilboð: I3.9OO Verð áður: 18.900 5000 gasgnu Tilboð: 10.900 Verð áöur: 14.900 og sumarbústaði. 10% afsláttur af öllum öðrum vörum. í Þurrkupappír Þurrkupappír Mini-12 í pakka Midi-6 í pakka Tilboð: I.398 Tilboð: I.89O Verð áður: 1.740 Verð áður: 2.723 ffiBÚÐIN OPJÐ föstud. 11. apríh 9-19, taugard. 12. og sunnud. 13. apríb 10-17. Ármúia 7 ■ Sími 588 3366 * Símbréf 588 3367
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.