Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 20
20 LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Er bann
við mökum
systkina
úrelt?
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
í KJÖLFAR aukins fijálsræðis
á kynferðissviðinu hefur Vagn
Greve, danskur prófessor í
refsirétti, nú varpað því fram
hvort ekki sé kominn tími til
að fella úr lög'um bann við kyn-
mökum systkina, hvort sem um
sé að ræða hálf- eða alsystkin,
og að hugtakið blóðskömm eigi
ekki lengur rétt á sér. Hann
bendir á að almenn tilhneiging
sé til að löggjafarvaldið skipti
sér ekki af kynlífi fólks og því
væri þessi breyting í eðlilegu
framhaldi af þeirri þróun.
I grein sem Greve ritaði ný-
lega um efnið bendir hann á
að eðlilegt sé að fella úr gildi
lög, sem hindri kynmök fullorð-
inna, á hvaða forsendum sem
er. Þannig eigi hugtakið blóð-
skömm ekki lengur rétt á sér
hvað fullorðin systkin varði og
þá gildi það sama um hálf- og
alsystkin. Hann segir frá pari,
sem leitaði ráða hjá honum.
Þau höfðu kynnst í námi á lög-
regluskólanum og fellt hugi
saman. Þegar þau fóru að segja
hvort öðru ævisögu sína kom
í ljós að þau voru hálfsystkin,
áttu sama föður, sem stúlkan
hafði þó ekki hitt síðan hún var
smábarn. Parið býr nú saman,
en samkvæmt núverandi lögum
er þeim ekki heimilt að hafa
mök saman. Þau hafa hvorki
lagt í að ganga í hjónaband né
hyggja á barneignir, þar sem
þau eru hrædd um að leyndar-
mál þeirra komist upp.
Greve segir sorglegt að sam-
band ungs og heilbrigðs fólks,
eins og hér um ræði, eigi á
hættu að vera stimplað jafn
hræðilegu orði og blóðskömm
sé. Hann bendir á að orðið eigi
ekki lengur rétt á sér, því þeg-
ar dæmt sé í sifjaspellsmálum
sé dæmt eftir lagagreinum er
mæli gegn kynferðislegu sam-
neyti við börn undir lögaldri.
Að hans mati væri réttast að
fella niður allar greinar um
blóðskömm, því það sé ekki
hlutverk refsiréttar að leggja
kvaðir á fólk um fjölskyldu-
mynstur þess.
Reuter
Flóð í Minnesota
TVEIR samhentir íbúar St. Peter
í Minnesota reyna að gera við
leka í flóðvarnargarði, sem ætlað
er að veija íbúðarhús bæjarins
fyrir skemmdum af völdum flóð-
vatns úr ánni Minnesota. Reiknað
er með því að flóðið í ánni nái
hámarki í dag, með um fjögurra
metra meiri vatnshæð en í eðli-
legu rennsli.
Jeltsín rekur
fjóra herforingja
Moskvu. Reuter.
BORÍS Jeltsín Rússlandsforseti vék
fjórum yfirmönnum rússnesku heij-
anna úr starfi í gær. Engin skýring
var gefin fyrir brottvikningunni, en
rússneskir fjölmiðlar sögðu þá alla
hafa verið sakaða um að misnota
stöðu sína í eigin þágu.
Brottvikningin er að einhveiju
leyti sögð vera liður í uppstokkun í
rússneska heraflanum en þó fremur
talin standa í beinu sambandi við
nýja herferð Jeltsíns gegn spillingu
í rússneska stjórnkerfinu. Hann
hafði fyrir nokkru sett Vladímír
Semjonov hershöfðingja, yfirmann
rússnesku landherjanna, ótímabund-
ið af vegna „aðgerða sem samræmd-
ust ekki stöðu hans,“ eins og þar
sagði.
Hinir yfirmennirnir þrír voru An-
ton Terentjev ofursti,>einn nánasti
aðstoðarmaður Semjonovs, Vjatsj-
eslav Kharníkov aðmíráll, næstæðsti
maður rússneska norðurflotans og
ígor Khmelnov, formaður herfor-
ingjaráðs flotans.
Ástamál Ershads
kljúfa flokk hans
Dhaka. Reuter.
