Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1997, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1997 23 11 IM blöndunni í skamma hríð. Kjúk- lingaréttur með hnetum var líka bragðmikill og svo sterkur að það er óhætt að segja að við höfum fljót- lega orðið þyrst. • • • g svo var beðið um hrís- grjón, til að draga úr munnholshitanum og hvfla bragðlaukana í smá- stund. Þá vorum við búin að sóða dúkana rækilega út, vegna þess að enginn var með tíu í að borða með prjónum. En það þykir bara kurteisi að sóða dúkinn út. Það er merki um að ekki hafí skort á matinn. En hrísgrjón liggja ekkert á lausu í Kína. í þessum hluta landsins eru hrís- grjón helst ekki borin á borð. Ekki fyrr en í restina - ef ske kynni að gestir væru ekki mettir. Það þykir alveg voðalegt. Hrísgrjón eru til að fylla svanga maga. Þau eru alls ekki hluti af kín- verskri matargerð. Auðvitað vitum við á vesturlönd- um það ekki, vegna þess að hér er borið í mann mikið magn af hrís- grjónum til að hægt sé að spara ann- að og dýrara hráefni, eins og kjöt, físk og grænmeti. A Veitingahúsi fjölskyldu Maós formanns, fengum við svo sannar- lega að sannreyna hið kínverska máltæki: Vel ft-amreiddur réttur á að hafa liti sem höfða til augans, ilm sem örvar lyktarskynið, hljóm sem höfðar til eyrans (samanber brak- andi kínarúllur og wontons), og auð- vitað bragð sem gleður munninn. í Kína er litið á matargerð sem listgrein. Sú tækni sem Kínverjar beita hefur þróast öld fram af öld; hefur borist frá einni kynslóð til annarrar; móðir kennir dóttur og svo framvegis. Uppskrifth' voru taldar til fjölskyldudýrgripa, þær voru vel varðveitt leyndarmál og hreint ekki skrifaðar niður. Fyrir þann sem ætlar að læra kínverska matai'gerð, fer stór hluti af náms- tímanum í að læra að skera ótal krydd-, grænmetis- og ávaxtateg- undir rétt. Það getur reynt á þolrif- in hjá þeim lærlingi sem ætlar sér að nema kínverska matargerð og ekki bætir úr skák að siðareglur banna að hann spyrji meistara sinn spurninga. Meistarinn upplýsir hann ekki heldur um neitt. Ef lær- lingurinn ætlar eitthvað að læra, gerir hann það með því að fylgjast með meistara sínum vinna. Það þarf því töluvert þolinmóðan einstakling, til að halda það út að horfa út und- an sér í þijú ár. Kannski ein af ástæðunum fyrir því að kínversk matargerð er list- grein. Þolinmóðarí þjóð er varla til. Tveimur kvöldum eftir heimsókn- ina á Veitingahús fjölskyldu Maós var snætt á alþýðuveitingahúsi, sem var í næstu götu við hótel Islending- anna. Þar var maturinn ekki eins sterkur, en bragðmikill og „hrika- lega“ vel útilátinn. Einn vinsælasti rétturinn á þessum stað var líka heilgrillaður fiskur, en í þetta sinn í súrsætri sósu. Það hefur mér aldrei þótt góð sósa, nema hún sé bragð- bætt með miklu chili. Sú súrsæta sósa sem þarna var á fiskinum, var hins vegar ákaflega bragðgóð; ekki eins sæt og við eigum að venjast hér og ekki eins þykk og slímkennd. Þarna fengum við líka kjúkling með hnetum, nautakjöt og svínakjöt, fískrétti í alls kyns hoi sin og ostrusósum, chilirétti og það sem mér þótti best það kvöldið; núðlu- rétt. Það var einstaklega ljúffengur réttur úr hrísgrjónanúðlum, með gufusoðnu grænmeti. Það má segja að þessir tveir stað- ir hafi farið langt fram úr vænting- um okkar hvað varðar kínverska matargerð. Það má líka segja að þeir hafi verið valdir fyrir okkur. Hins vegar prófaði ég tvo aðra kín- verska staði, af handahófi, til að prófa matinn - og það var alltaf