ÞRIÐJI stærsti stjórn-
málaflokkurinn í
Bangladesh, Jatiya-
flokknum, stendur
frammi fyrir klofningi
vegna ástamála leið-
togans, Hossains Mo-
hammads Ershads, og
ágreinings hans við
aðra forystumenn
flokksins um stuðning
hans við stjórnina.
Þrír atkvæðamiklir
flokksmenn kröfðust þess í fyrra-
kvöld að Ershad segði af sér og
hafa boðað forystumenn flokksins
til fundar í maí til að velja eftirmann
hans. Þeir saka hann um einræðistil-
burði og segja ástamál hans hafa
valdið honum álitshnekki og skaðað
flokkinn.
Uppreisnarmennirnir þrír lýsa
Ershad sem taglhnýtingi stjórnar
Awami-bandalagsins, sem mynduð
var eftir kosningar í júní. Deilan
magnaðist í mars þegar Ershad rak
Kazi Zafar Ahmed, fyrrverandi for-
sætisráðherra, úr flokknum fyrir að
gagnrýna stefnu stjórnarinnar gag-
vart Indlandi.
Hugðist kvænast
ástkonu sinni
Upp úr sauð í vikunni
þegar Ershad Skýrði frá
því í viðtali við dagblað
að hann hygðist kvæn-
ast ástkonu sinni, Zinat
Hossain, sem hann hef-
ur verið í þingum við i
14 ár. Zinat er at-
kvæðamikil þingkona
og gift fyrrverandi iðn-
aðarráðherra.
Áður hafði Ershad valdið uppnámi
innan fjölskyldunnar með því að
halda upp á afmæli sitt með ástkon-
unni en ekki eiginkonunni, sem brást
ókvæða við og flutti til systur sinnar.
Ershad reyndi að sefa flokksbræð-
ur sína á fimmtudag með því að lýsa
því yfir að hann hefði sagt skiiið við
ástkonuna og beðið hana um að láta
af öllum störfum fyrir flokkinn.
Ershad er 68 fyrrverandi hers-
höfðingi og hrifsaði til sín völdin án
blóðsúthellinga árið 1982, en honum
var steypt af stóli í uppreisn árið
1990. Hann var dæmdur í fangelsi
og leystur úr haldi í janúar.
Ershad
Mafíumorð á ráð-
herra í Belgrad
Stojicic
að ræða uppgjör
mafíugengja.
Stojicic, sem gekk
undir viðurnefninu
Badza, eða stórkarl-
inn, var lögreglufor-
ingi og stjórnaði ör-
yggissveitum Slobo-
dans Milosevics forseta
og óeirðalögreglunni.
Hefur þótt liggja í loft-
inu að undanförnu að
hann tæki við starfi
Belgrad. Reuter.
GRÍMUKLÆDDUR
maður gekk inn á veit-
ingahús í Belgrad í
fyrrinótt og skaut að-
stoðarinnanríkisráð-
herra Serbíu, Rado-
van Stojicic, til bana.
Hvert sæti var skip-
að á veitingahúsinu
Mama Mia í miðborg
Belgrad er atburður-
inn átti sér stað, rétt
eftir miðnætti að stað-
artíma. Stojicic sat þar að snæðingi
ásamt syni sínum og vini. Hann
beið samstundis bana en aðra sak-
aði ekki.
Árásarmaðurinn flýði af
hólmi og hefur ekki náðst. At-
burðir af þessu tagi eru tíðir í
Belgrad en venjulega er þó um
innanríkisráðherra. Þá lék hann
lykilhlutverk í því að útvega Serb-
um í Bosníu og Króatíu vopn í
borgarastyijöldinni í þessum ríkj-
um. Milosevic hækkaði Badza, sem
var 46 ára, til æðstu tignar, of-
ursta, í serbnesku lögreglunni í
fyrra.
Hægri menn á Spáni treysta tök sín á stjórnsýslunni eftir lok 14 ára valdatíma sósíalista
Víðtækustu „hreinsanir“
í sljórnmálasögu Spánar
Hægri menn á Spáni hafa á aðeins 11 mán-
uðum beitt sér fyrír víðtækarí „hreinsunum“
í embættismannakerfinu en fram fóru þegar
endi var bundinn á einræðisstjórn Francos.
Malaga. Morgunbladið.
A ÞEIM 11 mánuðum sem liðnir
eru frá því að hægri menn komust
til valda á Spáni hefur um 3.000
háttsettum embættismönnum verið
gert að taka pokann sinn. Aldrei
áður í nútímasögu Spánar hafa svo
víðtækar pólitískar „hreinsanir"
farið fram. Þessi framganga er í
beinni mótsögn við stefnuskrá
Þjóðarflokks Jose Maria Aznar for-
sætisráðherra og gengur þvert á
málflutning flokksins í baráttunni
fyrir þingkosningarnar í mars í
fyrra.
Þjóðarflokkurinn gagnrýndi harð-
lega meinta pólitíska spillingu sósíal-
ista í valdatíð Felipe Gonzalez, þá-
verandi forsætisráðherra, á árunum
1982-1996. í stað þess að hinir
hæfustu væru ráðnir til að gegna
háum embættum innan ríkiskerfis-
ins væru flokksgæðingum fengin
störf þessi. Samkvæmt úttekt
spænska dagblaðsins E1 Pais hafa
þjóðarflokksmenn nú gerst sekir um
hið sama og gott betur því nú þegar
hefur fieiri embættimönnum verið
vikið frá en gerðist í valdatíð sósíal-
ista.
Kosningalof orðin
Gagnrýni Þjóðarflokksins var svo
kröftug fyrir þingkosningarnar á
Spáni í mars í fyrra að sett var inn
í stefnuskrá flokksins ákvæði þess
efnis að „hlutleysi skuli einkenna
stjórn ríkisins". í þriðja kafla stefnu-
skrárinnar segir og að hæfni skuli
ráða þegar ráðnir séu embættismenn
og að þeir eigi að „sýna fullkomið
hlutleysi í störfum sínum" en ekki
láta stjórnast af pólitískum hags-
munum. „Hæfni og geta skuli móta
feril embættismanna," segir þar orð-
rétt.
Nú liggur fyrir að 3.000 nýir
háttsettir embættismenn hafa verið
ráðnir á því tæpa ári sem hægri
menn hafa haldið um valdataum-
ana. Þessar „hreinsanir" eru nú
þegar orðnar víðtækari en þegar
Sósíalistaflokkurinn komst til valda
og sérstaka athygli hlýtur að vekja
að fleiri embættismenn hafa verið
reknir úr starfi nú en þegar endi
var bundinn á einræðisstjórn Franc-
isco Francos og lýðræði var innleitt
á Spáni.
„Tekið til“ í öllum ráðuneytum
„Hreinsanirnar“ hafa farið fram
í öllum ráðuneytum og á velflestum
stigum stjórnsýslunnar. Ráðuneyt-
is- og deildarstjórum hefur verið
Reuter
JOSE Maria Aznar hefur setið á forsætisráðherrastóli í tæpt ár.
sagt upp, skipt hefur verið um 80
sendiherra af 168, stjórnendur
sjúkrahúsa hafa verið reknir sem
og yfirmenn póstþjónustunnar og í
einhverjum tilfellum hafa meira að
segja yfirmenn svæðisbundinna
vegagerða verið látnir fara. Einna
umfangsmestar virðast „hreinsan-
irnar“ hafa verið í ráðuneytum fé-
lags-, mennta- og heilbrigðismála.
Upplýsingar þessar hafa vakið
mikla athygli á Spáni. Hluti skýr-
ingarinnar á þessum umskiptum
er sagður sá að deildir Þjóðar-
flokksins á landsbyggðinni hafi
beitt ráðmenn miklum þrýstingi til
að koma gæðingum flokksins að
kjötkötlunum.
Ný forréttindastétt
Stjórnmálafræðingar segja að
umskipti þessi séu réttnefndar póli-
tískar hreinsanir sem eigi sér ekki
hliðstæðu í spænskri stjórnmálasögu
á seinni árum. Sýnt sé því að hinn
pólitíski veruleiki haldist óbreyttur
þótt nýir menn kunni að halda um
valdataumana. Virtur spænskur
stjórnmálafræðingur, Salvador
Parrado Diez, sem starfar i Madrid
og rannsakað hefur sérstaklega þau
umskipti innan embættismannakerf-
isins sem fylgt hafa stjórnarskiptum
á Spáni, hefur lýst þeim með þessum
orðum: „Ný pólitísk forréttindastétt
leysir hina eldri af hólmi.“