sama sagan: Maður borðaði þangað til mann langaði aldrei að þurfa að borða aftur og nokkrum klukku- stundum síðar dauðsá maður eftir að hafa ekki klárað allan matinn, sem var borinn fyrir mann. Eg játa að ég gerðist brotleg við flestallar greinar viðvörunarklúbbs- ins í þessari ferð. Borðaði kjöt og fisk og grænmeti; bæði ferskt og soðið. Líka þessa dýrðlegu kín- versku ávexti sem við fáum bara niðursoðna hér. Þeir voru alltaf á morgunverðarborðinu og það var bara ekki hægt að standast þá. Drakk ekki vatn úr krönunum, en af flöskum. Braut einu sinni grundvall- arreglu; fékk mér grillmat á teini úti á götu. Varð ekki meint af; er kannski eitraðri en gengur og ger- ist. Fékk aldrei í magann, varð aldrei bumbult, en á enn eftir að smakka það sem ég reyndi að fá, en fékk ekki: Engisprettur og snáka. Legg drög að því að smakka það næst. Myndi líka prófa hund og kött. Það stendur bara ekki til boða. • • • egar maður fer til London, fer maður í leik- hús. Þegar maður fer til Parísar, fer maður á lista- söfn. Þegar maður fer til Kína, borð- ar maður. Mikinn morgunverð, mik- inn hádegisverð, mikinn kvöldverð. Allt er jafn hrikalega gott. Enda fór það svo, að eftir eina viku var ég orðin kúguppgefin á að borða. Eg borða venjulega brauð- sneið og súpu í hádeginu og svo heit- an mat á kvöldin - þegar ég nenni að elda. (Stundum er það bara brauð steikt í eggi, sem ég baka síðan með osti í ofni og helli Maple sírópi yfir). Heil vika af margréttuðum máltíð- um þrisvar á dag, reyndi því nokk- uð á þanþol meltingarfæranna. Kom heim og fastaði. Næstum því. Vatn og hrísgrjón í fimm daga til að gefa maganum tækifæri til að finna sína réttu stærð, eða smæð, aftur. En þegar mig langar að borða, þá langar mig bara í eina tegund af mat: Kínverskan - svona eins og þeir elda í Kína. Shame. Alls seldi Pat Boone 53 milljónir platna, en hefur ekki átt lag á vinsældalistu- m síðan 1962. Sjálfur segir Pat Boone svo frá í bækl- ingi geisladisksins, þar sem hann reynir að rökstyðja ákvörðun sína, að á tónleikaferð um England 1987 hafi hann verið að spjalla við undirleikara sína, sem voru allmiklu yngri en hann. Einn þeirra stakk upp á því að þeir myndu bregða sér í hljóðver og taka upp plötu, sem Boone þótti ekki ráð- legt; hann væri búinn að taka upp allar gerðir tónlistar tíu sinnum og því ekki ástæða til að halda áfram. Þá var það að annar liðsmanna Boones stakk upp á því að hann tæki upp þungarokkplötu, sem vakti mikla kátínu, en hugmyndin gerjað- ist með honum og þegar hann fór að hlusta á þungarokk áttaði hann sig á því að þar fór hinn besti efniviður, ekki síst ef almennilegir menn myndu um véla. Því var það að hann fékk nokkra fremstu útsetj- ara og upptökustjóra Bandaríkjanna, sem eru þekktir fyrir flest annað en þungrokk, valdi lög og tók síðan upp plöt- una sem kom út í síða- sta mánuði. Platan vakti geysi- athygli sem vonlegt er og þó að margir hafi tekið henni afar illa, sérstaklega heittrúar- fólk sem telur Boone handbendi djöfulsins, hefur hún selst þokkalega, og Boone er hæstánægður. Sem stendur er Boone að skipuleggja tónleikafór um þver Bandaríkin, aukinheldur sem MTV- sjónvarpsstöðin hefur óskað eftir þvi að hann taki „one on one“ með Dennis Rodman. Boone segist mæddur yfir því hvað trúbræður hans hafi margir tekið honum illa og bætir við að illa sé komið fyrir trú- mönnum ef þeir geti ekki gert að gamni sínu. FÁÐU ÞÉR MIÐA FYRIR KL. 2 .2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.